Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 21

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 21
Auk þess sem ég hvet menn til að koma, vil benda á, að við bjóð- um öllum, sem vilja, að gerast félagar í klúbbnum gegn vægu gjaldi. Að vera félagar veitir mönnum auk verulegs afsláttar á jazzkvöldum 10% afslátt á plötum í Faco. Það, sem við stefnum að, er að verja þeim peningum, sem okkur safn- ast, til að fá til landsins erlenda hljóðfæraleikara, en slíkt kostar morð fjár og er eingöngu kleift, ef jazzfólk sameinast um áhugamál sitt. Benda má á, að í Danmörku er starfandi félagsskapur, sem á heima í húsi, er kallað er Montmartre (kennt við götu (hverfi) 1 París, þar sem fyrr á árum var mjög aktívt jazzlíf). Þar er framinn international jazz (einnig í París áður) og það, sem þeir bjóða upp á - guð minn almátt- ugur, maður verður beinlínis grasnn af öfund. Nöfn eins og Dissy, Gill- espie, Dexter Gordon, Stan Getz og Mac Roach auk fjölmargra frábærra jazzleikara frá Norðurlöndunum. Þar er opið alla daga nema sunnudaga. Þetta er draumurinn - og hann skal rætast. Þessi mynd er tekin í Norræna húsinu á slagverkskonsert sem Jazzvakning hélt í samvinnu viö Áskel Másson. Allt efni var samiö af Áskeli og var þetta frumflutningur á meiri hluta efnisins. Seð frá vinstri (sjá mynd hér til hægri) eru Áskell Másson, Reynir Sig- urðsson og Guðijiundur Steingrímsson. Friedrich von Lindenau Hugsið ykkur, að enskukennarinn ykkar ---- kæmi sprangandi inn með bækur undir hendinni á svörtum lakkskóm með gleðiblik í augum, rifi sig úr buxunum og stæði bísperrtur á hnésíðu, rauðröndóttu nærskjóli i svörtum gamaldags herrasokkaböndum og svörtum baðmullarsokkum en gráloðnir fótleggir og gljáandi lakkskór svifu skyndilega i fjörugum þjóðdansi frá Monadhliath í skosku Hálöndunum, (reyndar væri þetta hópdans) og kátínan skini úr augum hans. Já, sannarlega er þetta brjáluð veröld. (1977) Eftirmáli þýðanda: Þetta nýjasta meistaraverk von Lindenaus rakst ég nýlega á í (Der Spiegel) og gat ekki stillt mig um að snara því lauslega yfir á móðurmálið. Kvæðið er ort í virðingarskyni við ensku- kennara skáldsins í Heidelberg. Sá góði maður hefur hins vegar misskilið kveðskap- inn og hafði, er síðast fréttist, höfðað meiðyrðamál á hendur skáldinu. Marga refilstigu mega þjónar listagyðjunnar feta í þessu lífi. (Þýðandi, N.N.) Eramhald: Franz Kafka Bréfið er aukinheldur tilraun til að grafast fyrir rætur sektarkenndarinnar. Kafka ásakar föðurinn um að hafa þegar í bernsku kúgað son sinn með sínum óskilj- anlega mætti, valdi og kröfum. Afleiðing þvilíks uppeldis var veiklyndi, skortur á sjálfstrausti og eilíf sektarkennd. Öllum undankomúleiðum, sér í lagi hjúskap- aráætlunum, var frá því fyrsta lokað. En engin skynsamleg innsýn í sálarlífið leysir Kafka undan sektarkenndinni og hatrinu á föðurnum. Þemið um sekt einstak- lingsins og valdaleysi hans andspænis yfirvöldunum er og verður miðkjarni alls, sem Kafka skrifaði. Þ. BROT ÖR HAMSKIPTUNUM 1 ÞÝÐINGU HANNESAR PÉTURSSONAR. „Við verðum að gera tilraun til að losna við þessa ókind," sagði systirin og beindi nú orðunum eingöngu til föður síns, því móðir hennar heyrði ekkert gegnum hóstakviðuna, „hún drepur ykkur bæði, ég sé það fyrir. Þegar maður verður að þræla svona eins og við gerum öll, þá er ekki hægt að afbera þetta eilífa kvalræði heima á heimilinu. Ég geri það ekki lengur." Og hún brast í svo óstöðvandi grát, að tárin flæddu niður yfir andlit móður hennar, og hún strauk þau burtu þaðan með vélrænum handahreyfingum. „En væna mín," sagði faðir Gregors brjóstgóður og óvenjulega skilningsríkur, „hvað eigum við að gera?" Dóttir hans yppti bara öxlum til merkis um það ráðaleysi, sem hafði hertekið hana meðan hún grét, andstætt þeirri ákveðnu afstöðu, sem hún hafði haft fyrir stundu. ,|Ef hannskildi okkur," sagði faðirinn hálft í hvoru spyrjandi; systir Gregors hristi ákaft höndina í miðri gráthviðunni til merkis um, að það væri algerlega óhugsandi. „Ef hann skildi okkur," endurtók faðir Gregors, og sem hann lagði aftur augun, drakk hann í sig þá sannfæringu dóttur sinnar, að slíkt kæmi ekki til mála, „þá væri ef til vill hugsanlegt, að komast mætti að samkomúlagi við hann. En eins og nú er -" „Burt verður hann," kallaði systirin, „og það er eina leið- in, pabbi. Þú verður bara að reyna að uppræta þá tilhugsun, að þetta sé Gregor. Hin raunverulega ógæfa okkar er einmitt sú að hafa trúað því svona lengi. En hvernig getur þetta verið Gregor? Ef þetta væri Gregor, hefði hann fyrir löngu skilið, að ómögulegt er fyrir fólk að búa undir sama þaki og svona dýr, og væri horfinn sjálfkrafa. Þið ættuð þá engan son og ég engan bróður, en við gætum lifað lífinu áfram og haldið minningu hans í heiðri. En þetta dýr ofsækir okkur, eins og nú er, flæmir burt leigjendurna, ætlar aug- sýnilega að leggja undir sig alla íbúð- ina og láta okkur gista á götunni. Kafka ásamt Felice Bauer sumarið 1917. Sjáðu nú, pabbi," æpti hún allt í einu upp, „hann er byrjaður aftur.'"

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.