Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 12
KURT VONNEGUT, JR. HARRISON BERGERON Það var árið 2081, og loksins voru allir jafnir - ekki aðeins jafnir fyrir guði og lögum, heldur jafnir i sérhverju tilliti. Enginn var gáfaðri en annar, enginn laglegri, enginn sterk- ari eða fljótari. Allt var þetta jafnrétti að þakka endurbótum nr.211, 212 og 213 í stjórnar- skránni, svo og stöðugri árverkni útsendara frá Hömlumálastjóra ríkisins. Sumir þættir tilverunnar voru þó ekki eins og best yrði á kosið. Apríl rak menn til dæmis enn út í geðbilun fyrir þá sök að vera ekki vor- mánuður. Og það var í þeim vætusama mánuði, að undirsátar Hömlumálastjóra sóttu hinn fjórtán ára gamla Harrison, son Georgs og Hazelar Bergerson. Vissulega var það ákaflega sorglegt, en Georg og Hazel voru ekki fær um að hugsa mikið um það. Hazel hafði dæmigerðar meðalgáfur. Það þýddi, að hún gat ekki einbeint huganum að neinu nema skam- ma stund í einu. Georg var - aftur á móti - góð- um gáfum gæddur, en var lögum samkvæmt skyldugur að bera ávallt lítið hughömluviðtæki í eyranu, sem stillt var á opinbera stöð. A tuttugu selcúnd- na fresti sendi tækið frá sér skerandi hávaða, til að hindra, að fólk eins og Georg notfærði sér heilabú sitt i ótilhlýðilega miklum mæli. Georg og Hzel voru að horfa á sjónvarpið. íár glitruðu á vöngum Hazelar, en í svipinn mundi hún ómögulega, hvernig á þeim stóð. Á skjánum dönsuðu ballettdansmeyjar. Suð heyrðist í höfði Georgs, og hugsanir hans flýðu, skelfingu lostnar, líkt og misindismenn undan þjófabjöllu. nEn gaman að þessum dansi, sem þær voru að enda við," sagði Hazel. ttHa?" sagði Georg. nDansinn - hann var skemmtilegur," sagði Hazel. ttJamm," sagði Georg. Hann reyndi að hugsa smá- vegis um ballettdansmeynar. Þær voru ekkert sér- stakar - að minnsta kosti engu betri en hver ann- ar. Þeim var íþyngt með axlabyrðum og sekkjum, fullum af blýi, og andlit þeirra voru hulin grím- um, til þess að engum, sem sæi frjálslegar og þokkafullar hreyfingar eða fagurt andlit, mundi finnast hann sjálfur vera eitthvað sem kötturinn dröslaði inn. I höfði Georgs var að fæðast óljóst hugboð um, að kannski væri ekki rétt að leggja hömlur á dansara. En áður en hann fengi hugsað þetta til enda, lét eyrnaviðtækið í sér heyra og tvístraði hugsunum hans að nýju. Georg hrökk saman, og sama gerðu tvær af ball- e ttdansmeyjum. Hazel sá viðbrögð hans, en þar sem hún sjálf hafði engar hughömlur, varð hún að spyrja, hvers kyns hljóð þetta hefði verið. ttHljómaði eins og verið væri að berja mjólkur- flösku með buffhamri," sagði Georg. ttfig held það væri gasalega gaman að heyra öll þessi ólíku hljóð," sagði Hazel - nallt, sem þeim gat dottið í hug." ttHm," sagði Georg. ttBara að ég væri Hömlumálastjóri; veistu hvað ég myndi gera?" sagði Hzel. Henni svipaði reyndar mjög til Hömlumálastjóra, konu að nafni Díana Mánaskin. nEf ég væri Díana Mánaskin," sagði hún, ttmundi ég hafa klukknahringinar á sunnudögum - bara klukknahljóm, eins og í virðingarskýni við trúna." iifig gæti hugsað, ef það væru bara bjöllur," sagði Georg. hNú kannski ég léti þær hafa voða-hátt," sagði Hazel. ttÉg held ég yrði bara góður Hömlumálafull- trúi." 'iiEins góð og hver annar," sagði Georg. ttHver veit betur en ég, hvað eðlilegt má tel- jast?" sagði Hazel. „Satt," sagði Georg. Hvarflandi hugsanir hans hófu að snúast um Harrison, sonlnn afbrigðilega, en tuttugu og eitt heiðursskot í höfði hans batt skjótan endi á þær hugleiðingar. ttMaður lifandi," sagði Hazel, „þetta var sko stórbrotið, var það ekki?" Það var svo stórbrotið að Georg var fölur og skj.álfandi, og tárin glitr- uðu á rauðþrútnum hvörmunum. Tvær af dansmeyjunum átta höfðu steypst á gólfið í upptökusalnum og sátu flötum beinum og héldu um gagnaugun. „Þú ert allt í einu svo þreytulegur," sagði Hazel. „Af hverju leggurðu þig ekki á sófann, krúttið mitt, svo að þú getir látið hömlusekkinn þinn hvíla á púðunum?" Hún átti við rúmlega 20 kílóa strigapoka, fylltan jolýi, sem festur var með hengilás við á hálsinn á Georg. „Parðu og hvíldu posann svolitla stund," sagði hún. „Mér er alveg sama þótt þú sért ekki jafningi minn í svolitla stund." Georg vó sekkinn í höndum sér. „Mér stendur á sama um hann," sagði hann, „ég er hættur að finna fyrir honum núorðlð. Hann er eins og hver annar likamshluti." „Þú ert svo uppgefinn upp á síðkastið - eins og útslitinn," sagði Hazel. „Ef við gætum bara gert eins og ofboð lítið gat á posabotninn og náð fáeinum að þessum blýkúlum úr - bara örfáum." „Tvö ár í steininum og 420 þús. fyrir hverja kúlu, sem ég fékk," sagði Georg. „Ég kalla það nú ekki beinlínis reyfarakaup." „Bara, að þú gætir teklð örfáar úr, þegar þú kemur úr vinnunni," sagði Hazel. „Ég meina þú stendur ekki í samkeppni við neinn hér heima. Þú bara hefur það gott." „Ef ég reyndi að komast upp með það, mundu aðrir gera slíkt hið sama," sagði Georg, „og fyrr en varði, yrðum við i sama farinu á ný - hver að keppa við annan. Þér mundi ekki geðjast að þvi - eða hvað?" „Ég mundi ekki þola það," sagði Hazel. „Þama sérðu," sagði Georg. „Hvemig heldurðu, að færi fyrir þjóðfélaginu, ef alllr færu að fara i kringum lögin?" Hefði Hazel ekki dottið niður á svar við spurningunni hefði Georg verið alls ófær um það. Sirena fór að væla í höfði hans. „Ég býst við, að það mundl allt leysast upp," sagði Hazel. „Hvað?" spurði Georg tómlega. „Þjóðfélagið," sagði Hazel hikandi. „Var það ekki það, sem þú varst að tala um?" „Hver veit," sagði Georg. Skyndilega var sjónvarpsdagskráin rofin með fréttatilkynningu. I fyrstu var ekki ljóst, um hvað tilkynningin fjallaði, þar sem þulurinn var - eins og allir þulir - málhaltur. I um hálfa mín- ótu streyttist hann við að segja: „Dömur mínar og herrar" með miklum æsingi. Loks gafst hann upp og fékk einni dansmeynni tilkynninguna til lestrar. „Það gerir ekkert til," sagði Hazel. „Hann reyndi, það skiptir mestu máli. Hann reyndi að gera sitt besta, með því sem guð gaf honum. Hann á skilið snotra launahækkun fyrir að leggja sig svona fram." „Herrar mínir og frúr," sagði ballettdansmærin sem las upp tilkynninguna. Hún hlaut að vera ein- staklega fögur, þvi að gríman, sem hún bar, var hræðileg, og það var ekki erfitt að sjá að hún var þokkafyllst og þróttmest af öllum dansmeyjunum, því að hömlusekkir hennar voru álíka stórir og settir voru á 90 kílóa þunga karlmenn. Hún varð samstundis að biðja afsökunar á rödd sinni, sem var alls óviðeigandi fyrir konu að nota. Rödd hennar var hlýleg og björt, endalaus syngjandi laglína. „Afsakið," sagði hún, og er hún byrjaði aftur reyndi hún að gera rödd sína algerlega samkeppnislausa. „Harrison Bergerson, fjórtán ára að aldri, strauk rétt í þessu úr fangelsi, þar sem hann var í haldi, grunaður um þátttöku í samsæri um að steypa ríkisstjórninni," þuldi hún með rödd, sem minnti einna helst á hást garg. „Hann er íþrótta- garpur hinn mesti og stálgáfaður, hömlulítill og stórhættulegur og skal meðhöndlaður samkvæmt þvi." Lögreglumynd af Harrison Bergerson var skellt á skjáinn, fyrst öfugri, þá á hlið, öfugri á ný og loks réttri. Myndin sýndi Harrison i líkams- stærð, standandi upp við vegg, sem skipt var í metra og sentímetra. Hann var nákvæmlega 2.13 metrar á hæð. Önnur útlitseinkenni Harrisons voru að mestu fólgin í grímubúningi og járnvöru. Enginn hafði nokkru sinni haft þyngri hömlur. Hann hafði vaxið hraðar upp úr hvers kyns höftum en starfslið Hömlumálastjóra gat upphugsað þau. I stað lítils hughömluviðtækis í eyranu hafði hann geysistórt heyrnartæki og gleraugu með þykkum íhvolfum llns- um. Þessum gleraugum var ekki aðelns ætlað að gera hann hálfblindan, heldur einnig að valda honum djmjandi höfuðverk. Járnarusl hékk allsstaðar utan á honum. Venju- lega var ákveðið samræmi í hömlum sterkra manna, eins konar heragasnyrtimennska, en Harrison var eins og gangandi ruslahaugur. í lífsbaráttunni burðaðist hann með tæp hundrað og fjörutíu kíló. Og í því skyni að vega upp á móti líkamsfegurð hans heimtuðu liðsmenn Hömlumálastjóra að hann hefði alltaf rauðan gúmmíbolta á nefinu, rakaði augabrýnnar og hyldi hvítu, jöfnu tennumar sínar með svörtum slíðrum, svo að útkoman varð snubbótt- ur óskapnaður. „Ef þið sjáið þennan pilt," þuldi dansmærin, „þá reynið ekki - ég endurtek - reynið ekki að tala um fyrir honum." Það heyrðust brak og brestir, er hurð var rifln af hjörum. Skerandi vein og skelfingaróp kváðu við frá sjónvarpstækinu. Myndin af Harrison Bergerson hoppaði í sífellu á skjánum, líkt og dansandi eftir hljómkviðu öflugs jarðskjálfta. Georg Bergerson var ekki í neinum vandræðum með að bera kennsl á jarðhræringarnar, þvi að ósjaldan hafði hans eigið heimili stigið dans eftir sömu þrúgandi tónlistinni. „Guð minn góður," sagði Georg, „þetta hlýtur að vera Harrison." Brothljóð frá árekstri i höfði hans sópaði þessari uppgötvun veg allrar veraldar. Þegar Georg gat opnað augun að nýju, var ljós- myndln af Harrison horfin, og í hennar stað fyllti nýr og sprelllifandi Harrison út i skjáinn. Hann stóð í miðjum upptökusalnum, trúðslegur beljaki, sem hringlaðl og skrölti við minnstu hreyfingu. Hnúðurinn af mölbrotnum salardyrunum var enn í hendi hans. Ballettdansmeyjar, tæknimenn, hljóðfæraleikarar og þulir krupu á kné frammi fyrir honum og biðu dauða síns. „Ég er Konungur," beljaði Harrison. „Heyrið þið það. Ég er Konungur. Allir geri eins og ég segir, strax." Hann stappaði niður fæti og upp- tökusalurinn skalf og hristist. „Jafnvel eins og ég stend hér," þrumaði hann, „haltur, toeklaður, veiklaður - er ég mikilhæfari stjórnandl en nokkur annar, sem uppi hefur verið.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.