Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 17

Skólablaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 17
FRANZ KAFKA C1883-19241 Franz Kafka fæddist í Prag áriö 1883. Hann var elsta barn kaupmanns nokkurs af Gyöingaættum, sem þá hafði nýlega flust til borgarinnar ásamt eiginkonu sinni - í því skyni að komast áfram í viðskiptalífinu. Fjölskyldan bjð í gettóinu í miðaldabænum gamla, Prager Altstadt, og þar gekk Franz í skóla, en hóf því næst laganám í hinum þýska háskóla þar. Árið 1906 þreytti hann loka- próf sitt, og frá árinu 1908 til dauðadags starfaði hann hjá tryggingarfélagi einu. Starfsferill hans var þó þráfaldlega rofinn af löngum veikindaköflum Arið 1917 var staðfest, að hann væri haldinn lungnaberklum; hann andáðist á heilsuhæli nærri Vínarborg rúmlega fertugur að aldri. Að dvölinni á heilsuhælinu undanskilinni - auk nokkurra minni háttar ferðalaga - eyddi Kafka allri ævinni í Prag. Þessi borg og hennar sérstaka andrúmsloft er hin lokaða veröld, þar sem flest verka hans gerast. Höllin og dómshúsið, sem svo mjög koma við sögu í tveimur mikilvægustu skáldsögum hans, eiga sér raunverulegar hliðstæður í Prag. Það er ekki aðeins hið gyðinglega umhverfi borgarinnar, sem mótar verk hans, heldur einnig hin „ættföðurlega" fjölskyldugerð, sem tengd er gyðinglegum lífsmáta. Kafka varð þegar í bernsku fyrir þjáningarfullri reynslu, - föður sínum. Sá maður var í huga hans máttug og drottnandi persóna, sjálf xmynd þess afls, sem dæmir og refsar, svo sem ráða má af skáldsögum hans. Og tilraun sonar- ins til að stofna eigin fjölskyldu lánaðist ekki: Vorið 1912 kynntist hann Felice Bauer, og 1914 var trúlofun þeirra opinberuð - til þess eins að verða slitið nokkrum mánuðum síðar. Sambandið var þó endurnýjaði sumarið 1916 dvöldust þau um hríð saman í Marienbad, og var það nokkrun veginn eina hamingjuríka tímabilið í ævi Kafka - að sögn hans sjálfs. Sumarið eftir bundust þau festum að nýju, en þá um haustið sleit Kafka trúlofuninni öðru sinni, þegar hann hafði fengið að vita, hvernig í pottinn var búið um sjúkdóm hans. Fimm síðustu æviár sín hafði hann afskipti af þremur kvenper- sónum öðrum, og var í einu þeirra tilvika um skamma trúlofun að ræða. Öllum tíma sínum, - öllu þessu lífi, fullu andlegra og líkamlegra þjáninga, - helgaði Kafka ritstörfum, en aðeins lítill hluti verka hans var birtur, meðan hann lifði. Fyrst voru birtar árið 1909 nokkrar frásagnir í tímariti. Fjórum árum síðar kom fyrsta bók hans út, og hét hún Betracht- ung (Skoðun). Á næstu árum voru prentaðar nokkrar smásögur og kaflar, og 1924 kom út smásagnasafnið Ein Hungerkiinstler (Sultarlistamaður). En bæði skáldsögubrotið Amerika (Vesturheimur) og megin- verkin tvö, Der Prozesz (Málaferlin) og Das Schlosz (Höllin), voru ekki prentuð fyrr en að honum látnum og - sökum sjálfsævisögulegs ívafs þeirra - gegn vilja hans. lltgáfuna annaðist vinur hans einn, Max Brod að nafni. Tregða Kafka til að gefa út eigin verk stafaði einnig af þeirri tilfinningu hans, að hann væri einangraður, jafnt í máli sem í bókmenntalegu tilliti. Sem þýskur Gyðingur í Prag fannst honum hann á margan hátt vera útlendingur, ekki síst að því er tungumálið varðaði: I hans hópi var töluð næsta afbökuð þýska, sem orðið hafði fyrir áhrifum af hinu tékkneska umhverfi og hjá Kafka sjálfum blönduð jiddísku, en hún var töluð á heimili hans. Þessar erfiðu aðstæður ollu því sem hann hefur lýst í bréfi: Hann reynir að lifa á meðal ... „hins ókleifa varðandi það að skrifa ekki, skrifa á þýsku ellegar þá einhverju öðru tungumáli, - já, unnt væri að tilgreina hið fjórða: hið ókleifa varðandi það yfirleitt að skrifa." Kafka leit á sjálfan sig sem einmana og mis- skilinn, en þessari tilfinningu deildi hann með mörgum þýskum rithöfundum öðrum. Gjáin á milli listamannsins og borgarans var aðalviðfangsefni Thomasar Mann í Tóníó Kröger og Hermanns Hesse í Steppuúlfinum. Og Rainer Maria Rilke kvað um listamannslífið sem „án ábata, án ástar, fjöl- skyldu og tekna, reist á bjargi hjartans". Kafka var vissulega með atvinnu sinni þátttakandi í borgaralegu lífi, en það veitti honum þó aðeins takmarkað öryggi og tilfinningu fyrir því, að hann heyrði því þjóðfélagi til, sem hann lifði í. Nefna má, að George Steiner hefur lýst afar skil- merkilega, hvernig umhverfi Kafka varð honum hvati til sköpunar... Erfitt er að segja, hversu mikið af skyld- leika listamanna þessara tíma má rekja til áhrifa þeirra hvers á annan og hversu mikið stafar af tíðarandanum. En eitt er þó víst: Kafka las - og las um - Tóníó Kröger, það segir hann £ bréfum sínum, og skyldleiki Kafka og Krögers er að ýmsu leyti ekki lxtill. Báðir eru fullir löngunar eftir borgaralegu lífi, öryggi og ást - í bland við dágóðan skammt fyrirlitningar... Báðir eru efins um eigin hæfileika til að taka þátt í þessu innantóma, marklausa og ruddalega lífi og að elska á mannlegan, eðlilegan hátt. Tóníó Kröger efast um karlmennsku sína; Kafka lýsir því, hvernig hann er ófær um að stofna til náttúrlegs ástarsambands. Báðum er listin bölvun, en sem listamenn finna þeir í lífinu aflauka vitsmunalegra möguleika. Enn meir minnir Kafka þó á hinstu lýsingu Thomasar Mann á lífi mikils listamanns, Fást-mennið Adrían Leverkiihn, er skoðar listrænan innblástur sinn sem samning við djöfulleg öfl. Andi og líkami, - þetta tvennt mótar einnig hugmyndir Kafka um ást og kynferði. Enn er Adrí- an Leverkiihn lýsandi hliðstæða. Mann lætur hann, sumpart fullan viðbjóðs, sumpart fullan hrifningar, forfærast af portkonu, - en leggur einnig áherslu á hreinleika hans og meinlætalíf. Þessi tvíhyggja kemur líka fram hjá Kafka. I bréfi segir hann frá því, hvernig leyndardómar ástarlífsins lukust upp fyrir honum fyrir tilstuðlan búðarmeyjar nokkurrar í sóðalegu gistihússherbergi, og hvernig hann skildi, að óhreinindin, þótt á yfirborðinu virtust- af tilviljun, voru nauðsyleg aðstæðunum. Þessi blanda aðlaðandi áhrifa og viðbjóðs á hinu óhreina og snjáða setur svip sinn á margt það sem Kafka skrifaði. Gregor Samsa, sem vaknaði einn morguninn heima í rúmi sínu eftir órólegar draumfarir og hafði þá breyst í- risavaxna bjöllu, - í Die Verwandlung (Hamskiptunum), - skríður að lyktum í eigin saur og úrgangi annarra í fjöl- skyldunni. I skáldsögunni Höllinni lætur Kafka aðalpersónuna K. lykja örmum um veitingastúlkuna Friedu, liggjandi á gólfinu í ölpolli og öðrum óhroða. En sá vandi, sem dylst í ástríkri sambúð, andstætt hinu einangraða piparsveins- og lista- mannslífi, hefur einnig aðrar hliðar. I skoðun Kafka á „sambúð" býr dulinn ótti við að glata eigin sjálfi, - „óttinn við að sameinast, að eyð- ast í öðrum," ritar hann £ dagbók sína. Um annan og áþreifanlegri ótta var þó að ræða; hann leit á hjónaband sem ógnun við bókmenntalega sköpun. Þetta vandamál var £ raun og veru tengt skoðun Kafka á eigin list. Skilyrði þess, að list- ræn sköpun gæti átt sér stað, var að fórna öllu öðru, sem talið er eftirsóknarvert £ l£finu. Eauði Kafka var kunngerður hinn lo. jún£ 1924. Hér er óhjákvæmilegt að nefna eina túlkunar- aðferð, sem margir hafa beitt á verk Kafka, en það er sálgreiningin. Angist Kafka og óvissa, hið flókna samband hans við föðurinn, taugaveiklunar- kennd hreinleikakrafa, kynferðislegur ótti hans og hin sifellda sektarkennd, - allt eru þetta sjúkdómseinkenni, sem virðast kalla á sálgreiningu. Kafka var þetta sjálfum fullljóst, og það var visvítandi, að hann hagaði táknum sinum'í samræmi við draumtúlkun Freuds. Niðustaðan liggur fyrir £ hinu langa Brief an den Vater (Bréfi til föður- ins), sem hann skrifaði árið 1919 og var birt löngu s£ðar. Það er að stærð sem l£til bók og var aldrei ætlað óviðkomandi til lestrar. Það er sjálfsuppgjör, tilraun með aðstoð greiningarinnar til að komast fyrir rætur taugaveiklunarinnar, er þjakaði hann, og bréfið er ýtarlegt uppgjör við föðurvaldið. Frh. bls . 5 7.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.