Fréttablaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 2
Þá er gripið fyrr inn í, einstakl- ingurinn þarf síður að leggjast inn og batinn birtist að öllum líkindum fyrr. Helga Sif Friðjónsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun Gert er ráð fyrir 161 gesti í sæti á 1. hæð og 28-50 gestum í kjallara. Markaregn í Laugardalnum Dagný Brynjarsdóttir skoraði eitt marka íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta þegar liðið vann glæsilegan 4-0 sigur gegn Tékklandi í undankeppni HM 2023 á Laugardalsvelli í gær. Svava Rós Guðmundsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir voru einnig á skotskónum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Nýtt teymi byggt á hug- myndafræði Frú Ragnheiðar tekur til starfa og mun veita fólki með fíkni- og geðvanda þjónustu. Laufeyjarnafnið skírskotar til „ömmunnar“ í Grjótaþorpinu. lovisa@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Í byrjun október tók til starfa á meðferðareiningu fíknisjúkdóma Landspítalans við Hringbraut nýtt teymi, sem kallast Laufey – nærþjónusta fíknimeðferð- ar og þjónustar fólk sem glímir við bæði alvarlegan fíkni- og geðvanda. Teymið er nefnt í höfuðið á Lauf- eyju Jakobsdóttur eða „ömmunni“ í Grjótaþorpinu eins og margir þekktu hana. Hópurinn sem teymið þjónustar telur líklega um 50 til 100 manns. „Við erum að taka við teymi sem hefur sinnt fólki sem glímir við alvarlegan samþættan vanda og byggjum áframhaldandi þróun þjónustunnar að töluverðu leyti á reynslu Frú Ragnheiðar og vett- vangsþjónustu sem þar er veitt,“ segir Helga Sif Friðjónsdóttir, sér- fræðingur í geðhjúkrun í geðþjón- ustu Landspítalans. „Markmið okkar er að færa þjón- ustuna út af spítalanum og til fólks- ins,“ segir Helga Sif og segir að það séu margar rannsóknir sem bendi til þess að fólk nýti betur þjónust- una þegar hún er nær og að þannig sé hægt að koma í veg fyrir að alvar- leiki vandans haldi áfram að þróast. „Þá er gripið fyrr inn í, einstakl- ingurinn þarf síður að leggjast inn og batinn birtist að öllum líkindum fyrr,“ segir hún. Helga Sif segir að með þessum hætti sé hægt að bæta lífsgæði þessa hóps til muna. Þjónusta við þennan hóp var áður á göngudeild á Kleppi sem er staðsettur á Kleppsgörðum fjarri búsetukjörnum og gistiskýl- um og það hafi einnig ýtt undir mikilvægi þess að færa þjónustuna á Hringbraut því það hafi hentað hópnum illa að ferðast á Klepp. „Auk þess, ef fólk þarf á innlögn að halda, þá er bráðaþjónusta og móttökudeildir geðþjónustunnar á Hringbraut, þannig að það er mikil- vægt líka,“ segir Helga Sif. Þjónusta teymisins verður þó lík- lega umfangsmeiri og ef vel gengur sér Helga Sif fram á að geta útvíkkað hana enn frekar og þá fyrir f leiri markhópa. „Við erum búin að óska eftir því að fá bíl, verðum með nálaskipta- þjónustu og munum gera hlutina öðruvísi en við höfum verið að gera í geðþjónustunni áður,“ segir hún. Helga Sif segir að með því að bæta þjónustu við hópinn með þessum hætti sé gert ráð fyrir að innlögnum fækki, því að vandi notenda verður ekki eins alvarlegur ef þeir fá þjón- ustu við hæfi á réttum tíma. „Ef þetta þróunarverkefni gengur vel þá er nauðsynlegt að skoða hvort og þá hver tækifærin eru til útvíkk- unar á þjónustunni til þeirra sem eru í virkri vímuefnanotkun en ekki með eins alvarlegan geðrænan vanda.“ ■ Laufeyjarteymið fer til fólks með fíkni- og geðvanda Helga Sif Friðjónsdóttir er brautryðjandi á vett vangi skaða minnkunar fyrir fíkni efna neyt endur og aðra jaðar setta hópa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI gar@frettabladid.is SKIPULAGSMÁL Til stendur að inn- rétta mathöll í Pósthússtræti 3 og 5. Að því er fram kemur í umfjöllun byggingarfulltrúans í Reykjavík um umsókn fasteignafélagsins Reita á að breyta núverandi starfsemi á 1. hæð í mathöll með alls tólf rekstrar- einingum. Gert sé ráð fyrir 161 gesti í sæti á 1. hæð og 28 til 50 gestum í kjallara. Breytingar feli meðal annars í sér nýja glerbyggingu á baklóð og endurbyggingu á skúr á lóðinni. Byggingarfulltrúi hefur nú veitt samþykki fyrir breytingunum. Ýmis starfsemi er nú í Pósthússtræti 3 og Hitt húsið er með aðsetur í Pósthús- stræti 5 þar sem Pósturinn var eitt sinn með höfuðstöðvar sínar. Nú þegar eru í borginni mathallir í Borgartúni, á Höfða, Hlemmi og á Granda. ■ Innrétta mathöll í Pósthússtræti Pósthússtræti 3-5. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR adalheidur@frettabladid.is DÓMSMÁL Ákvörðun um áfrýjun nýuppkveðins dóms í Rauðagerðis- málinu liggur nú hjá ríkissaksókn- ara. „Það sem liggur fyrir er að fara yfir dóminn og gögn málsins. Að því loknu verður tekin ákvörðun um það hvort málinu verður áfrýjað,“ segir Sigríður Friðjónsdóttir ríkis- saksóknari aðspurð um næstu skref. Nokkrar leiðir varðandi áfrýjun málsins eru mögulegar. Þótt Angj- elin Mark Sterkaj hafi játað að hafa orðið Armando Bequiri að bana í Rauðagerði 13. febrúar og fengið 16 ára fangelsisdóm fyrir morðið, er dómum í manndrápsmálum nær undantekningarlaust áfrýjað, annaðhvort af hinum dómfellda eða ákæruvaldinu. Þrjú voru sýknuð af ákæru fyrir manndráp í málinu. Til greina kemur að ákæruvaldið áfrýi dómi hvað þau öll varðar eða hluta þeirra. ■ Ríkissaksóknari fer yfir dóminn og gögn málsins Sigríður Frið- jónsdóttir ríkis- saksóknari 2 Fréttir 23. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.