Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.10.2021, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 23.10.2021, Qupperneq 6
Formaður Skotvís segir kröfu dýraverndunarsinna um rjúpnaveiðibann úr lausu lofti gripna. Friðun hafi engu skilað. Formaður Jarðarvina er ósammála og segir veið- arnar fásinnu. ser@frettabladid.is NÁTTÚRA Áki Ármann Jónsson, for- maður Skotvís, segir kröfu dýra- verndunarsinna um rjúpnaveiði- bann vera úr lausu lofti gripna, enda ógni veiðimenn ekki stofninum, heldur miklu fremur náttúrulegar sveiflur, rétt eins og vistfræðingar hafi bent á. Fréttablaðið hefur síðustu daga fjallað um afkomu rjúpnastofnsins á Íslandi, en samkvæmt mælingum er hann sá minnsti frá því mælingar hófust 1995 – og telja Jarðarvinir, sem berjast gegn veiðinni, að hann sé nú minni en árið 2002 þegar þáverandi umhverfisráðherra afréð að banna veiði um nokkurra ára bil. Áki Ármann segir þá friðun engu hafa skilað enda enginn samanburður til staðar til að meta árangur af henni. Veiðidögum hafi hins vegar fækkað eftir 2005, úr 69 niður í 22 og sölubann sett á. Einn- ig hafi áróður Skotvís um hóflegar veiðar borið árangur því nú heyri magnveiði sögunni til. Veiðin hafi dregist saman um 50 til 60 prósent frá árunum fyrir sölubann og veiði- álagið minnkað úr 30 prósentum niður í liðlega 10 prósent. Þessu andæfir Ole Anton Bielt- vedt, formaður Jarðarvina, sem berst fyrir alfriðun rjúpunnar, en hann segir Skotvís láta einskis ófreistað til að réttlæta veiðar sínar og dráp á saklausum og varnar- lausum dýrum, sér til skemmtunar: „Nú fullyrða þessir menn að veiðar fimm þúsund manna hafi engin áhrif á stofn rjúpu. Þetta er auðvitað hrein fásinna,“ segir Ole Anton, en það sannist best á því að stofn rjúpu, sem var hruninn vegna veiða árið 2002, hafi rokið upp við friðun 2003 og 2004, rétt eins og upplýsingar vistfræðinga sýni. Áki Ármann lætur þessi orð ekki slá sig út af laginu: „Rjúpunni stafar lítil ógn af okkur veiðimönnum þegar stóra myndin er skoðuð, og vel að merkja, hafi menn áhyggjur þá er þegar búið að grípa til róttæk- ustu aðgerða í þessum efnum sem sögur fara af, en veiðin nú er tvöfalt minni en fyrir veiðibannið,“ segir Áki Ármann og leggur áherslu á að félagsmenn Skotvís vilji umfram allt stunda ábyrgar veiðar. „Það skal þó sagt hér að viðkomu rjúpunnar hefur hrakað mikið á nýrri öld, frá því að hún var með 8,6 unga að meðaltali niður í 6,4. Það er mjög alvarlegt og þarf að rannsaka betur,“ segir Áki Ármann og áréttar að veiðin hafi líka minnkað, eða úr 69 þúsund rjúpum, fyrir veiðibann, í 20 til 30 þúsund eftir það. En óttast hann að umhverfis- ráðherra láti undan þrýstingi og banni rjúpnaveiðar í vetur? „Nei,“ segir hann, „enda eru veiðarnar sjálf bærar að mati Náttúrufræði- stofnunar og Umhverfisstofnunar að teknu tilliti til varúðarreglu – og á meðan svo er veiðum við rjúpu.“ ■ Rjúpunni stafar lítil ógn af okkur veiði- mönnum þegar stóra myndin er skoðuð. Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís Leiðtogi í þjónustu og upplifunum Hefst 22. nóvember Námið kennir aðferðir til að bæta upplifun viðskiptavina og býr til þekkingu og færni sem hjálpar fyrirtækjum að auka ánægju og viðskiptatryggð og þannig tekjur. Nánari upplýsingar: www.akademias.is/service Rjúpnaveiðimenn segja að alfriðun skili engu til verndunar stofnsins Formaður Skotvís og Jarðarvina eru á öndverðum meiði hvað alfriðun á rjúpnastofninum varðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM gar@frettabladid.is SKIPULAGSMÁL   Byg gingar f ull- trúinn í Reykjavík hefur heimilað byggingu fjögurra til sex hæða fjölbýlishúss á Háaleitisbraut 1. Er leyfið veitt til lóðarhafans sem er Sjálfstæðisflokkurinn. Um verður að ræða steinsteypt hús, klætt málmklæðningu, með alls 47 íbúðum. Atvinnurými verður í hluta jarðhæðar og húsinu fylgir bílakjallari. Eins og kunnugt er eru höfuð- stöðvar Sjálfstæðisf lokksins, Val- höll, á Háaleitisbraut 1. ■ Sjálfstæðismenn byggja fjölbýli Háaleitisbraut 1. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR hjorvaro@frettabladid.is KVIKMYNDIR „Það eru engin orð sem geta lýst hversu sorgmæddur ég er og hversu mikið áfall það er fyrir mig að þessi skelfilegi atburður hafi átt sér stað og Halyna Hutchins hafi verið tekin frá okkur í blóma lífsins. Hutchins var allt í senn eiginkona, móðir og mikilsvirtur samstarfs- maður,“ segir Baldwin í yfirlýsingu sinni en slysaskot hans varð Hatch- ins að bana.   „Ég mun vinna náið með lögreglu við rannsókn málsins. Þá hef ég sett mig í samband við eiginmann hennar og boðið honum aðstoð mína,“ segir hann. Baldwin taldi sig vera að skjóta púðurskoti úr leikmun en þess í stað hæfði raunverulegt skot kvik- myndaleikstjórann og varð henni að bana. Nánar má lesa um slysa- skotið á bls. 58 í blaðinu. ■ Alec Baldwin harmi sleginn   birnadrofn@frettabladid.is TRÚMÁL Nýtt trúfélag, Menningar- félag gyðinga, hefur verið skráð í trúfélagsskráningu þjóðskrár og eru þar 38 meðlimir skráðir. Menningarsetur múslima hefur verið afskráð. Nú eru skráð alls 53 trú- og lífsskoðunarfélög í þjóð- skrá. Skráðum einstaklingum í þjóð- kirkjunni fækkaði um 94 frá 1. desember á síðasta ári þar til þann 1. október síðastliðinn. Nú eru 229.623 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna, sem er fjölmennasta trúfélag landsins. Næst f jölmennast a t r ú félag landsins er Kaþólska kirkjan með rétt rúmlega 14.700 skráða með- limi og Fríkirkjan í Reykjavík með um tíu þúsund meðlimi. Meðlimum í Siðmennt hefur fjölgað mest samkvæmt skrán- ingum í trú- og lífsskoðunarfélög hjá Þjóðskrá Íslands. Þeim fjölgaði um 334 meðlimi á tímabilinu frá 1. desember 2020 til 1. október 2021, á sama tímabili fjölgaði um 311 meðlimi í Ásatrúarfélaginu. Mest fækkun var í félagi Zúista en þeim fækkaði um 225 meðlimi á umræddu tímabili. Vitund er það trúfélag sem hefur fæsta skráða meðlimi, þeir eru einungis þrír talsins. Í félag- ið Nýja Avalon eru skráðir fimm meðlimir. Í upphafi þessa mánaðar voru 4,6 prósent landsmanna skráð utan trúfélaga, eða rúmlega 29 þúsund manns. ■ Menningarsetur múslima afskráð Þann 1. október voru 229.623 ein- staklingar skráðir í þjóðkirkjuna, sem er fjölmennasta trúfélag landsins. Halyna HutchinsAlec Baldwin 6 Fréttir 23. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.