Fréttablaðið - 23.10.2021, Síða 16

Fréttablaðið - 23.10.2021, Síða 16
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar Hann þótti traustur og trúverð- ugur af því að alvaran að baki orðum hans var þrungin merkingu. Veröldin stendur á barmi hyl- dýpis en váin sem við sjáum er hugsan- legur skortur á Hvolpa- sveitar- varningi fyrir jólin. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Fjölskyldunni var boðið í fimm ára afmæli nýverið. Boðskortinu fylgdu reglur um afmælisgjafir. Þær voru afþakkaðar. Gætu gestir hins vegar ekki setið á sér mátti færa afmælisbarninu eitthvað ætilegt eða eitthvað notað úr eigin fórum. Ég blótaði ábyrgðar- fullum, loftslagsmeðvituðum foreldrunum í sand og ösku. Skildu þau ekki að við sem höfðum þekkt dóttur þeirra frá fæðingu vild- um tjá væntumþykju okkar í gljáfægðu harð- plasti, batteríknúnu með blikkandi ljósum? Skildu þau ekki að útivinnandi foreldrar hafa ekki tíma til að fara í gegnum skápana í leit að einhverju heillegu sem gengið gæti í endur- nýjun lífdaga og þess vegna fann Amazon upp „one-click buy“ takkann? Sextíu og tveir dagar eru nú til jóla. Andi Ebenezer Scrooge svífur hins vegar yfir vötnum hér í Bretlandi þar sem ég bý. Breskir kaupmenn vöruðu nýverið við aðsteðjandi vá. Vöruskortur gæti skollið á fyrir jólin vegna tafa á vöruflutningum. Greiningar- deild Shore Capital telur líkur á að jólagjafir barna muni ekki standast væntingar. Helst sé hætta á skorti á leikföngum og rafmagns- tækjum og spáir fjárfestingasjóðurinn því að jólin „gætu orðið martraðarkennd“. Líf eða lífsstíll Vegna heimsfaraldursins vörðum við fjöl- skyldan síðustu jólum í London en ekki á Íslandi. Við reyndum þó að líkja eftir íslensk- um jólum. Við höfðum uppi á tegund af græn- um baunum í dós sem voru jafn maukkenndar og Ora-baunir. Við keyptum sænskar pipar- kökur, þýskt rauðkál og reykta andabringu sem við töldum okkur trú um að smakkaðist eins og hangikjöt. Á miðju jólaborðinu var hins vegar tóm sem ekki tókst að fylla. Í heilt ár hef ég hlakkað til að gæða mér á íslenskri rjúpu um jólin. Ég varð því hvumsa þegar fréttir bárust af ástandi íslenska rjúpna stofnsins sem hefur sjaldan mælst minni. Ég bölvaði Náttúrufræðistofnun Íslands í sand og ösku sem lagði til tak- markaðar veiðar. Skildu þau ekki að rjúpa er órjúfanlegur hluti jólanna? Skildu þau ekki að ég fékk enga rjúpu í fyrra svo að ég á skilið að fá rjúpu í ár? Stórhátíðir, jól og afmæli hverfast um hefðir. En það er ekki aðeins á tyllidögum sem við viljum hafa hlutina eins og þeir hafa alltaf verið. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram í Glasgow í nóvember. Gögn, sem lekið var til fjölmiðla í lok vikunnar, sýna að fjöldi þátttökuríkja þrýstir nú á um breytingar á skýrslu vísindamanna um hvernig berjast megi gegn loftslagsvánni. Ráðunautur olíumálaráðuneytis Sádi-Arab- íu krefst þess að öllum ummælum um „að brýn þörf sé á minnkun á hvers konar losun“ sé eytt úr skýrslunni. Brasilía og Argentína, helstu nautakjötsræktendur heims, leggjast gegn því að minnst sé á mikilvægi þess að dregið sé úr kjötneyslu. Baráttukonan Greta Thunberg er svartsýn í aðdraganda COP26. Hún sakar þjóðar- leiðtoga um að neita „að viðurkenna að við stöndum frammi fyrir vali milli þess að bjarga lífi á jörðinni eða lífsstíl sem stendur ekki undir sér“. Svartsýni Gretu er á rökum reist. Veröldin stendur á barmi hyldýpis en váin sem við sjáum er hugsanlegur skortur á Hvolpa- sveitarvarningi fyrir jólin. Við smellum á „one-click“ gereyðingartakkann á Amazon jafnvel þótt við vitum að tímanum sem sparast stelum við af komandi kynslóðum. Rjúpa, olía, nautasteik; við erum öll Sádi- Arabía inn við beinið. Breytingar eru ógnvekjandi. En þótt hlut- irnir verði öðruvísi þurfa þeir ekki að vera verri. Fimm ára vinkona mín var himin- lifandi með notaðan kjól af dóttur minni í afmælisgjöf. Því eina gjöfin sem skiptir máli, einu væntingarnar sem þurfa að standast, eina tómið sem þarf að fylla, er framtíðin. n Við erum öll Sádi-Arabía Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is Það er ekki úr vegi að máta þýsk stjórnmál við þau íslensku nú um stundir enda leið ekki nema dagur á milli þingkosninganna í þessum löndum í síðasta mánuði, en ólíkt Íslandi verður skipt um stjórn í Þýskalandi – og nýr kanslari jafnaðarmanna tekur við stjórnartaumunum eftir 16 ára valdatíma Angelu Merkel og kristilegra demókrata í landinu. Tímamótin eru augljós. Einhver hógværasti maður þýskra stjórnmála, Olaf Scholz, mun leiða nýja ríkisstjórn jafnaðarmanna, græn- ingja og frjálsra demókrata á næstu árum, en fréttaskýrendur telja að þessi lágvaxni og granni borgarstjóri frá Hamborg verði líklega stærsti og sterkasti leiðtogi Evrópu á næstu árum. Og það án alls hávaða og láta. Auðvitað er löngu vitað að Þjóðverjar kjósa öðru fremur af skynsemi og láta upphrópanir sem vind um eyru þjóta. En kosningasigur Scholz er engu að síður merkilegur. Hófstilltur málflutningur hans í aðdraganda kosning- anna féll í kramið. Hann þótti traustur og trúverðugur af því að alvaran að baki orðum hans var þrungin merkingu. Enda fór svo að hann lyfti jafnaðarmönnum úr fimmtán prósenta fylgi í tæplega 26 pró- senta stuðning landsmanna, upp fyrir gengi Kristilegra demókrata sem borið hafa höfuð og herðar yfir aðra f lokka um langt árabil. Skilaboð Scholz voru skýr, jafnt inn á við og út á við. Fyrir utan það sjálfsagða, að láta verkin tala í umhverfismálum, vildi hann auka tekjujöfnuð landsmanna til að skapa samstöðu í landinu. Fyrsta verk hans yrði að hækka lágmarkstímakaup verkafólks úr 1.400 krónum í 1.800 krónur, sem er ríf lega fjórð- ungs hækkun. Þá talaði hann fyrir því að sameina ólíkar fylkingar í Þýskalandi með áherslu á lýðræðis- legt umburðarlyndi og víðsýni, en með því að sýna hver öðrum virðingu myndu Þjóðverjar af ólíkum uppruna sækja fram en ekki aftur. Eins lagði hann kapp á að Þjóðverjar leiddu fjórðu iðnbyltinguna, en tæknin væri að taka fram úr manninum – og héldu landsmenn ekki vöku sinni í þeim efnum myndi hagkerfi heimamanna lamast frekar en laskast. Loks kvaðst hann ætla að styrkja sam- vinnu Evrópuþjóða með því að semja við þær Austur-Evrópuþjóðir sem reka lestina í mann- réttindum fremur en að skamma þær og refsa þeim. Svona talar sigurvegari. Af alvöru og ábyrgð. Hávaðalaust. n Hávaðalaust SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 23. október 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.