Fréttablaðið - 23.10.2021, Page 22
Ég er ekki með neinar
beinagrindur í skápn-
um. Ég keypti hluta-
bréf í Árvakri af Sam-
herja fyrir fjórum
árum síðan. Ég skulda
þeim ekki neitt og þeir
mér ekkert heldur.
Eyþór Arnalds hætti í Tappa
Tíkarrassi 17 ára, tók
menntaskólann utanskóla
til að einbeita sér að selló
leiknum og varði mörgum
vikum í munkaklaustrum. Hann
hefur átt líf í tónlist, viðskiptum og
pólitík enda segir hann mikilvægt
að endurnýja sig. Það hefur hann
svo sannarlega gert, er ástfanginn af
ungri listakonu og stendur í fyrsta
sinn á sviði í Hörpu í næstu viku,
vopnaður sellóinu.
Á fallegu heimili í Vesturbænum
býr Eyþór ásamt Ástríði Jósefínu
Ólafsdóttur og sonum hans tveim
ur sem deila búsetu milli foreldra
sinna. Þegar gengið er inn blasir
sellóið f ljótt við en á tímum Tod
mobile var það aðalsmerki Eyþórs.
Hann er farinn að æfa sig fyrir tón
leikana í Eldborg eftir viku en Eyþór
hefur ekki spilað með sínum gömlu
félögum í 15 ár.
„Ég þakka Covid fyrir að sellóið
var tekið fram og rykið dustað af
því. Þegar ég var í sóttkví lappaði ég
upp á það, en ég hafði ekki skipt um
strengi í ansi langan tíma og tók svo
upp verk eftir Bach.“
Það kom sér vel að hljóðfærið var
hætt að rykfalla þegar fyrrverandi
Todmobilefélagi Eyþórs, Þorvaldur
Bjarni, hafði samband og stakk upp
á að sveitin kæmi aftur saman.
„Þetta er ákveðin rót, góð rót,“
segir hann, sáttur við að hafa aftur
sameinast sínum gömlu félögum
sem hann sagði skilið við fyrir
fimmtán árum þegar hann fór að
einbeita sér að öðru.
„Ég er þannig gerður að ég tek
eitthvað fyrir og einbeiti mér að því
þar til ég tek eitthvað annað fyrir.
Ég er ekki með neinar
beinagrindur í skápnum
Eyþór tók
unglingsárin út
á annan hátt en
margir. Rokkið
átti hug hans
allan frá 13 til 17
ára og svo ein-
beitti hann sér
að sellóinu og
klassíkinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/
EYÞÓR
Eyþór Arnalds hætti í Tappa
Tíkarrassi 17 ára og tók
menntaskólann utanskóla til
að einbeita sér að sellóleik.
Hann hefur átt líf í tónlist,
viðskiptum og pólitík enda
segir hann mikilvægt að
endurnýja sig. Það hefur hann
sjálfur gert, er ástfanginn á
leið á svið Eldborgar. Þannig hefur rauði þráðurinn verið
í mínu lífi. Maður er búinn að eiga
mörg skeið: mikið í listum, mikið í
viðskiptum og svo líka pólitík.“
Vildi ekki verða leikari
Grunnurinn og uppeldið var þó
í listunum. „Mamma, Sigríður
Eyþórsdóttir, var leikstjóri. Hún
kenndi mörgum núlifandi leikurum
og stofnaði til að mynda leikhópinn
Perluna sem systir mín Bergljót
stjórnar nú í dag. Ég byrjaði því í
leikhúsinu,“ segir Eyþór en bendir
á að pólitíkin sé ekki algjörlega ólík
leiklistinni. „Að vissu leyti er póli
tíkin með sitt svið, sínar persónur
og leikendur og sinn söguþráð.“
Eyþór fór mikið með mömmu
sinni í leikhúsið og lék í Þjóðleik
húsinu sem barn. „Svo hætti ég
að leika þegar ég var 12 ára,“ rifjar
hann upp og hlær. „Ég ákvað þá
að ég ætlaði ekki að vera leikari. Á
þeim tímapunkti ætlaði ég að verða
stjarneðlisfræðingur. Það mistókst
en félagi minn sem ætlaði sömu leið
lét þó drauminn rætast og er í dag
stjarneðlisfræðingur. Ég fór í annað
og stofnaði hljómsveit með Björk
Guðmunds, Eyjólfi Jóhannessyni
og Jakobi Smára Magnússyni,“ rifjar
hann upp og á auðvitað við Tappa
Tíkarrass.
Hætti í rokkinu fyrir klassíkina
Eyþór segist ekki sjá eftir því að hafa
sveigt af braut á leið til stjarneðlis
fræðináms og hellt sér út í rokkið
kornungur.
„Ég sé ekki eftir þessum skiptum
því þarna átti sér stað ákveðin
sköpun sem var aðeins á þessu eina
augnabliki í íslenskri tónlistarsögu.
Við sem þjóð vorum að koma út úr
austurevrópsku skömmtunarþjóð
félagi þar sem ekki mátti selja erlent
súkkulaði, hvað þá bjór. Það var
aðeins einn útvarpsþáttur í viku,
Áfangar, sem spilaði ný lög,“ rifjar
hann upp.
Eyþór ólst upp í Árbænum til tólf
ára aldurs þegar fjölskyldan færði sig
í Vesturbæinn en vinirnir og hljóm
sveitarfélagar komu víða að.
„Þegar internetið og farsímarnir
voru ekki til kynntust unglingar
þvert á hverfin. Það voru hljóm
sveitir í mörgum bílskúrum og
voða fljótt að spyrjast út ef einhver
var góður,“ segir hann en sjálfur var
Eyþór bassaleikari og söngvari með
Tappa Tíkarrassi og sveitin vakti
mikla athygli í kvikmynd Friðriks
Þórs Friðrikssonar, Rokk í Reykjavík,
þar sem hún átti tvö lög.
Stuttu síðar hætti Eyþór í sveitinni
og segja má að hann hafi sagt skilið
við rokkið aðeins 17 ára gamall.
Munkaskeiðið
„Ég hætti til að snúa mér alfarið að
klassíkinni. Þetta var akkúrat öfugt
við jafnaldrana sem þarna fóru inn
á sitt villtasta skeið en ég var meira
á einhverju munkaskeiði,“ segir
Eyþór sem lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Hamrahlíð.
Námið stundaði hann þó utanskóla
til að geta betur nýtt tímann til að
æfa sig á sellóið. „Maður reynir að
taka hlutina föstum tökum,“ segir
hann og við erum sammála um að í
dag hefði hann líklega verið sendur
í greiningu.
„Nei, það var ekki búið að finna
upp þessar almennu greiningar
þegar ég var unglingur. Ég er voða
feginn því ég hefði klárlega verið
greindur með eitthvað og ekki mátt
gera það sem ég gerði,“ svarar hann
og jánkar því að líklega sé hann
einhvers staðar á hinu fræga rófi.
Eyþór einbeitti sér að sellóleik
og tónsmíðum og tók lítinn þátt í
félagslífi á menntaskólaárunum.
„Það má segja að það hafi verið
mikið meira rót á mér á aldrinum
13 til 16 ára. Svo var það bara selló
ið. Ég fór svo meira að segja í tvö
klaustur í kringum tvítugt. Mig
langaði að kynnast merkilegu lífi
munkanna. Ég fór í klaustur sem
heitir Solemnes og er franskt móð
urklaustur Clervauxklaustursins
sem Laxness dvaldi í á sínum tíma
í Lúxemborg.“
Eyþór dvaldi í nokkrar vikur í
klaustrinu sem er að hans sögn
hvað fremst í gregorsöng. „Ég fór
þangað til að syngja með munk
unum. Það voru fimm messur á sól
arhring og vaknað klukkan fimm
og aðeins mátti tala í eina klukku
stund á dag,“ rifjar Eyþór upp.
Ofríki virkar ekki
„Ég náði líka að kynnast kommún
ismanum í AusturEvrópu áður en
hann leið undir lok og ég myndi
segja að þetta hafi allt saman verið
hluti af menntun minni.“
Björk
Eiðsdóttir
bjork
@frettabladid.is
22 Helgin 23. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ