Fréttablaðið - 23.10.2021, Page 24

Fréttablaðið - 23.10.2021, Page 24
„Ég fór með Þjóðleikhúsinu til að leika og spila í Austur-Berlín og prófaði svo að leigja herbergi í Prag og kynnast lífinu þar.“ Eyþór segir ótal sögur koma upp í hugann frá þeim tíma en sérlega minnisstætt sé partí sem hann sótti ásamt jafn- öldrum sínum á föstudagskvöldi. „Hápunktur kvöldsins var þegar Nivea-prufa var látin ganga manna á milli. Fólk var ekkert að bera kremið á sig heldur einfaldlega þefa af því.“ Hann segir bágt ástandið hafa haft áhrif á sig og að hann hafi séð að slíkt ofríki virkaði ekki. Hann hafi endanlega sannfærst um þá lífsskoðun sína að trúa á einstakl- inginn og treysta honum. „Ísland var þarna að fara úr hafta- stefnunni, litasjónvarpið var komið og það var hægt að kaupa einhvern gjaldeyri til að fara til útlanda. Ísland var að opnast en þarna var eins og allt væri frosið í tíma.“ Ég man að ég og Örn Árnason leikari ætluðum að borða á fínum stað í Austur-Berlín þar sem þjónn í gömlum slitnum kjólfötum tók á móti okkur. Hann spurði hvort við ættum pantað borð sem við áttum ekki og var vísað frá. Þegar við spurðum hvernig stæði á því að við fengjum ekki borð á tómum staðnum sagði hann okkur að panta þyrfti hráefnið með margra daga fyrirvara.“ Hundrað tónleikar á einu ári Upp úr tvítugu varð Eyþór hluti af hljómsveitinni Todmobile ásamt þeim Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni og Andreu Gylfadóttur, en sveitin varð í raun til fyrir slysni að sögn sellóleikarans. „Við vorum þá að læra tónsmíðar og Þorvaldur stakk upp á að við tækjum upp nokkur lög. Þetta bætti svo utan á sig eins og snjóbolti og við enduðum á að spila á fullu í fjögur ár. Eitt árið spiluðum við á hundrað tónleikum,“ rifjar hann upp en sveitin starfaði í fimm ár og gaf á þeim tíma út jafn margar plötur sem hlutu frábærar viðtökur. Árið 1993 hætti sveitin formlega þó að hún hafi síðan þá nokkrum sinnum komið aftur saman og gefið út enn meira efni. „Við vorum búin að gera flest sem hægt var að gera hér heima. Ég fór að vinna í tækninni,“ segir Eyþór og er augljóst að tækniþróun er eitt- hvað sem brennur á honum. „Fyrst í OZ og svo í Símanum og það kom einfaldlega nýr kaf li í mitt líf. Ég stúderaði tækni mikið, sérstaklega í kringum hljóð og tónlist, en svo fór ég í MBA og tók svolítið viðskipta- vinkilinn í þessu en hef alltaf lesið mjög mikið um tækni. Ég trúi því að tækni geti leyst mjög margt. Við erum að fara að fara sjá gríð- arlegar breytingar í samgöngumál- um, bæði orkuskiptin og svo sjálf- keyrandi bíla. Fyrst nú eru þetta litlu rafskúturnar og það er komið talsvert af rafmagnsbílum, en þetta er bara byrjunin,“ segir Eyþór og heyra má að nú hefur borgarfull- trúinn Eyþór tekið tónlistarmann- inn yfir. Rótgróin trú á einstaklinginn „K rafan um þjónustustig og umhverf isvernd verður há og tæknin mun svara því. Það eru mjög margar borgir farnar að huga að framtíðinni varðandi sjálfkeyrandi bíla en við erum lítið að því hér. Tæknin er nálæg og ég held að þetta geti verið lausnin á mörgu, þannig má lækka kostnað, bæta almenn- ingssamgöngur og fækka slysum. Reykjavíkurborg getur verið mikið snjallari en hún er. Sem dæmi þá vita allir sem hafa beðið við umferðarljós að þau eru ekki mjög gáfuð. Það eru til hreyfi- og snertiskynjarar sem sjá umferðina og haga ljósum eftir því. En við erum enn að notast við klukku sem er nítjándu aldar aðferð. Við erum alltaf að tala um að stytta vinnu- vikuna og minnka umferð, þetta er einföld lausn í þeim efnum.“ Fyrst borgarfulltrúinn Eyþór er Eyþór fann ástina á ný með Ástríði Jakobínu myndlistar- konu. Hann segist heppinn að hafa kynnst Ástríði og það sé dásamlegt að finna ástina. Hún sé ákveðið hreyfiafl. Hún er góð jarðtenging fyrir mig. Ég fer stundum of hratt og það er gott að hafa góða jarðteng- ingu. Ég held að það sé ekki nokkur spurning að ég var farinn að drekka of mikið og hraðinn var of mikill. tekinn við er ekki úr vegi að spyrja oddvita Sjálfstæðisf lokksins í borginni hvort hugurinn hafi alltaf stefnt í pólitík. „Það var ekki endilega á planinu en ég hef alltaf haft þessa rótgrónu trú á einstaklinginn. Þegar ég var í Tappa tíkarrassi var ég anarkisti og hef alltaf verið á móti yfirvaldi og ofríki.“ Samgöngu- og skólamál brenna á Eyþóri. „Framtíðin verður allt öðru- vísi og við ættum að undirbúa börn- in betur undir hana í skólanum og efla sköpun og vísindanám. Á þess- ari öld keppir fólkið við tæknina. Tæknin mun taka yfir fjölmörg störf og við ættum því að leggja áherslu á mennsku störfin, hvort sem það er list, vísindi eða önnur sköpun.“ Eyþór var formaður bæjarráðs í Árborg fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins árin 2010 til 2014. Hann segist hafa fundið sinni sýn og skoð- unum ágætis farveg í f lokknum. „Enginn flokkur er fullkominn en Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir einstaklingsfrelsi og býr yfir meira umburðarlyndi en f lestir f lokkar. Hann er stór því innan hans rúmast ólíkar skoðanir og fólk. Mamma var harður herstöðva- andstæðingur, pabbi var íhalds- samari en þau ólust upp á tímum þegar við höfðum nýverið öðlast sjálfstæði sem þjóð. Ég er því alinn upp við þann tón, að við gætum gert meira sem sjálfstæð þjóð og það er inngróið.“ Hollt að vera í minnihluta Eyþór segist hafa lært mikið á tím- anum í bæjarstjórn Árborgar þar sem hann var bæði í minnihluta og meirihluta. „Að vera í minnihluta er besta þjálfunin áður en tekið er við stýr- inu. Það er að mínu viti hollara en að fá völd of fljótt,“ segir Eyþór sem ætlar sér ekki að vera í minnihluta í Reykjavík mikið lengur. „Sama fólkið er búið að vera við völd lengi og það vill stundum festast í fíla- beinsturni. Ég held að það sé gott fyrir borgina að hrista boxið og breyta til. Það er kominn tími á að opna Reykjavík, fá fleiri lóðir til að byggja og opna eyrun. Heyra hvað fólk í hverfunum hefur að segja eins og rekstraraðilar á Laugavegi sem hafa upplifað að ekki sé hlustað á þá. Við þurfum að ná sátt og færa borgina hraðar inn í nútímann. Ég held að Reykjavík geti orðið besta borg Evrópu til að búa í en þá þarf hún að vera aðeins stærri, aðeins opnari og færa sig nær nútímanum.“ Engar beinagrindur í skápnum Tónlistarmaðurinn og pólitíkusinn hefur einnig látið að sér kveða á við- skiptasviðinu og hefur hlutur hans í Morgunblaðinu verið milli tann- anna á fólki en lengi vel var Eyþór stærsti hluthafinn. „Hlutur minn í Mogganum hefur rýrnað á hverju ári, því miður. Ég átti þennan hlut áður en ég fór í borgarpólitíkina en um leið og ég fór þangað sagði ég mig úr stjórn Árvakurs og hef engin afskipti þar. Hlutur minn hefur verið til sölu en það er lítil eftirspurn enda afkoman neikvæð. Aðalatriðið er að þegar fólk er með hagsmuni sé það uppi á borði. Þessi hlutur er verst geymda leyndarmálið í íslenskri pólitík enda margskráður,“ segir Eyþór. „Ég er ekki með neinar beinagrindur í skápnum. Ég keypti hlutabréf í Árvakri af Samherja fyrir fjórum árum síðan. Ég skulda þeim ekki neitt og þeir mér ekkert heldur. Hlutabréfin hafa orðið verðlítil eins og í öðrum frjálsum fjölmiðlum og því eðlilegt að hlutabréfin séu færð niður þegar taprekstur er ár eftir ár.“ Aðspurður segist Eyþór alltaf hafa haft mikinn áhuga á fjölmiðlum og fyrstu hlutabréfin sem hann fjár- festi í voru í Dagblaðinu sem hann keypti fyrir launin sem hann fékk fyrir að selja Vísi í miðbænum, hann var þá ellefu ára. „Ég hef alltaf lesið mikið og man eftir að hafa þurft undanþágu í bókabílnum í Árbænum því þar mátti bara fá lánaðar þrettán bækur á viku og það dugði mér ekki. Ég hef gaman af skrítnum bókum,“ segir Eyþór og má sjá á bókasafni hans í stofunni að fjölbreytileikinn er þar í fyrirrúmi og mest lesið á ensku. Yfir tuttugu ára aldursmunur Eyþór og barnsmóðir hans og eigin- kona skildu fyrir fjórum árum en ástin hefur aftur bankað á dyr og var henni tekið fagnandi. „Það er dásamlegt að finna ástina og kannski er hún lífið, það er að segja að elska aðra manneskju og allt sem maður gerir. Ég held að það sé ákveðið hreyfiafl. Ég var heppinn að kynnast Ástríði.“ Aðspurður um rúmlega tuttugu ára aldursmun parsins gefur Eyþór lítið fyrir það. „Það er vissulega ald- ursmunur á okkur en það dregur okkur saman að við deilum sömu gildum og áhugamálum og brenn- um bæði sérstaklega fyrir listinni og klassískri tónlist. Við erum mjög samhuga.“ En ætli aldursmunurinn hafi ekk- ert setið í þeim í upphafi? „Ekki nægilega til að stöðva ást- ina. En jú, lífið er ævintýri og ekki alltaf eftir forskrift og það er bannað að hafa leiðinlegt og það er einmitt mottó Ástríðar.“ Parið kynntist í gegnum sam- eiginlega vini og varð Eyþór strax heillaður. „Hún er ólík flestum sem ég hef kynnst. Hún er málari í klassískum stíl. Endurreisnarmálari. En hún er ekki bara málari heldur stundar hún líka „aerial silks“, eins og þú sérð í Cirque du Soleil,“ lýsir Eyþór, aug- ljóslega heillaður og bendir blaða- manni á sterklega róluna á gangin- um þar sem sambýliskonan æfir sig. Hún er jarðtenging fyrir mig „Hún er sterk manneskja í mörgum skilningi þess orðs og hefur þurft að hafa fyrir lífinu. Hún er góð jarð- tenging fyrir mig. Ég fer stundum of hratt og það er gott að hafa góða jarðtengingu. Lífið er að verða allt öðruvísi en það var, við vorum alltaf í ein- földum kössum: nám vinna, eftir- laun eða dauði. Nú lifum við lengur og höldum heilsu lengur. Við erum allt öðruvísi. Það að eiga f leiri en einn feril er framtíðin. Ég hef aldrei passað inn í einhvern einn kassa en frá síðustu öld höfum við verið svo- lítið í sérfræðingakössunum: „Hann er lögfræðingur, hún er listakona og svo framvegis.“ Ef einhver fór út fyrir kassann var hann talinn skrítinn. En það hafa verið tímabil í mann- kynssögunni eins og „renaissance“- tíminn, þegar fólk gat verið í f leiri en einum kassa, verið til að mynda vísindamenn og listamenn.“ Var farinn að drekka of mikið Eyþór segist hafa farið í gegnum mikla sjálfskoðun eftir að hafa verið tekinn fyrir ölvunarakstur árið 2006, atvik sem fór hátt í fjöl- miðlum. „Við áföll hefur maður tvo val- kosti, að vera fúll og jafnvel kenna öðrum um eða horfa inn á við og ákveða að gera eitthvað í sínum málum. Það var það sem ég gerði. Ég held að það sé ekki nokkur spurning að ég var farinn að drekka of mikið og hraðinn var of mikill. Það er svo mikilvægt að fara ekki fram úr sjálfum sér og vera í tengslum við eðlilegan takt. Það á við drykkju, vinnu og metnað. Allir þessir hlutir geta farið illa með mann og ég held að ég hafi farið fram úr mér á öllum sviðum. Eitt af því sem er mikilvægt að passa sig á er að of mikill metnaður getur farið illa með fólk, ef það fer ekki illa með viðkomandi getur það farið illa með fólkið í kringum mann,“ segir Eyþór að lokum. Reynslunni ríkari. n 24 Helgin 23. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.