Fréttablaðið - 23.10.2021, Side 28
Aukaverkanir vegna lyfs
Edna segist hafa upplifað miklar
aukaverkanir við lyfi því sem hún
fékk ávísað gegn geðhvörfum. „Ég
fann hnúta í brjóstum og óttaðist að
um krabbamein væri að ræða. Það
var rannsakað og reyndist vera um
stækkaða kirtla að ræða og komst
ég að því að um þekkta aukaverkun
lyfsins væri að ræða.
Ég var því ekki tilbúin að halda
áfram á þeim lyfjum. Ég vildi frekar
vinna með mína djöfla. Lyfjameð-
ferð er að mínu mati plástur. Ég
ákvað að hætta og hagnýta allt það
sem mér hafði verið kennt. Skap-
sveiflur mínar mátti líka að mörgu
leyti rekja til hormónabreytinga og
vanvirks skjaldkirtils.“
Hún segist hafa náð að halda sér
í ágætis jafnvægi, jafnvel í gegnum
erfiða tíma, en foreldrar hennar féllu
frá með árs millibili. „Ég trúi á óhefð-
bundnar lækningar og hef mikla trú
á að heilbrigður lífsstíll hafi áhrif til
góðs.“
„Frá því ég var á geðdeild hef
ég fundið þörf fyrir að vinna með
þessa leiklistaraðferð,“ segir Edna
en megininntak heimildarmyndar-
innar er að velta fyrir sér hvernig
leiklist geti hjálpað fólki sem glímir
við geðræna kvilla. „Ég vildi að það
væri aðaláhersla myndarinnar og
leitaði að fólki sem vildi vinna með
þetta áfram.“
Geðveikt leikhús
Þær Ásthildur Kjartansdóttir og
Anna Þóra Steinþórsdóttir fram-
leiða og leikstýra myndinni sem
nú er í sýningu í Bíó Paradís. „Upp-
haf lega vildu þær gera mynd um
leikhópinn Húmor,“ segir Edna, en
áhugaleikhópurinn „Húmor“ lýsir
sér sjálfur sem geðveiku leikhúsi
fyrir alla. „En þær fengu ekki styrk
til þess heldur til að gera mynd um
líf mitt,“ segir Edna en leikhópurinn
kemur töluvert við sögu í myndinni.
„Ég er mjög þakklát fyrir það. Það
var æðislegt að sjá myndina. Mér
fannst lokaútkoman frábær.“
Edna leitaði til Hlutverkaseturs
sem býður upp á umgjörð, hvatn-
ingu og stuðning fyrir þá sem vilja
viðhalda virkni og komast aftur út
á vinnumarkaðinn.
„Þar fékk ég frábærar móttökur
hjá Elínu Ebbu Ásmundsdóttur
framkvæmdastjóra. Ég sagði henni
að mig langaði að þróa aðferð. Hún
sá að ég var bæði með leiklistar-
Edna segist hafa
náð að halda
sér í ágætis jafn-
vægi. Jafnvel í
gegnum erfiða
tíma þegar for-
eldrar hennar
féllu frá með árs
millibili.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Ekki einleikið
Ásthildur kynntist Ednu fyrir sex árum þegar hún kom í áheyrnar-
prufu til hennar fyrir hlutverk í bíómyndina Tryggð. „Þá komst ég að
því að Edna var að vinna með leikhóp hjá Hlutverkasetri og hreifst
af því hvernig hún notaði leiklistina til að hjálpa fólki með geðræn
vandamál. Ég ákvað þá að gera heimildamynd um hana og leik-
hópinn.“
Í framhaldinu fékk Ásthildur Önnu Þóru Steinþórsdóttir til liðs
við sig og haustið 2016 fylgdu þær Ednu og leikhópnum Húmor til
Bratislava þar sem hópurinn tók þátt í leiklistarhátíð fyrir jaðar-
hópa og þannig byrjaði þetta ferli.
„Hugmyndin var fyrst að gera heimildarmynd um Ednu og hóp-
inn en smám saman breyttist hún og fókusinn fór að vera meira á
Ednu og hennar sögu.“
Ásthildur þekkti vel sögu Ednu, sem hefur verið að kljást við geð-
ræn veikindi í mörg ár. Þannig færðist aðalfókus myndarinnar yfir á
Ednu og þær ákváðu að hún segði sögu sína með eigin leiklistarað-
ferð og með atvinnuleikurum.
Áshildur og Anna Þóra unnu lengi að þeirri hugmynd. Skrifuðu
saman handrit og gerðu tilraunir með ýmsar útfærslur áður en þær
ákváðu að taka stóran hluta myndarinnar upp á sviðinu í Tjarnar-
bíói og að nota ljósmyndir og gömul myndbönd úr lífi Ednu sem
leikmynd. Leikararnir Valur Freyr Einarsson og Sólveig Guðmunds-
dóttir voru til í að taka þátt í þessu verkefni og það gekk upp.
Leikstjórarnir Anna Þóra Steinþórsdóttir og Ásthildur Kjartansdóttir.
Leikhúsið býður upp á
möguleika í bataferl-
inu og þessi leiklistar-
tækni byggir á þeirri
hugmyndafræði.
Ég fann að ég var að
veikjast, mér var alveg
sama hvort ég lifði eða
dó.
menntun og lífsreynslu, ég væri
„un loco professional“,“ segir hún
og hlær.
„Ég vildi búa til leiklistaraðferð
fyrir fólk með geðræna kvilla. Þetta
var bara draumur, en þessi draumur
er að rætast. Ég er viss um að leiklist
getur hjálpað.“ Edna stofnaði Leik-
hópinn Húmor í samstarfi við fólk
á Hlutverkasetri, og þar er hún í dag
leikstjóri.
„Við erum enn að þróa okkar
aðferðir en finnum að þetta hjálp-
ar. Leiklistin er oft eins og margir
tímar hjá sálfræðingi,“ segir Edna
en í hópnum er alls konar fólk, með
greiningar og ekki, jafnvel í afneitun
eins og hún segir í myndinni. En þau
eiga það sameiginlegt að vilja hjálp-
ast að og finna styrk í samstöðunni.
Edna vill leita fjölbreyttari leiða
að geðheilsu og myndin fjallar um
það. „Læknar vita kannski hvað
er að en ekki endilega hvernig eigi
að leysa það. Leikhúsið býður upp
á möguleika í bataferlinu og þessi
leiklistartækni byggir á þeirri hug-
myndafræði.“
Þær Ásthildur Kjartansdóttir og
Anna Þóra Steinþórsdóttir eru
handritshöfundar, leikstjórar og
framleiðendur heimildarmyndar-
innar Ekki einleikið sem sýnd er í
Bíó Paradís. n
Úr heimildarmyndinni Ekki einleikið, eða Acting out, sem sýnd er í Bíó Paradís. Leikararnir Valur Freyr Einarsson og Sólveig Guðmundsdóttir ásamt Ednu.
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Styrkir úr
Tónlistarsjóði
Umsóknarfrestur til 1. nóvember
Tónlistarsjóður auglýsir eftir styrkumsóknum til verkefna
sem efnt verður til á tímabilinu 1. janúar – 30. júní 2022.
Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að
kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra.
Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á www.rannis.is.
Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi.
Umsóknarfrestur rennur út 1. nóvember 2021 kl. 15.00.
Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári, í maí og nóvember.
Rannís,
Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Sími: 515 5800
tonlistarsjodur@rannis.is.
28 Helgin 23. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ