Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.10.2021, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 23.10.2021, Qupperneq 30
Það var ekkert mál að hlusta á fyrirlestur en ég átti erfitt með að sitja og vinna verkefni í tíma. Dóra Björt Dóra Björt Guðjónsdóttir og Ragnhildur Alda María Vil­ hjálmsdóttir borgarfulltrúar deila kannski ekki nákvæm­ lega sömu hugsjónum í borgarpólitíkinni en þær hafa þó fetað svipaða braut og mætt sams konar áskorunum enda báðar með ADHD. „Oft er talað um ADHD sem vanda­ mál en ég lít svo á að þetta sé ofur­ máttur sem dreif mig út í pólitík­ ina,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir Pírati og hneppir að sér kápunni. Ragnhildur Alda María Vilhjálms­ dóttir Sjálfstæðiskona hendir sinni kápu frá sér og segist taka heils hugar undir með Dóru. Þær stilla sér upp fyrir ljósmynd­ ara Fréttablaðsins og spjalla við blaðamann við spegilslétta Tjörn­ ina í Reykjavík á fallegum haust­ degi. Við veltum fyrir okkur hvort það sé of kalt til að sleppa kápu. „Kápa? Ekki kápa? Kápa.“ Við röltum í kringum Ráðhúsið og smellum af nokkrum myndum og mætum öðrum borgarfulltrúum á leið út úr húsi. Nokkrum sinnum staldra konurnar við og benda á samstarfsfólk sitt og segja glaðar í bragði: „Þessi er með ADHD. Já, og þessi líka.“ Að lokinni myndatöku dregur blaðamaður þá ályktun að hálf borgarstjórnin hljóti að vera annað hvort með athyglisbrest eða ofvirkni. „Já, það eru nefnilega fjölmargir jákvæðir eiginleikar ADHD sem nýtast vel í pólitík,“ segir Alda. Dóra Björt og Alda eiga það sam­ eiginlegt að vera hugmyndaríkar, listrænar og miklir eldhugar með óseðjandi forvitni. Þær eiga auð­ velt með að sjá stóru myndina og vinna einstaklega vel undir pressu en þetta eru einkenni ADHD sem stundum gleymast enda er svo oft einblínt á neikvæðu hliðarnar. Alda kallar þetta listamanna­ sálina að geta þrifist og lifað í öllu með of hugsandi hvatvísi. „Það getur verið furðulegur kokteill,“ segir Alda. „Já, og mjög þreytandi,“ skýtur Dóra inn í. Nú röltum við um Ráðhúsið og upp tröppurnar að skrifstofurými þar sem er lítið kaffihorn. Dóra seg­ ist vera nýbúin að fá greiningu og lýsir gríðarlegum létti og uppljóm­ un þegar hún fékk staðfestinguna. Hún ákvað að láta til skarar skríða eftir að hún lenti á vegg í borgar­ stjórn. „Ég byrjaði í borgarstjórn og hætti bara að sofa,“ útskýrir Dóra og af þakkar kaffibollann. Þegar hún byrjaði í borgarstjórn var hún einnig að kenna í háskólanum og að reyna að vinna sig í gegnum lágt sjálfsmat. „Það er mikið basl að burðast með í pólitík þegar allir eru að reyna að draga mann niður og gagnrýna mann.“ Þegar hún leit yfir augnablikin í lífi sínu sem kyntu undir þessu lága sjálfsmati sá hún tenginguna við ADHD. „Allt í einu tengdust allir punktarnir á korti lífs míns.“ Blaðamaður fær kaff ibolla í hendurnar og er stefnan þá tekin niður ganginn. Alda nælir sér í ban­ ana, útskýrir að hún hafi gleymt að borða í morgun. Aðspurð segist hún hafa fengið sína greiningu 23 ára gömul eftir að hún las sér til um ADHD í sálfræðitíma í háskólanum. Hún segir samnemendur sína hafa lagt tvo og tvo saman meðan hún var í afneitun. „Ég afsakaði allt og sagðist bara vera smá utan við mig og eiga erfitt með að sofa. Svo las ég mér til um þetta í sálfræðitíma og áttaði mig á því að ég væri skólabókardæmi um konu með ADHD.“ Alda segir ákveðið innsæi fylgja greiningunni. „Fyrir mér var mjög mikilvægt að fá greiningu. Ég tékk­ aði í öll boxin og það var mikill léttir þegar sálfræðingurinn stað­ festi grunsemdir mínar.“ Kaótískur heili Við erum komin í Hamingjubúð, huggulegt fundarherbergi á ann­ arri hæð Ráðhússins. Hér eru litríkir sófar og stór rifblaðka sem stendur fyrir framan plaggat af Mahatma Gandhi. Undirrituð verður að taka fram að það er frekar magnað að taka viðtal við tvær konur með ADHD því samtalið f lýgur fram og til baka í tíma og rúmi meðan við göngum um húsið. Við förum hliðarleiðir í sögunni og stöldrum stundum við á áhugaverðum og óvenjulegum stöðum eins og í sögu eftir Virginiu Woolf. Blaðamaður spyr konurnar tvær hvernig þessi eiginleiki lýsi sér í þeim og Dóra og Alda skiptast á að telja upp einkennin og nánast botna hvor aðra í annarri hverri setningu. „Ég get étið upp, innfært og þulið upp ótrúlegar staðreyndir en get ekki munað nöfn fyrir mitt litla líf,“ segir Alda. „Sama hér,“ segir Dóra skælbrosandi og heldur áfram: „Ég á ótrúlega erfitt með að muna nöfn og ég rata ekki neitt.“ Alda hlær. „Sama hér! Google Maps breytti lífi mínu.“ Og Dóra tekur undir. „Ég get farið á sama stað tíu sinnum en þarf samt að nota Google Maps.“ Segjast þær sía upplýsingar öðru­ vísi en f lestir. „Dæmigerðir stærð­ fræðingar taka línulega nálgun í hugsunarhætti en fólk með ADHD tekur allt mengið,“ segir Alda. „En þannig er heimurinn. Hann er kaot­ ískur, ekki línulegur,“ segir Dóra. „Einmitt,“ segir Alda. „Við erum alltaf að hugsa um alla mögulega áhrifaþætti og út frá því reynum við að komast að bestu niðurstöðunni.“ Dóra segir athyglisbrest vera ákveðið rangnefni. Þetta sé fyrst og fremst ofureinbeiting. „Ef ég er að vinna með eitthvað sem skiptir mig máli get ég sest niður og ein­ beitt mér í margar klukkustundir,“ segir hún. „Ég skil abstrakt hugtök og samhengi hlutanna mjög vel. Ég er með fræðilegan heila og elska að sitja við rannsóknir en þá teikn­ ast upp allur heimurinn og ég skil hvernig allt hangir saman.“ Alda kinkar kolli. „Forvitni fylgir þessu. Algjör óseðjandi forvitni.“ Góðar í feluleik Dóra og Alda voru báðar með lágt sjálfsálit þegar þær voru yngri og eru enn að vinna í því. Þær áttu erfitt með að passa inn í rammann í grunnskóla og menntaskóla og upplifðu fordóma í kringum sig eins og umræðuefnið væri tabú. Skólinn var ekki jarðvegur þar sem þær gátu blómstrað. Dóra lýsir leiðinlegu atviki í Menntaskólanum við Hamrahlíð þegar kennari dró verkefnaein­ kunnir hennar markvisst niður því honum líkuðu ekki vinnuaðferðir hennar. „Ég mætti snemma í skólann en seint í tímann og var að sjálfsögðu lækkuð í einkunn fyrir lélega mæt­ ingu. Það var ekkert mál að hlusta á fyrirlestur en ég átti erfitt með Rata ekki neitt og muna engin nöfn Ingunn Lára Kristjánsdóttir ingunnlara @frettabladid.is Borgarfulltrúarnir Dóra Björt og Ragnhildur Alda hafa mætt sams konar áskorunum enda báðar með ADHD og ræða það á hispurslausan og skemmtilegan hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI  „Ég afsakaði allt og sagðist bara vera smá utan við mig og eiga erfitt með að sofa. Svo las ég mér til um þetta í sálfræðitíma og áttaði mig á því að ég væri skólabókardæmi um konu með ADHD. Dóra Björt 30 Helgin 23. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.