Fréttablaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 32
Íslenskukennsla
fyrir útlendinga
Umsóknarfrestur 5. nóvember 2021
Viðbótarúthlutun 2021-2022
Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til námskeiða
í íslensku sem eru ekki hluti af almennu námi á grunn- eða
framhaldsskólastigi. Áformað er að verja allt að 150 m.kr.
til íslenskukennslu útlendinga árið 2021-22 sem viðbót við
fjármagn sem útdeilt er fyrir hvort árið um sig. Úthlutuninni er
ætlað að svara aukinni eftirspurn og er miðuð að námskeiðum
sem haldin verða síðari hluta árs 2021 og fyrri hluta árs 2022.
Umsóknarfrestur er til 5. nóvember 2021, kl. 15:00.
Markmiðið með styrkjunum er að gefa öllum sem búsettir
eru hér á landi og skráðir eru með lögheimili í þjóðskrá,
tækifæri til að öðlast nauðsynlega færni í íslensku til að geta
orðið virkir samfélagsþegnar á Íslandi. Hælisleitendur eru þó
undanþegnir kröfu um skráningu í Þjóðskrá á meðan málefni
þeirra eru til skoðunar hjá stjórnvöldum.
Fræðsluaðilar, fyrirtæki og stofnanir sem bjóða
starfsmönnum sínum upp á skipulagða kennslu í íslensku
og eru á fyrirtækjaskrá geta sótt um styrki. Krafa er gerð um
að námskeið sem hlýtur styrk skuli hafa skýra og sýnilega
tengingu við Evrópska tungumálarammann. Fyrirtæki eða
stofnanir, sem ekki eru viðurkenndir framhaldsfræðsluaðilar,
þurfa að láta undirritaðan samning við viðurkenndan
fræðsluaðila, sem annast kennsluna, fylgja umsókninni.
Upphæð sjóðsins er samþykkt af Alþingi í fjárlögum fyrir
árið 2021. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna
á rannis.is.
Nánari upplýsingar veitir Skúli Leifsson,
verkefnastjóri á mennta- og menningarsviði,
islenskukennsla.utlendinga@rannis.is,
sími 515 5843.
Þær segja mikla fordóma ríkja gagnvart lyfjagjöf þó sýnt hafi verið fram á að lyfjameðferð leiði ekki til fíknar.
að sitja og vinna verkefni í tíma. Ég
gat alveg unnið heima en það fór í
taugarnar á kennaranum sem hélt
að ég væri með lélegt vinnusiðferði.
Hann var farinn að draga mig mark-
visst niður fyrir verkefni sem voru
góð,“ útskýrir Dóra.
Einn daginn brast hún í grát á
bókasafninu og kom þá eldri nem-
andi til hennar og huggaði hana.
Reyndist það vera Tyrfingur Tyrf-
ingsson leikskáld. Hann hvatti hana
til að kvarta, sem hún gerði, og eftir
athugun á málinu voru grunsemdir
Dóru staðfestar og fékk hún að taka
100 prósent lokaverkefni.
„Ég verð ævinlega þakklát fyrir
Tyrfing. Hann fékk mig til að standa
með sjálfri mér og mótmæla þessu
óréttlæti.“
Alda segist hafa verið allt öðru-
vísi. Hún slugsaði í námi og náði að
redda sér korter í lokun. Hún þurfti
pressu til að vinna verkefni sín sem
var að sjálfsögðu streituvaldandi.
„Ég var ekki vinnusöm ef mér
fannst námsefnið leiðinlegt. Ég
var hræðilegur nemandi þangað
til rétt fyrir lokaprófin. Þá fór ég í
þetta „crunch mode“. Ég var alltaf
með fimm í vinnueinkunn og tíu í
lokaprófum og algjör vinnuhestur
í hópverkefnum því ég fékk svo
mikið samviskubit gagnvart fólki
sem þurfti að vinna með mér.“
Konurnar tvær gera óspart grín
að sér en eru duglegar að benda hvor
annarri á þegar sjálfsgagnrýnin fer
af stað. Hér skýtur Dóra inn í: „Þú
varst greinilega góður námsmaður
fyrst þú fékkst tíu í lokaprófum.“ „Já,
ég veit,“ svarar Alda. „En ert farin
að gagnrýna aðferðina,“ bætir Dóra
við. „Já, alveg týpískt ADHD,“ segir
Alda. „Alltaf að gagnrýna sjálfa sig,“
botnar Dóra. „Og bera saman,“ segja
þær á sama tíma og hlæja.
Alda segist hafa upplifað mikinn
kvíða og keyrt sig út á tvítugsaldri.
Hún rifjar upp fyrsta samtalið við
móður sína þar sem hún bar upp
spurninguna um hvort hún ætti
ekki að fara í greiningu. „Mamma,
ég held að ég sé með ADHD.“ Svar-
aði þá móðir hennar: „Nei, nei, Alda
mín. Þetta er ekki svo slæmt. Ertu
ekki bara þreytt?“ Að fara í grein-
ingu var enn mikið feimnismál.
Dóra hefur svipaða sögu að segja.
„Foreldrar mínir eiga til dæmis erf-
itt með að horfast í augu við að ég sé
með ADHD því mér hefur tekist að
gera það sem ég vildi í lífinu,“ segir
Dóra. Eldri systir hennar er líka
með ADHD sem er meira „týpískt“
að sögn Dóru. Foreldrar hennar
áttu fullt í fangi með systur hennar
á meðan Dóra lærði snemma að
setja upp grímu. Dóra var þó ekkert
minna ofvirk þótt hún virtist yfir-
veguð og róleg á yfirborðinu.
„Oft er talað um ofvirkan heila. Ég
hélt að ég væri með athyglisbrest en
heilinn minn var samt snarofvirkur
og stoppaði ekki.“
Ofvirkni kemur stundum ólíkt
fram hjá konum og körlum og konur
greinast því oft seinna á ævinni. Á
sama tíma og ungur strákur iðar í
skinninu og getur ekki setið kyrr er
stelpan með allt í gangi í huganum
og virkar utan við sig eða eins og
hún geti ekki hætt að tala.
„Við konur greinumst seint vegna
þess að við erum góðar í að fela það,“
segir Alda.
„Við setjum upp grímu og erum
með mikla aðlögunarhæfni,“ segir
Dóra.
Fordómar gegn lyfjum
Borgarfulltrúarnir segja mikla for-
dóma ríkja gagnvart lyfjagjöf en líkt
og ADHD samtökin hafa margoft
bent á sýna rannsóknir að meðferð
með örvandi lyfjum leiði ekki til
fíknar. Í raun virðast börn og ung-
menni, sem hafa fengið meðferð
með örvandi lyfjum, síður líkleg til
að leiðast út í misnotkun á vímu-
efnum en önnur börn með ADHD.
Alda segir lyfin hafa breytt miklu
í sínu lífi. „Þessi lyf fara illa í fólk
sem er ekki með ADHD en eru mjög
róandi fyrir okkur. Ég náði að sofna
betur eftir að ég fór á lyfin því þá
róaðist ofhugsandi heilinn minn,“
segir Alda.
Dóra segir heilann fara einmitt
á milljón þegar hún leggst upp í
rúm. „Þá fer af stað eitthvert ótrú-
legt greiningarferli. Ég vissi ekki að
svefnvandi væri hluti af þessu fyrr
ég ræddi við fólk sem vissi betur.“
Miklar umræður hafa skapast um
lyfjanotkun eftir að kona var svipt
tímabundið ökuréttindum fyrir
að keyra „undir áhrifum ADHD-
lyfja“ sem hún hafði fengið löglega
uppáskrifuð af lækni sínum eftir
greiningu.
Dóra og Alda segja þetta dæmi
um rótgróna fordóma bæði gegn
ADHD og fíkniefnaneytendum í
kerfinu. Staðan hefur ekki batnað,
þvert á móti eru lögin strangari.
„Einu sinni var hægt að sækja
þriggja mánaða skammt í einu en
núna er bara hægt að leysa út lyf
nákvæmlega þrjátíu dögum eftir
fyrsta skammt. Þetta á að koma í
veg fyrir sölu á svörtum markaði en
hlutfall þeirra sem misnota ADHD-
lyf er í heildarmyndinni mjög lágt,“
segir Alda. Bæði hún og Dóra hall-
ast að skaðaminnkunarúrræðum.
„Ef það eru einstaklingar að mis-
nota þetta er þá ekki betra að þeir
fái öruggari lyf heldur en einhverja
stórhættulega blöndu frá einhverj-
um fúskara úti í bæ?“
Alda segist þó hafa tekið eftir
miklum breytingum í umræðunni
síðustu tíu árin. „Nú er búið að lyfta
smánarhulunni af ADHD. “
Kaffið er búið en Alda hefur ekki
snert við banana sínum enda beinir
hún allri sinni athygli að blaða-
manninum rétt eins og Dóra. Út um
gluggann má sjá tvo aðra borgarfull-
trúa á Vonarstræti stinga saman
nefjum yfir einhverri skýrslu og
spyr þá blaðamaður hvað það þýði
fyrir stefnumál þeirra að vera með
ADHD. Dóra er fyrri til að svara.
„Ákveðið umburðarlyndi og for-
dómaleysi fylgir því að vera með
greiningu. Ég hef lagt mikla áherslu
á að skapa skólakerfi sem tekur mið
af þörfum einstaklingsins og lyftir
honum upp á hans forsendum.“
Alda styður þessa hugsjón. „Fjöl-
breytileikinn er lykillinn að góðu
samfélagi. Við Dóra eigum það sam-
eiginlegt að brenna fyrir okkar mál-
efnum og vinna að þeim markvisst.
Kannski er það ástæðan fyrir því að
við völdum báðar þennan veg.“
Þær segja erfitt að breyta kerfinu.
„Skólakerfið er svo miðstýrt hér á
Íslandi. Bæði ríki og sveitarfélög
stýra skólanum og það eru of margir
kokkar í eldhúsinu. Þess vegna er
svo erfitt að knýja fram eina heild-
stæða breytingu,“ segir Alda.
Dóra segir menntastefnu Reykja-
víkurborgar snúast um að láta
draumana rætast. „Stefnan er meðal
annars byggð á því að reyna að
skapa einstaklingsmiðuð tækifæri
fyrir börn. Þetta er umfangsmikið
verkefni og við þurfum að halda
áfram á sömu braut. Þetta snýst líka
um hvernig við menntum kennar-
ana okkar og hvaða námsgögn við
notum. Þó við séum með metnaðar-
fulla menntastefnu í Reykjavík er
námsgagnagerð í höndum ríkisins.“
Fyrst og fremst segja þær mikil-
vægast fyrir fólk með ADHD að
hætta samanburðinum. „Við erum
öll að gera okkar besta. Allir heilar
eru margbreytilegir og sérstaklega
meðal ADHD-fólks,“ segir Dóra.
„Við erum með mismunandi
hæfileika og þurfum að innbyggja
meiri fjölbreytileika á öllum svið-
um,“ segir Alda að lokum og lítur
niður á óétinn ávöxtinn á borð-
inu. „Týpískt ADHD, ég gleymdi að
borða.“ „Alveg týpískt,“ segir Dóra
og brosir. n
Við konur greinumst
seint vegna þess að við
erum góðar í að fela
það.
Ragnhildur Alda
32 Helgin 23. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ