Fréttablaðið - 23.10.2021, Síða 37

Fréttablaðið - 23.10.2021, Síða 37
LAUGARDAGUR 23. október 2021 Hjálpin Rauði krossinn | fánamerki Fréttablað Rauða krossins Sayed segir að það sé algjör draumur að fá að vinna fyrir Rauða krossinn og að hann sé gríðarlega þakklátur íslensku þjóðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Sayed Hashem Qureshi flúði til Íslands frá Afganistan við upp- haf kórónaveirufaraldursins og var fyrsti gesturinn á sóttkvíar- hóteli Rauða krossins. Nú er hann starfsmaður þar og hjálpar fólki sem er í sömu sporum og hann var áður. Hann segir að þar með hafi draumur ræst. Talibanar gerðu árás um nótt „Í Afganistan rákum við bróðir minn gistihús og við ákváðum að kenna börnum og konum ensku þar á kvöldin í sjálfboðastarfi, því margir hafa ekki efni á slíku námi. En vandamálið var að svæðið sem gistihúsið var á var undir stjórn talibana á næturnar,“ segir Sayed. „Þeir bönnuðu okkur að halda áfram að kenna og sögðu að við værum að snúa fólki frá íslam og að vestrænni menningu, sem var auðvitað ekki satt. Við héldum að við værum öruggir en því miður versnaði ástandið og eina nóttina gerðu þeir árás á heimili okkar. Þeir bönkuðu á dyrnar og um leið og bróðir minn opnaði myrtu þeir hann þar sem hann stóð. Svo brenndu þeir gistihúsið okkar,“ segir Sayed. „Faðir minn hafði eytt ævinni í að mennta okkur bræðurna og gat ekki hugsað sér að missa mig líka, svo hann sagði mér að flýja, sama hvað það kostaði. Ég yfirgaf því heimilið mitt og hef ekki snúið aftur. Ég skildi eiginkonuna mína, föður minn og þrjú börn bróður míns eftir. Nú stjórna talibanar öllu landinu og þeir hafa bannað enskukennslu í skólum og bannað stúlkum að ganga í skóla. Ástæðan fyrir því að ég kom til Íslands er sú að faðir minn vildi að ég færi til lands sem myndi ekki senda mig aftur til Afganistan og Ísland var eina landið sem kom til greina,“ segir Sayed. „En fjöl- skyldan mín glímir enn við mikla erfiðleika og ég vona innilega að þau komist hingað. Konan mín á mjög erfitt og ég hef miklar áhyggjur af henni. Henni hefur liðið illa síðan ég flúði og hún glímir við kvíðaköst eftir árásina. Það er líka mjög erfitt að vera kona í Afganistan núna og hún hefur engan stuðning. Ég hef líka miklar áhyggjur af bróðursonum mínum, þeir eiga engan annan að og ég er að reyna að ættleiða þá.“ Fór strax í sjálfboðastarf „Eftir þetta átti ég mjög erfitt og þjáðist af áfallastreituröskun, en ég hef getað talað við sálfræðing og jafnað mig, þökk sé Rauða kross- inum,“ segir Sayed. „Það opnaði » Gerðu mér kleift að halda áfram að lifa Sayed Hashem Qureshi flúði valdatöku talibana í Afganistan og starfar nú á sóttkvíarhóteli Rauða krossins. Hann er gríðarlega þakklátur forstöðumanni sóttkvíarhúsanna og íslensku þjóðinni, en óttast um fjölskyldu sína.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.