Fréttablaðið - 23.10.2021, Qupperneq 38
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Rauði Kross Íslands
Rauði
krossinn
á Íslandi
hefur
sinnt
mannúð-
arverkefn-
um í tæp
hundrað
ár.
» dyr fyrir mig sem gerði mér
kleift að halda áfram að lifa.
Erfiðasti tíminn var þegar ég
kom fyrst til Íslands og leitaði til
lögreglunnar til að sækja um hæli
hér,“ segir Sayed. „Lögreglan setti
mig á sóttkvíarhótelið, en það leið
vika þangað til ég komst að því að
ég væri í sóttkví, fram að því hélt
ég að þetta væru f lóttamanna-
búðir.“
Sayed segir að dvölin þar hafi
verið erfið, en að starfsfólk hót-
elsins hafi auðveldað hana.
„Bara það að tala við fólkið
þegar það fær mat og láta það vita
að þú sért til staðar breytir miklu.
Það er svo gott að vita að það
er hjálp til staðar ef þörf krefur
og þetta er það sem ég geri fyrir
gestina á hótelinu núna,“ segir
hann. „Vð pössum upp á að fólki
líði ekki illa og reynum að auð-
velda því lífið.
Það var erfitt að vera einn og
innilokaður á sóttkvíarhótelinu
dögum saman eftir allt sem ég
hafði gengið í gegnum, en einn
morguninn opnaði ég dyrnar og
þá var þar einstaklega indæl eldri
kona sem var að koma með morg-
unmat handa mér,“ segir Sayed. „Á
þessum tíma þorðu margir ekki út
úr húsi af ótta við heimsfaraldur-
inn en þarna var hún hugrökk í
sjálfboðastarfi að hjálpa mér, þó
að hún þekkti mig ekki neitt. Þá
hugsaði ég með mér að ef hún gæti
hjálpað þá gæti ég það líka, þannig
að ég ákvað að fara í sjálfboðastarf
fyrir Rauða krossinn um leið og
ég gæti. Um leið og ég losnaði úr
sóttkví fór ég svo að kenna flótta-
mönnum ensku.“
Draumur að vinna fyrir
Rauða krossinn
Það er starf sem hentaði Sayed vel,
því tungumál hafa alltaf legið vel
fyrir honum og hann talar sex;
pashto, úrdú, arabísku, ensku
og tvö staðbundin tungumál frá
Afganistan. Hann er líka að læra
íslensku núna. Örfáum dögum
eftir að Sayed fékk íslensku kenni-
töluna sína var honum svo boðið
launað starf hjá Rauða krossinum.
„Það var algjör draumur,“ segir
hann. „Þá voru liðnir næstum
fimm mánuðir síðan ég var á
sóttkvíarhótelinu en Gylfi Þór
Þorsteinsson, forstöðumaður
sóttvarnahúsanna, hafði uppi á
mér til að bjóða mér starfið. Ég
hafði alls konar reynslu sem Rauði
krossinn gat nýtt og ég greip
að sjálfsögðu tækifærið til að
endurgjalda Rauða krossinum alla
ómetanlegu aðstoðina.
Ég spurði ekki einu sinni
hvort þetta væri launað starf, ég
var bara ánægður með að fá að
leggja Rauða krossinum lið, en
svo reyndist þetta vera launuð
vinna,“ segir Sayed. „Það hafði
verið draumur minn að klæðast
einkennisbúningi Rauða krossins
og hjálpa öðrum, það gefur manni
ánægju sem hverfur aldrei.“
Gylfi Þór er hetja
„Gylfi Þór er einstakur maður
sem er orðinn fyrirmyndin mín.
Hann hefur hjálpað mér í gegnum
alla mína erfiðleika og var alltaf
til staðar. Ég vil þakka honum
innilega frá dýpstu hjartarótum
fyrir allt sem hann hefur gert fyrir
mig og alla aðra,“ segir Sayed.
„Hann er algjör hetja sem hefur
staðið vaktina í framlínunni allan
tímann og lagt allt í vinnuna sína.
Ég get ekki þakkað honum nóg.
Ég er líka bara mjög þakklátur
allri íslensku þjóðinni. Þetta er
besta þjóð í heimi. Það er augljóst
þegar maður ferðast um heiminn
og kynnist aðstæðum annars
staðar. Nú er þetta heimili mitt
og mér líður eins og ég hafi alltaf
búið á Íslandi,“ segir Sayed að
lokum. ■
Sayed Hashem
Qureshi gekk í
gegnum mikla
erfiðleika áður
en hann kom
til Íslands og
þurfti að skilja
fjölskylduna
sína eftir í Af-
ganistan. Nú
er Ísland orðið
heimili hans og
hann vinnur á
sóttkvíarhóteli
Rauða krossins.
Hann vonast til
að geta komið
fjölskyldunni
sinni til Íslands
og úr hættu.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Vilt þú
gerast sjálf-
boðaliði?
Skráðu þig
á raudikrossinn.is
Það er nóg
að byrja á
Ekkert vandamál
er of stórt eða of lítið
fyrir netspjall 1717
2 23. október 2021 LAUGARDAGURHJÁLPIN
Rauði krossinn á Íslandi kynnir hér í þessu blaði
nokkur verkefni félagsins sem um 3.000 sjálfboðaliðar
sinna um allt land á degi hverjum. Við höfum líkt og
aðrir þurft að laga starf okkar, verkefni og þjónustu að
þörfum fólks og aðstæðum á tímum farsóttar.
Undanfarin misseri hafa loftslagsbreytingar, jarð-
hræringar, eldgos og ofanflóð einnig kallað á aukna
viðbragðsgetu Rauða krossins. Þá hefur félagið aukið
þjónustu sína til að bregðast við félagslegri einangrun
og vanlíðan margra í samfélaginu.
Verkefni Rauða krossins eru ef til vill mikilvægari nú
en nokkru sinni fyrr, svo sem fræðast má um í blaðinu.
Rauði krossinn er viðbragðsfélag sem tekst af ábyrgð og
fagmennsku á við áskoranir eins og þann heimsfaraldur
sem nú vonandi fer að sjá fyrir endann á. Ekki má þó
gleyma því að þessari viðureign er ekki lokið né heldur
þeirri staðreynd að ekki sitja allir íbúar heims við sama
borð hvað varðar aðgengi að vörnum og heilbrigðis-
þjónustu til að takast á við þennan vágest. Heims-
faraldurinn mun þó vonandi færa þjóðum heims þann
lærdóm að samkennd og samstaða hefur aldrei verið
eins mikilvæg.
Við horfum bjartari augum til framtíðarinnar en
vitum þó líka að margir finna fyrir vanlíðan, kvíða og
óvissu um hvað morgundagurinn beri í skauti sér. Ekki
má gleyma stærstu áskorun samtímans, loftslagsbreyt-
ingum. Þá reynir ekki síður á samvinnu allra þjóða til
þess að vernda berskjölduðustu hópana.
Grunnstef í öllum verkefnum Rauða krossins er að
stuðla að sjálfbærni samfélaga og aukinni samfélags-
legri ábyrgð. Nýstofnuðum Sjálfbærnisjóði Rauða
krossins á Íslandi er einmitt ætlað að brúa bil á milli
þriðja geirans, stjórnvalda og fyrirtækja til að vinna
saman að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Það er von mín að þú, lesandi góður, verðir margs
vísari um þau mikilvægu störf sem Rauði krossinn
sinnir hér heima og erlendis.
Starf Rauða krossins á Íslandi er borið uppi af sjálf-
boðaliðum um allt land og væri ekki mögulegt án
þeirra. Þá leggja Mannvinir Rauða krossins, fólk sem
styrkir félagið mánaðarlega, grunninn að öflugu starfi
og gera okkur kleift að sinna áfram þjónustu við þá er
höllum fæti standa. ■
Ágæti lesandi
Sveinn
Kristinsson
formaður Rauða
krossins á Íslandi