Fréttablaðið - 23.10.2021, Page 47

Fréttablaðið - 23.10.2021, Page 47
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is Starf innri endurskoðanda HÍ er laust til umsóknar Innri endurskoðandi er ráðinn af rektor Háskóla Íslands og starfar í umboði háskólaráðs. Innri endurskoðandi starfar náið með endurskoðunarnefnd HÍ en hlutverk nefndarinnar er að stuðla að góðum stjórnarháttum og er henni ætlað að aðstoða háskólaráð og rektor við að sinna eftirlitshlutverki sínu. Helstu verkefni og ábyrgð · Að vera rektor, háskólaráði og öðrum stjórnendum HÍ til ráðgjafar um málefni er varða hagkvæma nýtingu fjármuna, skilvirkni í rekstri, áhættustýringu og innra eftirlit með rekstri og fjármálum. · Að meta hvort innri stjórntæki HÍ, upplýsingakerfi, vinnuferlar, skipulag og stjórnun séu árangursrík og örugg og hæfa stefnu og markmiðum skólans. · Að meta hvort reikningshald, uppgjör og ársreikningar séu í samræmi við ákvæði laga og reglna. · Að stuðla að því að háskólaráð, rektor og aðrir stjórnendur HÍ fái réttar og nauðsynlegar upplýsingar til þess að geta sinnt hlutverki sínu af kostgæfni. · Að gera, í samráði við eða að ósk háskólaráðs og rektors, úttektir á einstökum starfseiningum og völdum þáttum í rekstri og starfsemi HÍ og gera, eftir því sem ástæða er til, tillögur um úrbætur, breytingar og nýmæli sem geta bætt rekstur og fjármálastjórnun. · Að fylgjast með niðurstöðum faglegra gæðaúttekta og leggja eftir atvikum mat á rekstrarlegar og fjárhagslegar forsendur þeirra. · Að taka við ábendingum um óhagkvæmni og óskilvirkni í rekstri, áhættuþætti og möguleg misferli í meðferð fjármuna og gera, eftir því sem ástæða er til, háskólaráði og rektor viðvart. · Að endurskoða lokauppgjör erlendra rannsóknastyrkja. · Að undirbúa fundi endurskoðunarnefndar HÍ í samráði við formann hennar. · Að sinna öðrum verkefnum sem rektor og háskólaráð kunna að fela innri endurskoðanda. Hæfniskröfur · Háskólagráða á sviði opinberrar stjórnsýslu, lögfræði, viðskiptafræði eða sambærilegu, sem nýtist í starfi. · Löggilding í endurskoðun og/eða alþjóðleg faggilding í innri endurskoðun er æskileg. · Staðgóð þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og innri endurskoðun. · Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð. · Hæfni í mannlegum samskiptum. · Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Starfshlutfall er 100%. Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Vakin er athygli á málstefnu HÍ. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn: Ferilskrá, bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað er um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess, staðfest afrit af prófskírteinum og upplýsingar um umsagnaraðila. Umsóknarfrestur er til og með 1.11.2021 Nánari upplýsingar veita: Magnús Diðrik Baldursson, mb@hi.is, og Nanna Ingibjörg Viðarsdóttir, niv@hi.is. Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík, +354 525 4000, www.hi.is Vilt þú endurskoða framtíðina? ATVINNUBLAÐIÐ 7LAUGARDAGUR 23. október 2021
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.