Fréttablaðið - 23.10.2021, Síða 47
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
Starf innri endurskoðanda HÍ er laust til umsóknar
Innri endurskoðandi er ráðinn af rektor Háskóla Íslands og starfar í umboði háskólaráðs. Innri endurskoðandi starfar náið með
endurskoðunarnefnd HÍ en hlutverk nefndarinnar er að stuðla að góðum stjórnarháttum og er henni ætlað að aðstoða háskólaráð
og rektor við að sinna eftirlitshlutverki sínu.
Helstu verkefni og ábyrgð
· Að vera rektor, háskólaráði og öðrum stjórnendum HÍ til
ráðgjafar um málefni er varða hagkvæma nýtingu fjármuna,
skilvirkni í rekstri, áhættustýringu og innra eftirlit með rekstri
og fjármálum.
· Að meta hvort innri stjórntæki HÍ, upplýsingakerfi, vinnuferlar,
skipulag og stjórnun séu árangursrík og örugg og hæfa stefnu og
markmiðum skólans.
· Að meta hvort reikningshald, uppgjör og ársreikningar séu í
samræmi við ákvæði laga og reglna.
· Að stuðla að því að háskólaráð, rektor og aðrir stjórnendur HÍ
fái réttar og nauðsynlegar upplýsingar til þess að geta sinnt
hlutverki sínu af kostgæfni.
· Að gera, í samráði við eða að ósk háskólaráðs og rektors,
úttektir á einstökum starfseiningum og völdum þáttum í rekstri
og starfsemi HÍ og gera, eftir því sem ástæða er til, tillögur
um úrbætur, breytingar og nýmæli sem geta bætt rekstur og
fjármálastjórnun.
· Að fylgjast með niðurstöðum faglegra gæðaúttekta og leggja eftir
atvikum mat á rekstrarlegar og fjárhagslegar forsendur þeirra.
· Að taka við ábendingum um óhagkvæmni og óskilvirkni
í rekstri, áhættuþætti og möguleg misferli í meðferð
fjármuna og gera, eftir því sem ástæða er til, háskólaráði
og rektor viðvart.
· Að endurskoða lokauppgjör erlendra rannsóknastyrkja.
· Að undirbúa fundi endurskoðunarnefndar HÍ í samráði
við formann hennar.
· Að sinna öðrum verkefnum sem rektor og háskólaráð
kunna að fela innri endurskoðanda.
Hæfniskröfur
· Háskólagráða á sviði opinberrar stjórnsýslu, lögfræði,
viðskiptafræði eða sambærilegu, sem nýtist í starfi.
· Löggilding í endurskoðun og/eða alþjóðleg faggilding í
innri endurskoðun er æskileg.
· Staðgóð þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og
innri endurskoðun.
· Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð.
· Hæfni í mannlegum samskiptum.
· Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og
viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Starfshlutfall er 100%. Við ráðningar í störf
við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans. Vakin er athygli á
málstefnu HÍ. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um
ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá, bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað er um hvað
umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess, staðfest afrit
af prófskírteinum og upplýsingar um umsagnaraðila.
Umsóknarfrestur er til og með 1.11.2021
Nánari upplýsingar veita: Magnús Diðrik Baldursson, mb@hi.is,
og Nanna Ingibjörg Viðarsdóttir, niv@hi.is.
Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík, +354 525 4000, www.hi.is
Vilt þú endurskoða
framtíðina?
ATVINNUBLAÐIÐ 7LAUGARDAGUR 23. október 2021