Fréttablaðið - 23.10.2021, Page 65

Fréttablaðið - 23.10.2021, Page 65
Ég veit nákvæm- lega hvernig þeim líður, sérstaklega þegar þau eru enn þá ný hérna. Fayrouz Nouh Rauði krossinn rekur núorðið sennilega stærstu fatakeðju landsins en versl- anir er að finna á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæð- inu og svo eru níu staðsettar á landsbyggðinni. Búðirnar selja endurseljanleg föt úr fatagámum Rauða krossins um land allt. Elsa Vestmann, fatahönnuður með meiru, er starfsmaður hjá fataverk- efni Rauða krossins og fataflokk- ari. Þá sér hún um samfélagsmiðla Rauða kross-búðanna á höfuð- borgarsvæðinu og netverslunina. „Vinsældir verslana með notuð föt fara sívaxandi og neytendur verða æ meðvitaðri um kosti þess að velja notað frekar en nýtt,“ segir Elsa og vill hún hrósa Z-kynslóð- inni sérstaklega fyrir sitt framtak. „Ég sé mikinn áhuga hjá unga fólkinu sem velur notað fram yfir nýtt, og ekki bara til að spara pening. Tölur segja að einn af hverjum þremur af Z-kynslóðinni kaupi notaðar flíkur.“ Samfélags- miðlar spila líka sterkt inn í. „Þetta er orðið það meginstraums að Kim Kardashian gengur í notuðum flíkum. Þetta finnst mér spenn- andi þróun,“ segir Elsa. Fataflokkunin í Reykjavík flokkar textíl frá höfuðborgar- svæðinu og landsbyggðinni og sendir söluhæfar flíkur í verslan- irnar í Reykjavík og um land allt. Akureyri og Keflavík sjá um eigin flokkun. „Flokkunin gengur hratt fyrir sig og það þarf að hafa gott auga. Við höfum líka í huga hvað selst núna og hvað síðar. Það er klass- ískt að sumar- fötin komi í lok sumars. Þau eru geymd fram á næsta vor svo þau seljist almennilega. Sama gildir um glimmer, pallíettur og glamúr. Það selst best í nóvem- ber og desember, en lítið hina mánuðina.“ Möguleikar í endurnýtingu „Aukning á því að fatahönn- uðir kaupi af okkur hráefni sem er ósöluhæft í verslunum okkar er bein afleiðing af samstarfi okkar við Listaháskólann. Á öðru ári fatahönn- unar er námskeið þar sem nemendur skapa línu úr endurnýttum hráefnum frá Rauða krossinum. Eftir það leita margir hönn- uðir til okkar áfram. Það sem ekki fer í búðir eða til hönnuða er sent með gámum til útlanda. Þjóðverjar taka við miklu en þeir eru stórir í textílendur- vinnslu. Allur textíll býður upp á möguleika í endurvinnslu. Ef efnið hentar ekki áfram í nývinnslu má vinna það í einangrun og fleira. Draumurinn væri auðvitað að við þyrftum ekkert að flytja úr landi og gætum unnið úr öllum hrá- efnum sjálf.“ Elsa bendir á að grænþvottur sé algengur í tískuheiminum. „Stórar fataverslanir selja föt úr „endur- nýttum textíl“. Vandinn er sá að engar reglur gilda um sönnunar- byrði um magn endurunnins efnis í f lík. Oft er fóðrið úr endurnýttu pólýester en restin úr „virgin“ efni. Keðjurnar eru oft með litlar línur úr endurunnum efnum en brenna svo mörg tonn af fatnaði sem eng- inn hefur gengið í og hefur verið fluttur þvers og kruss um heiminn. Vissulega eru möguleikar fólgnir í endurnýttum textíl en þá þurfa að liggja sannanir fyrir því að hann sé umhverfisvænn.“ Endurnýtum Elsa fékk sjokk þegar hún byrjaði að vinna við fata- flokkunina 2019. „Við fáum til okkar um 7-10 tuttugu feta gáma og um 100 litla grennd- argáma troðfulla af textíl í viku hverri. Meðal-Íslendingur losar sig við um 20 kíló af textíl á ári hverju. Það er rosalegt magn.“ Neikvæð umhverfisáhrif af einni nýrri flík segir hún koma flestum á óvart. „Ef þú velur bara einu sinni notaða flík fram yfir nýja úr ósnortnu efni, ertu að spara því sem nemur mengun mörg hundruð bifreiða í eitt ár. Það munar svo ótrúlega miklu að endurnýta.“ Það er gaman að grafa „Í fataflokkuninni fáum við reglulega nostalgíukast. Stundum fáum við heilu tímahylkin frá ein- hverjum, kannski 40 tryllt outfit frá 2001. Tískan siglir alltaf í hringi og núna er þúsaldartískan einmitt það allra heitasta. Það er líka yfir- leitt þannig að ef þú finnur eina fullkomna flík í verslun með notuð föt, þá ertu kominn á bragðið. Tískufíklarnir elska að koma í Rauða krossinn og grafa upp gull- molana. Við höldum líka reglulega kílómarkaði í f lokkunarstöðinni okkar og þeir eru alltaf mjög vin- sælir,“ segir Elsa. Ósamberanleg gæði „Ég birti mynd af skyrtu á Instagram-reikningi Rauða kross- búðanna um daginn. Fyrrverandi eigandi skyrtunnar setti athuga- semd við færsluna og sagðist hafa keypt hana í verslun í Danmörku með notuð föt. Næsti kaupandi mun því vera að minnsta kosti þriðji eigandi skyrtunnar, sem segir sitt um endingu og notagildi fatnaðar sem framleiddur er með gæði í huga en ekki magn. Innanhúss tölum við ekki um notuð föt lengur, heldur klassísk föt. Þú ert að fá mikil gæði á lágu verði. Og ekki skemmir fyrir að hver flík er einstök. Þetta á ekki við um flestan tískufatnað í dag. Ég sé stórt samasem- merki milli aukinnar netverslunar og fata sóunar. Margar af netsíðunum selja mjög ódýr föt í hrikalegum gæðum. Efnin eru þunn, illa sniðin og endast illa. Fyrir utan kol- efnissporið eitt og sér kaupir fólk margar flíkur og notar svo kannski eina eða tvær, því afgangurinn er ekki eins og hann leit út á vef- síðunni eða passar ekki. Við sjáum mikið magn af þessum flíkum í flokkuninni sem eru enn þá með merkimiðanum. Ef fólk hugsar um uppá- haldsflíkina sína, þá er hún það örugglega ekki af því hún var svo ótrúlega ódýr. Líklega er hún það vegna þess að efnið er æðislegt, sniðið gott og hún passar vel.“ n Það munar svo ótrúlega miklu að endurnýta Vinkonurnar Katrín Eiríks- dóttir og Fayrouz Nouh kynntust fyrir nokkrum árum en þær búa í sama fjölbýlishúsi á Akureyri. Þær eru leiðsöguvinir sýrlenskr- ar fjölskyldu sem kom sem flóttafólk til Íslands nýlega. Fayrouz kom sjálf til Íslands sem flóttamaður árið 2016 og naut aðstoðar leiðsöguvinar. Hún segir það hafa hjálpað sér mjög mikið. Þess vegna vildi hún gerast leiðsöguvinur núna fyrir aðrar fjölskyldur. „Mér finnst þetta verkefni mikilvægt vegna þess að það gerir líf f lóttamanna á Íslandi miklu léttara, og lætur þeim líða eins og þau séu ekki einmana hér, heldur með mikinn stuðning, sem hjálpar mjög mikið. Ég var mjög spennt fyrir þessu verkefni vegna þess að ég er með sömu reynslu og nýja fólkið, en það sem er mikil- vægara er að ég fékk að vinna með Katrínu, sem er mjög náin vinkona mín,“ segir Fayrouz. Katrín byrjaði að vinna í opnu húsi fyrir flóttafólk og innflytj- endur fyrir ári síðan og sló til þegar óskað var eftir fólki í leiðsöguvina- verkefnið. „Fayrouz er ein besta vinkona mín og er sjálf frá Sýrlandi. Við fórum saman í þetta. Við komumst í samband við sýrlenska fjölskyldu í gegnum verkefnastjóra hjá Rauða krossinum,“ segir Katrín. Fjölskyldan samanstendur af foreldrum með tvo syni, 12 og 15 ára, og svo er dóttir á leiðinni. Þær Fayrouz og Katrín hitta fjölskyld- una reglulega og segja að vinasam- band hafi tekist með þeim. „Ég reyni að hitta þau næstum daglega, þótt það sé bara til að kíkja til þeirra í 10 mínútur,“ segir Fayrouz. Félagslegur stuðningur Katrín segir að verkefnið snúist um að vera félagslegur stuðningur fyrir fjölskylduna. „Við fengum smá leiðsögn um það fyrst hvers er ætlast til af okkur. Svo höfum við þróað þetta samband út frá þörfum fjölskyldunnar. Við hittum þau ekki eins mikið þessa daga af því mamman á von á sér á næstu vikum. En ég fór í mat til þeirra á sunnudaginn og við höfum hist í kaffi hjá Fayrouz og nokkrum sinnum hjá þeim. Síðan ætlum við að plana meira þegar barnið er komið yfir fyrstu vikurnar,“ segir hún. Fayrouz segir að þegar þau hittist spjalli þau um daglega lífið og hvernig allt var í Sýrlandi. „Við förum saman út í búð og við hjálpuðum verðandi móðurinni að redda því sem þarf fyrir komu barnsins. Við höfum líka heim- sótt aðrar fjölskyldur og vini með þeim.“ Eins og áður segir fékk Fayrouz sjálf leiðsöguvini sem léttu henni lífið og hjálpuðu henni að kynnast samfélaginu þegar hún kom til Íslands. „Þau gáfu mér andlegan stuðning og voru alltaf til staðar fyrir mig,“ segir hún og bætir við að reynsla hennar af því að vera flóttamaður gagnist vel þegar hún er leiðsöguvinur. „Ég veit nákvæmlega hvernig þeim líður, sérstaklega þegar þau eru enn þá ný hérna. Ég var heppin með það að ég kunni ensku þegar ég kom, það hjálpaði mér með öll samskiptin, en á sama tíma tók ég eftir því hversu erfitt það var fyrir hina flóttamennina að tala við leiðsöguvini sína. Mér finnst mikilvægt að vera með leiðsögu- vini sem kunna sama tungumálið.“ Líður vel að hjálpa öðrum Fayrouz og Katrín mæla báðar með að gerast leiðsöguvinir. „Mér finnst fólk kannski ekki þora að gefa sig að fólki sem kemur frá annarri menningu, sérstaklega ef það eru tungumálaörðugleikar,“ segir Katrín. „En það að bara stökkva inn í þetta og byrja á þessu verkefni opnar augu manns mikið. Ég hef fengið svo nýja sýn á lífið, bara við það að kynnast Fayrouz, sem var undir allt öðrum kringum- stæðum, og svo að kynnast þessari fjölskyldu í gegnum sjálfboðaliða- starf. Ég hef eignast fjölskylduvini fyrir lífstíð. Svo finnst mér æðislegt fyrir dætur mínar að fá að kynnast öðruvísi menningu. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þau eru mjög þakklát svo ég held við séum öll að fá eitthvað út úr þessu.“ Fayrouz tekur undir þetta og segir: „Það lætur manni líða vel þegar maður er að hjálpa öðru fólki sem þarf á hjálp að halda.“ n Fá nýja sýn á lífið Fayrouz og Katrín eru góðar vinkonur og leiðsöguvinir sýrlenskrar fjölskyldu en Fayrouz kom sjálf sem flóttamaður frá Sýrlandi til Íslands árið 2016. Flíkurnar sem fást á nytjamörkuðum eins og Rauða kross-búðunum eru ein- stakar. Þá er skemmtilegast að grafa eftir gullmolunum. Elsa Vestmann sér meðal annars um Instagram-reikning Rauða kross- verslananna. MYNDIR/AÐSENDAR 5LAUGARDAGUR 23. október 2021 HJÁLPIN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.