Fréttablaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 67
Trjáræktarverkefnið í Síerra Leóne hefst á komandi vikum og mánuðum en verkefnið mun hafa víðtæk áhrif á samfélagið, auka fæðuöryggi fólks á svæðinu og sporna við áhrifum lofts- lagsbreytinga. Til stendur að planta allt að tveimur milljónum trjáa á næstu tveimur árum, fyrir árslok 2023, í Síerra Leóne. „Verkefnið er hluti af stærra verkefni Alþjóða Rauða krossins í Afríku þar sem á að planta fimm milljörðum trjáa fyrir lok 2030. Við byrjum hægt og byggjum upp reynslu og góðan grunn. Vonandi getum við stækkað verkefnið í framtíðinni, því þörfin er mikil fyrir aukna trjárækt, ekki bara í Síerra Leóne heldur víðar í Afríku og um heim allan,“ segir Atli Viðar Thorsten- sen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. Verkefnið er styrkt af utan- ríkisráðuneytinu og Mannvinum Rauða krossins. „Landgræðsluskól- inn kemur einnig að verkefninu með sérþekkingu á landgræðslu og endurheimt lífríkis og tengslanet. Hér er því um stóra og flotta teymisvinnu hins opinbera, Rauða krossins og almennings að ræða,“ segir Atli. Hvers vegna Síerra Leóne? „Síerra Leóne er eitt fátækasta land í heimi og hefur á síðustu árum gengið í gegnum hræðilega borgarastyrjöld, ebóla-faraldur, efnahagslegar þrengingar vegna heimskreppunnar og nú enn vegna heimsfaraldurs Covid-19. Aðgengi íbúa, sérstaklega afskekktari sam- félaga, að hreinu vatni, sjálfbærum orkugjöfum og heilbrigði er afar lítið og ólæsi er algengt.“ Hvaða áhrif munu trén hafa á umhverfið og fólkið? „Áhrifin eru margþætt og til lengri tíma munu allir íbúar Síerra Leóne hagnast á verkefninu. Endurheimt skóglendis og gróðurs mun auka fæðu- og vatnsöryggi, bæta heilsu íbúa og viðnáms- þol gegn loftslagsbreytingum. Trjárækt mun enn fremur veita efnahagslegan ávinning og stuðla að verndun líffræðilegs fjölbreyti- leika.“ Skammtímaáhrif munu ná til um 30 þúsund manns í rúmlega 60 samfélögum þar sem skógareyðing hefur verið mikið vandamál. „Samfélögin voru valin í verkefnið á grundvelli slæmrar stöðu íbúa, skorts á aðgengi að nauðsynjum og berskjöldun gagnvart hamförum, skorti á vernd og samfélagslegri þátttöku. Áhersla er lögð á þá íbúa héraðanna sem hafa misst lífs- viðurværi sitt vegna áhrifa lofts- lagsbreytinga. Samhliða trjárækt þarf að finna leiðir til að draga almennt úr skógarhöggi sem er oft nauð- synlegt til þess að elda matvæli. Ein leiðin er að finna skilvirkari eldunarleiðir sem krefjast minna eldsneytis. Önnur leið er að styðja fólk við að finna sjálfbæra fram- færslumöguleika, því skógarhögg er ein leið til að afla tekna í sam- félögunum. Í samráði við sam- félögin verða völdum einstakling- um sem stuðla að gróðureyðingu boðin tækifæri til sjá fyrir sér án ágangs á umhverfið, meðal annars með fjárstyrk og þjálfun sem hefur reynst vel í öðrum tilfellum. Einnig verður íbúum á svæðinu boðin þjálfun og annar stuðningur við framleiðslu á orkusparandi eldofnum til að minnka þörf á kolum og timbri. Hafa skal í huga að við erum að tala um afskekkt samfélög þar sem hvorki er rennandi vatn, rafmagn né aðgengi að öðrum orkugjöfum í hýbýlum en að fella og nýta tré. Þetta verður stór og nauðsynlegur þáttur í verkefninu til að sporna við frekara skógarhöggi. Sam- félögin sjálf sjá um að planta trjám og huga að þeim. Trén verða einnig fjölnota og því verður það hagur fólksins að viðhalda skógunum. Ef tekst að minnka þörf fyrir eldivið fyrir matreiðslu teljum við að skógarhögg verði ekki áfram vandamál.“ Skiptir máli hvernig trjám er plantað? „Það fer eftir því hvar trjánum er plantað en það verða fjölnota tré sem hafa margvísleg áhrif. Trén mega ekki raska líffræðilegu jafn- vægi og hafa neikvæð áhrif heldur munu þau passa inn í lífríkið sem fyrir er. Þau binda meðal annars vatn í jarðvegi til að draga úr líkum á flóðum á rigningartímabili og auka fæðuöryggi. Hafa má í huga að í Síerra Leóne vaxa tré mun hraðar en á Íslandi og verða mun fljótar að gagni. Sé rétt staðið að gróðursetningu trjáa gagnast hún einnig við að stemma stigu við neikvæðum áhrifum gróðurhúsa- lofttegunda.“ Eru f leiri svona verkefni á döfinni? „Við hjá Rauða krossinum á Íslandi höfum mikinn hug á því að koma fleiri svona verkefnum af stað en til þess þurfum við aukinn stuðning. Þá er ég að tala um aukinn stuðning Mannvina Rauða krossins, stjórnvalda og atvinnu- lífsins. Þetta er risastórt verkefni sem við öll þurfum að takast á við í sameiningu með langtímamark- mið að leiðarljósi. Þá gæti Sjálf- bærnisjóður Rauða krossins komið sterkur inn,“ segir Atli. Meginmarkmið Sjálfbærnisjóðs Rauða krossins er styðja við heims- markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þar má nefna aðgengi að hreinu vatni, að stuðla að heilbrigði og jafnrétti kynjanna, koma í veg fyrir hungur og fátækt og sporna gegn loftslags- breytingum. Sjálfbærnisjóðurinn brúar bilið á milli þriðja geirans, stjórnvalda og fyrirtækja til að vinna saman að þessum mark- miðum Sameinuðu þjóðanna, bæði í verkefnum okkar á Íslandi og á alþjóðavettvangi. „Fyrirtæki gegna lykilhlutverki þegar kemur að markmiðum Sam- einuðu þjóðanna. Það finnst að vaxandi fjöldi fyrirtækja innleiðir í starfsemi sína lykilárangursmæli- kvarða, til að mæla og sannreyna áhrif á samfélags- og umhverfis- mál í samræmi við heimsmark- miðin um sjálfbæra þróun. Með því að taka upp meðvitaða stefnu í samfélagslegri ábyrgð skapa fyrir- tæki verðmæti fyrir alla hagaðila og tryggja að rekstur samræmist sjálfbærniviðmiðum. Velgengni fyrirtækja mótast þannig ekki eingöngu af skammtímahagnaði heldur af langtímastefnu um sam- félagsábyrgð og sjálfbærni,“ segir Atli að lokum. n Trjáræktarverkefni bætir afkomu í Síerra Leóne Atli Viðar Thor- stensen segir að trjáræktarverk- efnið í Sierra Leone muni hafa víðfeðm áhrif á afkomu fólks á svæð- unum og sporna gegn loftslags- breytingum. Starfsmenn Öryggismið- stöðvarinnar hafa um nokk- urt skeið tekið rafrænt nám- skeið frá Rauða krossinum með mjög góðum árangri. Öryggismiðstöðin og Rauði kross- inn hafa um nokkurt skeið átt í samstarfi í tengslum við rafræna fræðslu starfsmanna Öryggis- miðstöðvarinnar. Starfsmenn hafa tekið vel í fræðsluna að sögn Bjarka Péturssonar, sérfræðings hjá Öryggismiðstöðinni, sem segir hana nýtast vel í starfi. „Samstarfið hófst eftir að við fengum upp- lýsingar frá Rauða krossinum um aðgengilegt skyndihjálparnám- skeið á vefnum. Við útbjuggum leiðbeiningar sem við settum upp í fræðslukerfinu okkar varðandi hvernig starfsfólk getur sótt skyndihjálparnámskeiðið rafrænt. Í kjölfarið geta stjórnendur fylgst með hvaða starfsmenn opna leið- beiningarnar og klára námskeiðið.“ Færni sem skiptir máli Hann segir það hafa verið heillaskref að veita starfsfólki fyrirtækisins aðgengi að rafrænu skyndihjálparnámskeiði svo það gæti öðlast nauðsynlega fræðslu og hæfni í skyndihjálp. „Vaninn er að halda skyndihjálparnámskeið árlega í höfuðstöðvum okkar sem gagnvirkt staðnámskeið til þess að starfsfólk geti fengið að athafna sig í skyndihjálp. Vegna Covid-19 var ekki mögulegt að halda stað- námskeið yfir langan tíma og því reyndist rafrænt skyndihjálpar- námskeið eina færa leiðin til þess að bjóða starfsfólki okkar upp á nauðsynlega fræðslu í skyndi- hjálp.“ Bjarki segir mjög mikilvægt að færni í skyndihjálp sé til staðar inni á öllum vinnustöðum. „Í öryggis- geiranum er hún skylda og það er okkar faglega mat að vinnustaðir setji skyndihjálparnámskeið inn í almenna starfsmannafræðslu. Það er stutt á milli feigs og ófeigs og slys gera sjaldnast boð á undan sér. Því betur sem fólk er undirbúið, þeim mun meiri líkur eru á að málum ljúki farsællega.“ Bar strax árangur Sem fyrr segir hafa starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar tekið fræðslunni vel og hefur hún gagnast þeim vel í starfi. „Sem dæmi var einn starfsmaður nýbúinn að horfa á rafrænt nám- skeið þegar neyðarboð barst inn á stjórnstöð. Starfsmaðurinn hélt ró sinni, bað viðkomandi að lýsa einkennum sínum og samkvæmt þeim var viðkomandi að upplifa einkenni hjartaáfalls. Starfsmaður- inn sýndi fram á rétt viðbrögð og veitti viðkomandi faglega aðstoð símleiðis á meðan viðbragðsaðilar voru á leið á vettvang. Viðkomandi var komið undir læknishendur og atvikið hlaut farsælan endi. Starfs- maðurinn er eftir á að hyggja ekki viss um að hann hefði vitað hvað viðkomandi hefði verið að ganga í gegnum ef hann hefði ekki verið nýbúinn að horfa á fræðsluefnið. Þetta atvik er góð áminning um mikilvægi þess að kunna rétt við- brögð í fyrstu hjálp og rifja hana upp reglulega.“ Frekari samvinna fyrirhuguð Bjarki á von á frekari samstarfi við Rauða krossinn á næstu árum. „Við stefnum á að fá afhent fleiri rafræn námskeið frá Rauða krossinum. Þessi námskeið hafa verið haldin sem staðnámskeið hjá Rauða krossinum í gegnum tíðina en eru nú komin yfir á rafrænt form. Þetta eru nokkur námskeið sem eru klæðskerasniðin að mörgum starfstengdum þáttum innan okkar raða. Við teljum að nám- skeiðin komi til með að aðstoða starfsfólk okkar við að vera betur í stakk búið að bregðast við ýmsu sem getur komið upp á í þeirra störfum. Einnig er jákvætt fyrir starfsfólk að hafa aðgengi að hag- nýtu fræðsluefni sem kennir því ákveðna verkferla og rétt viðbrögð í störfum sínum.“ n Slys gera sjaldnast boð á undan sér Bjarki Pétursson er sérfræðingur hjá Öryggismiðstöðinni, FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Því betur sem fólk er undirbúið, þeim mun meiri líkur eru á að málum ljúki farsællega. Bjarki Pétursson 7LAUGARDAGUR 23. október 2021 HJÁLPIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.