Fréttablaðið - 23.10.2021, Síða 70

Fréttablaðið - 23.10.2021, Síða 70
Flúðasveppir eru eina sveppabú landsins og rækta um 600 tonn af úrvals sveppum árlega landsmönn- um til mikillar gleði. sjofn@frettabladid.is Ragnheiður Georgsdóttir er mark- aðsstjóri Flúðasveppa og Flúðajörfa og lætur sér ekki bara nægja að stýra markaðsmálunum þar heldur er hún rekstrar- og viðburðastjóri hjá hinum geysivinsæla veitinga- stað Farmers Bistro þar sem afurðir frá stöðinni eru nýttar í fjölbreytta sælkerarétti. Ragnheiður kláraði stúdentspróf frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 2006 og flutti svo til Danmerk- ur og bjó þar í ellefu ár. Í Danmörku tók hún BA-gráðu í fyrirtækjasam- skiptum og ensku og tveggja ára viðbótarnám í viðburðastjórnun og þjónustuhagfræði. „Ég vann alltaf með skólanum sem aðstoðar- veitingastjóri á listasafni í Aarhus þannig að ég hef alltaf verið með puttana í veitingabransanum. Núna vinn ég sem markaðsstjóri Flúðasveppa og Flúðajörfa ásamt að vera rekstrar- og viðburðastjóri Farmers Bistro. Ég á þriggja ára yndislega dóttur sem heitir Kirsten og búum við tvær saman hérna á Flúðum og elskum það,“ segir Ragn- heiður. Æðislegt að alast upp í þessu umhverfi Hvernig var að alast upp á Flúðum í svepparæktinni? Innblásturinn er svolítið sveitó Ragnheiður Georgsdóttir lætur sér ekki nægja að stýra markaðsmálum hjá Flúða- sveppum heldur er hún líka rekstrar- og við- burðastjóri hjá Farmers Bistro. Lambabagginn nýtur mikla vinsælda. MYNDIR/AÐSENDAR Portobello-sveppaborgarinn er flottur á diskinum. „Ég ólst ekki þannig upp í svepparæktinni, ég ólst upp í gróðurhúsunum á Flúðajörfa, sem er ein stærsta garðyrkju- stöð Íslands. Flúðasveppir voru auðvitað þarna þegar ég var að alast upp. Ég hef unnið frá því ég man eftir mér. Þannig að öll þessi vitneskja um ræktunina kom strax á unga aldri.“ Pabbi keypti Flúðasveppi 2006 og þá byrjaði ég að fræðast aðeins meira um þá ræktun.“ Leið þér nokkurn tímann eins og þú byggir í Strumpalandi? „Ég veit ekki alveg með það, en ég hef verið að leika mér svolítið með strumpa þegar ég hef verið að taka á móti yngri hópum, sem hefur vakið mikla ánægju en við erum samt hálfgerðir strumpar hérna,“ segir Ragnheiður og skellir upp úr. Gott starfsfólk lykilatriði í blómlegum rekstri Hver er galdurinn á bak við að hafa verið með þennan blómlega rekstur öll þess ár? „Svepparæktun er mikil nákvæmisræktun, þannig að það skiptir miklu máli að vera með gott starfsfólk, sem við erum svo ótrúlega heppin að hafa. Svo er auðvitað hráefnið sem skiptir líka gríðarlegu máli. Við erum með um 300 hektara af landi, þar sem við erum að rækta strandreyr og bygg sem er undirstaðan í svepparækt. Okkur hefur tekist vel í þeirri ræktun og það skiptir mjög miklu máli að við vitum hvernig hráefnið er.“ Ræktið þið meira en sveppi? „Já, eins og ég hef nefnt, þá eigum við líka Flúðajörfa. Þar erum við að rækta pink tómata og paprikur í gróðurhúsum og spergilkál, rauðkál og gulrætur úti. Við erum að nota öll þessi hráefni sem við ræktum á veitinga- staðnum Farmers Bistro.“ Farmers Bistro draumur pabba Segðu okkur aðeins frá hvernig það kom til að þið opnuðuð Farmers Bistro? „Að opna veitingastað var alltaf draumur hjá pabba, og hug- myndin kom svo árið 2015. Ég var í Danmörku á þeim tíma. Pabbi sagði mér frá þessu og spurði hvort ég væri ekki til í að vera með honum í þessu verkefni. Þetta var auðvitað tilvalið fyrir mig og mína menntun þannig að þetta var svo sem ekki erfið ákvörðun. Ég f lutti heim 2017 og við opnuðum veitingastaðinn það sumar,“ segir Ragnheiður. „Innblásturinn er svolítið sveitó en samt stílhreinn. Þannig að staðurinn er mjög rústik-hannaður með hlýleika. Við erum sem sagt að framreiða mat fyrst og fremst úr því sem við erum að rækta og svo úr nærumhverfinu. Það er þetta slow-food konsept.“ Sælkerahlaðborðið vinsælast Aðspurð segir Ragnheiður að þau eigi öll heiðurinn af uppskrift- unum. „Við vinnum öll saman að því að koma með hugmyndir og útfærslur, við erum svo heppin að vera með frábært starfsfólk sem fer með okkur í þankahríð fyrir matargerðina. Sælkerahlaðborðið okkar er langvinsælast, þar er sveppasúpan okkar í aðalhlutverki, nýbökuð brauð og alls konar gúmmelaði úr okkar hráefnum.“ Ertu til í að svipta hulunni af einum rétti sem boðið var upp á í þættinum Matur og heimili á dögunum? „Smjörsteiktu sveppirnir á hlað- borðinu hafa notið gríðarlegra vinsælda þannig að ég vil endilega deila þeirri uppskrift með þjóð- inni.“ Smjörsteiktir sveppir að Farmers Bistro stíl 250 g af sveppum (helst litlum) 50 g af smjöri 1 msk. olía 2 tsk. salt 1 msk. timian Setjið smjör og olíu á pönnu og bræðið. Bætið sveppunum við. Látið malla í 10 mínútur áður en kryddinu er bætt við. Steikið í 5 til 7 mínútur eða þangað til þeir ná gylltum lit. Berið fram með því sem hugurinn girnist og njótið. n LAGARLÍF 2021 Ráðstefna um eldi og ræktun Grand Hótel Reykjavík, 28. - 29. október Skráning fer fram á www.lagarlif.is Fimmtudagurinn 28. október 10:00 13:00 13:00 15:00 15:00 16:30 Gullteigur - Þróun byggða í tengslum við strandbúnað Gullteigur - Menntun Starfsfólks í skeldi Setur - Helstu hindranir á vegi þörungaræktunar Gullteigur Staðleysur og áhrif þeirra á umræður um laxeldi Setur - Skeldýrarækt Móttaka við barinn Föstudagurinn 29. október 9:00 9:00 11:00 11:00 13:20 13:20 15:00 Gullteigur - Öryggismál starfsfólks í skeldi Hvammur - Landeldi á Íslandi Gullteigur - Framboð af vöru og þjónustu (sjóeldi) Hvammur - Framboð af vöru og þjónustu (landeldi) Gullteigur - Leysveitingar til sjókvíaeldis Hvammur - Reynslusögur úr skeldi Ráðstefnuslit 6 kynningarblað A L LT 23. október 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.