Fréttablaðið - 23.10.2021, Blaðsíða 88
Ég vil að sögurnar séu
bæði æsispennandi,
skondnar og líka
áhugaverðar þannig að
lesendur fái eitthvað
meira út úr lestrinum
en bara spennu og
skemmtun.
Organisti/Tónlistarstjóri óskast
Sóknarnefndir Brautarholts – og Reynivallasókna Kjalarnessprófasts-
dæmi auglýsa eftir organista/tónlistarstjóra í 30% fasta stöðu við
Reynivallaprestakall frá 1. janúar 2022.
Leitað er eftir einstaklingi sem:
• Hefur metnað fyrir tónlistaþætti helgihaldsins.
• Hefur áhuga á að viðhalda og efla enn frekar öflugan kirkjukór.
• Er tilbúinn í gott samstarf við sóknarprest prestakallsins.
Laun samkv. kjarasamningi organista hjá FÍH og launanefndar
Þjóðkirkjunnar.
Umsóknir skulu sendar rafrænt til bjorn@brautarholt.is
Umsóknarfrestur er til 1. desember n.k.
Allar upplýsingar um starfið gefa:
Björn Jónsson, formaður Brautarholtssóknar
892-3042 - bjorn@brautarholt.is
sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur
865-2105 - arna.gretarsdottir@kirkjan.is
Nýlega kom út þriðja bókin í
hinum vinsæla þríleik Snæ-
björns Arngrímssonar um
vinina Millu og Guðjón G.
Georgsson og fólkið í Álftabæ.
Handbók Gullgrafarans er
titillinn á nýju bókinni.
kolbrunb@frettabladid.is
Fyrsta bókin í f lokknum, Rann-
sóknin á leyndardómum Eyði-
hússins, hreppti Íslensku barna-
bókaverðlaunin og bók númer tvö,
Dularfulla styttan og drengurinn
sem hvarf, hlaut Barnabókaverð-
laun Reykjavíkurborgar.
„Það var mjög uppörvandi að
hreppa tvenn verðlaun fyrir tvær
bækur. Nú vona ég að ég hafi heppn-
ina með mér og fái þrenn verðlaun
fyrir þrjár bækur. Verðlaun eru
góð en það hefur ekki síður verið
gleðilegt að fá bréf frá krökkum
sem skrifa að bækurnar um Millu
og Guðjón G. Georgsson séu uppá-
haldsbækurnar þeirra,“ segir Snæ-
björn.
Eins og veruleikinn
Hann segir að í sínum huga sé þetta
síðasta bókin í bókaflokknum. „Svo
getur vel verið að það breytist. Þegar
ég skrifaði fyrstu bókina var ég ekki
að hugsa um að skrifa fleiri bækur
um þennan söguheim. En svo fann
ég að ég kunni svo vel við aðalper-
sónurnar, Millu og Guðjón, fannst
gaman að skrifa um þau og það
varð til þess að ég ákvað að bæta við
tveimur spennusögum um Millu og
Guðjón og þetta litla þorp með öllu
sínu góða og sérkennilega fólki. Þar
að auki fékk ég góð viðbrögð frá les-
endum og það hvatti mig enn frekar.
Fyrir mér eru skriftirnar leikur, ég
skemmti mér og ég geri mitt besta
til að skemmta þeim sem lesa. Ég vil
að sögurnar séu bæði æsispennandi,
skondnar og líka áhugaverðar þann-
ig að lesendur fái eitthvað meira út
úr lestrinum en bara spennu og
skemmtun.“
Snæbjörn segist halda ýmsu opnu
í þessari lokabók. „Satt að segja
útskýri ég í byrjun bókar af hverju
mörg smáatriði eru enn á huldu
þegar sögunni lýkur. Milla er sögu-
maður bókarinnar. Hún er orðin full-
orðin þegar hún skráir atburði sem
áttu sér stað þegar hún var barn. Að
sjálfsögu man hún ekki alveg hvernig
hlutirnir voru og það var líka margt
sem hún skildi ekki þegar atburð-
irnir áttu sé stað. Þetta er eins og
veruleikinn, þar skilur maður ekki
alltaf af hverju hlutirnir fara eins og
þeir fara. Þess vegna er ekki bundinn
slaufa á allt í sögunni.“
Leitar að metsölubókum
Snæbjörn stofnaði á sínum tíma
bókaforlagið Bjart og hóf einnig
bókaútgáfurekstur í Danmörku.
Árið 2017 seldi hann forlög sín.
Nú er hann í vinnu hjá danska for-
laginu Gutkind sem er dótturfor-
lag hins þekkta sænska forlagsrisa
Bonnier. „Bonnier mokar peningum
inn í Gutkind í þessum uppbygg-
ingarfasa og ætlar að gera að þriðja
stærsta forlagi Danmerkur. Mitt
hlutverk er að finna metsölubækur
fyrir forlagið. Það er mikill hugur í
starfsmönnum Gutkindforlagsins,
þeir eru áhugasamir um að koma
bókum til fólks og eru góðir í að
vekja athygli á útgáfubókum sínum.
Þarna er góður andi, gífurlegur
kraftur og þarna eru notaðar alveg
nýjar aðferðir til að koma bókum á
markaðinn.“
Snæbjörn segist ekki hafa áhyggj-
ur af því að bóklestur muni fara
snarminnkandi í nánustu framtíð.
„Lestur hefur satt að segja aukist
á síðustu árum. Það hefur bara
breyst hvernig lesendur innbyrða
sinn bókmenntaskammt. Fólk
kaupir ekki bara prentaðar bækur
í bókabúðum, það er áskrifendur
að streymisveitum, les rafbækur og
hlustar á hljóðbækur. Ef fólk hætti
að lesa færi það mikils á mis. Ég er
ekki eitt augnablik í vafa um að
maður græðir alveg óskaplega mikið
á bóklestri, líf mitt er til dæmis svo
miklu betra og ríkara vegna þess að
ég hef enn næga einbeitingarhæfni
og gef mér tíma til að sökkva mér í
bóklestur.“ n
Skriftirnar eru leikur
Ég geri mitt besta til að skemmta þeim sem lesa, segir Snæbjörn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
kolbrunb@frettabladid.is
Næstkomandi þriðjudag 26. október
kl. 19.30 í Tíbrá flytur Blásarakvint-
ettinn Hviða verk eftir frönsk tón-
skáld – verk sem fáheyrð eru á tón-
leikum.
Á efnisskrá tónleikanna eru Trois
Pièces Brèves eftir Jaques Ibert, Wind
Quintet nr. 1 eftir Jean Françaix, Le
Tombeau de Couperin eftir Maurice
Ravel og Sextett fyrir blásarakvintett
og píanó eftir Francis Poulenc.
Blásarakvintettinn Hviða er nýr
blásarakvintett en meðlimir hans
kynntust við störf í Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands og önnur samspils-
störf. n
Fáheyrð blásaratónlist
Franska tónskáldið Maurice Ravel.
kolbrunb@frettabladid.is
Samband höfundar og ritstjóra
getur verið margslungið og haft
óvænt áhrif á verkið sem unnið er
að. Rithöfundurinn Hallgrímur
Helgason og Æsa Guðrún Bjarna-
dóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, koma
hér saman og spjalla um samstarf
sitt í kringum nýja skáldsögu Hall-
gríms – 60 kíló af kjaftshöggum.
Bókin er framhald af verðlaunabók-
inni 60 kílóum af sólskini sem kom
út árið 2018. Höfundur tekur upp
þráðinn að þremur árum liðnum í
Segulfirði.
Viðburðurinn er á vegum Ritlistar
og Bókmennta- og listfræðastofnun-
ar og er sá fyrsti af þremur þar sem
nýútkomnar bækur verða kynntar
um leið og samvinna höfundarins
og ritstjórans verður könnuð.
Spjall Hallgríms og Æsu fer fram
í stofu 008 í Veröld, húsi Vigdísar
þriðjudaginn 26. október kl. 12-13.
Viðburðurinn er opinn almenningi
og er aðgangur ókeypis. n
Rithöfundur og ritstjóri
Hallgrímur Helgason rithöfundur.
kolbrunb@frettabladid.is
Dagur kartöflunnar verður í garð-
skála Grasagarðs Reykjavíkur í dag,
laugardaginn 23. október, kl. 11-13.
Áhugafólk um kartöflurækt fær þar
fræðslu um frækartöflur.
Á Íslandi eru ræktaðar bleikar,
dökkrauðar, skærgular, fjólubláar,
svartar og jafnvel doppóttar kart-
öflur. Sumar eru ljúffengar á meðan
aðrar slá ekki í gegn hvað bragðgæði
varðar en allar eiga það sameigin-
legt að vera ræktaðar upp af kart-
öflufræjum.
Þátttaka er ókeypis. n
Spennandi nýjungar
Kartöflur eru ómissandi hluti af
matarmenningu, eins og allir vita.
48 Menning 23. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 23. október 2021 LAUGARDAGUR