Fréttablaðið - 23.10.2021, Side 98
Svona líður
mér akk-
úrat núna
og mér má
líða svona.
odduraevar@frettabladid.is
Áki Ármann
Jónsson
formaður Skotvís
– Skotveiðifélags
Reykjavíkur
Áki segir ljóst að
ekki haf i verið
farið eftir grund-
vallarreglum við
meðferð skot-
vopna á tökustað kvikmyndarinnar
Rust þar sem stjörnuleikarinn Alec
Baldwin varð samstarfskonu sinni
að bana og slasaði annan alvarlega
með voðaskoti. Áka finnst líklegt að
tveimur kúlum hafi verið hleypt af.
„Eins og við kennum á námskeið-
um þá á aldrei að meðhöndla vopn
nema með öryggið á og að það sé
óhlaðið en alltaf á að fara með vopn
eins og þau séu hlaðin,“ útskýrir Áki.
„Jafnvel þótt maður sé viss um að
þau séu óhlaðin. Og aldrei að beina
byssu að neinu nema maður sé viss
um að maður ætli að skjóta, að þetta
sé bráðin sem maður ætli að veiða.“
Áki segir ljóst, líkt og fréttir benda
til, að alvöru kúlur hafi verið í byssu
leikarans, án þess að hann vissi af
því. Þegar hann er spurður hvernig
ein kúla geti sært tvo segir Áki:
„Sko, af því að það var verið að
gera vestra þarna, þá er þetta líklega
annaðhvort riffill eða skammbyssa
og manni þætti líklegra að þetta
hefðu verið tvö skot sem hann hefði
þá verið að skjóta úr skammbyssu,
og það hafi bara verið alvöru kúlur
og að hann hafi skotið tveimur
skotum,“ segir Áki.
„Það svona er helst sú sviðsmynd
sem manni dettur í hug. Af því
annar fær hana í öxlina og hinn í
magann. Ég sé ekki alveg fyrir mér
að sama kúlan nái því nema með
einhverri ótrúlegri atburðarás,“
segir Áki. „En maður skilur ekki
hver kemur með alvöru kúlur á
svona sett. Nema þetta hafi átt að
nota í öðrum tilgangi seinna. Þetta
er náttúrulega algjört grundvall-
aratriði.“ n
Líklega tvær kúlur í voðaskotinu hjá Alec Baldwin
n Sérfræðingurinn
Stórleikarinn
Alec Baldwin
er gersamlega
miður sín eftir
að voðaskotið
varð kvik-
myndatöku-
konunni Halyna
Hutchins að
bana.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Yrja Kristinsdóttir og Marit
Davíðsdóttir vinna að því að
bæta andlega líðan barna og
ungmenna með Gleðiskrudd-
unni sinni þar sem þeim er
kennt að beita því sem þær
stöllur kalla gleðiverkfæri.
svavamarin@frettabladid.is
Yrja Kristinsdóttir og Marit Davíðs-
dóttir leggja fram Gleðiskrudduna
sína en í henni vinna þær með það
sem þær kjósa að kalla gleðiverkfæri
og er ætlað að efla sjálfsþekkingu
og vellíðan barna og ungmenna á
grundvelli jákvæðrar sálfræði.
Gleðiskrudduverkefnið byggir á
sameiginlegu lokaverkefni þeirra
í jákvæðri sálfræði við Háskóla
Íslands. Þær segja stoltar frá því að
Gleðiskruddan hafi í upphafi verið
þunnt hefti sem endaði bæði sem
bók og námskeið sem miðar að því
að gera áskoranir lífsins yfirstígan-
legri.
Góð verkfærakista
„Ég var áður nemendaráðgjafi og
fann hversu mikill kvíði var innra
með krökkunum og hversu erfitt
þau áttu með að finna sig og áhuga-
svið sín. Það vantaði ákveðin bjarg-
ráð við þessum vanda,“ útskýrir Yrja
og Marit grípur boltann og bendir á
að þær hafi tengt þetta við sín eigin
æskuár. „Það vantaði snemmtæka
íhlutun í forvarnarskyni. Grípa
börnin áður en þau falla.“
Þær segja bókina byggja á 21
þema úr jákvæðri sálfræði og
mynda grunn námskeiðsins. „Við
erum að bera á borð það sem hefur
verið rannsakað innan þessa geira
og þau verkfæri sem við þekkjum.
Hvert og eitt barn á að geta valið sér
verkfæri.“
Aukin áhersla færðist á jákvæða
sálfræði upp úr aldamótum og þær
benda á að áður hafi alltaf verið ein-
blínt á sjúkdómshliðina frekar en að
rannsaka það þegar fólki farnast vel.
„Það er enginn að neyða okkur
til að vera hamingjusöm,“ útskýrir
Yrja. „Margar tilfinningar geta verið
í gangi og þær eiga rétt á sér.
Það þarf að kenna börnunum
að setja nafn á þessar tilfinn-
inga. Svona líður mér akkúrat
núna og mér má líða svona.
Í stað þess að leggja áherslu
á það sem er neikvætt erum
við að leggja áherslu á það
sem við viljum sjá meira af,“
heldur Yrja áfram. „Það er svo
ótrúlega mikilvægt að efla vel-
líðan og sjálfstyrkingu.“
Ótrúlega góð viðbrögð
Námskeiðin, sem miðast við
sjö til tólf ára krakka, hafa
vakið mikla lukku hjá bæði
börnum og foreldrum en
Gagn og gaman með gleðiverkfærum
Gleðiskrudda vinkvennanna byrjaði sem lítið hefti í Háskólanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Gleðiverkfærin hjálpa krökkunum að tjá tilfinningar sínar. MYND/AÐSEND
Gleðiskruddan
Helstu áherslur eru að efla:
n Sjálfsþekkingu
n Bjartsýni og von
n Styrkleika
n Trú á eigin getu
n Gróskuhugarfar
n Núvitund
bókin er skrifuð með sex til
fimmtán ára börn í huga og
jafnvel yngri.
„Það er dásamlegt að sjá
börn ná árangri. Sum þeirra
hafa mætt og verið alveg inni
í sér en eru farin að rétta upp
hönd og segja frá í lok nám-
skeiðs. Það gefur manni ótrú-
lega mikið að sjá þau blómstra
á þennan hátt.“
Yrja segir viðbrögðin við
verkefninu hafið farið fram úr
þeirra björtustu vonum. „Við
höfum verið beðnar um að
halda foreldranámskeið, sem
við erum búnar að setja á dag-
skrá, þar sem foreldrarnir vilja
geta tekið meiri þátt og skilja það
sem börnin hafa verið að læra. Þetta
hefur ýtt undir meiri samveru-
stundir heima og okkur hlýnar svo
í hjartanu við það.“
Þakklætisæfingar
Þegar þær eru spurðar hvað þær séu
að gera með börnunum á námskeið-
inu segja þær markmiðasetningu og
þakklætisþrennuna vera meðal þess
sem stendur upp úr.
„Við eigum báðar yngri börn sem
við höfum gert þakklætisæfingar
með. Þær snúast um að nefna þrjá
hluti sem þau eru þakklát fyrir í dag
og í lífinu, það ýtir undir jákvæðar
tilfinningar,“ segja þær brosandi.
„Oft er líka talað um að börn séu svo
dugleg og maður spyr sig af hverju?
Þau þurfa þetta innihaldsríka hrós.
Þá blómstra þau og trúa á sjálf sig.
Það er svo geggjað.“
Yrja og Marit hafa staðið straum
af öllum kostnaði við bókina og
námskeiðin sjálfar en Gleðiskrudd-
una og frekari upplýsingar um nám-
skeiðin má nálgast á vefsíðunni
glediskruddan.is. n
odduraevar@frettabladid.is
Fárra væntanlegra kvikmynda er
beðið með jafni mikilli eftirvænt-
ingu, í það minnsta í nördaheimum,
og þriðju Marvel-myndarinnar um
Köngulóarmanninn, Spider Man:
No Way Home.
Myndin er enda undir slíkum
leyndarhjúp að enn er lítið um
kynningarefni. Þessi skortur krist-
allast ágætlega í því að á vefsíðu
Laugarásbíós hékk um tíma „falsað“
auglýsingaveggspjald fyrir mynd-
ina. Líklega eftir einhvern ofurákaf-
an aðdáanda sem kemur upp um
sig með því að rangnefna myndina
Where is My Home? Annars var svo
vel að verki staðið að vel hefði mátt
ætla að plakatið væri ekta.
Þegar Fréttablaðið forvitnaðist
um hvernig aðdáendaföndur hefði
ratað á vef kvikmyndahússins var
fátt um svör hjá Laugarásbíói og
spurningum um þessa heldur létt-
vægu yfirsjón var vísað til dreifing-
araðila myndarinnar. Skömmu síðar
var síðan hið glæsilega Where‘s My
Home?-plakat horfið af vefnum og í
staðinn komið viðurkennt , svart og
leyndardómsfullt plakat fyrir rétt-
nefnda No Way Home.
Heimagerða veggspjaldið sýnir
þrískiptan Köngulóarmann leikar-
anna Toby Maguire, Andrew Gar-
field og Tom Holland sem allir hafa
leikið Lóa en hermt er að þeir muni
allir koma við sögu í öfugsnúinni
tímalínu myndarinnar. n
Fölskum Lóa
flaggað á vefnum
Brandarinn sem hvarf af bíósíðunni.
Nú er það svart eftir leiðréttinguna.
58 Lífið 23. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ