Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021
TOYOTA - AYGO X-PLAY CONNECT RN. 153701.
Nýskráður 9/2019, ekinn 18 þ.km., bensín,
ljósgrár, beinskiptur, bakkmyndavél, bluetooth,
akreinavari, stöðugleikakerfi, litað gler.
Verð 1.790.000 kr.
PEUGEOT - 3008 ACTIVE RN. 33140.
Nýskráður 3/2017, ekinn 84 þ.km., bensín, dökk-
grænn, beinskipting, hiti í sætum, litað gler,
bluetooth, fjarlægðarskynjarar, USB tengi, regn-
skynjari. Verð 2.690.000 kr.
OKKUR VANTAR ALLAR
GERÐIR BÍLA Á SKRÁ!Sími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is
VOLVO - V70 STW RN. 340474.
Nýskráður 5/2008, ekinn 179 þ.km., dísel, grár,
litað gler, álfelgur, dráttarkrókur, stöðugleikakerfi,
bluetooth, hiti í fram- og aftursætum.
Verð 1.299.000 kr.
TOYOTA - COROLLA H/B RN. 331386.
Nýskráður 2/2006, ekinn 82 þ.km., bensín,
dökkblár, beinskipting, litað gler, álfelgur, stöðug-
leikakerfi, þokuljós að aftan, hiti í sætum.
Verð 750.000 kr.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Haldið ykkur fast, nú beygjum við
hart í bak,“ sagði Þorsteinn Jón-
ínuson, skipstjóri hjá Rafnari ehf. á
björgunarskipinu Sjöfn, í stuttri
kynnisferð um sundin við Reykjavík.
Það var ekki ofsögum sagt að beygj-
an væri kröpp. Báturinn snarbeygði
á 40 hnúta hraða (74 km/klst.) og
sigldi í þröngan hring en skrikaði
aldrei af stefnunni. Það var eins gott
að það vou góðir armar á demp-
arastólunum í stýrishúsinu því mið-
flóttaaflið lét finna vel fyrir sér. Það
var merkilegt að upplifa rásfestuna.
Þorsteinn sigldi áfram og sagði
okkur að horfa á skjá sem sýndi
sjónarhorn myndavélar aftur af
bátnum. Báturinn var á fullri sigl-
ingu þegar Þorsteinn sló snöggt af
og báturinn stoppaði. Það kom engin
alda í afturendann eins og þekkist
vel á mörgum hraðskreiðum bátum
þegar stoppað er snögglega.
Aftur var gefið í botn og tekin ró-
leg beygja og stefnt þvert á nýrisna
bógölduna. „Verið þið viðbúnir,“
sagði Þorsteinn skipstjóri þegar við
nálguðumst kjölfarið. Svo fór hann
að hlæja og við skildum hvers vegna.
Það var eiginlega engin bógalda og
engin högg eða læti þegar við sigld-
um þar yfir!
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Snarbeygt á stjórnborða Sjöfn er knúin tveimur 300 hestafla utanborðsvélum og getur siglt á allt að 40 hnúta (74 km/klst.) hraða. Báturinn nær 25 hnúta (46 km/klst.) hraða á annarri vélinni.
Fullkomin og hraðskreið Sjöfn
- Mikil sjóhæfni og rásfesta Rafnar 1100-bátanna - Sjöfn, skip björgunarsveitarinnar Ársæls, er
mjög vel tækjum búin - Bátasmiðjan Rafnar flutt til Reykjavíkur - Færa út kvíarnar erlendis
Björgunarskip Þorsteinn Jónas Sigurbjörnsson (t.v.) og Þorsteinn Jónínuson frá Rafnari um borð í Sjöfn.Skipstjórinn Þorsteinn Jónínuson, skipstjóri hjá Rafnari, sýndi hvað í bátnum bjó.
5 SJÁ SÍÐU 18