Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 24

Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 24
24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is Favourite bollar Hjartnæm tækifærisgjöf Verð frá 3.290,- stk. Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Í kynningu umhverfis- og skipu- lagssviðs Reykjavíkur um breyt- ingu húsa við Kleppsveg í leikskóla fyrir 120-130 börn, kemur fram að áætlaður heildarkostnaður kaupa og endurgerðar sé 1.452 milljónir króna. Þar kemur enn fremur fram að þeim kostnaði svipi til nýbygg- ingar. Á Akureyri verður 1. september opnaður nýr sjö deilda leikskóli sem rúmar um 140-150 börn. Rétt rúmt ár er síðan framkvæmdir hóf- ust. „Þetta er búinn að vera mikill sprettur,“ segir Guðríður Friðriks- dóttir, sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar. Hún áætlar að heildarkostnaður sé í kringum 1.100 milljónir með öllu. „Þetta er svona á áætlun, við sjáum ekki alveg fyrir endan á öllu en þetta endar að öllum líkindum í rúmum milljarði króna,“ segir Guð- ríður. Oft er hagkvæmara að rífa hús niður og byggja nýtt fremur en að hreinsa allt innan úr þeim og byggja í kringum útveggi að sögn Jóhannesar Benediktssonar, bygg- ingartæknifræðings hjá Eflu verk- fræðistofu: „Þá næst betra skipu- lagi á húsinu. Mín skoðun er að það geti oft verið hagkvæmara að rífa húsin en að endurbyggja. Auðvitað fer það eftir ástandi hússins, ef þarf að skipta um alla einangrun og glugga í húsinu til dæmis. Það eru líka komnar svo miklar kröfur um brunavarnir, hljóðvist og fleira sem geta kostað miklar breytingar á útveggjunum.“ Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður skipulags- ráðs Reykjavíkurborgar, segir það alltaf koma til álita að rífa húsnæði, „Á einhverjum stöðum þar sem við höfum keypt upp gamla hverfis- kjarna, til dæmis í Arnarbakka, er niðurstaðan sú að rífa og byggja upp frá grunni. Í þessu tilfelli var það matið að halda áfram með upp- byggingu.“ Pawel segir ákvörðunina um end- urbyggingu hafa verið í höndum fagaðila: „Eins og ég þekki það raunhæft séð, er það þannig að ef maður getur haldið í húsnæði sé það sneggra ferli. Við værum þá annars að fara í gegnum byggingu frá grunni með tilheyrandi töfum.“ Endurbyggingin er hluti af áætlun borgarinnar um fjölgun leik- skólaplássa sem heitir Brúum bilið. „Ef við tökum dæmi um Kárs- nesskóla í Kópavogi, sem var rifinn fyrir nokkru síðan, þá er sá skóli ennþá í færanlegu húsnæði. Þetta er snúið mál. Það er ekki hægt að gefa þau fyrirheit að ferlið í gegn- um skipulagsvinnu, teikningu nýs húss og útboðs sé borðleggjandi kostur sem bjargi öllu,“ segir Pa- wel. Jóhannes segir kostnað við út- veggi oftast ekki svara til tæps fimmtungs af heildarbygg- ingakostnaði: „Menn eru oft ófeimnir við að skræla hús að innan og skipta um glugga og svona, en þá ertu alveg kominn í áttatíu pró- sent af heildarbyggingarkostn- aðinum. Þegar þú ert að hanna þig inn í gamalt hús eru möguleikarnir oft takmarkaðri og mikill falinn kostnaður. Menn gera sér miklu betur grein fyrir því hvaða kostnað það hefur í för með sér að byggja nýtt hús, við höfum auðvitað fjöl- mörg dæmi um það.“ Niðurrif oft hagkvæmari kostur - Nýr leikskóli á Akureyri fyrir 140-150 börn mun kosta 1.100 milljónir en endurnýjun húsa við Kleppsveg í Reykjavík og breyting á þeim fyrir 120-130 barna leikskóla kostar 1.452 milljónir Mynd/Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur Breyting Teikning af endurgerðu húsnæði á Kleppsvegi 150-152 sem breyta á í leikskóla fyrir 120-130 börn. Upp úr 1980 var fjöldi flugstöðva reistur um allt land. Áætlunarflug hefur færst yfir á færri staði síðustu ár og mæta minni lendingarstaðir því afgangi. Isavia sér um rekstur þessara flugvalla fyrir ríkið og átti flugstöðvarnar en stöðuleyfi þeirra er háð því að flugvöllurinn sé á svæðinu. Vegna óvissu um framtíð tiltekinna lendingarstaða úti á landi seldi Isavia sveitarfélögunum flug- stöðvarnar á lágu verði og kom sér þannig undan þeirri kvöð að þurfa seinna að standa straum af kostnaði við niðurrif eða brottflutning hús- næðisins, auk þess að spara við sig í rekstri og viðhaldi. Sveitarfélögin nota flugstöðvarnar í ýmsum ólíkum tilgangi. Í Stykkishólmi er hún not- uð sem geymsla fyrir bæinn. Flugstöðin í Stykkishólmi hefur vakið athygli meðal flugáhuga- manna vegna ófrýnilegrar ásýndar. „Það sem fólki finnst kannski leið- inlegast er að sjá þessi verðmæti grotna niður,“ segir Matthías Svein- björnsson, forseti flugmálafélags Ís- lands. Einar Strand, kerfisstjóri í Stykkishólmi, segir að flugstöðin sé ekki í neinni niðurníðslu. „Plasthúð- in af járnplötunum er bara að flagna. Það er ekki hægt að mála fyrr en hún er flögnuð af,“ útskýrir hann. Stykkishólmsbær er búinn að gera tvær atrennur að því að ná plasthúð- inni af en hún situr sem fastast. Ein- ar kveðst aldrei hafa séð annað eins. „Krakkarnir í unglingavinnunni voru meira að segja sendir með há- þrýstidæluna á þetta í fyrra en þetta bara fer ekki af.“ Næsta skref er því að bíða eftir að seltan og vindarnir sem herja á svæðið komi að gagni og plasthúðin flagni með náttúrulegum hætti af svo hægt verði að mála húsið. Einar er ekki viss hvort það verði næsta sumar eða þar næsta sumar. Hann biður flugáhugamenn því að örvænta ekki, húsinu verður haldið við og járnið er í góðu lagi. Málning- arvinna bíði bara eftir rétta tíma- punktinum. „Ef við málum það núna þá verður það orðið skellótt næsta vor.“ thorab@mbl.is Ljósmynd/ Sigurður Ingimarsson Flugstöðin Stykkishólmsbær gerði tvær atrennur að því að hreinsa húsið. „Flugstöðin er ekki í neinni niðurníðslu“ - Plasthúð að flagna af flugstöðinni í Stykkishólmi - Húsið verður málað Guðni Th. Jóhannesson átti í gær kveðjufund með sendiherra Austur- ríkis á Íslandi, Mariu Rotheiser- Scotti. Að honum loknum sæmdi sendiherrann Patrek Jóhannesson, bróður forsetans, silfurmerki Aust- urríkis fyrir störf í þágu íþrótta þar í landi. Patrekur var þjálfari austurríska karlalandsliðsins í handknattleik árin 2011–2019 og komst tvisvar í úrslit heimsmeistaramótsins undir hans stjórn og tvisvar í úrslit Evr- ópumótins. Klappaði Guðni að lokinni þakk- arræðu bróður síns. Bróðir forseta sæmdur silfurmerki Lófatak Forseti Íslands fagnaði að lokinni þakkarræðu bróður síns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.