Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 43

Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 43
Lambaprime frá SS Appelsínugul paprika Græn paprika Rauðlaukur Sveppir Piccolo-tómatar Gulur kúrbítur Sérvalið brokkólísalat Sérvalið AMB-krydd Sérvalin piparsósa Olio Nitti Lilliés Gold Barbeque Sauce #27 Skerið lambaprime fyrst til helm- inga langsum og síðan í fimm bita þversum eða þar um bil. Það veltur auðvitað á stærð kjötbitans, en við viljum ekki hafa bitana of stóra. Kryddið þá vel og vandlega með AMB-kryddinu sem er sérvalið fyr- ir lambakjöt og passar einstaklega vel. Skerðu grænmetið niður í heppi- lega bita til að þræða upp á spjótin. Þegar þrætt er upp á spjótin skal raða fremur þétt á þau. Gætið þess einnig þegar þið eruð að þræða sveppina að stinga einungis í gegn- um hausinn og snúa pinnanum um leið og þið þrýstið, nánast eins og þið séuð að bora inn í sveppinn. Hættan er sú að sveppurinn klofni og þetta dregur úr líkum þess. Þegar búið er að þræða hráefnið upp á alla pinnana skal hella olíu yf- ir þá áður en þeir fara á grillið. Grillið á meðalháum hita í nokkr- ar mínútur á hvorri hlið eða þar til tilbúið. Berið fram með piparsósu og brokkólísalati. Úrvalsbiti Lambaprime hentar einstaklega vel í þessa uppskrift þótt vissulega megi nota aðra bita. Litskrúðugustu lambaspjótin í bænum Lambaspjót eru mögulega það einfaldasta sem hægt er að grilla - og það áreynslulausasta. Kjötið og grænmetið passar einstaklega vel saman og úr verður einföld en alveg einstaklega góð máltíð. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 Jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar Dregið var þann 24. júní 2021 1. 1. Ferðavinningur Icelandair að verðmæti kr. 1.500.000 22916 2.-5. Ferðavinningur Icelandair, hver að verðmæti kr. 300.000 24371 32069 34468 41661 6.-20. Vöruúttekt hjá Samsungsetrinu, hver að verðmæti kr. 300.000 2990 4507 6466 9701 13007 13449 15320 15720 19152 27609 28088 30765 34625 34786 36396 21.-70. Vöruúttekt hjá S4S, hver að verðmæti kr. 150.000 919 4327 4637 4654 5302 5833 6211 6477 7073 8538 8868 9073 9644 10402 10931 11963 11978 12222 13828 16186 17479 19964 20988 21685 22483 24305 24365 24456 25252 25547 26683 27032 29902 30582 30584 31154 32020 32608 35029 35059 35158 35591 36734 36824 37020 37154 37546 37647 40477 41860 71.-130. Vöruúttekt hjá 66 Norður, hver að verðmæti kr. 150.000 68 1003 1438 1628 2753 2999 3002 3502 3518 5301 6501 6982 9120 9508 10312 13615 14093 15091 15253 16326 16523 17622 17722 18354 18608 18706 19533 20685 21222 21660 22065 22109 22372 22619 23362 25341 26033 26737 27583 28122 28157 28632 31234 31903 32814 32891 33024 34737 34982 35469 36339 38142 38592 38922 39967 40111 40608 40801 40962 41470 Birt án ábyrgðar. Handhafar vinningsmiða eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við skrifstofu samtakanna í síma 5 500 360 eða á tölvupóstfangið info@sjalfsbjorg.is. Byrjað verður að greiða út vinninga þann 19. júlí 2021. Vinningaskrá er einnig birt á vefsíðu samtakanna, www.sjalfsbjorg.is. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning. Vinningar og vinningsnúmer Allir M E Ð M B L . I S O G H A G K A U Pgrilla Þegar kemur að skurðarbrettum er ekki sama hvað verður fyrir valinu. Mikið er til af vönduðum skurð- arbrettum en sjálfsagt eru Boos Blocks-brettin fremst meðal jafn- ingja. Fyrirtækið á sér langa sögu en það var maður að nafni John Bo- os sem hóf að framleiða bretti árið 1887 sem hann skírði í höfuðið á sjálfum sér. Matreiðslumenn og matgæðingar um heim allan telja eldhúslífið lítils virði án Boos-brettis en það er ekki sama hvernig hugsað er um góð skurðarbretti. 1. Það er gott að bera olíu á brettið með klút, svampi eða eldhúspappír að minnsta kosti mánaðarlega (þó fer það eftir notkun og aðstæðum). Leyfðu olíunni að smjúga inn í viðinn yfir nótt og þurrkaðu svo umfram- magn af ef það er enn blautt daginn eftir. Ákveðnir staðir á brettinu gætu verið þurrari en aðrir og þá þarf að bera meira á það svæði eftir atvikum. Til þess að verja viðinn enn betur er hægt að bera brettavax á brettið á eftir olíunni og láta það standa á brettinu yfir nótt líkt og með olíuna. 2. Ekki láta bleytu standa á við- arbrettinu í lengri tíma. Það á einnig við um ferskt og vott kjöt. Í því er að finna pækil, vatn og blóð sem við- urinn getur drukkið í sig og þar með þanist út og mýkst sem getur haft áhrif á líminguna í samsettum við- arbrettum. 3. Hægt er að nota stálsköfu eða spaða til að skrapa hluti af brettinu. Með þeim hætti geturðu náð allt að 75% af þeim vökva sem situr á yf- irborði brettisins. Varastu að nota stálull með þessum hætti þar sem hún getur rispað viðinn. 4. Ef þú ætlar að skera fisk eða fuglakjöt á brettinu verðurðu að hafa farið eftir skrefi 1. Það þarf að vera búið að „loka“ yfirborðinu á brettinu áður en hafist er handa í slíkri matseld. 5. Varastu að skera sífellt á sama stað á brettinu, það er betra að dreifa álagspunktunum á viðinn svo hann verði jafn. Ef hægt er að vinna á báðum hliðum brettisins skaltu muna að snúa því við reglulega. Þrif: Notaðu mildan uppþvottalög og vatn til að halda brettinu hreinu og þurrkaðu það vel. Varastu að nota sterk hreinsiefni til að þrífa brettið og ekki þrífa önnur áhöld ofan á við- arbrettinu. Viðarbretti mega alls ekki fara í uppþvottavél. Boos Blocks-skurðarbrettin Eilífðareign Boos Blocks-brettin eru fáanleg hér á landi í versluninni Kokku á Laugavegi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.