Morgunblaðið - 08.07.2021, Síða 34

Morgunblaðið - 08.07.2021, Síða 34
34 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 Sænska þingið staðfesti Stefan Löf- ven, formann sænska Jafn- aðarmannaflokksins, sem nýjan for- sætisráherra í stað hins sama sem missti völd er samþykkt var á hann sögulegt vantraust fyrir 16 dögum. Þingforsetinn Andreas Norlén gerði tillögu til þingsins um að Löf- ven yrði falin stjórnarmyndun. Var hún samþykkt með 116 atkvæðum gegn 173, en 60 sátu hjá. Samkvæmt lögum í Svíþjóð þarf forsætisráð- herra einungis að vera umborinn af þinginu og hljóta útnefningu meðan meirihluti þingsins greiðir ekki mót- atkvæði gegn honum. „Þar sem innan við helmingur þingmanna hefur sagt „nei“ hefur útnefning Stefans Löfven verið sam- þykkt í þingdeildinni,“ sagði Norlén þingforseti eftir atkvæðagreiðsluna. Til að koma tillögunni í gegn náði flokkur Löfvens samkomulagi við Miðflokkinn sem samþykkti að sitja hjá við kjörið. „Vanheilagt bandalag“ flokka frá Venstre til hægriflokksins Sverige- demokraterna lögðu saman krafta sína og felldu stjórn Löfvens 21. juní sl. sem skipuð var sósíaldemókröt- um og græningjum. Ákveðið var að tilnefna Stefan Löfven sem forsætisráðherra“ eftir að tilraunir til að bjóða fram Ulf Kristersson, leiðtoga stærsta hægri- flokks stjórnarandstöðunnar, Mod- eraterna, fengu ekki nægilegan stuðning. Nokkrum dögum eftir að Kristersson fékk umboð Norléns til að reyna að mynda nýja stjórn sneri hann til baka og skilaði því; kvaðst ekki fá nægilega marga þingmenn á sitt band. Við það tækifæri kvaðst Löfven hafa nægan stuðning til að mynda nýja stjórn í Svíþjóð. AFP Glaður Létt var yfir Stefan Löfven á blaðamannafundi eftir úrslitin. Löfven aftur inn úr kuldanum - Stefan Löfven nýr forsætisráðherra Við franska dómsmálaráð- herranum Eric Dupond-Moretti blasa ný vanda- mál eftir að hann játaði „mistök“ við frá- gang skatt- framtals síns. Vantaði þar 300.000 evra þóknun. Dupond-Moretti bíður dómsmál í næstu viku þar sem hann er ásak- aður um að hafa nýtt ráðherra- stöðu sína til að jafna um gömul mál við andstæðinga sína í lög- mannastétt. Aðstoðarmaður Dupond-Moretti játaði í gær að hann hefði gleymt að telja greiðsluna fram en þar var um að ræða þóknun fyrir leik- rit. Vantaði hana á framtal skatt- ársins 2018-2019 en hann hefur nú gert málið upp við skattinn. agas@mbl.is FRAKKLAND Ráðherra í skattavanda Eric Dupond- Moretti Franskur dómstóll dæmdi í gær 11 manns fyrir áreiti gegn tánings- stúlku vegna myndbanda sem hún birti fyrst á netinu 2017 og þóttu fjandsamleg múhameðstrú. Varð mikil umræða í Frakklandi um tjáningarfrelsi vegna þessa og réttinn til að smána trúarbrögðin. Í málinu sátu 13 manns á aldrinum 18-30 ára á sakamannabekk; ákærðir fyrir að ofsækja hina 15 ára gömlu Mila á netinu. Vegna áreitisins neyddist hún til að skipta um skóla og naut hún verndar lög- reglu vegna líflátshótana. Bárust henni á annað hundrað þúsunda hrakyrtra skilaboða. Ell- efu sakborninganna fengu skilorðs- bundna dóma en þurfa borga stúlk- unni 1.500 evrur í skaðabætur hver og 1.000 evrur í dómskostnað. „Samfélagsvefirnir eru eins og gatan. Þegar þið rekist á einhvern þar móðgið þið hann ekki, hæðist að eða hótið honum,“ sagði dóm- arinn. agas@mbl.is HATURSORÐRÆÐA Dæmdir fyrir netáreiti Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Jovenel Moise forseti Haiti var veg- inn á heimili sínu í höfuðborginni Port-au-Prince í gær, að sögn starf- andi forsætisráðherra, Claude Jo- seph. Hann sagði hóp óþekktra vopnaðra hermanna sem töluðu ensku og spænsku hafa ruðst inn á heimilið klukkan eitt eftir miðnætti að staðartíma. Forsetafrúin Martine Moise særðist í árásinni og var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Joseph sagði að allar nauðsynleg- ar ráðstafanir hefðu verið gerðar í morgun til að halda röð og reglu. Hann hefur tekið við æðstu völdum í hinu snauða Karíbahafsríki og hvatti þjóðina til að sýna stillingu. Joseph sagði morðið á Moise forseta „and- styggilegt, ómennskt og ósiðmennt- að“. Hinn 53 ára gamli Jovenel Moise hafði verið við völd frá í febrúar 2017, eða frá því forveri hans Michel Martelly dró sig í hlé. Moise hafði verið sakaður um spillingu. Þá reis almenningur oft upp gegn honum með ofbeldisfullum mótmælum gegn honum og ríkisstjórn hans og krafð- ist afsagnar forsetans. Stjórnarandstæðingar á Haiti sögðu að fimm ára valdatíma Moise hefði átt að ljúka 7. febrúar sl., þegar nákvæmlega fimm ár upp á dag voru liðin frá afsögn Martelly. Því var for- setinn ósammála og sagðist þráfalt eiga eitt ár enn eftir á valdastóli þar sem hann tók ekki við forsetavöldum fyrr en 7. febrúar 2017 í stað ári fyrr. Drátturinn sem varð á því var til- kominn vegna ásakana um kosninga- svindl. Endaði málið með því að kosningarnar 2015 voru ógiltar og til nýrra kosninga boðað sem Moise vann. Þann 7. febrúar sl., daginn sem andstæðingar Moise sögðu að hon- um bæri að víkja, sagði forsetinn að gerð hefði verið tilraun til að „steypa stjórn hans af stóli og kála honum sjálfum“, en hafi misheppnast. Krón- ískur pólitískur óstöðugleiki, ein- ræðisvaldhafar og náttúruhörmung- ar hafa valdið því að Haiti er eitt allra fátækasta land Ameríkuríkj- anna. Í mjög öflugum jarðskjálfta árið 2010 fórust rúmlega 200.000 manns. Friðargæslusveitir Sameinu þjóð- anna (SÞ) voru settar til yfirráða á Haiti 2004 til að stuðla að stöðug- leika. Voru þær ekki kvaddar til baka fyrr en árið 2017. Evrópusambandið varaði í gær við „ofbeldisdýfu“ í landinu og sagði að morðið á Moise gæti leitt til aukins og frekari óstöðugleika. Dómíníska lýðveldið lokaði 380 kílómetra sam- eiginlegum landamærum ríkjanna eftir morðið. Luis Abinader forseti lýðveldisins sagði morðið á Moise höggva að rótum lýðræðisins á Haiti og í nágrannaríkjum. Bandarísk stjórnvöld fordæmdu morðið sem þau sögðu „ógnvekj- andi“ og buðu fram aðstoð. Forseti Haiti veginn á heimili sínu - Hermenn sem töluðu ensku og spænsku ruddust að nóttu inn í bústað Jovenel Moise forseta Haiti - Landið eitt þeirra fátækustu í heimi - Hvatt til stillingar AFP Aftaka Götur borgarinnar Port-au- Prince voru að mestu auðar í gær. Gámaskipið Ever Given sem strand- aði í Súesskurðinum í mars sl., og lokaði honum fyrir siglingum dögum saman var sleppt í gær eftir að um bætur samdist milli útgerðarinnar og egypskra siglingayfirvalda. Efnisatriði samkomulagsins voru ekki gefin upp en Egyptar kröfðust 550 milljóna dollara í bætur fyrir lokun hins 193 kílómetra langa skurðar sem tengir saman Miðjarð- arhafið og Rauðahafið og býður upp á stystu siglingaleiðina milli Asíu og Evrópu. Stíflaðist hún hins vegar er kröftugir þvervindar hröktu hið 400 metra langa gámaskip Ever Given í strand. Raskaði það heims- viðskiptum umtalsvert því beggja vegna strandstaðarins hrúguðust upp skip sem gátu ekki haldið leiðar sinnar uns stíflan losnaði. agas@mbl.is Risaskip laust úr upptöku AFP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.