Morgunblaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 ✝ Kjartan Guð- brandur Magn- ússon fæddist í Reykjavík 17. nóv- ember 1927. Hann lést 21. júní 2021. Móðir hans var Júlíana Oddsdóttir húsmóðir, f. 26.6. 1904, d. 19.3. 1980. Faðir hans var Magnús Guðbrands- son fulltrúi, f. 4.1. 1896, d. 23.10. 1991. Alsystir Kjartans er Katrín Guðrún, f. 5.9. 1934. Hálfbróðir samfeðra var Kristinn, f. 2.6. 1922, d. 28.2. 2003. Eiginkona Kjartans var Snjólaug Sveinsdóttir tann- læknir, f. 17.7. 1928, d. 24.2. 1986. Börn þeirra eru: 1) Sveinn barnalæknir, f. 13.2. 1951. Maki er Lára Pálsdóttir félagsráð- gjafi, f. 25.10. 1952. Börn þeirra eru: a) Snjólaug, f. 1973, b) Nám og störf: Kjartan ólst upp í Reykjavík. Stúdent frá MR 1947. Cand. med. frá HÍ 1954. Almennt lækningaleyfi á Íslandi 1955 og í Svíþjóð 1956. Sérfræð- ingsleyfi í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp 1959 og í hand- lækningum 1960. Starfaði á Nor- wegian-American Hospital í Chi- cago 1954-55. Á Landspítalanum 1955-56 og 1963-65. Í Svíþjóð 1956-60 (Karlskoga, Gävle og Lundur). Sjúkrahúslæknir á Sel- fossi 1960-62. Sérfræðingur í handlækningum og kvensjúk- dómum á Landakotsspítala 1965- 96 og að lokum starfaði hann á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1996-97. Frá 1972 starfaði Kjartan á sumrin við grásleppuveiðar og æðarrækt í Jónsnesi við Breiða- fjörð. Þar átti hann margar af sínum bestu stundum með eig- inkonu, börnum og barnabörn- um. Kjartan var mikill áhugamað- ur um íþróttir og var um tíma í landsliði Íslands í handbolta. Hann iðkaði badminton af miklu kappi fram á elliár. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag, 8. júlí 2021, klukk- an 15. Kjartan Páll, f. 1977, c) Jóhann Jökull, f 1989. 2) Júlíana Elín fiðlu- leikari, f. 13.8. 1956. Maki er Jósef Ognibene hornleik- ari, f. 17.8. 1957. Þeirra börn eru: a) Arthúr Geir, f. 1985, b) Kjartan, f. 1991. 3) Jóhann Kjartansson badmintonþjálfari, f. 13.5. 1959. Maki er Ingilaug Erlingsdóttir kennari, f. 18.2. 1963. Þeirra börn eru: a) Halldóra Elín, f. 1985, b) Snjólaug, f. 1987, c) Jó- hanna, f. 1992, d) Margrét, f. 1995, e) Júlíana Karitas, f. 2003. Barnabarnabörn Kjartans og Snjólaugar eru 19. María Teresa Goncalves hjúkrunarfræðingur, f. 22.8. 1936, var ástvina Kjartans síð- ustu áratugina. Mikil lifandis ósköp var guð góð- ur að gefa mér svona yndislegan pabba. Pabbi var góðmenni. Hann tók á móti mér þegar ég kom í heiminn í orðsins fyllstu merkingu og bar mig á höndum sér alla tíð. Aldrei heyrði ég hann slúðra um eða baktala annað fólk. Hann þurfti ekki að upphefja sjálfan sig. Verkin töluðu. Hann var hreinn og beinn. Pabbi var hnarreistur og glæsileg- ur á velli. Vingjarnlegur og kær- leiksríkur við fólkið sitt og sam- ferðamenn, ekki síst þá sem minna máttu sín. Barngóður með afbrigð- um. Pakkaði svo fallega inn gjöfum og skrifaði svo skemmtilega á tæki- færis- og jólakort. Fagmaður fram í fingurgóma í starfi sínu sem lækn- ir og var vakinn og sofinn yfir skjól- stæðingum sínum. Harðduglegur og verklaginn í Jónsnesinu okkar við Breiðafjörð við að flá kópa, smíða bryggjur, tína dún, veiða grásleppu og lunda og lifa á lands- ins gæðum. Nýta hlunnindin. Pabba minnist ég af óendanlegu þakklæti. Hjarta mitt er fullt af gleði fyrir yndislegan og góðan mann sem var mér svo kær. Jóhann. Nú kveðja þau eitt af öðru, fólkið af vorkynslóðinni íslensku. Fólkið sem horfði vonarbjörtum augum til framtíðar og fannst allt vera mögu- legt. Tengdafaðir minn, Kjartan G. Magnússon, bar þessari kynslóð fagurt vitni. Hann var glæsilegur á velli, kjarkmikill og vel menntaður. Ég kynntist honum fyrir hálfri öld þegar ástir tókust með mér og elsta syni hans Sveini. Kjartan og eig- inkona hans Snjólaug voru einstak- lega fögur hjón bæði til orðs og æð- is. Þegar ég hitti þau fyrst fannst mér þau vera eins og háálfar úr Hringadróttinssögu. Húsið þeirra í Mávanesi var eins og álfaborg, hátt til lofts og vítt til veggja og allt inn- an stokks sem utan vandað og smekklegt. Í garðinum var hóll með berjalyngi og hagleiksstein- veggur úr hrauni sem Kjartan hafði sjálfur sótt á Reykjanes. Þar hlúði hann að íslenskum plöntum og vegginn prýddu fegurstu blómin úr íslenskri flóru. Heimili Snjólaug- ar og Kjartans var sannkallað menningarheimili þar sem bók- menntir og tónlist voru höfð í há- vegum. Mér var strax tekið með miklum virktum og sýndu Snjólaug og Kjartan mér aldrei annað en væntumþykju og virðingu þrátt fyrir að ég hefði sterkar skoðanir og væri dálítið brothætt. Við náð- um vel saman og bar ekki skugga á vináttu okkar Kjartans allt að leið- arlokum. Ég tel að það besta í fari Kjartans hafi gert gæfumuninn. Við Sveinn bjuggum hjá Snjó- laugu og Kjartani fyrstu búskap- arár okkar og þar fæddist Snjólaug dóttir okkar. Kjartan var yndisleg- ur afi og sinnti sonardóttur sinni af mikilli natni og elskusemi. Barnið endurgalt ást afa síns og ein af hennar fyrstu setningum var „við skulum lesa, afi minn“. Griðastaður Kjartans var Jóns- nes í Helgafellssveit við Breiða- fjörð. Fyrstu árin voru lögð kópa- net og hjálpuðust allir við að verka skinnin. Undir handarjaðri Kjart- ans lærðum við börn og tengda- börn að skafa og spýta. Hann fláði sjálfur og sást þar vel hans vandaða handbragð. Við tíndum dún bæði í landinu og eyjunum og lærðum við borgarbörnin að lesa í náttúruna og nýta okkur gjafir jarðar í sátt við umhverfið. Það sem Kjartan kenndi mér á þessum árum fæ ég seint fullþakkað. Ást til þess sem lifir og virðingu fyrir landinu tel ég mig hafa lært af tengdaföður mín- um. Síðustu áratugina alveg uns heilsan þvarr gerði Kjartan út á grásleppu frá Jónsnesi. Barna- börnin eitt af öðru urðu hásetar hjá afa sínum og kenndi hann þeim það sama og hann kenndi mér. Í kaup- bæti fengu þau innsýn í sjó- mennsku og reynslu af úthaldi og þrautseigju á sjó. Börnum okkar Sveins hefur þetta reynst einstak- lega hollt fararnesti. Öll hafa þau sterka tengingu við Breiðafjörðinn og una sér hvergi jafn vel. Virðingu fyrir hafinu fengu þau frá afa sín- um ásamt hæfileikanum til þess að stýra sínum skútum gegnum boða- föll lífsins og leggja ekki árar í bát þótt móti blási. Mín von er sú að nú sigli Kjartan með himinskautum með Svein yngri sér við hlið. Saman leggja þeir stjörnum prýdd sólskinsnet og mokveiða í þau himneskar grá- sleppur. Góðan byr, heiðursmaður, og takk fyrir allt Lára Pálsdóttir. Í dag fylgjum við elsku afa okk- ar síðasta spölinn. Afa sem var lengi vel svo hress og hraustur, spilaði badminton, fór á skíði og stundaði grásleppuveiðar fram yfir áttræðisaldurinn. Síðustu árin var hann samt orðinn slappur en við sem eldri erum í systrahópn- um getum sagt þeirri yngstu ótal margar sögur af afa á meðan við brosum út í annað. Því þannig minningar eigum við um afa. Við munum eftir því þegar afi fékk sér nýjan bíl sem byrjaði á bíl- númerinu AB og upp frá því köll- uðum við hann afa besta. Við mun- um líka eftir öllum bréfunum stíluðum á Kjartan G. Aðspurður sagði afi að það stæði fyrir Kjartan góði sem við efuðumst aldrei um. Okkur fannst afi svo fyndinn og gaman að vera í kringum hann. Við hlæjum enn að orðagríninu í fjöl- skyldunni sem hitti í mark þvert á kynslóðir. Vegna afa segjum við Ave María en ekki afi og María, spaghetti bor‘í nef í stað spaghetti bolognese og ananas frá Mars þeg- ar bera á fram ananasfrómas. Afi var mjög sjálfstæður og gekk í öll verk. Hann bakaði alltaf pönnukökur á tveimur pönnum og sá alfarið um uppvaskið í Jónsnesi. Við lærðum ungar að óhreinka alls ekki diskana báðum megin með því að stafla þeim. Toppurinn var síðan jóladagsboðið þar sem sænska jóla- skinkan var skorin í örþunnar sneiðar með rafmagnssög að hætti skurðlæknisins. Við erum þakklátar fyrir hann afa sem var alltaf svo ljúfur og blíð- ur við okkur og munum ylja okkur við góðar minningar um ókomna framtíð. Halldóra Elín, Snjólaug, Jóhanna, Margrét og Júlíana Karitas. Fyrir 40 árum var ég ljóshærð stúlka með úfnar fléttur sem hélt fast í hönd afa. Við gengum saman Jónsnesströndina á stígvélum og afi kenndi mér að hlusta á fuglana, skynja sjóinn, þekkja fjöllin í fjarska og blómin í urðinni. Hann tengdi mig við landið mitt og fortíð- ina, sagði mér sögur af Breiðafirði þannig að ég veit hvaðan ég kem. Á leiðinni til baka horfðum við á spor- in í sandinum, lítil og stór stígvél út- skeif á sama hátt, aðeins meira á hægra fæti en þeim vinstri. Afi sagði mér að svona litu spor kyn- slóðanna út. Afi var í senn heimsborgari og sérvitringur, víðsýnn og aftur- haldssamur. Hann ferðaðist heims- horna á milli, kom heim uppfullur af sögum af framandi menningu en ákveðinn í að allt væri langbest upp á gamla mátann. Við spjölluðum um allt milli himins og jarðar, rif- umst oft heiftarlega og þannig kenndi afi mér að finna mína eigin rödd og standa með sjálfri mér. Við vorum samtaka um að segja ekki orð fyrir hádegi en spjalla þeim mun meira undir miðnætti því ekk- ert þótti okkur verra en að vakna á morgnana nema ef vera kynni að fara að sofa á kvöldin. Afi fylgdi mér í gegnum öll þroskaskeið, stoltur af öllum áföng- um mínum og þess fullviss að ég gæti gert hvað sem hugur minn stefndi að. Hann smíðaði handa mér kassa í bátnum svo ég gæti les- ið bækur á sjónum. Hann gaf mér pening í stúdentsgjöf svo ég gæti farið á vit ævintýranna. Hann kenndi mér að sauma þegar ég var læknanemi og sprakk nánast úr stolti þegar ég varð læknir. Hann var fyrstur í heimsókn þegar frum- burður minn fæddist og sagðist hafa stækkað um tíu sentímetra enda væri hann núna langur afi. Ég geng eftir strönd við Breiða- fjörð með lítinn lófa í hendinni minni. Stígvélin mín eru núna stór en lítil stígvél eru mér við hlið. Ég hlusta á fuglana og kenni litlum skottum hvað þeir heita. Sporin í sandinum eru lík þeim fyrir 40 ár- um. Fótspor kynslóðanna. Snjólaug Sveinsdóttir. Ég vill minnast móðurbróður míns, Kjartans G. Magnússonar, sem kvaddur er í dag. Kjartan var mér alltaf góður og traustur vinur. Ég kom oft í heimsón til Kjart- ans, Snjólaugar og þriggja barna, þegar ég gisti hjá ömmu og afa í Mávanesi, gegnt húsi þeirra hjóna og barna þeirra, þar var gott að koma, alltaf mikil gestrisni og góð- ur matur, við áttum þar góðar stundir saman, Sveinn, Júlíana og Jóhann og ég. Einnig reyndist hann mér vel árið 1994 þegar ég var á erfiðum stað í lífi mínu, þá heimsótti ég hann í Jónsnes og var þar með hon- um í viku sem hjálpaði mér afar mikið, Kjartan var mjög jákvæður maður og eftir þessa dvöl fannst mér eins og ég gæti auðveldlega tekist á við alla mína erfiðleika í líf- inu. Amma mín, Júlíana Oddsdóttir, móðir Kjartans, var mér afar kær, hún lést í mars árið 1980, á Landa- koti þar sem Kjartan starfaði sem læknir, þetta var mér mikill missir, og ég hugsa oft til ömmu minnar með þessum orðum: „Hjarta er ekki metið af því hvað það elskar, heldur af því hvað það er elskað mikið“. Það sama má segja um Kjartan. Kjartan var mikill náttúruunn- andi og eftirfarandi kvæði á vel við hann og hans elskaða Jónsnes und- ir Snæfellsjökli, þar sem hann dvaldi mjög oft. Er völlur grær og vetur flýr og vermir sólin grund, kem ég heim og hitti þig, verð hjá þér alla stund. Við byggjum saman bæ í sveit sem brosir móti sól þar ungu lífi landið mitt mun ljá og veita skjól. Sól slær silfri á voga sjáðu jökulinn loga. Allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er kominn heim. Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim. Ég er kominn heim. Já, ég er kominn heim. (Jón Sigurðsson) Já, núna er komið að ferðalok- um, og ég vill að lokum minnast Kjartans með þessum orðum Matt- hías Johannessen. Nú bíðum við þess að bráðum komi þessi broslausi dagur – og svo þetta högg. Þegar líf okkar er að lokum aðeins eitt lítið spor í morgundögg. Fjölskyldu og ástvinum Kjart- ans votta ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíli Kjartan G. Magnússon í friði, og minningar um hann, munu ávallt lifa. Baldur Þorsteinsson. Kjartan minn kæri mágur er bú- inn að kveðja þetta jarðlíf saddur lífdaga eftir erfið veikindi. Hann kom inn í líf mitt þegar ég var smátelpa þegar hann kynntist Snjólaugu systur minni meðan þau voru bæði í MR. Það hefur aldrei fallið skuggi á okkar vináttu og betri mág hefði ég aldrei getað eignast. Hann var traustur, ábyggilegur og reyndist vel í blíðu og stríðu. Hann bjargaði í orðsins fyllstu merkingu lífi mínu og 2ja sona minna með snarræði og þekkingu á ögurstundu. Ég ætla ekki að fara nánar út í það en er honum ævinlega þakklát. Ég minnist margra góðra stunda sem við fjölskyldan áttum saman í matarboðum og lautarferð- um oftast til Þingvalla og þá fann Kjartan alltaf fallegustu lautirnar. Ég dvaldi hjá þeim í Svíþjóð í heilan vetur meðan ég var að bíða eftir að byrja í Hjúkrunarskólan- um. Þar fékk ég vinnu á sjúkrahús- inu sem var góð reynsla fyrir nám- ið. Kjartan var glæsilegur maður sem vakti athygli í Reykjavík ásamt systur minni Snjólaugu. Þau voru fallegt par. Hann var góður og dáður læknir sem gaf sér líka tíma til mannlegra samskipta sem var mikill kostur fyrir sjúklinga hans. Kjartan fékk nafngiftina „Dýr- lingurinn“ þar sem hann starfaði lengst af á Landakoti. Mörg börn bera nafn hans sem sýnir best hvern mann hann hafði að geyma. Með þessum orðum kveð ég yndislegan mann sem vildi öllum vel. Takk fyrir allt, elsku mágur. Ég sendi fjölskyldu þinni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin lifir. Guðríður Sveinsdóttir. Kjartan Guðbrand- ur Magnússon HINSTA KVEÐJA Tengdafaðir minn var yndislegur maður, einstak- lega ljúfur og tryggur og reyndist mér ávallt vel. Honum þakka ég sam- fylgdina og kveð með virð- ingu og þakklæti. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Ingilaug Erlingsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SESSELJA HANNESDÓTTIR, Lilla, Ægisstíg 2, Sauðárkróki, lést fimmtudaginn 1. júlí á HSN Sauðárkróki. Útför fer fram frá Sauðárkrókskirkju fimmtudaginn 15. júlí klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni á facebook-síðu Sauðárkrókskirkju. Ásta Margrét Sigurðardóttir Haraldur Friðriksson Rósamunda Óskarsdóttir Ólöf Friðriksdóttir Hans Birgir Friðriksson Hannes Friðriksson Anna Guðbrandsdóttir Árni Þór Friðriksson Guðrún Hanna Kristjánsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, stuðning og hlýju vegna andláts og útfarar okkar ástkæra ARNAR FRIÐRIKSSONAR, Löngubrekku 19, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahjúkrunar Kópavogs og líknardeildar LSH fyrir einstaka umönnun og alúð. Unnur M. Guðmundsdóttir Þórunn Arnardóttir Helgi Gíslason Elín Arnardóttir Friðrik Arnarson Sólveig Lilja Sigurðardóttir Guðrún Arnardóttir Jay Harvard og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNLAUGUR EINAR ÞORSTEINSSON bóndi, Klaufabrekknakoti, lést á Hornbrekku í Ólafsfirði mánudaginn 28. júní. Útför hans fer fram frá Urðakirkju laugardaginn 10. júlí klukkan 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Gulla í Klaufrakoti er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar eða Urðakirkju. Streymt verður frá athöfninni á facebook - Jarðarfarir í Urðakirkju. Jónasína Dómhildur Karlsdóttir Anna Lilja Gunnlaugsdóttir Þorsteinn M. Gunnlaugsson Halldóra Eydís Jónsdóttir Helgi Pétur Gunnlaugsson Jóhanna Sara Jakobsdóttir Rut Marín Gunnlaugur Orri Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, SÆVAR ÞÓR HILMARSSON, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 12. júlí klukkan 13. Þeim sem vildu minnast Sævars er bent á Píeta-samtökin. Hilmar Kristensson Sigrún Halldórsdóttir Helga M. Gestsd. Sørtveit John Sørtveit Jón Gestur Sørtveit Áslaug Jónsdóttir Kristinn Adolf Hilmarsson Hafdís Ármannsdóttir og frændsystkini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.