Morgunblaðið - 08.07.2021, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 08.07.2021, Qupperneq 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 Verkfræðingafélag Íslands tekur þátt í samstarfi evrópskra félaga verkfræðinga og tæknifræðinga. Þar eins og annars staðar hafa menn miklar áhyggjur af viðvarandi skorti á tæknimennt- uðu fólki sem er sífellt vaxandi. Margar og ít- arlegar skýrslur eru skrifaðar og alls staðar er niðurstaðan sú sama. Til að tak- ast á við þær áskoranir sem mann- kynið stendur frammi fyrir, t.d. inn- an heilbrigðisgeirans og á sviði loftslags- og umhverfismála, er nauðsynlegt að fjölga þeim sem leggja fyrir sig nám og störf á sviði verkfræði og annarra tæknigreina. Þetta er niðurstaða rannsókna m.a. danska verkfræðingafélagsins, IDA, og FEANI, sem eru Evrópu- samtök félaga verkfræðinga og tæknifræðinga. Í Bretlandi hafa Lloyd́s Register Foundation og the Royal Academy of Engineering gert rannsókn og gefið út skýrslu um þá verkfræðikunnáttu sem mest þörf er fyrir á komandi árum. Ekki hefur verið gerð sambærileg grein- ing á þessu hér á landi en þetta við- fangsefni er þó mjög mikilvægt fyr- ir Íslendinga, eins og lesa má út úr Grænbók Stjórnarráðsins um fjár- veitingar til háskóla frá 2019. Hlut- fall þeirra sem lokið hafa námi í raunvísindum, tæknigreinum, verk- fræði eða stærðfræði er mjög lágt hér á landi í samanburði við ná- grannalöndin. Skortur á tækni- menntuðu fólki Til að rétta af þenn- an halla innan skóla- kerfisins þarf að líta til margra þátta. Til dæmis þarf að auka vægi raungreina- kennslu í grunn- og framhaldsskólum – og ekki síst glæða áhuga barna og unglinga á vísindum og tækni. Áskoranir eru margar og nauðsynlegt að ræða þær opinskátt, t.d. uppbygg- ingu kennaranáms og af hverju svo fáir kennarar leggja fyrir sig kennslu í stærðfræði og raun- greinum. Mikilvægt er að bjóða end- urmenntun og leiðsögn fyrir kenn- ara sem skortir sjálfstraust til að kenna stærðfræði og raungreinar. Nýleg rannsókn í Danmörku leiddi í ljós að skortur á menntuðu fólki í upplýsingatæknigeiranum er vaxandi vandamál þar í landi. Búist er við að vandamálið þrefaldist að umfangi til ársins 2030 þegar 22 þúsund manns mun vanta inn í þennan geira. Danska verkfræð- ingafélagið, IDA, hefur kallað eftir athygli stjórnmálamanna gagnvart þessu vandamáli enda sé samkeppn- ishæfni Danmerkur í húfi. Bent er á að nauðsynlegt er að horfa til skóla- kerfisins í heild til að tryggja að nægilega margir velji þennan vett- vang. IDA hefur bent á að stafræn umbreyting (e. digital transform- ation) er drifkraftur fyrir vöxt og samkeppnishæfni fyrirtækja og samfélagsins í heild. Hún hefur gjörbreytt almennum og opinberum vinumarkaði þar sem verða til nýjar vörur, þjónusta og ný stafræn við- skiptalíkön. Þá er stafræn umbreyt- ing ein grunnforsenda framþróunar á sviði heilbrigðistækni, grænna umskipta og sjálfbærni. Til að sam- félag geti nýtt sér kosti nýrrar tækni og lausna verða fyrirtækin að hafa aðgang að vel menntuðum ein- staklingum á sviði verkfræði og upplýsingatækni. Skólakerfið í Danmörku hefur þegar tekið við sér. Verið er að þróa nýja námsgrein á efri stigum grunn- skólans þar sem markmiðið er að auka áhuga og þekkingu nemenda á tækni í breiðu samfélagslegu sam- hengi. Við Íslendingar megum ekki sofna á verðinum og er afar brýnt að yfirvöld menntamála taki þessi mál til skoðunar. Á þeirri vegferð að fjölga tæknimenntuðum eru ýmsar hættur sem ber að varast. Til dæmis sú að dregið verði úr kröfum í námi í tæknigreinum eins og verkfræði og tæknifræði. Þvert á móti er nauð- synlegt að viðhalda gæðum námsins, t.d. er góður grunnur í eðlisfræði af- ar mikilvægur. Starfsheiti er gæðastimpill Um leið og rætt er um að slaka á kröfum í námi innan tæknigreina ber á skilningsleysi á mikilvægi lög- verndaðra starfsheita. Segja má að lögvernduð starfsheiti séu neyt- endavernd gagnvart atvinnulífinu, þeim sem þiggja ráðgjöf eða aðra þjónustu en ekki síður gagnvart þeim sem leggja stund á nám í þeim greinum sem um ræðir. Þannig er Verkfræðingafélag Íslands umsagn- araðili um úthlutun starfsheitisleyfa til verkfræðinga og tæknifræðinga. Í því felst að standa vörð um gæði menntunarinnar og faggreinanna hér á landi og eiga gott samstarf við háskólana. Sérstaklega er þetta mikilvægt gagnvart umsóknum ein- staklinga sem koma erlendis frá þar sem gæta verður þess að nám um- sækjenda uppfylli þær grundvall- arkröfur sem gerðar eru. Það er sanngirnismál að þeir sem hafa lagt á sig langt og strangt háskólanám séu ekki metnir til jafns við þá sem útskrifast úr háskólum þar sem kröfur eru oft og tíðum mun minni. Verkfræðingafélag Íslands vinnur samkvæmt þeirri skoðun að verk- fræðings- og tæknifræðingstitill sé og eigi að vera gæðastimpill. Tækniþekking er lykill að betri framtíð Verkfræðingar hafa í gegnum tíð- ina gegnt lykilhlutverki í að knýja fram efnahagslega og félagslega framþróun með því að hanna örugg kerfi sem efla almenna velferð og treysta mikilvæga innviði. Svið verkfræðinnar er víðtækt og hún gegnir lykilhlutverki í framþróun, nýsköpun og hagvexti. Verkfræð- ingar gegna mikilvægu hlutverki við hönnun og þróun innviða, kerfa og ferla sem gera heiminn öruggari og styðja við umfangsmiklar breyt- ingar eins og þær sem felast í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóð- anna um sjálfbæra þróun. Nú, þegar við stöndum frammi fyrir fjórðu iðn- byltingunni, mun verkfræði knýja áfram nýsköpun og stuðla að því að efla stafrænt hagkerfi. Stefnur íslenskra stjórnvalda á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar Íslensk stjórnvöld hafa vissulega tekið vísindi, tækni og nýsköpun til umfjöllunar. Nefna má að vísinda- og tæknistefna 2020-2022 gerir ráð fyrir stórefldri nýsköpun og hagnýt- ingu tækni en ekki hefur verið metið hver þörfin er fyrir verkfræði- eða tæknimenntað fólk til að stefnan nái fram að ganga. Á meðan það er ekki gert ber stefnan keim af óskhyggju fremur en raunverulegu markmiði sem unnið er markvisst að. Nýsköpunarstefna fyrir Ísland var sett fram í október 2019. Þar eru einnig fagrar fyrirætlanir en ekki tekið á grunnatriðum eins og því hvernig eigi að mennta fólk til að knýja fram þessi góðu markmið. Að þessu sögðu hlýtur það að vera forgangsatriði að leggja mat á þörf íslensks samfélags fyrir verkfræði- og tæknimenntað fólk fram til árs- ins 2030 hið minnsta. Samhliða því þarf að gera áætlun um að efla kennaramenntun og kennslu í tæknigreinum. Verkfræðingafélag Íslands eru reiðubúið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar svo þessi mik- ilvægu markmið er varða sam- keppnishæfni Íslands nái fram að ganga. Eftir Svönu Helen Björnsdóttur »Nú, þegar við stönd- um frammi fyrir fjórðu iðnbyltingunni, mun verkfræði knýja áfram nýsköpun og stuðla að því að efla stafrænt hagkerfi. Svana Helen Björnsdóttir Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands. Skortur á verkfræði- og tæknimenntuðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.