Morgunblaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 ✝ Sigurður Run- ólfsson fæddist 29. júlí 1931 í Reykjavík. Hann lést 15. júní 2021 á heimili sínu. Hann var sonur hjónanna Runólfs Eiríkssonar rakara í Reykjavík, f. 12. desember 1903, d. 28. júní 1978 og Magnúsínu B. Jóns- dóttur, f. 29. maí 1909, d. 26. október 1988. Systkini Sigurðar eru Runólfur, f. 12. september 1934, d. 9. febrúar 2016 og Vil- borg, f. 21. febrúar 1950. Sig- urður kvæntist 27. október 1951 apríl 1958, giftur Ástu Maríu Þorkelsdóttur, f. 4. apríl 1960, þau eiga sex börn. 4. Ágústa, f. 8. nóvember 1959, gift Guðmundi Ó. Óskarssyni, f. 4. janúar 1960, þau eiga þrjú börn. 5. Erna, f. 25. janúar 1970, gift Inga Ingvars- syni, f. 11. mars 1969, þau eiga þrjár dætur. Afabörnin eru 20 og langafabörnin eru 26. Sigurður hóf sambúð 1993 með Auðbjörgu Helgadóttur, f. 5. apríl 1934, hún á fjórar dætur: Helga, f. 1953, Hildur, f. 1957, Friðrika, f. 1962 og Hjördís f. 1964. Sigurður starfaði sem hár- skeri í 50 ár en hann lærði hjá föður sínum í Lækjargötunni. Síðar fluttu þeir í Hafnarstræti 8 og að lokum í Tryggvagötu 26. Sigurður bjó á Langholtsvegi 114 í 45 ár. Útförin fór fram frá Lang- holtskirkju 5. júlí 2021 og jarð- sett var í Fossvogskirkjugarði. Fjólu Ágústu Ágústsdóttur, f. 27. október 1931, d. 19. maí 1991. Börn þeirra eru: 1. Vilhjálmur Reyn- ir, f. 14. júní 1952, sem var kvæntur Jóhönnu Jóhann- esdóttur, f. 14. jan- úar 1948, d. 16. ágúst 1990, seinni kona Vilhjálms Reynis er Birna Ágústsdóttir, f. 4. ágúst 1955. Vilhjálmur Reynir á fjögur börn. 2. Vilborg, f. 8. desember 1954, gift Birni Sig- urðssyni, f. 5. febrúar 1947, þau eiga fjögur börn. 3. Jón, f. 20. Yndislegur faðir minn, Sigurð- ur Runólfsson, er látinn 89 ára að aldri. Margs er að minnast eftir samleið með pabba í 66 ár. Hann var einstaklega hlýr, skemmtileg- ur og mjög ákveðinn. Hann ætlaði sér t.a.m. aldrei á elliheimili og hafði mikla þörf fyrir að sjá um sig sjálfur, sem hann gerði fram á síðasta dag. Pabbi hafði mikinn áhuga á bílum og að keyra. Hann elskaði að fara í bíltúra til að viðra sig og sjá aðra. Ökuskírteinið hans rann út í apríl sl. og hafði hann áform um að endurnýja skírteinið enda með fullkomna sjón, heyrði mjög vel og minnið upp á tíu sem var sérstakt fyrir mann á hans aldri. Pabbi lærði hárskeraiðn hjá föður sínum en þeir unnu saman alla tíð. Tvö systkini mín lærðu svo til sömu iðnar og unnu þau við hlið hans. Rakarastofan var sann- kölluð fjölskyldustofa sem var vinsæl fyrir margar sakir. Árið 1955 dvaldi pabbi í Kaupmanna- höfn til að bæta frekari þekkingu við sig. Hann tók ástfóstri við borgina og heimsótti hana reglu- lega eftir það. Árið 1959 fluttum við fjölskyld- an í Álfheimana og svo sjö árum síðar á Langholtsveg 114. For- eldrar mínir voru vinmörg og var heimilið okkar opið fyrir alla. Alla jafna var margt fólk í kaffi og mat. Mikið var spjallað, spilað og gleðin var við völd. Pabbi var mikill veiðimaður og elskaði að veiða. Hann hafði mik- inn áhuga á því að við systkinin yrðum jafn áhugasöm um veiði og hann. Hann eyddi því miklum tíma með okkur í veiði í Gríms- læknum sem var í námunda við sumarbústaðinn í Ölfusinu sem hann byggði. Honum tókst svo sannarlega ætlunarverk sitt því við systkinin erum mörg áhuga- söm um veiði. Foreldrar mínir höfðu mikið dálæti á að veiða í Vatnsdalsá í Húnaþingi og fóru þau þangað tvisvar til þrisvar á hverju einasta sumri ásamt vina- hópnum. Í kjölfarið var slegið upp silungaveislu fyrir alla fjölskyld- una. Mamma og pabbi voru dugleg að ferðast innalands sem og utan. Þau heimsóttu marga staði á landinu með okkur systkinin og vorum við þá alltaf í tjaldi. Ég hafði mjög gaman af þessum ferð- um. Í seinni tíð fóru þau reglulega í sólina á Kanarí. Með þeim í för var fjöldinn allur af vinum. Síð- asta ferð þeirra hjóna var til Taí- lands rétt áður en móðir mín greindist með krabbamein en hún lést nokkrum mánuðum síðar að- eins 59 ára gömul. Árið 1993 kynntist hann góðri konu, Auðbjörgu Helgadóttur, en þau bjuggu saman í 28. ár. Þau voru einstaklega dugleg að ferðast saman. Jafnframt keyptu þau sér sumarhús við bakka Ytri- Rangár þar sem pabbi gat horft á laxinn stökkva. Þar leið þeim vel. Það var gott að vita af þeim í ná- grenni við mig og voru þau heim- sótt oft á tíðum í sumarbústaðinn. Þau áttu góð ár saman. Þú varst einstakur pabbi, fylgdist með öllu sem við gerðum og leiðbeindir okkur. Á unglings- árunum fannst mér afskiptasemin vera ívið of mikil en ég veit að það var gert af umhyggju. Ég kveð pabba minn með miklum söknuði. Ég minnist þess hvað var gott að faðma hann og hendurnar hans mjúkar. Elsku pabbi minn, takk fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman, þær geymi ég í hjarta mínu. Þín dóttir, Vilborg. Elsku afi, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okk- ur. Við myndum svo gjarnan vilja hafa þig lengur með okkur en það væri eigingirni af okkar hálfu. Þú varst svo innilega tilbúinn að leggja af stað í þitt síðasta ferða- lagið, ferðalagið í Sumarlandið góða. Þegar fólk nær hárri elli eins og þú eru flestir samferða- mennirnir farnir eins og þú sagðir Bjössa frá í síðustu heimsókn hans til þín. Þegar Bjössi sýndi þér gestabók silungasvæðis Vatnsdalsins, þar sem þú, amma og vinafólk ykkar dvaldi oft og tíð- um, bentir þú honum á að aðeins einn af listanum ætti eftir að stimpla sig út og svo glottir þú eins og þér einum var lagið. Afi var einstakur maður á svo á margan hátt. Hann var mikill tungumálamaður og talaði reip- rennandi ensku og dönsku sem þykir fátítt fyrir fólk af hans kyn- slóð. Þegar við byrjuðum að læra dönsku í skóla þá varð hann spenntur fyrir okkar hönd. Næstu heimsóknir fóru alla jafna fram á dönsku þó að töluvert bæri á milli í kunnáttu okkar og hans. Þrátt fyrir það leið okkur aldrei eins og við ættum langt í land með tungumálakunnáttuna vegna þess að afi sá til þess. Afi var nefnilega ótrúlega góður í mannlegum sam- skiptum. Hæfni afa í mannlegum sam- skiptum gerði það að verkum að ekki bara við, barnabörnin, held- ur viðskiptavinir hans, vinir og kunningjar elskuðu að vera í kringum hann. Það er nefnilega svo merkilegt að afi dró að sér fólk hvert sem hann fór. Elsku- legt viðmót hans sem og sagna- hæfni var einstök. Þegar við heimsóttum hann var auðveldlega hægt að gleyma sér í langan tíma við að hlusta á frásagnir hans af öllu milli himins og jarðar. Oft sagðir þú okkur sögur af mömmu sem enduðu nánast alltaf á setn- ingunni: „Hún mamma ykkar var alltaf svo dugleg og kröftug.“ Hann vissi nefnilega að okkur þótti vænt um að heyra þessa hluti. Hann var nefnilega næmur á andans mál. Afi var ótrúlega tilfinninga- næmur maður. Það var engin leið að segja afa eitthvað annað en sannleikann um líðan okkar, hann vissi nefnilega alltaf nákvæmlega hvernig í pottinn var búið. Við trúum því að afi hafi verið með sjötta skilningarvitið enda leituðu andans menn mikið til afa, t.a.m. voru lækningafundir haldnir reglulega á Langholtsveginum þegar Einar á Einarsstöðum kom til Reykjavíkur. Jafnframt var afi sitjari hjá Hafsteini miðli. Við systkinin höfum oft talað um að andrúmsloftið á Langholtsvegin- um var ekki eins og á hefðbundn- um heimilum. Það truflaði afa þó lítið. Honum fannst fólkið, sem við hin sáum ekki, mjög vinalegt enda gerðu þau ekki flugu mein þótt þau létu í sér heyra af og til. Elsku afi, við gleðjumst yfir því að minningar um þig eru alls stað- ar í kringum okkur, þ.e. í Vatns- dalnum, Álfheimunum, við Ytri- Rangá eða í nafna þínum sem fæddist á afmælisdeginum þínum. Þær munu lifa með okkur þar til við hittumst á ný og fáum hlýja faðmlagið sem erfitt er að gleyma. Þín barnabörn, Björn, Bergrún, Andri og Fjóla. Afi Siggi var mikill grallari, húmoristi og orðheppinn með eindæmum. Við systur eigum eftir að minnast þess þegar afi sagði okkur sögur frá í gamla daga þegar hann og amma voru ung. Þær sögur sagði hann okk- ur af mikilli innlifun og í miklum smáatriðum. Hann var hafsjór af fróðleik og bjó yfir mikilli visku, hann afi hafði nefnilega gert margt og mikið um ævina og hafði því frá mörgu að segja. Hann var algjör sælkeri og fannst ekki amalegt þegar hon- um var boðið upp á nýbakað vín- arbrauð og kaffi yfir sögunum. Hann elskaði að ferðast innan- lands sem utan og veiði var hans ær og kýr. Afi var keyrandi fram á síðasta dag og var duglegur að hafa nóg fyrir stafni. Afa þótti ekkert skemmtilegra en að fá heimsókn og það verður tómlegt að geta ekki kíkt í heimsókn og knúsað afa en hann er kominn til ömmu Fjólu og erum við vissar um að það fer vel um hann hjá henni. Við erum heppnar og þakklátar fyrir allan tímann sem við höfum fengið að eyða með afa Sigga og ömmu Auju. Það voru forréttindi að fá að hafa hann afa okkar svona lengi með okkur. Eftir sitja góðar minningar um góðan og skemmtilegan afa sem var hrókur alls fagnaðar alls staðar sem hann kom við og við eigum eftir að sakna hans mikið. Afastelpurnar, Alexandra, Ísabella og Fjóla María. Elsku afi minn, það er ótrúlega erfitt að trúa því að þú sért farinn, að setjast niður og vera að skrifa minningarorð um þig er eitthvað svo óraunverulegt. Ég er rosalega þakklátur fyrir þau 35 ár sem ég fékk með þér í þessu lífi og það er meira en margir fá með öfum sínum eða ömmum, því á ég þó mnokkrar minningar um þig, og ætla ég að setja nokkrar niður. Ein af svona fyrstu og eftir- minnilegustu minningunum sem ég á var þegar mamma fór til út- landa og á meðan hún var úti fór ég í klippingu til þín og við ákváðum að raka allt hárið af, ég man svo vel svipinn á henni þegar við feðgarnir sóttum hana út á flugvöll og hún sá mig í gegnum glerið snoðaðan, það var „price- less“! Fyrsta alvöru veiðiferðin mín var með þér, þar sem ég fékk í raun að veiða, ekki bara taka á móti fiskunum og setja í poka, mér tókst að veiða nokkra fiska og þurfti að landa þeim sjálfur! Enginn háfur notaður eða önn- ur verkfæri nema veiðistöngin. Skemmtilegast af öllu var samt bara að hitta þig, við erum báðir með mjög líkan húmor og snöggir að svara fyrir okkur. Þess vegna var svo gaman að hitta þig, við hikuðum ekki við að skjóta góðum skotum hvor á annan og hlæja. Klassískt: „Ætlar þú að mæta í þetta afmæli?“ „Já auðvitað!“ „Ahhh, jæja þá kem ég ekki!“ Og þegar við heimsóttum þig fyrst með Gumma litla og þú spurðir Söru hverjum hann líkt- ist? Hún segir þér að hann sé alveg eins og ég, fljótur að hugsa og svara á núll einni segir þú: „Það getur nú lagast.“ En einhver snillingurinn sagði enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og það er hægt og bít- andi að síast inn núna. Ég veit að ég hefði átt að vera mikið duglegri að koma í heim- sókn og heyra í þér oftar, það er það sem ég sé mest eftir. Síðan er ég rosalega glaður að þú hittir hann Gumma minn og Óskar, haf- ir verið í brúðkaupinu okkar Söru. Þú nefnilega naust og lifðir líf- inu, ferðaðist og skoðaðir heim- inn. Þú varst ekki alltaf heima og náðir ekki öllum afmælum eða öðrum veislum, en í seinni tíð þeg- ar það var farið að verða erfiðara að ferðast þá fengum við að njóta þín enn meira og þá skildi maður líka, þú ferðaðist og naust lífsins meðan þú gast það, beiðst ekki þar til það var orðið of seint og þannig á það að vera! Ég ætla að fara að stoppa núna, enda er þetta að verða svo langt að þú eflaust nennir ekki að klára að lesa þetta allt! Elsku afi, njóttu vel og lengi í nýja lífinu, ég mun eftir fremsta megni reyna að stökkva á öll spennandi tækifæri sem bjóðast, skoða heiminn og njóta lífsins, takk kærlega fyrir allt! Þinn Óskar Jón og fjölskylda. Sigurður Runólfsson var seinni maður móður okkar, Auðbjargar Helgadóttur. Þau kynntust fyrir hartnær þrjátíu árum og rugluðu saman reytum sínum. Mamma og Siggi áttu gott líf saman, þau voru afar samrýmd og leið vel saman. Þau höfðu unun af því að ferðast, bæði innanlands þar sem þau voru iðin við að renna fyrir fisk, eða þá að skjótast aust- ur í sumarbústaðinn en skemmti- legast þótti þeim að fara til út- landa. Þau ferðuðust um víða veröld, fóru gjarnan í langferðir, jafnvel til framandi heimshluta en einnig í styttri borgarferðir og þar var Kaupmannahöfn í miklu uppáhaldi. Best þótti þeim þó að fara í sólina, ekki síst yfir dimm- ustu vetrarmánuðina og dvöldu þau langdvölum á suðrænum slóðum og mættu svo á klakann þegar daginn tók að lengja, sól- brún og sælleg. Siggi var mikill Reykvíkingur og í starfi sínu sem rakari þekkti hann ótal marga. Í stólinn á rak- arastofunni hans í miðbænum kom fólk úr öllum stéttum sam- félagsins, fyrirmenni sem og al- mennir borgarar og hann hafði alltaf skemmtilegar sögur af mönnum og málefnum á taktein- um. Því miður veiktist mamma okk- ar af heilabilun og hefur dvalið á sjúkrastofnun frá því í janúar á þessu ári. Siggi sinnti henni af mikilli alúð, hann heimsótti hana allan þann tíma eins mikið og Co- vid-19-faraldurinn leyfði og í síð- asta skipti daginn áður en hann dó. Við systurnar þökkum Sigga kærlega fyrir samfylgdina. Við kveðjum með ljóðinu sem Hulda Björk Garðarsdóttir söngkona flutti svo eftirminnilega í áttræð- isafmæli Sigga fyrir réttum ára- tug – lag sem síðar varð eins kon- ar þjóðsöngur Íslendinga og minnir okkur alltaf á þessa fallegu stund með mömmu og Sigga þeg- ar það hljómar. Sól slær silfri á voga. Sjáið jökulinn loga. Allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er kominn heim. Að ferðalokum finn ég þig sem mér fagnar höndum tveim. Ég er kominn heim. Já, ég er kominn heim. (Jón Sigurðsson) Helga, Hildur, Friðrika og Hjördís Harðardætur. Sigga kynntist ég fyrst þegar ég var um sjö ára gamall. Ég man ekki nákvæmlega eftir okk- ar fyrstu kynnum en ég man að það var spenningur í fullorðna fólkinu, sem smitaðist til barnanna. Amma var nefnilega að fara að kynna okkur fyrir þessum nýja sambýlismanni sín- um, Sigga rakara. Frá þeim tímapunkti urðu þau í mínum huga að einu, amma-og-Siggi. Á rakarastofunni niðri í bæ fékk ég klippingu hjá Sigga, japl- aði á sykurmola á meðan ég beið eftir að röðin kæmi að mér. Eitt sinn var hann að klippa eldri herramann sem hló skyndilega hátt og sagði Sigga að fara „norður og niður“ og þeir hlógu saman. Siggi hafði nefnilega ein- stakt lag á góðlátlegri stríðni. Hann heilsaði mér oft með kveðj- unni „mikið gleður það þig að sjá mig“, alltaf með góðlátlegt blik í augunum. Eftir að starfsævinni lauk ferðuðust amma og Siggi mikið saman. Þau voru fastagestir yfir jól og áramót á hóteli nokkru á Kanaríeyjum, en ég var svo lán- samur að hitta þau þar eitt árið sem ég starfaði á nágrannaeyj- unni Lanzarote. Þegar ég sagði þeim að ég hygðist fara til Gran Canaria að taka á móti kærust- unni í flugi frá Íslandi, þá tók Siggi ekki annað í mál en að bjóða okkur á hótelið sitt í eina nótt. Hann leigði bíl og sótti okk- ur á flugvöllinn seint um kvöld. Leiðin lá á kínverskan veitinga- stað sem var þó búið að loka fyrir nóttina, en þegar eigandinn sá að þarna fóru Siggi og Auja, var hann ekki lengi að opna fyrir okkur með bros á vör og setti eldhúsið í gang aftur! En þetta var alls ekkert einsdæmi, hvert sem við fórum um hverfið vildu allir heilsa Sigga og spjalla. Stundum var talað á víxl á ís- lensku og spænsku, stundum ensku. Ekki skildu allir hver annan alltaf, en alltaf var brosað og hlegið. Árin fóru svo að segja til sín og ferðalögum erlendis var hætt, en Siggi var samt duglegur að bjóða ömmu í bíltúra austur fyrir fjall eða niður í bæ. Mér þótti vænt um að heimsækja þau í Sjá- landinu og sjá hvað þau höfðu það gott saman. Þrátt fyrir minna þrek var alltaf stutt í húm- orinn, blikið í augunum og alltaf gat Siggi fengið ömmu til að brosa og hlæja. Takk fyrir allt, Siggi. Mikið gladdi það mig alltaf að sjá þig. Einar. Sigurður Runólfsson Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, stuðning og hlýju vegna andláts og útfarar okkar elskulega TRAUSTA THORBERG ÓSKARSSONAR, Lækjasmára 6, Kópavogi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Boðans fyrir góða umönnun. Elsa Thorberg Traustadóttir Stefán Gunnarsson Óskar Thorberg Traustason Berglind Steindórsdóttir afa- og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINLAUG SIGURJÓNSDÓTTIR, Steina, Vesturbergi 77, lést á Landakoti aðfaranótt sunnudagsins 4. júlí síðastliðins. Anna Marie Georgsdóttir Steindór Steinþórsson Sigurjón Georgsson Reynir Georgsson Eyrún Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.