Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 30
30 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
544 5151
tímapantanir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar
ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK
af vinnulið einkabifreiða
BAKSVIÐ
Logi Sigurðarson
logis@mbl.is
Kórónuveirufaraldurinn setti mark sitt á
miðbæinn og hefur svokölluðum „lundabúðum“
heldur fækkað. En eftir að öllum takmörkunum
hefur verið aflétt virðist líf vera að færast í bæ-
inn og búðirnar að lifna við eftir langan dvala.
Hafsteinn Valur Guðbjartsson, eigandi Nordic
Store, segir að loksins virðist ferðamannabrans-
inn vera að taka við sér á ný.
„Það er svo augljóst, þú
þarft ekki annað en að labba
um bæinn núna síðasta mán-
uðinn til að sjá að líf er kom-
ið í bæinn,“ segir Hafsteinn.
Hann bætir við að salan sé
búin að vera góð miðað við
væntingar og er á bilinu
33%-50% af sölu ársins 2019.
Margir samkeppnisaðilar
Nordic Store hafa þurft að
loka eða farið í gjaldþrot
vegna faraldursins. Haf-
steinn segir að ef horft er á markaðinn í stóra
samhenginu þá hafi hann verið sérstaklega
mettaður árið 2019.
Jákvæð áhrif til framtíðar
„Það fjölgaði og fjölgaði samkeppnisaðilum
og túristastraumurinn byrjaði að minnka, sér-
staklega árið 2019. En áfram fjölgaði sam-
keppnisaðilinum og það var komið að ákveðnum
tímamótum. Svo kom Covid og hristi verulega
upp í þessu og hraðaði þróuninni allharkalega.
Þarna voru menn bara að opna á fullu og það
var svo mikill vöxtur en svo minnkaði vöxturinn
og þá harðnaði á dalnum,“ segir Hafsteinn og
segir að þegar best lét hafi túristabúðir verið
um 60 til 70 talsins.
Hafsteinn segir að ef litið sé til lengri tíma þá
geti þessi „hreinsun“ sem átti sér stað á tímum
kórónuveirunnar haft jákvæð áhrif á markaðinn
til framtíðar.
„Það getur verið gott fyrir greinina vegna
þess að þeir sem eftir stóðu þoldu betur farald-
urinn og standa miklu betur í dag. Þeir sem
voru kannski svolítið úti á túni, áttu aldrei séns
að takast á við eitthvað svona.“
Hann segir að faraldurinn hafi þyngt róður-
inn hjá fyrirtækinu en eftir erfiða tíma er hann
bjartsýnn á framtíðina.
„Við töpuðum auðvitað fullt af peningum en
okkur tókst að halda skuldum niðri og vorum
frekar lítið skuldsettir. Við náðum að skera
þetta allt niður og erum bara brattir núna. Við
höldum að þetta geti orðið þokkalega gott haust
en veturinn gæti orðið erfiður. Vonir eru bundn-
ar við að næsta sumar verði svona eitthvað í takt
við það sem hefur verið áður. Kannski ekki jafn
mikið og þegar mest var en nú eru færri aðilar á
markaði. Þetta er náttúrulega bara stóra lög-
málið í þessu; hvað eru margir ferðamenn og
hvað eru margir að keppast um þá. Maður leyfir
sér að vona að 2022 verði bara gott ár.“
Vonar að menn læri af reynslunni
Hafsteinn vonar að athafnamenn hafi lært af
2019 og 2020.
„Maður er að vona að menn missi sig ekki aft-
ur og læri af reynslunni og þetta verði kannski
stöðugara og heilbrigðara samkeppnisum-
hverfi. Við stefnum ekki á að opna fleiri búðir á
næstunni; það er ekki pláss fyrir þær og þeir
sem eru að gera það eru að mínu mati á villigöt-
um.“
Hann bætir við að menn hafi ekki búist við
þessum viðsnúningi í ferðamannabransanum
svona hratt og til dæmis vantar bílaleigurnar
bíla, en það sé auðvitað jákvætt frekar en ef
ferðamannastraumurinn væri lengi að taka við
sér.
„Það kom á óvart hvað þetta er að gerast
hratt.“
Líf að færast í miðbæinn á ný
Morgunblaðið/Unnur Karen
Ferðamenn Langur tími er liðinn frá því lífið í bænum var svona fjörugt.
- Salan um helmingi minni en 2019 - Góð sala miðað við væntingar - Mikil
samkeppni á markaðinum fyrir Covid - Viðsnúningurinn kom á óvart
Hafsteinn Valur
Guðbjartsson
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Borgin keypti tólf fasteignir á
Kleppsvegi 150 og Kleppsvegi 152 af
fimm félögum á samtals rúmlega 642
milljónir króna en nokkur umræða
hefur skapast um kaupin.
Misjafnt er hversu mikið selj-
endur báru úr býtum en hafa ber í
huga að um var að ræða húsnæði í
misjöfnu ástandi en hvort húsið um
sig er um þúsund fermetrar. Þar
voru m.a. geymslur og skrifstofu- og
verslunarhúsnæði.
Upplýsingar úr fasteignaskrá,
þ.m.t. úr kaupsamningum, og af vef
Creditinfo bregða birtu á kaupin.
Fimm fastanúmer eru skráð á
Kleppsvegi 150: K150 ehf. átti þrjú,
eignarhaldsfélagið Haagensen ehf.
eitt og Sjónver ehf. það fimmta.
Á Kleppsvegi 152 voru skráð sjö
fastanúmer: Haagensen ehf. átti
þrjú, félagið A8 ehf. sömuleiðis og
Pípulögn sf. átti það sjöunda.
Greiddi 120 milljónir
Samkvæmt kaupsamningi 9.12.
2020 greiddi borgin Haagensen ehf.
120 milljónir fyrir fjögur fastanúmer
í báðum fasteignum. Þær voru alls
658,8 fermetrar og var kaupverðið
því rúmar 182 þúsund krónur á fer-
metra.
Þessar fjórar eignir Haagensen
ehf. eru skráðar sem geymslur.
Skv. Creditinfo eiga Kristján
Knud Haagensen og John Haagen-
sen báðir 50% hlut í Haagensen.
Samkvæmt kaupsamningi 9.12.
2020 keypti borgin þrjár eignir á
Kleppsvegi 152 af félaginu A8 ehf.
Þær voru samtals 544 fermetrar og
var kaupverðið 246 milljónir króna
eða 452 þúsund á fermetra.
Fimm hluthafar eru skráðir í A8:
Aðalsteinn Snorrason (30,38%),
Birgir Teitsson (21,52%), Þorvarður
Lárus Björgvinsson (21,52%), Arnar
Þór Jónsson (12,66%) og Björn Guð-
brandsson (12,66%).
Um 322 þúsund á fermetra
Þá segir í kaupsamningi 9.12. 2020
að borgin hefði keypt þrjár eignir af
K150 ehf. á Kleppsvegi 150 á 120
milljónir. Þær voru 373,3 fermetrar
og var fermetraverðið því tæplega
321.500 á fermetra. Jón Örn Vals-
son, Elísabet Anna Cochran og
Fannar Freyr Jónsson eiga öll um
þriðjungshlut í K150 ehf.
Samkvæmt kaupsamningi sem
móttekinn var til þinglýsingar 21.
maí síðastliðinn greiddi borgin félag-
inu Sjónveri ehf. 128 milljónir fyrir
243,6 fermetra eign á Kleppsvegi
150, eða rúmar 525 þúsund á fer-
metra.
Þóroddur Stefánsson er skráður
eigandi Sjónvers.
Samkvæmt afsali sem var móttek-
ið til þinglýsingar 20. maí síðastlið-
inn greiddi borgin félaginu Pípulögn
sf. 28,3 milljónir fyrir eign á Klepps-
vegi 152. Hún er 128,8 fermetrar og
var verð á fermetra því nærri 220
þúsund. Kolbeinn Guðmundsson á
95% hlut í Pípulögn sf.
Kaupverð umræddra eigna á fer-
metra var því á breiðu bili en ástand
þeirra var vafalaust misjafnt.
Fengu mest 246 milljónir
- Fimm félög seldu borginni tólf eignir á Kleppsvegi 150-2
- Kaupverðið var frá 182-542 þúsund krónur á fermetra
Morgunblaðið/Eggert
Fasteignir Kleppsvegur 152 (til vinstri) og Kleppsvegur 150 (til hægri).
8. júlí 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.27
Sterlingspund 172.14
Kanadadalur 100.45
Dönsk króna 19.782
Norsk króna 14.399
Sænsk króna 14.493
Svissn. franki 134.57
Japanskt jen 1.1229
SDR 176.98
Evra 147.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 177.5455
Hrávöruverð
Gull 1807.8 ($/únsa)
Ál 2529.5 ($/tonn) LME
Hráolía 74.67 ($/fatið) Brent
Útivistarbúðin Mount
Hekla, sem er rekin af Rak-
el Þórhallsdóttur, var opn-
uð í vor í miðbæ Reykjavík-
ur og hafa viðtökurnar
verið mjög góðar að sögn
Rakelar. Rakel og maður
hennar, Jóhann Guð-
laugsson, eru sjóuð í versl-
unarrekstri en þau áttu áð-
ur verslanirnar sem
kenndar voru við Geysi.
Rakel segir Mount Hekla hafa gengið mjög
vel og fengið mikinn áhuga frá ferðamönnum
og Íslendingum.
„Það er bara búið að ganga mjög vel. Það er
mikið af bæði ferðamönnum og Íslendingum
myndi ég segja. Við erum búin að sjá mikla
aukningu frá því í maí þegar öllum takmörk-
unum var aflétt og núna er alltaf að fjölga. Við
erum búin að sjá marga Bandaríkjamenn,“
segir Rakel.
Nýverið opnaði Rakel aðra Mount Heklu-búð
á Akureyri sem hefur einnig gengið mjög vel.
„Búðin á Akureyri fór bara mjög vel af stað
og það er líka svolítið af ferðamönnum þar,
sem kom mér á óvart.“
Hún segir áhersluna klárlega vera meira á
útivist miðað við það sem var hjá Geysi sem
lagði höfuðáherslu á tískuvörur.
„Núna erum við klárlega að færa okkur
meira í áttina að útivist, en við ætlum líka að
framleiða þarna inn og vera með okkar eigin
fatnað, okkar eigið vörumerki, en við erum
náttúrlega bara á núllpunkti núna, en það er
ekkert komið.“
Aðspurð hvort verslunin sé rekin réttum
megin við núllið svarar Rakel játandi: „Við höf-
um það fínt,“ og hlær.
FERÐAÞJÓNUSTAN
Rakel
Þórhallsdóttir
Góðar viðtökur
síðan í vor
« Brim hækkaði um 3,53% í við-
skiptum í Kauphöll í gær. Nam heild-
arvelta með bréf félagsins 132 millj-
ónum króna. Þá hækkuðu bréf
Síldarvinnslunnar um 2,55$ í 513 millj-
óna króna viðskiptum. Bréf Vís hækk-
uðu um 1,94% í 122 milljóna króna við-
skiptum. Mest lækkuðu bréf Marels um
1,94% í 174 milljóna króna viðskiptum.
Ásamt bréfum Síldarvinnslunnar
reyndist mest velta með bréf Íslands-
banka og nam hún 513 milljónum
króna. Hækkuðu bréf bankans um
0,47%.
Brim og Síldarvinnslan
hækkuðu mest allra