Morgunblaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021
Oft hefur verið haft
orð á því að umburð-
arlyndi og mannrétt-
indi séu í hávegum
höfð í Kanada; þar ein-
kennist sambúð kyn-
þátta, frumbyggja og
aðkomufólks, af gagn-
kvæmri virðingu, and-
stætt því sem tíðkast
sunnan bandarísku
landamæranna þar
sem kynþáttaóeirðir
og -ofbeldi eru nánast daglegt
brauð. Nú hefur orðspor Kanada
beðið mikinn hnekki. Undanfarið
hafa fréttir borist af ómerktum
gröfum á lóðum kanadískra heima-
vistarskóla þar sem börn frum-
byggja voru vistuð á síðustu öld.
Með aðstoð jarðsjár hefur tekist að
greina jarðneskar leifar hundraða
barna sem ekkert hafði spurst til.
Þessar fréttir vekja óhug en ekki
síður hitt að sáralítið hefur verið
fjallað um aðstæður þeirra barna
sem um er að ræða og lítið hefur
verið hirt um að læra af reynslunni
og bæta frumbyggjum skaðann.
Kynþáttaátök færast í vöxt í Kan-
ada og fátt er gert til að sporna við
þeim. Undanfarin ár hefur fjöldi
kvenna af ættum frumbyggja fallið
fyrir hendi ofbeldisseggja eða horf-
ið sporlaust. Saga kanadísku þjóð-
armorðanna stendur Íslendingum
nær en ætla mætti. Margir Vestur-
Íslendingar eignuðust börn með
kanadískum frumbyggjum af ætt-
um Indjána og Inúíta.
Helförin gegn frumbyggjum
Um eitt hundrað og fjörutíu
heimavistarskólar voru reistir fyrir
börn frumbyggja víðs vegar um
Kanada allt frá árinu 1880. Rekstur
skólanna var kostaður af ríkinu, en
starfsemin í höndum katólskra og
lúterskra safnaða. Markmiðið var
að „tortíma frumbyggjanum“ í
hverju barni eins og það var stund-
um orðað. Börnin voru vannærð og
beitt líkamlegu, andlegu og kyn-
ferðislegu ofbeldi og mörg þeirra
biðu þess aldrei bætur. Oft voru
þau barin fyrir að grípa til móð-
urmáls síns. Skólaganga var skyld-
ug frá fjögurra ára aldri og engar
undantekningar gerðar. Mörg börn
reyndu að flýja og drukknuðu eða
frusu í hel á leiðinni heim. Sum
styttu sér aldur eftir barsmíðar og
misnotkun. Prestar, nunnur, dóm-
stólar og laganna verðir kepptust
við að útrýma heilu kynslóðum
barna og fela ummerkin. For-
eldrum var stundum ekki greint frá
adfrifum barna sinna. Börnin sem
lifðu af báru merki ofbeldisins á sál
og líkama alla ævi.
Einn sérkennilegur en lýsandi
þáttur „menningarlegs þjóðar-
morðs“ á Inúítum fólst í breyttum
mannanöfnum. Nafna-
hefð Inúíta var óvenju-
leg. Þeir kenndu sig
ekki endilega við for-
eldra sína og ætt-
arnöfn voru óþekkt –
og þetta vafðist tölu-
vert fyrir yfirvöldum,
embættismönnum og
trúboðum sem þurftu
að skrásetja heims-
byggðina. Á fimmta
áratug síðustu aldar
reyndu opinberir emb-
ættismenn að leysa vandann með
því að úthluta Inúítum núm-
eraplötum, líkt og hundar gengu
með, sem kæmu í stað hefðbund-
inna inúítanafna. Gert var ráð fyrir
að menn gengju með plötuna sína
um hálsinn svo ekkert færi á milli
mála. Erfiðlega gekk að festa nýja
fyrirkomulagið í sessi, en það var
talandi dæmi um hroka og skiln-
ingsleysi yfirvalda. Árið 1971 var
það lagt af og ættarnöfnum að
hætti Engilsaxa þröngvað upp á
Inúíta. Báðar nafnahefðirnar fólu í
sér niðurlægingu og menningarlegt
ofbeldi, ögruðu hugmyndum Inúíta
um persónu, uppruna og skyldleika.
Afkomendur Vilhjálms
Stefánssonar
Landkönnuðurinn og mannfræð-
ingurinn Vilhjálmur Stefánsson
eignaðist son, Alex, með Inúítakon-
unni Pannigablúk. Alex óx úr grasi
á norðvestursvæðum Kanada og
eignaðist sex börn með konu sinni,
Mabel. Öll reyndu menningarokið
og ofbeldið á kanadískum heima-
vistarskólum á eigin skinni.
Sumarið 2000 ferðaðist ég um
slóðir afkomenda Vilhjálms á norð-
urslóðum Kanada í fylgd Hákonar
Más Oddssonar kvikmyndagerðar-
manns. Við sigldum m.a. eftir víð-
feðmri Mackenzie-ánni, undir leið-
sögn Franks, sonarsonar Vilhjálms,
til Aklavik þar sem systkinin höfðu
gengið í heimavistarskóla. Við tók-
um ítarleg viðtöl við fjögur þeirra;
vídeóupptökurnar (sem nú eru í
vörslu Stofnunar Vilhjálms Stef-
ánssonar á Akureyri) eru einstæð
heimild um sögu fjölskyldunnar.
Viðmælendur okkar voru fremur
þöglir um skólavistina, en kald-
hæðnin og biturðin leyndi sér ekki.
Barnabörn Vilhjálms Stefáns-
sonar lifðu af helförina, en öll voru
þau löskuð af því samfélagi sem ól
þau, enda bjuggu þau við þau
mannskemmandi skilyrði sem nú
eru rifjuð upp í kjölfar frétta af
ómerktum gröfum. Öll urðu þau að
hlýða valdboði hinna hvítu á
heimavistarskólum, og eflaust hafa
þau beint eða óbeint orðið fyrir
barðinu á opinberum ofbeld-
isseggjum á vistinni. Stefánsson-
nafnið veitti litla vörn; þau voru
Inúítar. Börnin einangruðust, fjöl-
skyldur þeirra sundruðust, áfengi
tók sinn toll og ekki síður berklar,
mislingar og aðrar farsóttir sem
fylgdu vanlíðan og vannæringu.
Þótt ekki væri langt fyrir þau að
fara heim til sín fengu þau sjaldan
heimfararleyfi og sáu lítið af for-
eldrum sínum á viðkvæmum mót-
unarárum. Allt kapp var lagt á að
koma í veg fyrir viðhald menningar
Inúíta og tungumáls þeirra (inúvia-
kluktum).
Líklega var það aðeins Rosie,
elsta barn Alex og Mabel, sem hélt
inúítamálinu við. Síðustu æviár sín
lagði hún kapp á að kenna ungum
Inúítum mál sitt. Nú eru systkinin
öll látin, flest fyrir aldur fram.
Georgína, sem var yngst þeirra,
kvaddi síðust (2017). Hún er eini af-
komandi Vilhjálms Stefánssonar
sem hefur komið til Íslands og hitt
ættingja sína hér. Það var um jólin
2003 fyrir milligöngu Atla Ás-
mundssonar, sem síðar varð ræð-
ismaður í Winnipeg, og utanrík-
isráðuneytisins. Georgína heimsótti
m.a. slóðir forfeðra sinna á Norður-
landi. Bæjarstjórn Akureyrar efndi
til veglegs boðs henni til heiðurs.
Síðustu ár Georgínu sýndi vest-
uríslenska samfélagið í Norður-
Ameríku fjölskyldu hennar virðingu
(á vefslóðinni https://vi-
meo.com/416696267 er að finna
heimildamynd sem m.a. er birt á
vef Icelandic Roots).
Það var við hæfi að kanadíska
sendiráðið við Túngötu flaggaði í
hálfa stöng á þjóðhátíðardegi Kan-
ada 1. júlí sl., í skugga kröftugra
viðbragða við fregnum af ómerkt-
um gröfum. Það væri líka við hæfi
að íslensk stjórnvöld sem fara með
málefni barna boðuðu sendimenn
Kanada á sinn fund og óskuðu eftir
viðræðum um hvernig í ósköpunum
þessi barnamorð gátu gerst, af
hverju kanadísk yfirvöld þögðu
jafnlengi um meðferðina á frum-
byggjum og raun ber vitni og
hvernig nú verður brugðist við.
Margt hefur verið ritað um sam-
skipti Vestur-Íslendinga og frum-
byggja Kanada. Sú saga hefur í
senn verið lituð björtum og dökkum
tónum en sennilega eru ekki öll
kurl komin til grafar. Þjóðamorðin
umræddu og sagan, sem ómerktu
grafirnar segja, varða okkur sér-
staklega vegna íslensku inúítafjöl-
skyldunnar og sögulegra tengsla
Íslands og Kanada. Oft hefur verið
kallað á erlenda erindreka af minna
tilefni.
Þjóðarmorðin í Kanada
Eftir Gísla Pálsson
» Börnin voru van-
nærð og beitt lík-
amlegu, andlegu og
kynferðislegu ofbeldi og
mörg þeirra biðu þess
aldrei bætur. Oft voru
þau barin fyrir að grípa
til móðurmáls síns.
Gísli Pálsson
Höfundur er mannfræðingur.
Inúítinn David Arnatsiaq heldur á
nafni sínu, 6008. Nunavút, Kanada,
1945.
Ljósmyndir/Bókasafn Dartmouth-háskóla.
Alex Stefánsson, Mabel kona hans og tvö barna þeirra.
Inúítastúlkur á heimavistarskóla í Aklavik, 1930.
Ljósmynd/Gísli Pálsson
Georgína Stefánsson (önnur frá vinstri) í boði sem bæjarstjórn Akureyrar
hélt henni til heiðurs skömmu fyrir jól 2003.
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
AYJA - K129
3ja sæta, 2ja sæta og stóll.
Margir litir af áklæði eða leðri.
Komið og skoðið úrvalið