Morgunblaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 18
Þegar hraði „planandi“ báta er auk-
inn lyfta þeir sér í vatninu og skauta
svo yfir vatnsflötinn fremur en að
sigla í gegnum vatnið. Lítil mótstaða
og viðnám við sjóinn stuðlar að spar-
neytni. Þessi stóri bátur fór mjög
áreynslulaust „upp á plan“. Sjöfn
virtist lyftast öll nokkuð jafnt þegar
hraðinn jókst, en ekki svo að stefnið
risi fyrst og dytti svo niður „á plan“
eins og algengt er.
Vel útbúið björgunarskip
Björgunarsveitin Ársæll í Reykja-
vík fékk Sjöfn afhenta á liðnu hausti.
Bátasmiðjan Rafnar ehf., sem smíð-
aði skipið, fékk að sýna það Morg-
unblaðsmönnum. Sjöfn er af gerð-
inni Rafnar 1100. Báturinn er 11
metra langur og ristir aðeins 55
sentimetra. Hann er knúinn tveimur
300 hestafla, átta strokka Mercury-
utanborðsvélum. Í bátnum er 600
lítra eldsneytistankur. Sjöfn getur
siglt á allt að 40 hnúta hraða (74 km/
klst.) og á 25 hnúta hraða (46 km/
klst.) á annarri vélinni.
Á Sjöfn er rúmgott, upphitað stýr-
ishús með fjórum demparastólum.
Þar er gott pláss fyrir galla, björg-
unarvesti og ýmsan annan búnað.
Báturinn er mjög vel tækjum búinn
til leitar og björgunar. Þar má nefna
ratsjá, fullkomna siglingatölvu, öfl-
uga hitamyndavél, fjarskiptabúnað
og búnað til að fjarstýra leitardróna.
Stjórntæki drónans eru tengd
stjórntækjum bátsins og uppfæra
stöðugt staðsetningu móðurskipsins
svo dróninn rati aftur um borð.
Öflugir rafalar á utanborðsvél-
unum hlaða inn á rafgeymana og
knýja flókinn rafbúnaðinn. Auk þess
er báturinn með öflug leitarljós og
vinnuljós. Stýrishúsið er svo vel
hljóðeinangrað að það var ekkert
mál að tala saman í eðlilegri radd-
hæð þótt siglt væri á fullri ferð.
Sjöfn er án efa eitt fullkomnasta
björgunarskipið af sinni stærð sem
til er.
Rafnar fluttur til Reykjavíkur
Bátasmiðjan Rafnar ehf. er nú
flutt í nýtt húsnæði að Geirsgötu 11
við Reykjavíkurhöfn. Þar eru skrif-
stofur og bátasmiðja. Þegar við
komum í heimsókn var í smíðum
rauðgulur Rafnar 1100-sjóbjörg-
unarbátur fyrir kaupanda í Kar-
íbahafi. Hann verður með svoköll-
uðum T-toppi, eða opnu stýrishúsi
sem hentar vel í hitanum. Stoðir sem
halda þakinu uppi eru jafnframt flot-
holt sem valda því að hvolfi bátnum
þá veltur hann aftur á réttan kjöl.
Nú eru Rafnar-bátar smíðaðir á
Íslandi, Grikklandi og Stóra-
Bretlandi. Smíði Rafnar-báta er að
hefjast í Hollandi, Tyrklandi og
Bandaríkjunum.
Össur hannaði skrokklagið
Hönnun Rafnar-bátanna er varin
af einkaleyfi og skrokklagið, ÖK
Hull, er kennt við höfund þess Össur
Kristinsson, stoðtækjasmið og stofn-
anda Rafnars. Gríðarleg þróunar-
vinna liggur að baki skrokknum og
töldu starfsmenn að prófaðar hafi
verið allt að 400 mismunandi út-
færslur í prufutönkum. Þeir hjá
Rafnari eru opnir fyrir ábendingum
um það sem betur má fara og eru sí-
fellt að endurbæta bátana.
Hróður hönnunar og sjóhæfni
Rafnar-bátanna hefur borist víða.
Þorsteinn skipstjóri kvaðst vera bú-
inn að fara með um 1.600 manns í
prufuferðir. Þrautreyndir sjómenn,
t.d. úr bandarísku strandgæslunni
og sjóhernum, báðu fyrir sér þegar
Þorsteinn bauð upp á snarbeygjur
og aðrar kúnstir, en önduðu léttar
þegar ekkert fór úrskeiðis. Sumar af
æfingunum hefðu verið háskalegar á
hefðbundnum bátum.
Landhelgisgæslan hefur langa og
góða reynslu af Rafnar-bátum og
eins margar björgunarsveitir.
Gríska strandgæslan gerir út 15
Rafnar-báta svo nokkuð sé nefnt.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bátasmiðjan Þengill Björnsson (t.v.) verkefnastjóri við Rafnar 1100-bát sem mun fara til kaupanda í Karíbahafi.
T-toppur Stýrishúsið á Karíbahafsbátnum verður lokað að framan en opið til hliðanna sem hentar í heitu loftslagi.
18 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021