Morgunblaðið - 15.07.2021, Síða 6

Morgunblaðið - 15.07.2021, Síða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021 Traust Fagmennska Árangur YFIR 30 ÁRA REYNSLA Bæjarlind 4 / 201 Kópavogur / www.FASTLIND.is ELÍAS HARALDSSON Löggiltur fasteignasali S: 777 5454 elias@fastlind.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur svarað jákvætt fyrirspurn eigenda Pfaff-hússins, Grensávegi 13, um það hvort heimilað verði að hækka húsið. Það er í dag þrjár hæðir. Versl- unin Pfaff er á jarðhæðinni en önnur starfsemi á efri hæðum, tann- læknastofur og fasteignasala. Pfaff hf. var stofnað 1929 og er enn í eigu sömu fjölskyldunnar og enn rekið á sömu kennitölunni, eins og fram kemur á heimasíðu verslunarinnar. Margrét Kristmannsdóttir sendi fyrirspurnina til borgarinnar í júní sl. fyrir hönd Pfaff hf. Í umsögn verkefnisstjóra skipu- lagsfulltrúa kemur fram að í að- alskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 sé lóðin á skilgreindu þróunarsvæði Þ51 Skeifan-Mörkin en það er einnig skilgreint sem Miðsvæði (M3a og b). Gert er ráð fyrir verslun og þjón- ustu, skrifstofum og íbúðum. Áhersla sé lögð á 4-6 hæða samfellda byggð, heildstæðar götumyndir og borgarmiðað gatnakerfi. Í gildi er deiliskipulag fyrir Skeif- una, samþykkt 6.11. 2001, ásamt síð- ari breytingum. Í deiliskipulaginu segir: „Svæðið var upphaflega skipulagt sem iðnaðarsvæði en sam- kvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 er allur reiturinn nú skil- greindur sem athafnasvæði.“ Þar sem húsið stendur á horni og er áberandi kennileiti í byggðinni þykir fara ágætlega á því að hækka húsið eitthvað, mögulega að hluta og/eða sem inndregna hæð, segir verkefnastjórinn. Samvinna um framhaldið Hann tekur jákvætt í fyrir- spurnina og bendir á að ef valið verð- ur að vinna áfram með hugmyndina þurfi að gera það í samvinnu við verkefnisstjóra hjá skipulagsfulltrúa og í sátt við aðra eigendur. Í fyrirspurninni segir að eigendur húseignarinnar að Grensásvegi 13 hafi áður sent inn fyrirspurn um hvort leyfi fengist til að byggja hæð/ hæðir ofan á húsið. „Áður hefur okk- ur borist neikvæð svör en þar sem deiluskipulag á svæðinu er í mikilli gerjun og sífelldar breytingar á svæðinu viljum við endurnýja fyr- irspurn okkar,“ segir þar. Morgunblaðið/sisi Pfaff-húsið Landsþekkt verslun er á jarðhæð hornlóðar við Grensásveg. Leyfa hækkun á Pfaff-húsinu DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ekki standa líkur til þess að tekjur ríkissjóðs af fiskveiðiauðlindinni muni aukast, nái tillögur Viðreisnar um svokallaða samningaleið fram að ganga. Þetta segir Daði Már Krist- ófersson, varaformaður flokksins og prófessor í auðlindahagfræði við Há- skóla Íslands. Bendir hann á að veiði- gjöld sem nú eru lögð á útgerðina nemi um þriðjungi af hagnaði þeirra og að kerfisbreytingar þær sem hann telji nauðsynlegt að ráðast í muni skila svipuðum tekjum til lengri tíma litið. Skattar valda skaða „Auðvitað gæti einhver sagt að verulegur partur [arðsins] væri skil- inn eftir hjá útgerðinni. En tilfellið er að það er mjög mikilvægt að útgerð sé ábatasöm atvinnugrein. […] allir skattar valda einhverskonar skaða og umfangið af þeim skaða er háð um- fangi skattlagningarinnar og það er mjög mikilvægt að við séum örugg- lega réttum megin þar. Ég vil benda á að sambærileg skattlagning auð- lindagreina í nágrannalöndunum er iðulega ekki meiri en þetta með beinni skattlagningu.“ Daði Már er gestur í Dagmálum ásamt Ragnari Árnasyni, fyrrverandi prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Spurður út í hvað knýi á um breytt fyrirkomulag í kringum úthlutun fiskveiðiheimilda, fyrst slíku kerfi sé ekki ætlað að skila meiri tekjum í rík- issjóðs, segir Daði Már að innköllun núverandi veiðiheimilda yfir langt tímabil, þar sem hægt væri að bjóða þær upp í kjölfarið, sé líklegri til þess að tryggja sátt um sjávarútveginn. Þá sé heppilegra að semja við útgerð- ina til langs tíma og tryggja með því fyrirsjáanleika sem ekki fáist í núver- andi kerfi þar sem talsvert sé hringl- að með aðferðafræði við útreikning auðlindagjaldsins. Uppstokkun ekki heillavænleg Ragnar benti á að hugmyndir Daða Más væru hógværari en margar þær sem haldið er á lofti um umbyltingu fiskveiðistjórnunarkerfisins á Íslandi. Sérstaklega fagnaði hann því að Daði boðaði ekki frekari gjaldtöku á at- vinnugreinina þótt hann væri ósam- mála þeirri fullyrðingu að nauðsyn- legt væri að stokka kerfið upp. Sagði hann nær að stjórnmálamenn út- skýrðu fyrir fólki eðli kerfisins og tryggðu stöðugleika greinarinnar með því að hrófla ekki við því í meg- inatriðum. Benti hann auk þess á að samkeppni hefði aukist mjög á helstu og verðmætustu mörkuðum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Því drægi skattlagning í hvaða formi sem hún er úr getu greinarinnar til þess að viðhalda stöðu sinni á fyrrnefndum mörkuðum. Skattlagning grein- arinnar drægi því úr möguleikum þjóðarbúsins til þess að gera sér sem mestan mat úr auðlindinni. Nýverið birtu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skýrslu sem Ragnar Árnason vann fyrir þau og var eins- konar „uppfærsla“ á ríflega 10 ára gamalli skýrslu Daða Más sem unnin var fyrir tilhlutan starfshóps um mögulega endurskoðun á fiskveiði- stjórnunarkerfinu íslenska. Þar kemst Ragnar að þeirri niðurstöðu, líkt og Daði Már, að innköllun afla- heimilda fæli í sér eignaupptöku. Spurður út í það hvort það gæti ekki bakað ríkisvaldinu tjón að inn- kalla heimildirnar, segir Daði Már að margt bendi til að svo sé ekki í pott- inn búið. „Skattheimta felur einnig í sér eignaupptöku […] það er réttur rík- isins að koma þannig fram við með- borgarana,“ segir Daði Már og bend- ir einnig á að útgerðarfyrirtækin hafi setið undir því á umliðnum áratugum að aflaheimildir hafi verið „nagaðar“ af þeim og til ráðstöfunar í öðrum kerfum, ekki síst smábátakerfinu. „Það er ekki þannig að kerfið hafi varið þessi réttindi neitt sérstaklega vel.“ Spurður út í hvort þá hafi skapast hefð fyrir inngripum í formi eigna- upptöku svarar hann: „Það er greinilega mögulegt.“ Nýtt kerfi skili ekki meiri tekjum - Varaformaður Viðreisnar segir nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi ekki munu skila meiri tekjum í ríkis- sjóð - Samkeppnisumhverfi sjávarútvegs sífellt harðvítugra, m.a. vegna vaxtar fiskeldis erlendis Málefni dagsins Daði Már og Ragnar hafa báðir rannsakað og skrifað mikið um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.