Morgunblaðið - 15.07.2021, Page 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021
Þegar nóttin sýnir klærnar
eftir Ólaf Unnsteinsson
Nýr, íslenskur tryllir sem fær hárin til að rísa. Sagan
gerist að mestu leyti í Mosfellsbænum – nánar tiltekið í
Kvosinni – sem nú er vettvangur dularfullra atburða og
hryllilegra morða.
Skelfingin
eftirYrsa Daley-Ward
Hispurslaus og óvægin – en jafnframt ljóðræn og
einstaklega vel skrifuð – reynslusaga sem veitir lesand-
anum innsýn í heim eiturlyfja, vændis og mannlegs
breyskleika.
Nýjar bækur frá
Fást í verslunum Pennans-Eymundssonar
og Forlagsins, penninn.is og forlagid.is
Riga miðaldaborg frá 12. öld.
Gamli tíminn og nýi mætast í borg sem ekki
á sinn líka. Miðstöð menningar og lista við
Eystrsaltið.
Vissir þú að Riga er ein mesta Jólaborg Evrópu ?
Fyrsta jólatréð í heiminum sem var skreytt, var í
Riga fyrir rúmum 500 árum eða árið 1510.
Aðventutíminn er svo sannarlega rétti tíminn til
að heimsækja Riga þar sem stór hluti borgar-
innar hefur verið skreyttur og skapar einstakt
andrúmsloft sem fangar alla sem þangað koma á
þessum tíma ársins.
Jólamarkaðir eru í gamla sögulega hluta borgar-
innar en sá hluti er á minjaskrá UNESCO.
Síðast en ekki síst má nefna allar verslunar-
miðstöðvarnar og aðrar verslanirnar sem kaup-
þyrstir íslendingar ættu ekki að láta fram hjá
sér fara. Þar má finna gæðavörur, merkjavörur,
allt það sem fólk er vant frá Íslandi og meira til.
Gerðu góð kaup fyrir jólin
Síðumúli 29, 108 Reykjavík | Sími 588 8900
info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
.
Aðventuferð tilRiga
Innifalið: Flug ásamt
öllum sköttum og
gjöldum, hótel með
morgunmat, akstur
til og frá flugvelli,
innlendur farastjóri.
95.600
á mann í 2ja manna
herbergi
26. til 29. nóvember og
3. til 6. desember 2021
Jólahátíðin í Riga
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
„Þetta er að ákveðnu leyti endur-
speglun á hvernig kerfið er vanmátt-
ugt að takast á við mál af þessu tagi
og koma til móts við þolendur,“ segir
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræð-
ingur og prófessor við Háskóla Ís-
lands, varðandi umræðuna í sam-
félaginu um
metoo-byltinguna
og ásakanir um
kynferðisofbeldi
á samfélagsmiðl-
um. Ingólfur Þór-
arinsson, betur
þekktur sem Ingó
Veðurguð, og lög-
maður hans Vil-
hjálmur Hans
Vilhjálmsson hafa
kært til lögreglu
32 nafnlausar sögur sem Tiktok-hóp-
urinn Öfgar birti. Í sögunum er Ing-
ólfur sakaður um kynferðisofbeldi og
áreitni. Hann krefst þess að þeim
sem standi á bak við þessar sögur
verði refsað fyrir ærumeiðingar. Þá
hafa fimm einstaklingar fengið
kröfubréf þar sem farið er fram á
miskabætur og afsökunarbeiðni
vegna ummæla sem látin voru falla á
netinu eða í fréttum sem birtust í
fjölmiðlum.
„Það er ekki nokkur leið fyrir okk-
ur að segja til um hvað sé í sjálfu sér
þarna á ferðinni. Þetta er eitthvað
sem gerist á milli tveggja einstak-
linga fyrst og fremst. Öllu grautað
saman í umræðunni, sumt alvarleg
brot, en annað mögulega frekar
ámælisvert eða siðferðislega rangt
og er óþægileg lífsreynsla sem fólk
er ekki endilega að kæra,“ segir
Helgi og nefnir í því samhengi alla
umræðuna um hvernig réttarkerfið
sé í stakk búið til að takast á við slík
mál. „Staðan er nú þannig að margir
vilja frekar bíta á jaxlinn og láta
þetta yfir sig ganga en að stíga fram
í réttarkerfinu. Þessir þolendur hafa
því fundið annan farveg sem er hluti
af þessari samskiptabylgju, metoo,
þar sem þeir geta tjáð sína reynslu
sem þeir töldu sig ekki geta gert áð-
ur, en þá var kannski enginn vett-
vangur til þess,“ segir Helgi og bætir
við að þolendur upplifi réttarkerfið
vanmáttugt til að taka á reynslu
þeirra. „Að sumu leyti er því kominn
nýr farvegur til þess að stíga fram í
kjölfar metoo. Við viljum aftur á
móti ekki sjá málum háttað á þessum
grundvelli sem blasir við okkur
núna, þetta er ekki réttarríkið sem
við sjáum fyrir okkur í siðuðu sam-
félagi. Að hópur einstaklinga taki sig
saman gegn einum nafngreindum
einstaklingi með aðstoð samfélags-
miðla þar sem aðeins önnur hliðin
kemur fram og ekki er unnt að svara
fyrir ásakanirnar. Við viljum að þeg-
ar mál af þessu tagi koma upp séu
þau uppi á yfirborðinu og jafnræðis
gætt. Maður skilur þolendur samt
mjög vel því þeir virðast ekki sjá
annan farveg til að lýsa reynslu
sinni. Þetta segir okkur til um það
hvernig ferli mála af þessu tagi er
háttað í samfélaginu,“ segir Helgi,
það vanti viðunandi farveg fyrir þol-
endur til þess að leita réttar síns.
Lýsir ákveðnu varnarleysi
„Það er eitthvað að í meðferð mála
af þessu tagi og því þurfum við að líta
í eigin barm hvað það snertir. Þessi
staða núna lýsir ákveðnu varnar- og
máttleysi. Margir sitja inni með ein-
hverja óþægilega reynslu sem þeir
hafa ekki getað fundið farveg til þess
að koma á framfæri fyrr en núna,“
segir Helgi og telur mikilvægt að
koma til móts við þolendur af ýmsu
tagi vegna samskipta kynjanna og
annars slíks. „Þarna er einhver
reynsla sem æpir á mann að ekki sé
hægt að vinna úr í gegnum réttar-
kerfið, einkum vægari kynferðis-
brot. Réttarríkið er byggt á
ákveðnum meginreglum, sem kemur
svo í ljós að er mjög þröngt nálar-
auga fyrir reynslu einstaklinga af
þessu tagi þar sem til að mynda tveir
aðilar eigast við með ólíka upplifun.
Því veltir maður fyrir sér hvort það
vanti ekki eitthvert millistig,
ákveðna sáttamiðlun eða borgara-
legt úrræði, sem hægt er að leita til
án þess að fara beinlínis inn í þetta
hefðbundna réttarkerfi til þess að
leita sátta,“ segir Helgi og nefnir að
einnig vanti úrræði til stuðnings ger-
endum sem í flestum tilfellum eru
karlmenn í sambandi við samskipti
og annað slíkt. Helgi segir að lokum
að það sé mikilvægt að gæta jafn-
ræðis allra sem koma að málinu. „Að
sjálfsögðu á fólk að stíga fram með
slæma reynslu sem það hefur en það
hlýtur að vera betri farvegur en að
taka þann sem er ásakaður af lífi á
samfélagsmiðlum án þess að viðkom-
andi fái rönd við reist. Svo er mik-
ilvægt fyrir okkur að líta í eigin
barm, hefur ekki eitthvað brugðist
hjá okkur í samfélaginu gagnvart
málum af þessu tagi. Þetta hlýtur að
segja okkur að við þurfum að gera
enn betur, ekki bara varðandi máls-
meðferðina sjálfa, heldur ekki síður
varðandi samskipti kynjanna og eitr-
aða karlmennsku sem enn virðist því
miður gæta í of ríkum mæli.“
„Endurspeglar
vanmáttugt kerfi“
- Vantar ákveðið millistig fyrir þolendur kynferðisbrota
Morgunblaðið/Ernir
Metoo Ásakanir á netinu um kyn-
ferðisbrot eru nú áberandi.
Helgi
Gunnlaugsson
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Bæjarhátíðin Bryggjudagar á Þórs-
höfn er haldin um helgina og hefst í
dag. Þorpið færist í hátíðarbúning,
skrautlegir fánar prýða ljósastaura
og bæjarbúar skreyta hús og garða.
Fádæma veðurblíða hefur verið
um skeið og allt stefnir í sömu átt
um helgina. Dagskráin er fjölbreytt
og hefur Bryggjudaganefnd kapp-
kostað að hafa eitthvað við allra
hæfi. Í dag verður fyrirtækið EVA-
home með opnunarkynningu á starf-
semi sinni en í kvöld verður messa í
Sauðaneskirkju á Langanesi og tón-
leikar í kirkjunni að messu lokinni,
þar sem þau Jonni, Jitka og Kristín
flytja ljúfa tónlist.
Dorgveiðikeppni verður á bryggj-
unni á laugardagsmorgni og mikið líf
verður við íþróttahúsið: hoppukast-
ali, froðufjör og brunaslöngubolti, að
ógleymdu hinu vinsæla kassabíla-
ralli. Gönguferð á Flautafell heillar
eflaust göngugarpa en Ferðafélagið
Norðurslóð stendur fyrir henni á
laugardag og þann dag verður einn-
ig opnuð sýning í Sauðaneshúsi á
Langanesi, „Að sækja björg í björg“.
Hápunktur laugardagsins er stór-
dansleikur í Þórsveri fram eftir
nóttu.
Mikill áhugi er á Langanesþraut-
inni sem hefst á föstudaginn. Það er
áheitaþraut Ungmennafélags Lang-
nesinga og í þrautinni felst að hjóla
eða skokka frá Fontinum, ysta tanga
Langaness, til Þórshafnar, alls 50
km. Öflugt fólk hefur safnað í nokk-
ur lið sem byrjuð eru að safna áheit-
um en söfnunin er til uppbyggingar
á íþróttasvæðinu á Þórshöfn þar
sem hafnar eru framkvæmdir við
tartan-hlaupabraut. Aldurstakmark
er ekkert.
Ungmennafélagið stendur fyrir
öflugu og metnaðarfullu íþrótta-
starfi í byggðarlaginu og státar fé-
lagið m.a. af Íslandsmeisturum í
yngsta aldursflokki bæði í 60 og 600
metra hlaupi og einnig í langstökki.
UMFL og Langanesbyggð standa
saman að uppbyggingu íþróttasvæð-
isins og margir velunnarar styðja
íþróttastarfið. Áheitaliðin fjölmenna
væntanlega í íþróttahúsið eftir
þrautina en þar er í boði ramm-
íslensk kjötsúpa á vegum eldri borg-
ara.
Fólk er þegar farið að streyma í
bæinn en fjölmenni hefur verið á
tjaldstæðinu undanfarið í veðurblíð-
unni.
Leikhópurinn Lotta verður með
sýningu í skrúðgarðinum á sunnu-
daginn og alla helgina er opið í
Fræðasetri um forystufé en þar
stendur yfir ljósmyndasýning.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Bæjarhátíð Bæjarbúar hafa æft stíft fyrir Langanesþrautina á morgun.
Bryggjudagar að
hefjast á Þórshöfn