Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 12

Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is T íminn vinnur með þeirri þróun að ferðamenn greiði fyrir aðgang að vinsælum ferðamannastöðum,“ segir Jóhanna Hjartardóttir á Helgafelli í Helgafellssveit við Stykkishólm. Fjögur ár eru síðan byrjað var að innheimta gjald af þeim sem fara á fellið þar við bæinn. Sú sögn fylgir að þau sem ganga upp í fyrsta sinn fái þrjár ósk- ir sínar uppfylltar. Hefja skal göng- una við leiði Guðrúnar Ósvíf- ursdóttur í kirkjugarði Helgafellskirkju, þaðan skal ganga upp án þess að líta nokkru sinni til baka, mæla aldrei orð á leiðinni og fara loks með bænir sínar – á óska- stund – í rústum kapellu sem er efst á fellinu, sem er 73ja metra hátt. Helgafell er sá staður á landinu sem sterkastur átrúnaður fylgir að þessu leyti. Fleiri eru til, enda er landið fullt af helgisögum og ævintýrum af ýmsum toga. „Já, þessi átrúnaður hefur lengi verið við lýði. Auðvitað er allur gangur á því hvort óskir fólks ræt- ast. Sumir segja svo vera og hafa greint mér frá því og eru ánægðir með að svo hafi orðið,“ segir Jó- hanna. Viðhorfin eru jákvæðari Á degi hverjum yfir sumarið kemur alltaf fjöldi fólks að Helgafelli og fer í fjallgöngu. Því fylgir eðlilega álag á umhverfi staðarins; gras hef- ur troðist niður, þurft hefur að setja upp gangstíga, tröppur og alllangt er síðan salernisaðstöðu var komið upp nærri bílastæðunum við fjallið. Af þessu hafa landeigendur á Helgafelli, Jóhanna og Hjörtur Hin- riksson, faðir hennar, haft nokkurn kostnað án þess að fá stuðning úr opinberum sjóðum á móti. „Við urð- um að hefja innheimtu lágmarks- gjalds af ferðamönnum sem hingað koma. Þetta eru 400 kr. á mann, sem er mjög hóflegt,“ segir Jóhanna. „Fyrst þegar við byrjuðum að rukka voru viðbrögð Íslendinga sterk og neikvæð. Fólk fannst fráleitt að greiða fyrir afnot af náttúru og landi, þótt í einkaeigu væri. Nú eru viðhorfin önnur og jákvæðari. Bandaríkjamönnum t.d. finnst þetta ekkert mál, enda er rík hefð fyrir umhverfisgjöldum og ferðamanna- tollum þar vestra, til dæmis í þjóð- görðum þar.“ Óskastundin er ekki ókeypis Töfrar! Ferðmenn greiða 400 kr. þegar gengið er á Helgafell hjá Stykkis- hólmi. Draumarnir verða oft að veruleika. Flestir greiða sáttir, ekki síst Bandaríkjamenn. Morgunblaðið/Björn Jóhann Áfangastaður Hið helga fjall sem svo margir ganga á. Minjagripasala er í litla húsinu sem stendur í brekkurótunum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Helgfellingar Hjörtur Hinriksson bóndi og Jóhanna dóttir hans. Söguganga verð- ur í Heiðmörk í kvöld, fimmtu- daginn 15. júlí, og verður lagt upp kl. 18 frá svonefndu Borgarstjóraplani sem er norðarlega á svæðinu. Kári Gylfason verður sögumaður í ferð- inni og greinir frá upphafi og þróun skógræktarstarfs í Heiðmörk sem hófst árið 1950. Ferðafélag Íslands og Skógræktarfélag Reykjavíkur gangast fyrir fjórum skógargöngum í sumar – þremur í Heiðmörk og þeirri fjórðu við Rauðavatn. Skógargöng- urnar eru í léttara lagi, tveggja til þriggja klukkutíma langar. Fróðleikur í Heiðmörk Söguganga Horft yfir Hjalla- dal í Heiðmörk. Sumaropnun í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar tekur gildi í dag og verður opið fjóra daga í viku til 5. september. Til- valið er, segir í til- kynningu, fyrir fólk að taka sér far upp að Strýtu- skála með stóla- lyftunni Fjarkanum en þaðan er gönguleið upp á brún Hlíðarfjalls. Hægt er að taka reiðhjól með sér í stólalyftuna en margar skemmtilegar leiðir eru á svæðinu. Fjarkinn er í gangi á fimmtu- og föstudögum kl. 17-21, á laugardögum kl. 10-18 og sunnudaga 10-16. Hlíðarfjall við Akureyri Fjall og Fjarki Leikur og líf í lausu lofti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.