Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 22
22 FRÉTTIR
Tækni
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021
Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is
LÉTTU ÞÉR LÍFIÐ
Fagfólk STOÐAR veitir
nánari upplýsingar
og ráðgjöf.
Fjölbreytt úrval göngugrinda
sem auka öryggi og tækifæri
til hreyfingar og útivistar
Verð frá 39.800,-
FRÉTTASKÝRING
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Það var rafmagnað andrúmsloftið í
Shanghai annan dag nóvembermán-
aðar 2015. Fjölda fólks dreif að flug-
skýli í útjaðri borgarinnar og eft-
irvæntingin skein úr augum fólks.
Tilefnið var enda ekki smátt í snið-
um. Þar fékk umheimurinn í fyrsta
sinn að líta augum farþegaþotuna
C919 sem þá hafði verið í smiðum í
tæpan áratug.
Enn hefur vélin ekki verið tekin í
þjónustu flugfélaga en sú stund
nálgast óðfluga. Talið er víst að kín-
versk stjórnvöld muni veita vélinni
flughæfnisskírteini áður en langt um
líður. Og nú er gert ráð fyrir að
China Eastern Airlines muni veita
fyrstu vélinni viðtöku fyrir lok árs.
Það markar tímamót þar sem tveir
risar hafa síðustu einokað markað-
inn með stærri farþegaþotur hinn
bandaríski Boeing og evrópski Air-
bus.
Greiningaraðilir eru á einu máli
um að C919 muni ekki ógna stöðu
fyrrnefndra risa á allra næstu árum
en að vélin undirstriki þá staðreynd
að Kínverjar ætla ekki að láta Vest-
urlöndum markaðinn eftir til langr-
ar framtíðar. Ef það er eitthvað sem
kínverski drekinn býr yfir, þá er það
þolinmæði og áætlanir til langrar
framtíðar.
COMAC frá 2008
Það var árið 2008 sem yfirvöld í
Kína stofnuðu flugvélaframleiðand-
ann Commercial Aircraft Corpor-
ation of China. Tók félagið við fyrri
verkefnum stjórnvalda á sviði
flugvélaþróunar og undir lok stofn-
ársins þandi farþegavél af gerðinni
ARJ21 hreyfla sína í fyrsta sinn í
jómfrúarflugi sínu. Er þar um að
ræða smáþotu sem tekur 78-90
manns í sæti og hafa um 70 slíkar
vélar verið afhentar 23 viðskiptavin-
um á síðustu árum. Samkvæmt upp-
lýsingum frá COMAC hafa 616
pantanir borist í vélar af þessu tagi.
ARJ21-vélin etur kappi við fleiri
framleiðendur en C919 er ætlað að
gera enda nokkrir framleiðendur að
vélum í stærðarflokkinum sem tekur
um eða undir 100 farþega. Þegar
fram líða stundir gæti C919 tekið
slaginn við vélar á borð við A320 úr
smiðju Airbus og MAX-vélarnar frá
Boeing. Líta menn þar ekki síst til
innanlandseftirspurnar í Kína. Taki
stjórnvöld þar í landi ákvörðun um
að láta kínversk flugfélög velja C919
vélina fram yfir þær sem keppinaut-
arnir framleiða gæti það bæði skotið
traustum stoðum undir framleiðslu
COMAC en einnig valdið miklum
búsifjum fyrir Airbus og Boeing.
Síðarnefnda fyrirtækið hefur gefið
það út að kínverski markaðurinn
muni þurfa 9.360 farþegavélar á
næstu tveimur áratugum en það er
fimmtungur væntrar eftirspurnar í
heiminum öllum. Jafnvel þótt ekkert
fyrirtæki utan Kína myndi veðja á
C919 — vélin er alls ekki eins hag-
kvæm í rekstri og A320 og MAX —
þá er kínverski markaðurinn það
stór að hann skiptir máli í öllu sam-
hengi.
Þúsundir milljarða til verksins
Það hefur ekki reynst ódýrt æv-
intýri að höggva í þotumarkaðinn
með þeim hætti sem Kínverjar hafa
gert. Þannig sagði Scott Kennedy,
sérfræðingur hjá Center for Strate-
gic and International Studies í
Washington í samtali við fréttastofu
AFP í lok júní að kínversk stjórn-
völd hefðu nú þegar lagt einhvers-
staðar á bilinu 49-72 milljarða doll-
ara í þróun C919, jafnvirði 6.000 til
9.000 milljarða króna. Er það mun
meiri fjárhæð en sem nemur rík-
isstyrkjum til handa Airbus og Bo-
eing yfir sama tímabil.
Enn sem komið er býr kínverska
hagkerfið ekki yfir nægilegri þekk-
ingu til þess að smíða frá grunni vél
á borð við C919. Þannig sækir CO-
MAC marga af mikilvægustu íhlut-
unum í vélina til framleiðenda utan
Kína.
Bendir fyrrnefndur Kennedy á að
82 birgjar þjónusti framleiðandann
við smíðina en af þeim séu aðeins 14
kínverskir. Vængir og skrokkur eru
smíðaðir í Kína en lendingarbúnað-
ur, hugbúnaður ásamt hreyflum
koma frá framleiðendum á borð við
CFM, Honeywell, General Electric
og Rockwell Collins. Jafnt og þétt
mun þekkingin þó aukast innan-
lands og á komandi áratugum er
gert ráð fyrir að fleiri fyrirtæki
muni spretta upp innan Kína sem
geti þjónustað COMAC með flókn-
ari þætti framleiðslunnar.
Næstu skref
Sérfræðingar og samkeppnisaðil-
ar fylgjast náið með þróun mála á
vettvangi kínverska flugdrekans og
hefur Guillaume Faury, forstjóri
Airbus m.a. viðurkennt að fyrirtæki
hans og Boeing geti ekki litið fram
hjá koma COMAC á markaðinn.
Kínverjar eiga þó enn eftir að
sigrast á mörgum hindrunum áður
en C919 tekur að renna út af færi-
bandi framleiðandans í Shanghai.
Það tekur langan tíma að koma
framleiðslugetu á jafn flóknum bún-
aði og þessum í gagnið. Þá benti
Rob Morris, sérfræðingur hjá ráð-
gjafarfyrirtækinu Ascend by Ciri-
um, á það í viðtali við Financial
Timaes að rekstur og viðhald flug-
véla væri ekki síður áskorun en
framleiðslan.
„Velgengni á sviði farþegaflug-
vélaframleiðslu snýst ekki aðeins
um getuna til að hanna, framleiða og
afhenda flugvélar heldur einnig get-
una til að styðja öllum stundum árs-
ins við rekstur vélanna út og í gegn-
um allan líftíma þeirra.“
Drekinn mikli hefur sig til flugs
- Kínverjar gera strandhögg á flugvélamarkaðnum - Meira en 1.000 pantanir liggja fyrir í nýja farþega-
þotu sem tekur allt að 168 farþega - Sækir búnað og tækni til rótgróinna framleiðenda á Vesturlöndum
COMAC C919 Jómfrúarflug vélarinnar náðist á mynd í maí 2017 og síðan hefur vélin verið í stöðugum prófunum. Senn verður fyrsta vélin afhent kaupanda
og þá mun fyrst koma í ljós hvort COMAC búi yfir þeim styrk sem talinn er þurfa til þess að framleiða og þjónusta jafn flókinn tæknibúnað og þotur eru.
COMAC C919
» Tekur 158-168 farþega í sæti
» Vélin er 38,9 metrar að lengd
» Vænghafið er 35,8 metrar
» Knúin áfram með tveimur
CFM LEAP-1C hreyflum
» Jómfrúarflugið var í maí 2017
» Gert er ráð fyrir fyrstu af-
hendingu fyrir lok árs
» COMAC hefur fengið yfir
1.000 pantanir í vélina
Þótt COMAC leggi nú höfuðáherslu
á að koma C919-vélinni á markað
horfir fyrirtækið lengra inn í fram-
tíðina. Þannig hefur um langt skeið
verið á teikniborðinu breiðþota sem
fengið hefur viðurnefnið C929 og
mun vélin að líkindum verða fram-
leidd í samstarfi milli COMAC og
United Aircraft Corporation sem er
í meirihlutaeigu rússneska ríkisins.
Samkvæmt upplýsingum frá Kín-
verjum mun vélin taka 280 farþega
í sæti og drægni hennar verða um
12.000 km. Með því gæti skapast
samkeppni við breiðþotufram-
leiðslu Airbus og Boeing sem eng-
inn flugvélaframleiðandi hefur
snert á síðastliðna áratugi.
Þótt verkefnið sé komið á rek-
spöl, og hafi verið á teikniborði fyr-
irtækjanna frá árinu 2012, er ekki
gert ráð fyrir að vélin muni líta
dagsins ljós fyrr en árið 2025 og að
hún verði ekki opinberlega kynnt
fyrr en undir lok áratugarins. Líkt
og í tilfelli C919 búa ríkin tvö ekki
yfir tækni til þess að fullbúa vél af
þessu tagi og því hefur verið rætt
um að hreyflar vélarinnar muni
annaðhvort koma úr smiðju Rolls-
Royce eða General Electric.
Fyrirætlanir COMAC og UAC
gefa hins vegar til kynna að náð-
arár Boeing og Airbus séu senn að
baki. Fyrirtækin tvö hafa lengi elt
grátt silfur saman en „vopnahlé“
sem þau gerðu sín í milli fyrr á
árinu er kannski helsta merkið um
að nú sé risin ný ógn. Enn á ný birt-
ist hún í austri.
Tölvuteikning/COMAC
Flogið Comac 929 verður engin smásmíði ef hún kemst af teikniborðinu.
Breiðþota á teikniborði
Kínverja og Rússa