Morgunblaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021
Yfirvöld í Ástralíu hafa framlengt
útgöngubann í stórborginni Sydney í
að minnsta kosti tvær vikur en bann-
inu átti að ljúka á morgun.
Nú þegar hefur útgöngubann ver-
ið í borginni í þrjár vikur en Delta-
afbrigði Covid-19 hefur herjað á
borgina. Síðustu daga hafa greinst
tæplega 100 ný smit daglega en
Ástralir hafa hlotið mikið lof fyrir
gott gengi í meðhöndlun á faraldr-
inum.
Stefna yfirvalda í Nýja Suður-
Wales, þar sem Sidney er að finna,
er á þá leið að takmörkunum verði
ekki aflétt fyrr en fjöldi nýrra smita
er kominn nær núlli. Er því ljóst að
núverandi takmarkanir munu gilda
til að minnsta kosti 30. júlí. Fólki er
heimilað að fara að heiman til að
stunda líkamsrækt, kaupa nauð-
synjavörur, vinna og fara til læknis
en skólar eru lokaðir og íbúar eru
hvattir til þess að halda sig heima.
10% fengið bólusetningu
„Ég skil vel að fólk hafi áhyggjur
og sé kvíðið, þar á meðal ég sjálf.
Ekkert af okkur vill vera í þessum
aðstæðum en það er okkar hlutverk
að halda samfélaginu öruggu,“ segir
Gladys Berjiklian, forsætisráðherra
Nýja Suður-Wales. Hún segist einn-
ig skilja vel gagnrýni á útgöngu-
bannið en að ákvörðunin sé tekin á
grundvelli ráðgjafar sérfræðinga í
heilbrigðismálum.
Einungis um 10% af Áströlum
hafa fengið bólusetningu gegn veir-
unni. Síðan heimsfaraldurinn hófst
hafa meira en 31 þúsund tilfelli
greinst í Ástralíu og um 900 ein-
staklingar látist. urdur@mbl.is
AFP
Veira Útgöngubann heldur áfram í
Sidney næstu tvær vikurnar.
Enn útgöngu-
bann í Sidney
- Aflétta þegar engin smit greinast
119 einstaklingar eru nú í ein-
angrun með Covid-19-smit í Fær-
eyjum. Veiran hefur leikið lausum
hala á eyjunum undanfarna daga
en sjö greindust smitaðir í fyrra-
dag.
Ákveðið var í gær að aflýsa sum-
artónlistarhátíð sem halda átti í
byrjun ágúst.
Von er á Margréti Danadrottn-
ingu í heimsókn til Færeyja í dag ef
veður leyfir en ekki hefur viðrað til
flugferða í vikunni.
FÆREYJAR
Veiran leikur lausum
hala í Færeyjum
Smit 112 eru nú í einangrun.
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Að minnsta kosti 72 eru látnir eftir
óeirðir í Suður-Afríku. Óeirðirnar
hafa staðið yfir frá því í síðustu viku
eftir að Jacob Zuma, fyrrverandi for-
seti landsins, var fangeslaður. Yfir
1.300 manns hafa verið handteknir.
Zuma, sem er 79 ára, var dæmdur
til fimmtán mánaða fangelsisvistar
fyrir að sýna dómstólum lítilsvirð-
ingu en hann sætir ákæru fyrir spill-
ingarmál í forsetatíð sinni, frá 2009 til
2014. Zuma gaf sig fram við lögreglu í
síðustu viku en stuðningsmenn hans
segja dóminn vera nornaveiðir og
hvöttu til mótmæla sem hafa stig-
magnast með miklu ofbeldi og því
breyst í óeirðir.
Óeirðirnar hófust í heimahéraði
Zuma, KwaZulu-Natal, en hafa
breiðst út víða, meðal annars til Jó-
hannesarborgar. Þar létust tíu
manns eftir troðning í verslunarmið-
stöð í úthverfinu Soweto.
Ræna og rupla
Mótmælendur hafa látið óánægju
sína í ljós með ýmsum hætti, eldar
hafa verið kveiktir, þjóðvegum lokað
en þjófnaður og skemmdarverk hafa
verið mest áberandi. Yfirvöld kölluðu
eftir aðstoð hersins til að halda mót-
mælendum í skefjum en þau óttast nú
skort á matvælum og eldsneyti, þá
sérstaklega til fátækari svæða. Þau
biðla til almennings að taka ekki lögin
í eigin hendur.
„Vandamálið hefst þegar fólk fer
sjálft og skýtur aðra. Það er sama
réttlæti og mafían notast við. Örygg-
ið hverfur þegar fólk tekur lögin í eig-
in hendur,“ segir Bheki Cele, lög-
regluráðherra Suður-Afríku.
Konungur Zulu-ættbálksins, Misu-
zulu Zulu, segir óeirðirnar færa þjóð-
inni mikla skömm.
Raskar dreifingu bólefna
Cyril Ramaphosa, forseti landsins,
hefur lýst ofbeldinu sem því versta
sem íbúar Suður-Afríku hafa upplifað
síðan aðskilnaðarstefnu stjórnvalda á
milli hvítra og svartra lauk árið 1990.
Óeirðirnar standa yfir á sama tíma
og bylgja kórónuveirufaraldursins
geisar. Á hverjum degi látast um 600
manns í Suður-Afríku af veirunni og
hafa óeirðirnar raskað dreifingu á
bóluefni. Alls hafa um 2 milljónir
smitast af veirunni og 65 þúsund lát-
ist af völdum hennar.
72 látnir í óeirðum í Suður-Afríku
- Mótmæla fangelsun fyrrverandi forsetans - Yfir 1.300 handteknir - Kveikja elda, loka þjóðvegum,
stela og fremja skemmdarverk - Mesta ofbeldi í landinu síðan aðskilnaðarstefnan var afnumin
AFP
Ringulreið Yfirvöld kölluðu eftir aðstoð hersins til að ráða við óeirðirnar.
Í gær voru fimm ár liðin frá því að
19 tonna vörubíl var ekið inn í mik-
inn mannfjölda sem var saman
kominn til að fagna bastilludeg-
inum, þjóðhátíðardegi Frakka, við
strandgötu í borginni Nice í Frakk-
landi.
Alls létu 86 lífið, þar af tíu börn,
og hátt í 500 slösuðust, margir lífs-
hættulega. Atvikið, sem virtist við
fyrstu sýn hafa verið slys, reyndist
skipulögð árás á mannfjöldann af
íslamska ríkinu. Að sögn sjónar-
votta sveigði bílstjórinn, Mohamed
Lahouaiej-Bouhlel, til og frá á göt-
unni til að hæfa sem flesta sem á
vegi hans urðu. Þegar út úr bílnum
var komið hóf maðurinn skotárás á
fólksfjöldann þar til hann var sjálf-
ur skotinn til bana á vettvangi af
lögreglu.
Minnast fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar
Fimm ár lið-
in frá árás-
inni í Nice
AFP