Morgunblaðið - 15.07.2021, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Í Suður-Afríku
ríkir glundroði.
Í gær höfðu
óeirðir staðið í sex
daga samfleytt. 72
höfðu látið lífið svo
vitað væri og rúm-
lega 1.200 manns
verið varpað í fang-
elsi. Fólk hefur farið
um verslunarkjarna með ránum
og gripdeildum, samgöngur eru í
molum og ástandið er farið að
hafa áhrif í iðnaði og landbúnaði.
Óttast er að skortur geti orðið á
mat og eldsneyti.
Í þokkabót geisar kórónuveiru-
faraldurinn sem aldrei fyrr í Suð-
ur-Afríku og í gær létust þar 633
af völdum veirunnar. Þá er óttast
að ástandið gæti riðið á slig bólu-
setningarherferð sem var að kom-
ast á skrið.
Óeirðirnar blossuðu upp eftir
að Jacob Zuma, fyrrverandi for-
seti landsins, gaf sig fram til að
afplána 15 mánaða dóm fyrir að
neita að svara spurningum rann-
sóknarnefndar um spillingu í for-
setatíð hans. Zuma gaf sig fram
sjálfviljugur skömmu áður en
frestur til þess rann út. Var mörg-
um létt að hann skyldi ekki láta
sækja sig með valdi og vonuðu að
þá myndi ekki skerast í odda, en
það var öðru nær.
Þótt fangelsun Zuma hafi verið
kveikjan að róstunum snúast
óeirðirnar ekki um hann. Alda
glæpa og ofbeldis fer nú um land-
ið og þeir sem minnst mega sín
munu fara verst út úr óöldinni.
Um þessar mundir á sér stað
uppgjör í Afríska þjóðarráðinu,
sem ráðið hefur lögum og lofum í
stjórnmálum í Suður-Afríku frá
því að aðskilnaðarstefnan leið
undir lok. Flokkurinn leiddi á sín-
um tíma baráttuna gegn hvíta
minnihlutanum í landinu. Hann
var bannaður og leiðtogar hans
hröktust ýmist í útlegð eða var
varpað í fangelsi.
Aðskilnaðarstefnan leið undir
lok í byrjun tíunda áratugarins
eftir að hafa verið formlega við
lýði frá 1948. Árið 1994 varð Nel-
son Mandela, sem setið hafði 27
ár í fangelsi fyrir baráttu sína
gegn aðskilnaðarstefnunni, fyrsti
svarti forseti landsins eftir sigur
Afríska þjóðarráðsins í fyrstu
kosningunum sem opnar voru öll-
um íbúum landsins óháð litarafti.
Mandela var mikilhæfur
stjórnmálamaður og var það ekki
síst fyrir skörungsskap hans og
stjórnvisku að það tókst að af-
nema ómannúðlega stjórnarhætti
hvíta minnihlutans með áherslu á
fyrirgefningu og sátt og koma
þannig í veg fyrir að allt færi í bál
og brand. Hann ávann sér virð-
ingu um allan heim meðan hann
sat í fangelsi og ekki minnkaði
vegur hans eftir að hann varð for-
seti.
Þegar hvíti minnihlutinn fór frá
voru öllum tryggð jöfn pólitísk
réttindi, en eftir stóð hið efna-
hagslega misrétti. Auður landsins
var áfram í höndum hvíta minni-
hlutans. Þremur áratugum síðar
er staðan sú að óvíða er munurinn
milli ríkra og fá-
tækra jafn mikill að
mati Alþjóðabank-
ans og þrír af hverj-
um fimm búa við fá-
tækt. Ofbeldi er
viðvarandi og tíðni
morða með því
hæsta sem gerist eða
35,8 á hverja 100
þúsund íbúa. Kórónuveiran hefur
haft skelfileg áhrif. Öllu var skellt
í lás til að stöðva útbreiðslu veir-
unnar. Talið er að í fyrra hafi
efnahagur landsins dregist saman
um 7% og fór atvinnuleysi í 32,6%
á fyrsta fjórðungi þessa árs.
Afríska þjóðarráðið hefur verið
einrátt í Suður-Afríku frá því að
aðskilnaðarstefnan leið undir lok.
Flokkurinn lifir vitaskuld á að
hafa leitt baráttuna gegn hvíta
minnihlutanum, en einokun á póli-
tísku valdi hefur ekki verið hon-
um holl. Spilling hefur sett mark
sitt á flokkinn og um hana snýst
yfirstandandi uppgjör.
Jacob Zuma er einn af foringj-
unum úr baráttu Afríska þjóðar-
ráðsins á tímum aðskilnaðarstefn-
unnar. Hann sat í fangelsi á
Robben-eyju líkt og Mandela.
Zuma varð forseti 2009 og sagðist
ætla að berjast gegn fátækt. 2018
setti flokkurinn hann af vegna
spillingar og Cyril Ramaphosa
tók við af honum.
Zuma og hirð hans er gefið að
sök að hafa dregið sér óheyrilegt
fé. Ramaphosa heldur fram að
Zuma hafi kostað Suður-Afríku
500 milljarða suðurafrískra randa
eða rúmar fjórar billjónir króna,
sem slagar hátt í heildareignir ís-
lensku lífeyrissjóðanna.
Ramaphosa vill uppræta spill-
ingu í flokknum og nýtur mikils
stuðnings, en þarf þó að eiga við
þá í flokknum, sem leggja áherslu
á arfleifðina frá tímum aðskiln-
aðarstefnunnar og líta svo á að
verið sé að sverta flokkinn. Einn
stuðningsmaður Zuma gekk svo
langt að líkja ástandinu nú við
yfirráðatíma hvíta minnihlutans.
Á tímum aðskilnaðarstefnunnar
hefði verið reynt að þagga niður í
fólki og senda það í útlegð og það
sama gerðist nú.
Ofbeldið nú hefur ekki orðið til
þess að forustumenn úr Afríska
þjóðarráðinu hafi stigið fram til
varnar Zuma. Það kann að vera að
Afríska þjóðarráðinu takist að
halda pólitískum ítökum sínum í
sveitarstjórnarkosningunum í
haust og almennum kosningum
eftir þrjú ár. Það yrði þó ekki síst
út af því að ekki hefur orðið til
neitt pólitískt mótvægi við það,
sem bógur er í. Það er hins vegar
áfall fyrir Afríska þjóðarráðið að
nú þurfi að kalla á herinn til full-
tingis lögreglu við að stöðva róst-
urnar í landinu og beita vopnum
gegn fólkinu sem það áður barðist
fyrir. Það er ekki síður áfall fyrir
flokkinn að á tæpum þremur ára-
tugum við völd hafi ekki tekist að
gera meira til að draga úr fátækt í
einu iðnvæddasta og auðugasta
ríki álfunnar. Mikið veltur á því
hvernig nú tekst að lægja öld-
urnar.
Áfall fyrir Afríska
þjóðarráðið að ekki
hafi tekist að gera
meira til að draga úr
fátækt í langri
valdatíð þess}
Óöld í Suður-Afríku
Þ
etta er ákveðinn endahnútur á að
þetta verði að veruleika,“ sagði
Sigurður Ingi Jóhannsson þegar
hann skrifaði undir samkomulag
við Dag B. Eggertsson borgar-
stjóra. Ráðherrann bætti við að ráðuneyti
hans hafi unnið hörðum höndum allt kjör-
tímabilið við að koma Sundabraut á dagskrá.
„Sundabraut mun dreifa álagi, leysa umferð-
arhnúta og verður gríðarleg samgöngubót
fyrir alla þá sem ferðast til og frá höfuðborg-
arsvæðinu – og fyrir alla ferðamáta. Brúin
verður aðgengileg fyrir gangandi og hjólandi
og verður kennileiti borgarinnar. … Sunda-
brautin er efst á verkefnalistanum mínum.
Við kynntum legu brautarinnar í byrjun febr-
úar.“
Margir urðu spenntir að heyra að nú væri
kominn „ákveðinn endahnútur“ á þetta mál sem hefur
verið á dagskrá í nærri 40 ár. Samkvæmt ráðherranum
liggur fyrir að brautin liggi um brú. Nánast allt klárt.
Nánari skoðun bendir þó til þess að þetta sé hvorki
„ákveðið“ né „endahnútur“. Orðabókin segir að enda-
hnútur sé að „ljúka verkinu að fullu“. Samkvæmt ráð-
herranum „gætu“ framkvæmdir hafist eftir fimm ár.
Skoðum „samkomulagið“ betur. Í viðtali við mbl.is
segir Sigurður Ingi: „Þessi viljayfirlýsing [ekki sam-
komulag?] okkar borgarstjórans í dag staðfestir sameig-
inlega sýn, að nú sé komin fram þessi leið, valkostir sem
eru uppi og hvaða verkefni eru næst.“
Næstu skref samkvæmt yfirlýsingunni eru:
1. Félagshagfræðileg greining á þverun Kleppsvíkur.
2. Að henni lokinni verði hafist handa við að
undirbúa breytingar á aðalskipulagi borg-
arinnar, sem feli í sér endanlegt leiðarval
Sundabrautar.
3. Rýni á öllum umhverfisþáttum.
4. Rýni á mótvægisaðgerðum vegna hugs-
anlegra neikvæðra áhrifa af umferð fyrir
nærliggjandi hverfi.
5. Skoðaðar líklegar breytingar á dreifingu
umferðar.
6. Samtal við íbúa og aðra hagaðila.
7. Áframhaldandi hönnun.
8. Undirbúningur o.s.frv.
Dagur borgarstjóri er skýrmæltur að
venju: „Ég fagna þessari yfirlýsingu. Það er
mikilvægt að leiðarval og undirbúningur
Sundabrautar sé í traustum og góðum farvegi
og að verkefnið sé unnið í víðtæku samráði.
Þessi yfirlýsing tryggir það og undirstrikar mikilvægi
samráðs við íbúa og hagsmunaaðila í næstu skrefum.
Sundagöng og Sundabrú eru áfram meginvalkostirnir. Í
kjölfar félagshagfræðilegrar greiningar tekur við frekari
samanburður og rýni á öllum umhverfisþáttum og mót-
vægisaðgerðum vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa af
umferð fyrir nærliggjandi hverfi.“
Sagt er að munnlegt samkomulag sé ekki pappírsins
virði. Viljayfirlýsingar eru enn minna virði.
„Það er mikil vinna fram undan þó að grafan birtist
kannski ekki fyrr en árið 2026,“ segir Sigurður Ingi.
Kannski birtist hún aldrei.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Sundabraut eða sýndarbraut?
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Í
eina tíð entust heimilistæki
svo að segja endalaust, ryk-
sugur soguðu áratugum sam-
an, ísskápar gengu í erfðir og
reka mátti niður tjaldhæla með far-
símum. Nú er allt með öðrum brag,
ekkert endist lengur en ábyrgðin og
þegar kemur að því að gera við kost-
ar það álíka mikið eða meira en ný
tæki. Ef hægt er að gera við þau
yfirleitt.
Ekki hefur orðið minni tæknibylt-
ing í framleiðslu á raftækjum en í
tækjunum sjálfum, plast leysir af
málma og lím skrúfur og verður æ
erfiðara að taka tækin í sundur til að
gera við þau. Þegar við bætist að
mörg eru þau með innbyggða eins-
konar smátölvu til að stýra græjunni
er þar komið meira sem getur bilað
og er erfitt eða ógerningur að gera
við. Ekki bætir svo úr skák þegar
framleiðendur gera viðgerð-
armönnum jafnvel erfitt fyrir.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna,
undirritaði nýverið tilskipun sem
sneri að réttinum til að gera við, eins
og það var orðað, en í því felst að
framleiðendur tækja, bílar og drátt-
arvélar þar meðtalin, mega ekki
hanna tækin svo að ógerningur sé að
gera við þau. Aðallega snýr þessi til-
skipun að dráttarvélaframleið-
endum vestan hafs, enda hefur sá
stærsti í þeim efnum, John Deere,
komið í veg fyrir að hægt sé að gera
við vélarnar nema hjá viðurkennd-
um verkstæðum. Tilskipunin er þó
einnig túlkuð svo að framleiðendur
annarra tækja, til að mynda farsíma,
þvottavéla, ísskápa og sjónvarps-
tækja, þurfi að bregðast við.
Þing Evrópusambandsins sam-
þykkti álíka reglugerð fyrir stuttu,
en hún á að gera tækjaeigendum
auðveldara að gera við tæki eins og
farsíma, fartölvur og spjaldtölvur.
Framleiðendum er einnig bannað að
stytta líftíma tækja vísvitandi og
þurfa að tryggja að hægt sé að gera
við tæki eins og þvottavélar, upp-
þvottavélar, ísskápa, sjónvarpstæki
og hárþurrkur í áratug hið minnsta,
en með því er átt við að varahlutir
og handbækur verði tiltæk þann
tíma. Einnig hafa sum baráttu-
samtök fyrir réttinum til að gera við
krafist þess að beinlínis verði bann-
að að líma tæki saman.
Baráttan fyrir því að hægt sé að
gera við raftæki er fyrst og fremst
barátta um að draga úr útblæstri
gróðurhúsalofttegunda og minnka
sóun, enda er nærri sextíu milljón
tonnum af notuðum raftækjum hent
á hverju ári. Takist að lengja líftíma
raftækja má draga úr losuninni – ef
tekst að lengja hann um eitt ár
minnkar útblástur koltvísýrings um
2,1 milljón tonna á ári. Hún snýr þó
líka að því að gera fólki kleift að
nota tæki sem lengst, til að mynda
að skipta um rafhlöðu án þess að
kaupa nýjan síma, svo dæmi sé tek-
ið.
Nú er það svo að hægt er að
skipta um rafhlöður í flestum sím-
um, en snúið fyrir almenning að
gera það, ólíkt því sem var forðum,
sællar minningar. Núorðið eru sím-
arnir límdir saman, ekki endilega til
að koma í veg fyrir að hægt sé að
endurnýja í þeim kram, heldur til að
hægt sé að hafa þá sem léttasta,
rennilegasta og þynnsta og um leið
að rykverja þá og gera jafnvel
vatnshelda, sem er orðið nokkuð al-
gengt með farsíma í dag. Það er því
líklegt að ef almenningur á sjálfur
að geta gert við sitthvað í símanum
verði þeir kubbslegri og þyngri.
Kannski eins og gamli Nokia-síminn
í skúffunni.
Barist fyrir lengri
líftíma raftækja
pxfuel.com/Creative Commons
Áfall Alla jafna skiptir fólk um farsíma á þriggja ára fresti, enda er raf-
hlaðan þá orðin léleg, en ýmislegt fleira getur líka bjátað á.
Alla jafna endist líþíum-rafhlaða ekki nema í tvö til
þrjú ár, 300 til 500 hleðslur. Fyrir vikið má gera ráð
fyrir því að obbinn af AirPods, vinsælustu heyrn-
artólum heims, sem seldust á árunum 2017 til
2019, 104 milljónir setta (með hleðsluboxi), séu nú
á ruslahaugum heimsins. Sama á náttúrlega við
um heyrnartól annarra framleiðenda sem ekki er
heldur hægt að gera við, ekki einu sinni að taka í sundur með góðu móti
enda aldrei gert gert ráð fyrir að hægt sé að gera við þau.
SKAMMVINN GLEÐI
Haugamatur í
milljónavís
Apple
AirPods