Morgunblaðið - 15.07.2021, Page 35

Morgunblaðið - 15.07.2021, Page 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021 Lending Fuglum himinsins líður væntanlega best þegar þeir eru á flugi en stundum er líka gott að finna sléttan lendingarstað, hvíla lúin bein og horfa á spegilmynd sína í leiðinni. Árni Sæberg Nýtt samfélags- mynstur og aukin þéttbýlismyndun á síð- ustu árum hafa breytt þörfum fólks um að- stöðu og skipulag í þéttbýli. Umhverfi hvers og eins skiptir mestu máli í daglegu lífi flestra. Staðsetning skóla, göngu- og hjóla- leiðir, skólaakstur og umferð eru þættir sem hafa áhrif á ákvörðun fólks hvar sem það býr. Flestir þeir sem koma með einum eða öðrum hætti að upp- byggingu og skipulagningu sam- gönguinnviða hafa hingað til verið á á fullorðinsaldri, fólk tvítugt og eldra. Það er því kannski ekki skrít- ið að sú vinna hafi verið unnin að mestu út frá sjónarhóli fullorðinna. Stór hluti samfélagsþegna hefur þó oft viljað gleymast og það eru þarfir barna og öryggi þeirra í umferðinni. Staða barna í samgöngum Ef hlustað er á börn og þau fá tækifæri til að láta rödd sína heyr- ast eru þau fær um að hafa áhrif á líf sitt. Það er m.a. í samræmi við ákvæði Barnasáttmála og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og þingsályktun um Barnvænt Ísland fyrir árin 2021-2024. Sam- göngur og áhrif þeirra á börn hafa til þessa lítið verið til umfjöllunar og ekki greind með nægilega skýrum hætti. Með sam- gönguáætlun 2020-2034 var ákveðið að hefja vinnu við að greina stöðu barna og ungmenna í samgöngum. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að fyrstu skrefin hafa verið stig- in með greinargerð sem kemur út í dag um stöðu barna og ungmenna í samgöngum hér á landi. Skýrslan er unnin í samvinnu við Vegagerð- ina, Samgöngustofu og Samband ís- lenskra sveitarfélaga. Í henni kemur m.a. fram að ferða- venjur barna og ungmenna eru mun fjölbreyttari en þeirra sem eldri eru. Þau eru engu minni notendur og ferðast jafnvel að jafnaði ívið fleiri ferðir á degi hverjum. Börn og ungmenni eru mestu notendur virkra samgöngumáta og almenn- ingssamgangna. Börn og ungmenni ferðast hlutfallslega minna með inn- anlandsflugi en þeir sem eldri eru. Lægri fargjöld vegna Loftbrúar virðast nýtast þeim sérstaklega vel. Bestu sóknarfæri til þess að stuðla að breyttum ferðavenjum allra fel- ast í því að hlúa betur að þessu ferðamynstri barna og ungmenna, enda eru þau ekki með sama fast- mótaða ferðavenjumynstur og þeir sem eldri eru. Ungir sem aldnir Stefnumörkun í samgöngu- málum þarf að snúast um að börn og ungmenni séu örugg á leið sinni til og frá skóla, leiksvæðum, íþrótt- um, tómstundum eða áfangastöð- um sem þau þurfa að sækja. Taka þarf mið af þörfum þeirra sem birt- ist í ferðavenjukönnuninni sem gerð var um land allt. Í henni kom fram að börn eru helstu notendur virkra samgöngumáta, þ.e. að ganga, hjóla, nota skólaakstur eða almenningssamgöngur. Hönnun og uppbygging innviða þarf að taka mið af því og er það okkar sem eldri eru að fylgja því fast eftir. Þá er öflugt forvarnastarf og fræðsla á öllum skólastigum árangursrík leið. Ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman að því að bæta sam- göngur barna og ungmenna og eru tækifæri í skipulagðri vinnu sveitar- félaga með gerð og framfylgni um- ferðaröryggisáætlana. Tónn í þá átt hefur verið sleginn með samvinnu ríkis og Sambands íslenskra sveit- arfélaga við gerð skýrslunnar. Greiðar og öruggar samgöngur skipta okkur öll máli. Hvort sem við erum ung eða gömul höfum við þörf til þess að fara á milli staða. Mál- efnið er ungmennum mikilvægt og hugleikið. Þau vilja verða þátttak- endur í stefnumótun og við tökum fagnandi á móti þeim. Við þurfum að eiga uppbyggilegt samtal þar sem hlúð er betur að ferðamynstri barna og borin virðing fyrir ólíkum sjónarmiðum. Skipulagning sam- gönguinnviða sem miðar við þarfir fólks frá unga aldri og upp úr skilar sér í betra og skilningsríkara sam- félagi. Eftir Sigurð Inga Jóhannsson » Stefnumörkun í sam- göngumálum þarf að snúast um að börn og ungmenni séu örugg á leið sinni til og frá skóla, leiksvæðum, íþróttum, tómstundum eða því sem þau þurfa að sækja Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra. Börn í umferðinni Stjórnir skráðra fyr- irtækja eiga að hafa áhrif á þróun fyr- irtækja með stefnu- mörkun og framtíð- arsýn. Mikilvægt er að leita eftir stjórnar- mönnum sem hafa framúrskarandi hæfi- leika til nýsköpunar og reynslu af alþjóðlegu fjárfestingarumhverfi og fjármálamörkuðum þar sem straumar og stefnur framkallast á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Sjálfstæðir og víðsýnir hugsuðir sem sjá stóru myndina og fylgjast vel með straumum og stefnum í sí- breytilegu fyrirtækjaumhverfi eru þeir sem koma helst til greina ef ná á árangri til framtíðar og lengri tíma til hagsbóta fyrir alla haghafa. Skráð fyrirtæki með sterka menningu, ný- sköpunar-DNA og langtímahugsun í stjórnum eru þau fyrir- tæki sem munu ná mestum árangri. Al- þjóðleg fyrirtæki sem ná mestum árangri leggja áherslu á góða stjórnarhætti, við- skiptahætti og sjálf- bærni með efnahags- legan árangur sem mælikvarða. Fyrir- tækjarekstur sem á ábyrgan hátt skapar verðmæti til langs tíma með sjálfbærum vexti, viðskiptaþróun og hagnaðarmögu- leikum eykur líkur á að ná lang- tímamarkmiðum sínum. Aðeins stjórnir með frumkvöðlahugsun frekar en skrifræðis geta hraðað uppbyggingu fyrirtækja með tækni- væðingu, alþjóðlegri hugsun, verð- mætasköpun og markaðsleiðsögn. Stjórnir geta haft mikil áhrif á þróun fyrirtækja með nýsköpun og sókn á alþjóðlega markaði með stækkun með ytri vexti með hjálp fjármála- markaða. Sjálfbærni, stafrænar lausnir og gildismat eru þeir þættir sem munu hafa mest áhrif á fyrir- tækjarekstur og opinberan rekstur á næstu áratugum. Stafræn tækni, gervigreind og gildismat eru að breyta viðskiptamódelum fyrir- tækjareksturs og lifnaðarháttum fólks um allan heim með miklu hraða og því mikilvægt að aðlögunarhæfni og breytingastjórnun sé fram- úrskarandi. Stjórnir skráðra fyrir- tækja eiga að leggja áherslu á að stjórnendur eigi persónulega hlut- deild í viðgangi fyrirtækja umfram bein laun og njóti góðs af góðri af- komu og beri rýrari hlut ef illa geng- ur. Sjálfbærni í rekstri er verð- mætasköpun til hluthafa og þjóðfélagsins í heild með jákvæðum hætti og gildismat fyrirtækja hefur mikil áhrif á hversu vel tekst til við að innleiða sjálfbærni í viðskipta- módel sem getur náð hámarks- árangri. Alþjóðleg fyrirtæki sem ná mestum árangri leggja áherslu á góða stjórnarhætti, viðskiptahætti og sjálfbærni með efnahagslegan ár- angur sem mælikvarða. Fjárfesting- arfyrirtæki og fjárfestar um allan heim leggja nú mat á fjárfestinga- valkosti með áherslu á sjálfbærni og umhverfismál til aukinnar verð- mætasköpunar. Framsýni og þekking skilar arðsemi til lengri tíma Fjárfestar munu í auknum mæli horfa til fyrirtækja sem hafa fram- sýna stjórnendur með hæfni og þekkingu til að skila nauðsynlegri arðsemi til lengri tíma. Sterk menn- ing, nýsköpunar-DNA og langtíma- hugsun stjórnar og stjórnenda munu leiða til betri árangurs. Alþjóðleg fyrirtæki leggja nú meiri áherslu í stefnumörkun sinni á að auka hagn- að sinn með því að leita leiða sem lágmarka slæm áhrif á umhverfi jarðarinnar. Íþróttavöruframleið- endur endurnýta plast úr sjó til að framleiða hlaupaskó. Hótelkeðjur um allan heim stefna að því að minnka notkun á vatni og orku og koltvísýring og spara þannig umtals- verða fjármuni. Langtímamarkmið margra flugfélaga er að minnka ár- lega plastnotkun verulega. Fram- sýni og þekking stjórna fyrirtækja á straumum og stefnum í sjálfbærni og umhverfismálum munu hafa mest áhrif á samkeppnisforskot fyr- irtækja á næstu árum. Eftir Albert Þór Jónsson » Skráð fyrirtæki með sterka menningu, nýsköpunar-DNA og langtímahugsun í stjórnum eru þau fyrir- tæki sem munu ná mestum árangri. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur, með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. albertj@simnet.is Stjórnir skráðra fyrirtækja sem horfa til framtíðar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.