Morgunblaðið - 15.07.2021, Síða 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Gelísprautun
• Gefur náttúrulega fyllingu
• Grynnkar línur og hrukkur
• Sléttir húðina
Gelísprautun
er náttúruleg
andlitslyfting án
skurðaðgerðar
sem framkvæmd
er með náttúrulegu
fjölsykrunum frá
Neauvia Organic.
Tímapantanir í síma 533 1320
Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking.
Á undanförnum
fimm árum til upp-
hafs yfirstandandi árs
fjölgaði íbúum lands-
ins um rúmlega
36.000 manns, 2,1% á
ári að meðaltali. Ekk-
ert annað land í norð-
anverðri Evrópu
kemst í hálfkvisti við
þessa íbúafjölgun en
hún er borin uppi af
aðflutningi frá útlöndum eins og
alkunna er. Suðvesturland hefur
tekið á móti stærstum hluta fjölg-
unarinnar en það er hér skilgreint
sem landsvæðið frá Árborg í austri
til og með Borgarbyggð í vestri.
Þetta svæði er að verða samhang-
andi þéttbýlissvæði í mörgu tilliti
þótt byggðin sjálf sé ekki samfelld.
Íbúum á suðvesturhorni landsins
hefur fjölgað um 2,4% á ári að
meðaltali undanfarin
fimm ár og voru þeir
orðnir nær 293.000 í
upphafi árs. Rúmlega
71.00 manns búa utan
Suðvesturlands og
þeim hefur fjölgað um
1,0% á ári undanfarin
fimm ár.
Íbúaþróun ein-
stakra sveitarfélaga á
tímabilinu frá árs-
byrjun 2016 til árs-
byrjunar 2021 er sýnd
í meðfylgjandi töflu.
Þar kemur fram að hún er afar
mismunandi. Sum sveitarfélög á
svæðinu eru mun fámennari en
einstök hverfi í stærstu bæj-
arfélögunum og íbúaþróun hverf-
anna er einnig mismunandi.
Réttur þriðjungur íbúafjölgunar
á Suðvesturlandi á þessu tímabili
átti sér stað í Reykjavík en þrátt
fyrir það var hlutfallsleg fjölgun í
höfuðborginni minni en í flestum
sveitarfélögum á svæðinu. Í þeim
efnum hafa Mosfellsbær, Reykja-
nesbær og Árborg vinninginn, öll
með fjölgun sem nemur um það bil
fjórðungi og næstum þriðjungi í
Mosfellsbæ. Það vekur athygli að
þrátt fyrir það mikla áfall sem
Suðurnes urðu fyrir vegna nær al-
gerrar stöðvunar á starfsemi á
Keflavíkurflugvelli hélt íbúum þar
áfram að fjölga í fyrra. Íbúafjölgun
á Seltjarnarnesi og í Hafnarfirði er
mun hægari en í öðrum sveit-
arfélögum höfuðborgarsvæðisins.
Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð
skera sig úr miðað við önnur sveit-
arfélög á Suðvesturlandi. Þar er
fjölgun miklu minni en annars
staðar og meira í líkingu við það
sem á við um landsbyggðina að
öðru leyti.
Búferlaflutningar eru stærsta
breytan í íbúaþróun Suðvestur-
lands. Í heildina eru þeir að baki
¾ af íbúafjölguninni. Flutningar
milli landa skipta hér mestu máli
en 90% nettóaðflutnings á Suðvest-
urlandi eru vegna flutninga milli
landa og þeir skýra 2⁄3 allrar fjölg-
unar íbúa á þessu svæði. Þarna er
þó að finna mikinn mismun milli
einstakra sveitarfélaga og reyndar
innan þeirra líka. Fjögur sveit-
arfélög á svæðinu hafa búið við
nettóbrottflutning innanlands:
mestu munar að frá Reykjavík
fluttu yfir fjögur þúsund fleiri en
þangað komu innanlands á und-
anförnum fimm árum. Sá flutn-
ingur var hins vegar nær algerlega
vegna þess að fólk flutti í önnur
sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.
Hafnarfjörður kemur næstur og
sker sig úr vegna þess að þar
skiptist tapið nokkurn veginn jafnt
milli flutnings í önnur sveitarfélög
höfuðborgarsvæðisins og sveit-
arfélög utan þess, væntanlega að
mestu á Suðurnes. Hvalfjarð-
arsveit og Borgarbyggð hafa einn-
ig tapað íbúum til annarra sveitar-
félaga. Mosfellsbær og Garðabær
hafa hins vegar tekið á móti veru-
legum fjölda fólks frá öðrum sveit-
arfélögum innan höfuðborgarsvæð-
isins og það hefur Kópavogur gert
líka þótt í minni mæli sé. Í öllum
þessum sveitarfélögum hafa ný
íbúðasvæði verið tekin í notkun á
þessu tímabili meðan þróunin í
Reykjavík hefur einkennst af þétt-
ingu byggðar innan þegar byggðra
svæða. Árborg hefur tekið við inn-
lendum aðflutningi, væntanlega
bæði af höfuðborgarsvæði og frá
öðrum stöðum.
Það er í flutningum milli landa
sem munurinn á sveitarfélögunum
er mest sláandi. Reykjavík ein og
sér tók á móti 53% af öllum að-
flutningi frá útlöndum til Suðvest-
urlands síðastliðin fimm ár. Þar
eru millilandaflutningar meiri en
sem nemur heildarfjölgun íbúa. Í
Reykjanesbæ var tekið á móti
rúmlega 3.000 manns frá öðrum
löndum en sá hópur var þó ein-
ungis 70% af fjölgun í sveitarfé-
laginu. Hafnarfjörður er á sama
báti og Reykjavík, þangað fluttu
fleiri erlendis frá en sem nemur
íbúafjölguninni og sama gildir um
Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð.
Þar nemur aðflutningur frá útlönd-
um þrefaldri fjölgun íbúa þannig
að margir hafa flust þaðan annað
innanlands.
Þessar tölur sýna að hinn mikli
uppgangur sem verið hefur á Suð-
vesturlandi undanfarin ár hefur
dreifst um öll þau sveitarfélög sem
hér hafa verið til umfjöllunar, en
með mismunandi hætti. Færa má
rök fyrir því að vöxturinn tak-
markist við Akranes í norðri þar
sem Borgarbyggð og Hvalfjarð-
arsveit hafa þróast mun líkar því
sem hefur verið að gerast annars
staðar á landsbyggðinni. Íbúaþró-
un undanfarinna ára hefur haft
mikil áhrif á samsetningu íbúa-
fjöldans í sveitarfélögunum og í
einstökum hverfum.
Eftir Sigurð
Guðmundsson » Það vekur athygli að
þrátt fyrir það mikla
áfall sem Suðurnes urðu
fyrir vegna nær algerr-
ar stöðvunar á starfsemi
á Keflavíkurflugvelli
hélt íbúum þar áfram að
fjölga í fyrra.
Sigurður Guðmundsson
Höfundur er skipulagsfræðingur.
Þröngt mega sáttir sitja –
íbúaþróun á Suðvesturlandi
Íbúaþróun á Suðvesturlandi frá 1. janúar 2016 til 1. janúar 2021
Íbúafjölgun Búferlaflutningar 2016-2020, aðfluttir umfram brottflutta
Fjöldi % Samtals % af íbúafjölgun Milli landa % af íbúafjölgun Innanlands
Reykjavík 10.802 8,8% 7.027 65% 11.201 104% -4.174
Kópavogur 4.192 11,9% 2.767 66% 1.919 46% 848
Seltjarnarnes 300 6,7% 177 59% 158 53% 19
Garðabær 2.976 19,5% 2.472 83% 643 22% 1.829
Hafnarfjörður 1.498 5,2% 494 33% 1.781 119% -1.287
Mosfellsbær 3.108 31,8% 2.595 83% 480 15% 2.115
Kjósarhreppur 33 15,0% 37 112% 14 42% 23
Reykjanesbær 4.443 27,2% 3.771 85% 3.111 70% 660
Grindavík 413 12,8% 306 74% 266 64% 40
Vogar 183 15,2% 122 67% 108 59% 14
Suðurnesjabær 647 20,1% 520 80% 239 37% 281
Akranes 789 11,2% 566 72% 299 38% 267
Hvalfjarðarsveit 25 3,9% 15 60% 42 168% -27
Borgarbyggð 121 3,3% 80 66% 357 295% -277
Skorradalshreppur 13 24,5% 13 100% 1 8% 12
Árborg 2.246 26,5% 1.957 87% 386 17% 1.571
Hveragerði 315 12,7% 311 99% 81 26% 230
Ölfus 413 20,6% 349 85% 137 33% 212
Suðvesturland 32.517 12,3% 23.579 73% 21.223 65% 2.356
Heimild: Hagstofa Íslands
Ég vil byrja á því að
hrósa landlæknisemb-
ættinu fyrir það
hversu vel hefur verið
staðið að málum í því
að verja þjóðina gegn
Covid-19.
Erindi mitt varðar
hins vegar aðra veiru,
hpv-veiruna, sem
veldur ekki aðeins
leghálskrabbameini
heldur einnig krabba-
meini í skapabörmum, leggöngum,
endaþarmi og hálsi.
Í lok síðustu aldar var hávær um-
ræða um að bólusetja ætti ungar
stúlkur fyrir hpv-veirunni. Til eru
nokkrar tegundir hpv og var talað
um það digrum rómi að nú ætti að
fara að bólusetja íslenskar stúlkur
með bóluefni sem virkaði á 72% af
hpv-veirunum. Einhvern veginn hélt
ég á þeim tíma að þetta væri það
besta sem væri í boði, en á mark-
aðnum var lengi búið að vera til
annað og betra lyf.
Hafist var handa við að bólusetja
ungar stúlkur með Ceravarix sem
er vörn gegn hpv-veirum af gerð 16
og 18. Á þessum sama tíma var
hægt að kaupa bóluefni af gerðinni
Gardasil sem var vörn gegn hpv-
veirum af gerðinni 6, 11, 16 og 18.
Af hverju var útboðinu þannig
háttað að hægt var að taka tilboði
upp á lakara lyf en það sem best
gerðist á þeim tíma? Var þá þegar
búið að ákveða að íslenskar konur
væru ekki meira virði en svo að ann-
ars flokks lyf væru nógu góð?
Nú hefur tíminn liðið og í dag
stendur til boða lyf sem heitir
Gardasil 9 og þetta lyf veitir vörn
gegn hpv-veirum 6, 11, 16, 18, 31, 33,
45, 52 og 58. Auk þess sem þetta lyf
ræðst líka gegn kynfæravörtum, en
það gerir Ceravarix-lyfið ekki.
Með því að halda áfram að velja
lyf sem ekki nær öllum hpv-
veirunum höldum við áfram að við-
halda þörf fyrir skim-
anir við legháls-
krabbameini og
hpv-veirunni, speglanir,
keiluskurði, leghálsnám
og legnám. Þrátt fyrir
öll þessi inngrip deyja
nokkrar konur á ári úr
leghálskrabbameini
sem er algerlega hægt
að koma í veg fyrir.
Til þess að útrýma
þessum vágesti úr okk-
ar samfélagi þarf að
bólusetja allt ungt fólk
(bæði kyn) með Gardasil 9. Karl-
menn deyja vissulega ekki úr leg-
hálskrabba en þeir eru smitberar. Á
meðan þeir eru ekki bólusettir
hringsólar þessi veira í samfélaginu.
Til að bæta gráu ofan á svart var
ákveðið að senda sýnin sem þarf að
rannsaka til Danmerkur og hafa
konur þurft að bíða mánuðum sam-
an eftir niðurstöðum. Sem betur fer
stendur til að gera bragarbót á því.
Verst af öllu er samt að sýnum hef-
ur líka verið fleygt. Dómgreind
kvensjúkdómalækna sem sýnin tóku
var gefið langt nef og mörgum eig-
endum þessara sýna hefur að lík-
indum brugðið. Ofan á allt saman
hefur það heyrst að aðeins sýnum
frá kvenkyns kvensjúkdómalæknum
hafi verið fleygt. Öll meðferð þessa
málaflokks lýsir mikilli kvenfyr-
irlitningu. Hvenær ætlar landlæknir
að tryggja íslenskum ungmennum
bólusetningu gegn hpv og spara
konum þjáningar og ótímabær
dauðsföll? Er það rétt að aðeins
sýnum frá kvenkyns læknum hafi
verið fleygt? Með von um að land-
læknir svari spurningum mínum
sem fyrst.
Af hverju fá íslensk-
ar konur annars
flokks þjónustu?
Eftir Erlu Björk
Þorgeirsdóttur
Erla Björk
Þorgeirsdóttir
» Opið bréf til land-
læknis um aðgerðir
gegn hpv-veirunni.
Höfundur er verkfræðingur.
erla.bjork66@gmail.com