Morgunblaðið - 15.07.2021, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Úrval af rafdrifnum
hvíldarstólum
Opið
virka daga
11-18
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Komið og skoðið úrvalið
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Baðherbergið, sem Berglind kallar
að vísu baðstofu, er útbúið infrarauð-
um klefa, dásamlegu baðkari og
sturtu. Berglind vissi nákvæmlega
hvaða stemningu hún vildi skapa í
rýminu og naut aðstoðar Júlíu And-
ersen hjá ASK arkitektum við skipu-
lagið. Sigurður og bróðir hans sáu
svo um meirihluta vinnunnar.
„Við hjónin vinnum oft langa og
stranga daga í veitingarekstrinum og
mig langaði ekki bara í klósett-
herbergi, mig langaði í baðstofu. Þar
sem við gætum notið þess að hvíla
okkur og láta líða úr okkur. Siggi
elskar að fara í bað og mig langaði í
infrarauðan klefa til að losa streitu,
vöðvabólgu,“ segir Berglind í viðtali
við Smartland.
Berglind lagði áherslu á að bað-
herbergið yrði praktískt, en samt fal-
legt og tímalaust. Hún gekk út frá
því að þetta yrði afslappandi bað-
stofa.
„Lýsingin skipti miklu, það gerði
mikið að taka loftið niður. Það þarf
að vera nógu bjart til þess að hægt sé
að farða sig en
líka haft kósí
birtu og mik-
ilvægt að geta
hlustað á góða
tónlist. Við erum
líka með mörg
börn í heimili, svo
það er gott að
hafa svona gott
hvíldarathvarf
innan heimilisins.
Við opnuðum úr gamla litla baðher-
berginu yfir í annað herbergi til þess
að hafa það nógu stórt til þess að
rúma sturtu, baðkar og infraklefann
en það er líka pláss á gólfinu til að
setjast og teygja á og hugleiða og svo
setti ég góðan stól svo að það er hægt
að spjalla saman og þess vegna lesa,“
segir Berglind.
Hún segir ákvörðunina um að hafa
infrarauðan klefa hafa verið mjög
góða. Hann nýtist öllum fjölskyldu-
meðlimum sem hafa vanalega í nægu
að snúast. Berglind og Sigurður reka
veitingastaðina GOTT og Pítsagerð-
ina í Vestmannaeyjum. „Það er mikil
streita í þeirri vinnu sem við erum í
og við erum mikið á hlaupum sér-
staklega yfir þessa sumarmánuði.
Það er mikið áreiti og þegar maður
kemur heim getur tekið bara dágóð-
an tíma að ná sér niður til að fara að
sofa. Klefinn er rosalega góður til að
losa spennu og hefur margvísleg góð
áhrif á líkamann. Við eigum líka ung-
linga í íþróttum og það er mjög gott
fyrir þá að fara í klefann,“ segir
Berglind.
„Ég var í smá pælingum með
hvernig klefinn gæti komið smart inn
í þetta, en ákvað þá bara að hafa bað-
innréttinguna í eik og kaupa bast-
stólinn svo það talaði saman. Það var
lykilatriði að setja klefann inn í vegg-
inn, hafa hann ekki bara frístandandi
á gólfinu,“ segir Berglind.
Yndislega fallegur marmari prýðir
veggi baðstofunnar en hann fengu
þau hjá bróður Berglindar, Pálma
Sigmarssyni, sem flytur inn flísar og
marmara frá Ítalíu. „Þar sem erfitt
var að fara í búðir á þessum tíma
sökum heimsfaraldurs og búðir áttu í
basli með að fá vörur var einfaldast
að fá mestallt í gegnum hann og bara
sent bara heim. Ég vildi hafa gyllt
blöndunartæki, finnst það eitthvað
grand og fallegt,“ segir Berglind.
Berglind skapaði baðstofu drauma sinna
Veitingakonan, myndlistarkonan og fagurkerinn
Berglind Sigmarsdóttir og eiginmaður hennar, Sig-
urður Friðrik Gíslason, tóku baðherbergið á heimili
sínu nýverið í gegn. Útkoman er gjörsamlega stór-
kostleg og hafa þau hjónin skapað baðstofu sem
myndi sóma sér vel á fimm stjörnu hóteli.
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjóns
Bast Berglind blandar saman
marmara, basti og eik.
Eik Innrétting úr eik
tónar fallega við klef-
ann og marmarann.
Berglind
Sigmarsdóttir
Notalegt Klefinn
fellur inn í vegg-
inn, sem er lykil-
atriði að mati
Berglindar.
Fágun Berglind
vildi hafa gyllt
blöndunartæki.
Ítalskt Baðkarið er
flutt inn frá Ítalíu.