Morgunblaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 39
Stórtíðindi Margir hafa beðið óþreyjufullir eftir kjötinu frá Bessa bónda sem sló eftirminnilega í gegn í fyrra. Það fór allt á hliðina síðasta sumar þegar Hagkaup bauð upp á sérvalið nautakjöt af íslensku Galloway- og Limousin-kyni í verslunum sínum frá Bessa og fjölskyldu í Hofsstaðaseli. „Nú geta viðskiptavinir glaðst á nýjan leik því um helgina munum við endur- taka leikinn,“ segir Sigurður Reyn- aldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. Bessi bóndi hóf þetta ferli fyrir um áratug þegar hann keypti holdakýr með það að markmiði að bjóða upp á nautakjöt sem væri í meiri gæðum en við höfum vanist hingað til. Þetta er langhlaup og kjötið mun koma í litlum skömmtum inn á markaðinn fyrstu ár- in. Bessi leggur mikla áherslu á sjálf- bærni í ræktun sinni, og því ganga gripirnir fyrstu mánuðina úti á beit með mæðrum sínum og eru svo aldir upp á heimaræktuðu grasi, korni og vatni, sem er lykillinn að miklum gæð- um. „Við vorum að fá í hús sendingu af þessu eðalkjöti, en það hefur fengið að meyrna við kjöraðstæður síðustu 3 vik- Íslenska Galloway- og Limous- in-nautakjötið aftur í verslanir ur. Eins og áður eru þessir gripir ólík- ir því sem neytendur eiga að venjast, en þeir eru talsvert stærri miðað við hefðundin íslensk naut og sem dæmi þá vegur lundin u.þ.b. 2,2 kg. Í boði verður ribeye, lundir og file. Þá má ekki gleyma að allt hakk og Smash style-hamborgarar verður framleitt úr þessu eðalhráefni, aðeins þessa helgi. Það er því sannkölluð nautaveisla framundan, allt klárt á grillið og því ekki eftir neinu að bíða,“ segir Sig- urður að lokum. Allir M E Ð M B L . I S O G H A G K A U Pgrilla MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021 Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Margir telja rúllu af álpappír vera burðarstoð í fiskigrillun en það er argasti þvættingur. Hreintrúaðir ganga meira að segja svo langt að kalla það svikagrillun og það sé allt eins hægt að sjóða fiskinn enda eldist hann í eigin safa í álpappírnum. Fiskimottur eru vinsælar hjá sumum, þá sérstaklega þegar verið er að grilla viðkvæmari fiskteg- undir og er það gott og vel. Tvö meginatriði ber að hafa í huga. Í fyrsta lagi þarf grillið að vera funheitt áður en fiskurinn er settur á og þannig er hann grillaður í fremur stuttan tíma. Ofeldun á fiskinum er landlægt vandamál og reyndar er það þannig með fisk að hann er fínn þótt hann sé örlítið glær í miðjunni. Hins vegar verður hann afar fljótt þurr á grilli sé hann eldaður of lengi. Hitt mikilvæga atriðið er að þrífa grillið vel áður en hafist er handa og olíubera grindina. Það er hægt að gera með því að væta tusku eða klút með matarolíu og strjúka vel yfir grindina eða einfaldlega spreyja með þar til gerðu spreyi. Hvort heldur sem er ætti að gera þetta áður en grillið verður æpandi heitt. Hái hitinn þjónar einnig þeim tilgangi að loka fisk- inum hratt og hindra þannig vökvatap líkt og gert er með kjöt. Fiskurinn festist síður við grillið og auðveldara verð- ur að snúa honum. Í þessari uppskrift hér að neðan var laxinn skorinn í steikur en vel má grilla heilt flak. Fyrst var roðinu snúið upp til að fá fal- legar grillrendur í fiskinn en síðan var honum snúið við og hann grillaður á roðinu. Fisk- urinn bragðaðist ótrúlega vel og marineringin passaði ein- staklega vel við og er hægt að mæla heilshugar með þessari marineringu. Fiskurinn var góður heitur og alls ekki síðri eftir að hann hafði kólnað. Ekki er verra að grilla meira en minna af fiskinum og eiga síðan í klæli til að kroppa í eða nota út í salat daginn eft- ir. 2 laxaflök Hvítlauks- og kóríander- marinering frá Badia Ferskur aspas SPG krydd frá Hagkaup Olio Nitti ólífuolía 1 lime 1 búnt ferskt kóríander 2-3 sítrónur Sérvalið sætkartöflusalat Sérvalin parmesansósa Kryddað rótargrænmeti Skerið laxinn niður í sneið- ar. Penslið vel með hvítlauks- og kóríander marineringu. Hjúpið með ferskum kórían- der. Rífið ferskt lime yfir. Skerið endana af asp- asinum. Hellið vel af olíu yfir og kryddið með SPG krydd- inu. Skerið sítrónur í báta. Grillið laxinn, aspasinn og rótargrænmetið eins og þarf. Berið fram með parmes- ansósu og sætkartöflusalati. Grillaður fiskur er eitt það besta sem hægt er að leggja sér til munns en margir veigra sér við að grilla fisk. Þegar kemur að því að velja fisk er gott að velja fiskteg- und sem er þétt í sér og er laxinn þar fremstur meðal jafningja ásamt lúðu og skötusel. Það má líka heilgrilla fisk en það eru ákveðin trix sem þarf að kunna til að fiskurinn heppnist sem best. matur lax allir grilla Grillaður lax með himneskri marineringu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.