Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 41

Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021 ✝ Sigríður Jó- hanna (Sirrý) fæddist á Akureyri 11. nóvember 1929. Hún lést þann 23. júní 2021 á LSH í Fossvogi eftir stutt veikindi. Hún var dóttir hjónanna Jóhanns Friðgeirs Steins- sonar trésmiðs, d. 1973, og Sigríðar Guðbjargar Jóhannsdóttur, hús- móður og klæðskera, d. 1962. Hún var 4. í aldursröð 6 systra, þær eru: Jóhanna, f. 1922, d. 2010, Soffía, f. 1924, d. 2018, Að- albjörg, f. 1927, d. 2017, eftirlif- andi eru Marsibil Baldvina, f. 1931, og Gígja, f. 1932. Þær ólust upp á ástríku heimili, fyrst í Grundargötu á Eyrinni. Síðar fluttu þau upp á Brekku, að Þór- unnarstræti 114 sem Jóhann reisti með hjálp fjölskyldu sinnar. Sigríður lauk prófi frá gagn- fræðaskóla Akureyrar árið 1946. Eftir störf á skrifstofu KEA inn- ritaðist hún í Hjúkrunarskóla Ís- lands árið1951 og lauk þaðan prófi í mars 1954. Starfaði við Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri til ársloka 1954 en hélt þá til Bandaríkjanna og lauk námi í gjörgæsluhjúkrun á Presbyteri- an Hospital í Chicago árið 1956. Starfaði á Northwestern Hospit- al í Minneapolis þangað til hún flutti aftur heim til Íslands. Eftir heimkomuna var Sigríður heima- vinnandi á meðan börnin voru ung en vann aukavaktir á Landa- koti og Borgarspítalanum eftir ástæðum. Árið 1973 fór hún í fulla vinnu utan heimilis í kjölfar alvarlegra veikinda Valtýs, eig- inmanns hennar. læknir, f. 1957, kvæntur Dóru Gerði Stefánsdóttur hjúkr- unarfræðingi. Börn þeirra: a) Sigríður Ósk, f. 1983, doktor í byggingaverkfræði gift Óskari Reynissyni. Synir þeirra eru Bóas og Bent. b) Kristín Jóna, f. 1985, læknir gift Ófeigi Orra Victors- syni. Börn þeirra eru Bjarni Hen- rik og Eygerður Fríða. c) Stefán, f. 1991, laganemi í sambúð með Hildi Ingadóttur. d) Valtýr, f. 1993, vélaverkfræðingur í sam- búð með Elísabetu Einarsdóttur. Dóttir þeirra er Alexandra Eik. 2. Jóhann læknir, f. 1959, í sambúð með Ewu Hjelm skólastjóra. Börn hans eru a) Sigríður Marg- areta, f. 1992, verkfræðingur og járningameistari. b) Håkan, f. 1995, tölvuforritari í sambúð með Miamaria Erikson. Barn þeirra er Alexander Johann. 3. Valtýr, f. 1960, sveitarstjóri kvæntur Sig- rúnu Björk Benediktsdóttur leik- skólastjóra. Börn þeirra: a) Val- týr Bjarki, f. 1982, grafískur hönnuður kvæntur Dagnýju Ástu Guðbrandsdóttur Andersen. Börn þeirra eru Valdís Björk og Birkir Snær. b) Kristinn Þór, f. 1985, hag- og viðskiptafræðingur í sambúð með Helenu Björgvins- dóttur. Börn þeirra eru Benedikt og Lilja Rún. c) Vala Rún, f. 1994, tölvunarfræðingur í sambúð með Kristni Júlíussyni. 4) Sigríður Þórdís, f. 1966, læknir gift Árna Jóni Geirssyni lækni, dóttir þeirra er Hekla Þórunn, f. 2013. Börn Sigríðar úr fyrri sambúðum a) Edda Laufey Laxdal, f. 1990, lögfræðingur í sambúð með Emil Gunnarssyni. b) Valdís Jóna Mýr- dal Gunnarsdóttir, f. 2002, stúd- ent. c) Gunnar Breki Mýrdal Gunnarsson, f. 2004, nemi. Útför Sigríðar fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 15. júlí 2021, kl. 15. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: www.skjaskot.is/sigridurjohanna Virkan hlekk á streymið má finna á: www.mbl.is/andlat Sigríður lauk námi í uppeldis- og kennslufræðum við Kennaraháskóla Ís- lands árið 1976 og var við nám í Nord- iska Hälsovårdshög- skolan í sjúkra- hússtjórnun og umhverfisvernd á árunum 1979-81. Sigríður var kennari við Nýja hjúkrunarskólann 1975-77, hjúkr- unarforstjóri St. Jósefsspítalans í Hafnarfirði 1977-79. Árið 1979 réðst hún sem kennari við Hjúkr- unarskóla Íslands, varð yfirkenn- ari 1982 og skólastjóri 1983-1987. Þá var skólinn lagður niður og allt hjúkrunarnám flutt á há- skólastig. Sigríður var í broddi fylkingar um að sameina allt hjúkrunarnám á Íslandi á há- skólastig. Á árunum 1988 til 1993 var hún hjúkrunarforstjóri Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja í Keflavík og að því loknu fór hún á eftirlaun. Sigríður var meðlimur í Delta Kappa Gamma alfadeild sem eru alþjóðasamtök kvenna í fræðslustörfum. Eiginmaður Sigríðar var Val- týr Bjarnason, yfirlæknir svæf- ingardeildar Landspítalans, f. 6. mars 1920 í Meiri-Tungu í Holtum Rangárvallasýslu. Þau gengu í hjónaband í Minneapolis í Minne- sotafylki 12. mars 1956. Valtýr lést í Reykjavík þann 10. mars 1983. Foreldrar hans voru hjónin Þórdís Þórðardóttir, húsfreyja og organisti, d. 1972, og Bjarni Jóns- son, oddviti, bóndi, kennari og vegaverkstjóri, d. 1958. Sigríður og Valtýr bjuggu lengst af í Stiga- hlíð 85 í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1. Bjarni Í dag er borin til grafar móðir mín Sigríður Jóhanna Jóhanns- dóttir. Fullur þakklætis og stolts yfir að hafa fengið að fæðast í þennan heim sem sonur hennar og notið leiðsagnar hennar og um- hyggju. Góður guð, nú hefur þreyttur þjónn þinn gengið inn í sólarlagið eftir langan ævidag. Tak þú á móti móður minni og fylgdu henni inn í ljósið bjarta og eilífa. Minning um góða konu og móð- ur mun ávallt lifa í brjósti mér. Sáran söknuð finn, sorg í hjarta ber, létt ei lífið er, laugast tári kinn. Finn ei faðmlag þitt, framar lífs á slóð, þjáðum varst þú góð, þú varst skjólið mitt. Elsku móðir mín, mér þú varst svo kær, líkt og lindin tær, ljúf var ásýnd þín. Bak við himins hlið, heilsar englaval, Guðs í sælum sal, seinna hittumst við. (Kristján Runólfsson) Ég þakka fyrir mig. Valtýr Valtýsson. Mamma mín var einstök fyrir margra hluta sakir en aðallega fyrir það að vera móðir okkar systkinanna. Hún hafði lifað tím- ana tvenna, ólst upp með systrum sínum fimm á Akureyri. Hún ákvað ung að verða hjúkrunar- kona, flutti í stórborgina og út- skrifaðist frá Hjúkrunarskóla Ís- lands árið 1954. Fljótlega eftir það sigldi hún með Helgafellinu til Bandaríkjanna og byrjaði að vinna á gjörgæsludeild Presby- terian Hospital í Chicago. Þar urðu örlög hennar ráðin og hún hitti pabba. Þau fluttu síðan heim til Íslands 1957, eignuðust börnin sín fjögur og byggðu sér fljótlega hús í Stigahlíð 85. Það var okkur öllum mikið áfall og ekki síst móð- ur okkar 44 ára að aldri þegar pabbi veiktist alvarlega árið 1973. Hún hélt ótrauð áfram með upp- eldi okkar með dyggri aðstoð föðursystkina okkar, menntaði sig áfram meðfram vinnu og lauk kennaranámi frá Kennaraháskóla Íslands ásamt námi í stjórnun og umhverfisvernd frá Skandinav- iska Hälsovårdshögskolan í Gautaborg. Mamma var mjög dugleg, vann mikið og í bernskuminningunni var mamma alltaf á þönum eftir venjulega dagvinnu að taka auka- vaktir hér og þar. Hún veigraði sér ekki við að fara út á land og leysa af á sumrin þegar hún var í fríi frá Hjúkrunarskólanum. Eitt sumarið vann ég með henni sem læknanemi á hennar gamla vinnu- stað á Akureyri. Frá því sumri á ég yndislegar minningar, með öll- um sögunum um lífið og tilveruna á Akureyri þegar hún var ung en ekki síður frá því að vinna með mömmu og sjá hversu fagmann- lega hún vann, nákvæm, vandvirk og vel að sér í öllu, þá sérstaklega lyfjafræði. Mamma var einstaklega gjaf- mild og gestrisin og fannst fátt sjálfsagðara en að halda stórar veislur í Stigahlíðinni hvort sem það var fyrir stórfjölskylduna, vini eða vinnutengt. Gekk þá oft mikið á í undirbúningnum svo mér varð nóg um og allt á síðustu stundu. En allt var þó tilbúið þegar gest- irnir mættu, meira að segja var naglalakkið yfirleitt þornað hjá mömmu. Mamma var stuðningsmaður minn í gegnum lífið, hafði trú á öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Einkunnarorð hennar voru „þú getur allt sem þú vilt, viljinn þarf bara að vera fyrir hendi“. Þennan hugsunarhátt innprentaði hún líka í börnin mín sem hún sinnti af mikilli alúð alla tíð. Hún ferðaðist milli landa til að passa barnabörn- in þegar við bjuggum erlendis og kenndi þeim bæði á bókina og um staðreyndir lífsins. Sagði þeim að þau ættu að koma fram við náung- ann eins og þau vildu að náunginn kæmi fram við þau. Hún fylgdist með hvernig gekk í öllum prófum, með úrslitum allra íþróttaleikja, lífinu almennt og hvatti þau með ráðum og dáð. Síðustu vikur hafa verið erfiðar en samt svo ótrúlega dýrmætar. Við fjölskyldan vöktum yfir mömmu í veikindunum og hún var alveg skýr fram á síðasta dag, ennþá að kenna okkur og segja okkur til. Hún kvaddi okkur systkinin, barnabörnin og tengda- börn, svo æðrulaus og óhrædd. Sátt við allt og alla. Öll orð voru sögð og ekkert óútkljáð. Það er svo gott að taka á móti nýjum degi þannig. Takk fyrir allt, mamma mín, og ég er þakklát að hafa átt þig sem móður. Sigríður Þórdís Valtýsdóttir. Tengdamóðir mín Sirrý, eins og hún var kölluð, hefur nú kvatt okkur. Hún var dugleg og kjark- mikil kona sem sigldi ung til Bandaríkjanna til framhaldsnáms í hjúkrun. Þar ruglaði hún saman reytum við verðandi eiginmann sinn, Valtý Bjarnason svæfinga- lækni. Eftir heimkomuna eignuð- ust þau börnin sín fjögur sem öll hafa staðið sig vel í lífinu. Fjöl- skyldan bjó lengst af í Stigahlíð 85. Valtýr veiktist alvarlega og varð óvinnufær eftir það, þegar Sirrý var 44 ára gömul. Þá kom í ljós úr hverju hún var gerð, hún hélt öllu saman, kom börnunum sínum til mennta. Jafnframt því hélt hún sjálf áfram að mennta sig samhliða ábyrgðarmiklum störf- um, meðal annars sem skólastjóri Hjúkrunarskóla Íslands. Sirrý var glaðlynd og hafði gaman af því að segja sögur frá vinnu sinni á einu stærsta sjúkrahúsi Banda- ríkjanna í Chicago. Hún var örlát og hugsaði vel um barnabörnin sín og alla afkomendur. Á dánar- beðinum var hún mjög sátt við sitt lífshlaup og tók því sem að hönd- um bar af miklu æðruleysi, eins og við var að búast. Ég vil þakka samfylgdina og allar ánægjulegu samverustundirnar að leiðarlok- um. Fólkinu hennar votta ég inni- lega samúð. Þinn tengdasonur, Árni Jón Geirsson. Fallin er frá tengdamóðir mín, Sigríður Jóhanna Jóhannsdóttir, 91 árs að aldri. Sirrý, eins og hún var kölluð, kynntist ég þegar ég hóf nám í Hjúkrunarskóla Íslands, hún var fyrsti kennarinn minn í verklegu námi. Hún var mjög ná- kvæm og fagleg og bý ég að því. Það var áhugavert að heyra hana segja frá því þegar hún fór til Am- eríku til að læra gjörgæslu- hjúkrun. Það þurfti kjark, þraut- seigju og hugrekki til þess og sá hún um allt umsóknarferlið fyrir þær vinkonurnar, hana og Siggu Bíldal. Það voru margir á móti þessu Ameríkuævintýri þeirra. Þetta var góður tími og tengdist Sirrý Ameríku ævilangt. Ég átti eftir að kynnast Sirrý betur þegar ég kynntist Bjarna, elsta syni hennar, og við hófum búskap í kjallaranum í Stiga- hlíðinni. Tengdamóðir mín var fagur- keri og bar heimilið þess vitni. Hún var líka hörkudugleg og gerði kröfur til sjálfrar sín og barna sinna. Þegar Valtýr veiktist var Siddý, yngsta barnið, einungis sex ára. Þá fór Sirrý að vinna fulla vinnu utan heimilis og tók einnig mikið af aukavöktum til að halda öllu gangandi. Tók hún vaktir í Hafnarbúðum þar sem Valtýr dvaldi til að geta verið nálægt hon- um. Þegar ég kem í fjölskylduna þá var hún í mikilli vinnu og einnig að ná sér í framhaldsmenntun, já, hún hafði mikið metnað fyrir sig og börnin sín. Hún hafði einnig mikinn metnað fyrir hjúkrun á Ís- landi og vildi koma henni allri á háskólastig þótt það mundi þýða að hún yrði atvinnulaus, því hún var þá skólastjóri Hjúkrunarskóla Íslands. Ég man að það var mikil vinna hjá henni og Ragnhildi Helgadóttur, þáverandi mennta- málaráðherra, að undirbúa þetta en það tókst að lokum. Þegar við Bjarni fluttum til Bandaríkjanna þá kom hún oft í heimsókn og passaði fyrir okkur í tvígang þegar við þurftum að fara til Íslands með stuttum fyrirvara. Það voru gæðastundir hjá stelp- unum okkar, Sirrý og Stínu, þegar amma kom að passa og var þá ým- islegt brallað. Sirrý var með allt á hreinu fram á síðasta dag og hafði mikinn áhuga á stjórnmálum, heims- málum, íþróttum og hverju sem var. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún fylgdist vel með barna- börnunum og spurði alltaf um þau. Það var yndislegt að sjá hvernig hún kvaddi þau hvert og eitt í síð- asta sinn á sjúkrahúsinu rétt fyrir andlátið. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Takk fyrir samfylgdina elsku Sirrý, þú varst einstök kona. Dóra Gerður. Fyrir rúmlega 91 ári fæddist lítið stúlkubarn. Pínulítið barn sem fæddist mikið fyrir tímann. Talið var að hún væri andvana fædd, lögð í skókassa og svo þurfti að huga að móðurinni sem var veik. En þetta litla barn hafði mik- inn lífsvilja og fór skyndilega að gráta öllum viðstöddum að óvör- um. Barnið var lifandi. Það var strax við fæðingu sem kom í ljós þessi mikli kraftur og dugnaður sem síðan einkenndi Sirrý alla tíð. Hún fæddist lítil en varð „stór“ á allan hátt. Snemma varð ljóst að hugur hennar stefndi á að læra hjúkrun og alltaf var sami metn- aðurinn og dugnaðurinn hafður að leiðarljósi. Hún sérmenntaði sig í Bandaríkjunum og seinna meir fór hún einnig til Svíþjóðar. Þá naut hún oft góðrar aðstoðar systkina eiginmanns hennar sem bjuggu í Meiri-Tungu þegar hún var að bæta við sig námi. Á rúmum fjórum árum eignað- ist hún drengina sína þrjá, þá Bjarna, Jóhann og Valtý, og var þá oft fjör á heimilinu með þessa hugmyndaríku drengi. Sex árum síðar kom hún Siddý til sögunnar. Það var svo árið 1982 sem Sirrý varð tengdamóðir mín þegar ég giftist syni hennar, honum Valtý. Þá fór ég smám saman að kynnast þessari merku konu. Það leyndi sér ekki að þarna var á ferð virki- lega glæsileg og vel gefin kona og mikill dugnaðarforkur. Þannig dreif hún börnin sín öll áfram af miklum metnaði. Fræg er setn- ingin sem hún sagði svo oft við þau: „þú getur gert betur“. Það áttu allir að leggja sig fram. Hún var góð fyrirmynd og lagði sig sjálf alltaf alla fram, allt fram á síðasta dag. Oft vann hún dag og nótt til að allt gengi upp og börnin gætu menntað sig. Sirrý bjó sl. ár á Sléttuveginum þar sem hún veiktist skyndilega í byrjun júnímánaðar. Allt fram til þess síðasta fylgdist hún með þjóðmálum og íþróttum og hafði jafnframt sterkar skoðanir á þeim. Hún fylgdist einnig vel með öllum afkomendum sínum, en skömmu áður en hún dó talaði hún um að hún væri „rík“ kona. Við fjölskyldan erum einnig „rík“ að hafa átt hana að. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér í Sumarlandinu. Góða ferð og takk fyrir mig. Sigrún Björk Benediktsdóttir. „Menntun er eitt af því fáa sem enginn getur tekið frá þér,“ sagði amma alltaf við mig þegar ég þurfti á hvatningu að halda í gegn- um grunn-, mennta- og svo loks háskólanám. Að sögn ömmu kom ekkert annað til greina fyrir hana en að fara utan í framhaldsnám eftir útskrift úr Hjúkrunarskólan- um. Þar sem engar formlegar leið- ir voru fyrir hjúkrunarfræðinga að komast út í frekara nám á þess- um tíma brá amma á það ráð að senda bandaríska sendiráðinu bréf. Samskiptin við sendiráðið leiddu til þess að hún og Sigga, vinkona hennar, fengu báðar stöðu í Chicago. Þegar mamma Siggu vinkonu bannaði dóttur sinni að stíga fæti inn í flugvél neyddust þær til þess að sigla yfir Atlantshafið. Amma lýsti báts- ferðinni sem hræðilegri enda voru þær sjóveikar allan tímann. Leið þeirra lá til New York þar sem þær ætluðu að dvelja í nokkra daga áður en þær færu með lest til Chicago. Ráfandi um í leit að hót- elinu sínu rákust þær á hóp stór- borgarstráka sem þrátt fyrir ítrekuð andmæli voru staðráðnir í að fylgja þeim eftir. Lítið varð úr skipulögðum skoðunarferðum næstu daga þar sem umræddir strákar sátu um þær, síhringjandi upp á hótelherbergið, að reyna fá þær á „date“. Amma skellihló þeg- ar hún sagði mér að þær Sigga hefðu ekki þorað stíga fæti út fyrir hótelherbergið í tvo daga. Mikið á ég eftir að sakna henn- ar ömmu, sakna hlátursins, sakna hlýjunnar, sakna þess að geta hringt í hana og sakna spuna- söngvanna. Fyrstu árin ólst ég upp í Stigahlíðinni hjá ömmu með foreldrum mínum. Á meðan þau voru að keppast við að klára læknisfræðina eyddi ég ótal stundum með henni. Það er því óhætt að segja að amma hafi sett mark sitt á uppeldi mitt og tekið virkan þátt í að móta þá mann- eskju sem ég er í dag. Amma hafði gaman af því að rifja upp gamla tíma. Einu sinni þegar ég var um þriggja ára keyrðum við austur fyrir fjall í Meiri-Tungu. Þegar við leggjum af stað byrjar amma að syngja Litlu fluguna. Amma klárar lagið og ég kalla úr aftursætinu „aftur amma aftur“. Amma syngur lagið aftur og litla skrímslið fyrir aftan hana kallar „amma aftur“ og svona hélt þetta áfram alla leiðina. Ég lærði loks textann og við amma sungum lagið hástöfum saman við öll og engin tilefni. Þeg- ar hún svo veiktist söng ég lagið aftur og aftur og aftur fyrir hana. „Lækur tifar létt um máða steina. Lítil fjóla grær við skriðufót …“ Takk fyrir allt, minning þín lifir að eilífu í hjarta mínu. Þín Edda Laufey. Sigríður Jóhanna Jóhannsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma, takk fyrir að hjálpa mér við að læra að lesa, leiðrétta íslenskuna mína, væntumþykjuna og þolinmæðina. Takk líka fyrir að vera mamma henn- ar mömmu því annars væri ég ekki til. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Sofðu rótt í alla nótt. Þín dótturdóttir, Hekla Þórunn Árnadóttir. Samfylgd nú langri lýk- ur líf fyrir dauða víkur. Hverfur nú hjúkrunarkona himins til dýrðarvona. Tignarleg, trúföst hún var traust, sama á hverju bar stormana stóð, glaðleg og góð trygglyndi var hennar svar. Vertu nú sæl, vinkona kær, vafin ert minningum hlýjum. Himinninn skær, Herrann er nær heitir þér heimi nýjum. (SGS) Skólasystur úr Hjúkrunarskólanum, Hjördís Briem, Jónína Níelsen, Margrét Þor- valdsdóttir og Sigríður Th. Guðmundsdóttir. - Fleiri minningargreinar um Sigríði Jóhannsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.