Morgunblaðið - 15.07.2021, Síða 42
✝
Friðgerður
Þórðardóttir
fæddist að Hlé-
skógum í Höfða-
hverfi, nærri
Grenivík, 11. októ-
ber 1930. Hún lést
á Hrafnistu í
Reykjavík 4. júlí
2021.
Foreldrar Frið-
gerðar voru Þórð-
ur Jónsson frá Hóli
í Höfðahverfi og Nanna Stef-
ánsdóttir frá Miðgörðum á
Grenivík. Systkini Friðgerðar
voru: 1) Þráinn, f. 1923, látinn.
2) Baldur, f. 1924, látinn, 3)
Ingvi, f. 1926, látinn 4) Hjalti, f.
1928, látinn, 5) Stefán, f. 1935,
6) Andrés, f. 1940.
Friðgerður hóf búskap í
Reykjavík árið 1954 með Ragn-
ari Guðmundssyni frá Leiðólfs-
stöðum í Laxárdal í Dalasýslu,
f. 18.8. 1929, d. 23.11. 2010.
Foreldrar Ragnars voru Guð-
mundur Guðbrandsson og Sig-
gerður stundaði m.a. nám við
Hússtjórnarskólann í Reykjavík
og lauk þaðan námi með úrvals-
einkunn vorið 1953. Á vinnu-
markaði starfaði hún m.a. sem
matráður á Iðntæknistofnun og
við Selásskóla. Einnig starfaði
hún við smurbrauðsgerð, lengst
af á Hótel Esju en síðar einnig á
Hótel Loftleiðum. Á Hótel Esju
tengdist Friðgerður góðum
samstarfskonum afar traustum
vinaböndum sem ræktuð voru
fram á síðasta dag.
Friðgerður og Ragnar áttu
farsælt hjónaband. Mikill vin-
skapur og samheldni ríkti með-
al systkinanna frá Hjarðarholti
og samverustundirnar voru
margar í Reykjavík, Eyjafirði
og ekki síst vestur í Dölum. Þau
Friðgerður og Ragnar ferð-
uðust mikið saman. Árum sam-
an spiluðu þau bridge.St-
angveiði var sameiginlegt
áhugamál þeirra hjóna sem þau
sinntu bæði í vötnum og ám
landsins. Friðgerður hafði mik-
inn áhuga á íþróttum og var
dyggur stuðningsmaður
íþróttafélagsins Fylkis.
Útför Friðgerðar verður
gerð frá Árbæjarkirkju í dag,
15. júlí 2021, og hefst athöfnin
kl. 15.
ríður Einarsdóttir.
Synir Friðgerðar
og Ragnars eru: 1)
Logi Ragnarsson, f.
1960, maki Jó-
hanna Kristín
Steingrímsdóttir, f.
1961. Börn þeirra
eru a) Halla Hrund,
f. 1981. Maki Krist-
ján Freyr Krist-
jánsson. Börn
þeirra eru Hildur
Kristín og Saga Friðgerður. b)
Haukur Steinn, f. 1990. 2) Valur
Ragnarsson, f. 1964, maki Sig-
ríður Björnsdóttir, f. 1962. Börn
þeirra eru a) Ingunn Ýr Guð-
brandsdóttir, f. 1983. Maki Jón
Þór Sigurðsson. Börn þeirra
eru Freyja og Sigurbjörg Edda.
b) Vaka, f. 1989. Maki Björn
Orri Hermannsson. Sonur
þeirra er Hermann Valur.
Friðgerður ólst upp í Hlé-
skógum í Höfðahverfi til ársins
1944 er fjölskyldan fluttist að
Hjarðarholti í Dölum. Frið-
Tengdamóðir mín hún Frið-
gerður, eða Didda eins og hún
var oftast kölluð í fjölskyldunni,
hefur nú yfirgefið þetta jarðlíf.
Það sem einkenndi viðmót
Diddu við mín fyrstu kynni var
hlýja, yfirvegun og glaðlegt
bros sem bauð mig svo vel-
komna í fjölskylduna. Fallegt
heimili hennar og Ragnars í Ár-
bænum iðaði af heimsóknum
ættingja, allir voru velkomnir.
Hún var ánægð með Ragnar
sinn og synina tvo. Hún og
Ragnar voru alla tíð samstíga í
lífsins dansi, nutu þess að fara
saman í laxveiði, spila bridds,
að dansa, syngja, að fara í leik-
hús og á tónleika, ásamt því að
ferðast til útlanda. Didda hafði
sérstaklega sterkan norðlensk-
an hreim með fallegum
áherslum. Hún var orðheppin
með beinskeyttan og hnyttinn
orðaforða.
Didda naut þess fara í veiði
og var aflakló mikil. Mér eru
minnisstæð fyrstu árin sem ég
var í fjölskyldunni en þá var
hún oftast aflakóngurinn í veiði-
ferðunum. Hún var listakokkur,
elskaði að matreiða úr þessu
öllu, það var grafinn lax með
bestu heimatilbúnu graflaxsós-
unni, reyktur lax og snittur
með laxablómum, brauðtertur
með laxi, allt óendanlega gott
og fallega skreytt enda hafði
hún tileinkað sér sérhæfingu í
smurbrauði m.a. í Árósum í
Danmörku þegar fjölskyldan
bjó þar í um eitt ár.
Við fjölskyldan vorum þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að fara í
nokkrar veiðiferðir með Diddu
og Ragnari. Frægasta ferðin í
þeirra boði var í Fáskrúð í Döl-
um þar sem allir þeir sem gátu
haldið á veiðistöng veiddu lax
og nokkrar okkar veiddum okk-
ar maríulax.
Didda hafði áhuga á öllu sem
við tókum okkur fyrir hendur
og var öllum áföngum fagnað.
Þegar við Logi byggðum húsið
okkar þá kom hún reglulega,
tók þátt í verkefnum, nagl-
hreinsaði eða kom með eitthvað
gott með kaffinu.
Hún var mikil fjölskyldu-
manneskja og sérstaklega
trygg sínum nánustu. Við Logi
vorum þeirrar gæfu aðnjótandi
að búa í sama hverfi og ala þar
upp börnin okkar. Barnabörnin
voru ávallt velkomin og skipuðu
stóran sess í hennar lífi og þess
vel gætt að gera ekki upp á
milli þeirra.
Didda lenti í alvarlegu bíl-
slysi árið 2000 sem hafði mikil
áhrif á hennar lífsgæði. Með
mikilli seiglu tókst henni að
halda áfram þrátt fyrir oft á
tíðum slæma verki sem höfðu
áhrif á allt hennar líf. Hún hélt
áfram, sótti menningarviðburði
ásamt því að taka þátt í því sem
var í gangi hverju sinni í fjöl-
skyldunni. Þrátt fyrir háan ald-
ur þá hélt Didda ávallt sínum
séreinkennum, skýru málfari og
beinskeyttu orðavali. Hún hafði
gaman af því að spjalla um for-
tíðina og gleðjast yfir velferð
annarra. Það var ávallt gaman
að hlusta á sögur hennar m.a.
af uppvaxtarárunum, flutning-
um fjölskyldunnar að Hjarðar-
holti í Dölum, ferðum fótgang-
andi eða á hesti niður í
Búðardal til að æfa með leik-
félaginu og syngja með kórnum
Vorboðanum, ásamt sögum af
brúðkaupsferðinni hennar og
Ragnars til Kaupmannahafnar.
Ég þakka dýrmætar minningar
og er óendanlega þakklát fyrir
að hafa átt svo trausta og styðj-
andi tengdamóður. Far þú í
friði og hafðu bestu þakkir fyrir
samveru undanfarinna áratuga.
Jóhanna.
Ég kynntist Friðgerði Þórð-
ardóttur, eða Diddu eins og hún
var kölluð, þegar við Valur, son-
ur hennar, fórum að draga okk-
ur saman. Það var ljóst frá
byrjun að þarna fór hæglæt-
ismanneskja. Ekkert fum eða
fát jafnvel þó að sonur hennar
kornungur mætti heim með
konu og barn. Hún tók okkur
mæðgum afskaplega vel og
gekk Ingunni minni strax í
ömmustað, sem var ómetanlegt.
Það var alltaf gott að koma til
hennar í rólegheitin sem hún
skapaði í kringum sig. Maður
kom aldrei að tómum kofanum
því hún sveiflaði í hvert sinn
fram einhverju góðgæti og ein-
földustu brauðsneiðar urðu að
listaverki þegar hún bar þær
fram af sinni alkunnu snilld. Já,
hún var hvers manns hugljúfi
og allir áttu griðastað hjá
henni. Heimili þeirra hjóna,
Diddu og Ragnars, var stund-
um eins og félagsheimili því
margir komu til þeirra. Ætt-
ingjar utan af landi, vinir eða
vinnufélagar, og svo barnabörn-
in en þeim þótti mjög gott að
læra hjá ömmu og afa. Þau
vissu sem var að þar væri topp
aðstaða. Rólegheit þegar þess
var þörf, alls konar góðgæti
sem amma bar fram oft á dag
og svo spjall um lífsins gagn og
nauðsynjar þegar þess þurfti.
Það sem einkenndi Diddu
fyrst og fremst var að hennar
glas var ávallt hálffullt. Hún
var ánægð með allt og þakklát
fyrir allt. Hún og Ragnar voru
samrýmd og lifðu mjög ham-
ingjusömu lífi og voru hrókur
alls fagnaðar á gleðistundum.
Eftir að Ragnar lést 2010 fór að
halla undan fæti hjá Diddu en
það var auðvelt að styðja hana
því hún var þakklát fyrir allt
sem maður gerði fyrir hana og
ætlaðist ekki til neins.
Ég þakka þér elsku Didda
fyrir allan stuðninginn sem þú
veittir okkur Val og börnum
okkar í lífsins ólgusjó. Bið að
heilsa Ragnari og njótið hvar
sem þið eruð.
Þín
Sigríður (Sigga).
Ég heyri létt bankað á hurð-
ina og lít upp. Í dyrunum stend-
ur amma Didda. „Það er komið
kaffi, Halla Hrund mín, viltu
ekki fá þér smá hressingu?“ Ég
stend upp frá bókunum og við
tekur veisla. „Veisla úr engu“
eins og hún var þekkt fyrir, því
amma hafði sérstakt lag á því
að tína saman ýmislegt úr ís-
skápnum og breyta í veislumat.
Samlokubrauð með fallega út-
skornum tómati og gúrku á
snittuformi. Nýsteiktur fiskur
með bökuðum eplum og lauk.
Ilmandi aspassúpa eða grjóna-
grautur með rúsínum. Og svo
auðvitað brauðterturnar sem
framreiddar voru við hátíðlegri
tilefni ásamt heimalögðum graf-
laxi, gjarnan veiddum af þeim
afa.
Svona gekk próflesturinn
fyrir sig og segi ég stundum að
amma hafi hreinlega komið mér
til mennta því hún beinlínis
nærði mig og hvatti með natni
sinni og hlýju í gegnum öll próf
í gagnfræðaskóla, menntaskóla
og háskóla. Í prófatíð mætti ég
eins og farfugl, settist að við
skrifborðið í Hraunbænum og
lærði frá morgni til kvölds.
Stuðningurinn og afslappandi
nærvera hennar var allt um
kring. Yfir daginn var svo
reglulega bankað á hurðina og
við tók hressing, spjall um lífið
og tilveruna við þau afa, þar
sem mikið var hlegið og spáð í
spilin. Af og til komu svo skóla-
félagar í heimsókn. Þá breyttist
heimilið í félagsmiðstöð próf-
alærdóms og öllum var boðið í
Friðgerður
Þórðardóttir
kaffi eða mat. Allt gert til að
manni gengi vel.
Hraunbærinn varð snemma
eins mitt annað heimili sem ég
sótti mikið í enda algjört dekur
í boði. Á yngri árum var mest
spennandi að fá að nota grænu
saumavélina hennar ömmu. Oft-
ar en ekki flæktist tvinnaspólan
og þá voru góð ráð dýr. Amma
var þolinmæðin uppmáluð,
sama hvað, og gleðin í fyrir-
rúmi. Áfram var haldið. Ösku-
pokar saumaðir, dúkkuföt og
ýmis snið prófuð sem ýtti undir
áhugann á því að skapa og búa
til. Oft fékk maður líka að máta
kjóla og skoða bleika skart-
gripaskrínið sem var fullt af
gersemum í augum okkar
barnabarnanna. Ófá leikritin
voru sett upp á ganginum í
Hraunbænum í þessum klæðum
og heilu leikritin í Kvennó
sömuleiðis. Þetta stöðuga sam-
bland af frelsi og stuðningi var
ómetanlegt veganesti. Fjársjóð-
ur í alla staði.
Amma var almennt sérlega
áhugasöm um að heyra hvað við
barnabörnin vorum að brasa og
viðbrögðin iðulega á sömu leið,
sama hversu mikið eða lítið var
í gangi. „Ja, hérna, þú segir
nokkuð. Þetta finnst mér alveg
stórkostlegt. Alveg einstakt“.
Þessi viðbrögð byggðu upp í
manni kjarkinn. Maður yfirgaf
Hraunbæinn fullur af þrótti og
jákvæðni. Og þegar ég lít til
baka þá voru það þessar hvers-
dagslegu samræður sem hittu
oft í hjartastað. Þvílíkt bakland
að eiga að.
Dag einn þegar ég sat við
lestur í Hraunbænum lenti
amma í slysinu sem átti eftir að
hafa mikil áhrif á heilsu hennar.
Að sjá hvernig amma tókst á
við slysið og mótlæti almennt
var afar lærdómsríkt. „Það þýð-
ir ekkert að gefast upp,“ sagði
hún. „Maður verður að setja
nefið í vindinn og halda áfram“.
Þegar ég horfi á hvað amma gaf
af sér þá var það einmitt þetta
einstaka viðhorf, þrek, jafnað-
argeð og jákvæðni sem gerði
hana sjálfa; svo stórkostlega;
svo einstaka; svo frábæra
ömmu og fyrirmynd.
Ég vona að litla Saga Frið-
gerður mín og við öll sem
ömmu tengjumst náum að til-
einka okkur hennar eiginleika
og halda þeim á lofti. Takk fyrir
allt, elsku besta amma mín.
Minning þín lifir um ókomna tíð
í hjörtum og hugum okkar
allra.
Halla Hrund Logadóttir.
Í dag kveðjum við elsku
ömmu Diddu.
Hún var kannski ekki mikið
fyrir það að „flaðra upp um
fólk“ sem hún þekkti ekki vel
(hennar eigin orð) en hún sýndi
okkur sem stóðum henni næst
skilyrðislausa ást og hlýju og
studdi okkur í hverju því sem
við tókum okkur fyrir hendur.
Þegar á reyndi gat hún líka
verið föst fyrir, líkt og þegar
eitt af okkur barnabörnunum
þráaðist við að læra að lesa. Þá
var amma Didda kölluð til og
fylgdi hún verkefninu eftir af
staðfestu, allt þar til barna-
barnið var ekki bara búið að
læra að lesa heldur komið í
upplestrarkeppni grunnskól-
anna. Engin undankomubrögð
dugðu á ömmu Diddu, hún stóð
föst á sínu, en þó alltaf með
blíðu og nærgætni. Við sáum
hana aldrei skipta skapi.
Heimili ömmu og afa stóð
okkur barnabörnunum ávallt
opið og gátum við leitað þangað
hvenær sem var og það brást
ekki að alltaf var eitthvað mat-
arkyns á boðstólnum. Við
barnabörnin vorum öll þeirrar
gæfu aðnjótandi að alast upp í
sama hverfi og amma og afi og
gátum því heimsótt þau þegar
við vildum. Í prófatörnum í
grunnskóla, menntaskóla og al-
veg upp í háskóla fannst okkur
til að mynda best að læra heima
hjá þeim. Þar var aðstaðan eins
og best verður á kosið, engin
læti, reglulegar dýrindismáltíð-
ir yfir daginn og spjall þegar
maður leit upp úr bókunum.
Í gegnum tíðina ferðuðumst
við líka mikið með ömmu og
afa. Eftirminnilegar eru ferðir í
Dalina og fjölmargar veiðiferðir
þar sem amma var í essinu sínu
enda alræmd veiðikló og þol-
inmóð með eindæmum. Einnig
er okkur minnisstæð ferð til
Spánar árið 2000 þar sem við
fjölskyldan héldum upp á sjö-
tugsafmæli ömmu og afa.
Í seinni tíð færðust heim-
sóknirnar til ömmu úr Hraun-
bænum og yfir á Hrafnistu.
Þegar þangað var komið hafði
amma sérlega gaman af því að
segja okkur sögur frá gömlu
tímunum. Hún sagði okkur
margar sögur af því sem hún og
bræður hennar brölluðu sem
börn í Höfðahverfi og í Hjarð-
arholti vestur í Dölum og þykir
okkur dýrmætt að hafa fengið
að heyra þær sögur.
Okkur þykir ólíklegt að hægt
sé að finna manneskju sem
hafði jafn jákvætt lífsviðhorf og
amma. Sama á hverju gekk þá
tókst henni alltaf að sjá björtu
hliðarnar. Þetta er eiginleiki
sem við dáðumst að og við von-
um að við getum tileinkað okk-
ur.
Takk fyrir allt elsku amma
og skilaðu kveðju til afa.
Þínar
Ingunn og Vaka.
Minningar liðinna ára
streyma fram þegar ég hugsa
um Diddu, afasystur mína, sem
nú er farin yfir móðuna miklu í
sumarlandið og ég trúi því að
nú séu þau Ragnar sameinuð að
nýju.
Ég átti því mikla láni að
fagna að eiga í þeim hjónum
eiginlega aukasett af ömmu og
afa. Þeirra dyr stóðu mér ávallt
opnar og voru þau óþreytandi
við að hvetja mann áfram til
dáða við þau viðfangsefni sem
lífið bauð upp á. Allar notalegu
stundirnar við spjall um lífið og
tilveruna rifjast upp, ýmist þeg-
ar ég dvaldi hjá þeim í Hraun-
bænum eða í styttri heimsókn-
um sem voru þó nokkrar, því
alltaf var gott og endurnærandi
að kíkja við hjá Diddu. Hún var
einstök kona sem vílaði fátt fyr-
ir sér, lífsglöð og dugleg með
eindæmum.
Heimsóknir og símtöl byrj-
uðu oftast nær á því að hún
spurði frétta úr Dölunum og
hvernig mitt fólk hefði það,
þannig var það bara og þykir
mér óskaplega vænt um allar
þessar góðu minningar mínar.
Takk fyrir allt, elsku Didda
mín.
Logi, Valur og fjölskyldan
öll, mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar, minningin um
yndislega konu lifir áfram í
hjörtum okkar.
Kristín Guðrún Ólafsdóttir.
Fallin er frá merk kona.
Lífið fór ekki mildum hönd-
um um hana en alltaf var hún
brosandi og sendi frá sér góða
og jákvæða strauma.
Hún kom til okkar í Selás-
skóla í lok síðustu aldar og tók
að sér elda fyrir starfsfólk skól-
ans og fórst henni það vel úr
hendi. Alltaf var tilhlökkun að
fara í hádegismat, því Didda
var frábær kokkur.
Við kveðjum hér einstaka
konu og vottum sonum hennar
og fjölskyldum samúð okkar.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd,
Leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Erla M. Frederiksen,
Anna Guðrún Jósefsdóttir,
Gerður Pálsdóttir,
Hrefna Jónsdóttir.
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
KRISTINN KRISTINSSON
húsasmíðameistari,
Álfhólsvegi 104, Kópavogi,
lést sunnudaginn 11. júlí á hjúkrunarheimilinu Mörk.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
22. júlí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvini Grensásdeildar.
Ásdís Þórarinsdóttir
Sigrún Kristinsdóttir Hinrik Már Ásgeirsson
Kristinn Gunnar Kristinsson Margrét Jóna Gestsdóttir
og barnabörn
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744