Morgunblaðið - 15.07.2021, Síða 43

Morgunblaðið - 15.07.2021, Síða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021 ✝ Baldur Sigurðsson fæddist 1. nóv- ember 1935 í Hnífs- dal. Hann lést á Líknardeild Land- spítalans við Hring- braut 2. júlí 2021. Foreldrar Baldurs voru Sigurður Guð- mundur Sigurðs- son, skipstjóri á Ísafirði, f. 19.2. 1902, d. 21.5. 1969, og Guð- munda Jensína Bæringsdóttir, f. 22.10. 1904, d. 26.12. 1994. Systkini Baldurs eru: Her- mann Bæring, f. 12.7. 1926, d. 18.12. 1986. Arnór Lúðvík, f. 4.10. 1927, d. 14.9. 1993. Jóna Sigríður, f. 12.2. 1929, d. 27.12. 1929. Sigurður Marinó, f. 23.3. 1931, d. 8.3. 2019. Kristinn, f. 3.9. 1934, d. 31.12. 1952. Guðrún Helga, f. 8.7. 1938, d. 5.3. 2016. Kristín, f. 9.3. 1942. Eftirlifandi eiginkona Bald- urs er Sigríður Ingvarsdóttir, f. 7.12. 1940. Þau gengu í hjóna- band þann 9.7. 1961. Börn Bald- urs og Sigríðar eru fimm, þeirra eru Silja Rós, Júlía Dís og Elva Lind. Fyrstu árin ólst Baldur upp í Hnífsdal og síðar á Ísafirði. Sjó- mennskan var honum í blóð bor- in og stundaði Baldur sjó- mennsku frá unga aldri ásamt föður sínum og bræðrum og rak hann um tíma útgerð ásamt bræðrum sínum. Um 1954 flutti Baldur suður til Hafnarfjarðar með foreldrum sínum og kynnt- ist eiginkonu sinni, Siggu, fljót- lega eftir það. Baldur og Sigga bjuggu lengst af í Hafnarfirði, áttu stutta viðveru á Ísafirði og efri árin bjuggu þau suður með sjó í Vogum á Vatnsleysuströnd. Síðustu árin lá þó leiðin aftur heim í Hafnarfjörðinn. Baldur var fagmaður fram í fingurgóma og hagleiksmaður mikill og var verðlaunaður fyrir framúrskarandi árangur á burt- fararprófi í Vélvirkjun frá Iðn- skólanum í Hafnarfirði. Baldur var einnig með vélstjóraréttindi og starfaði við fagið mestallan sinn starfsferil, lengst af í Ál- verinu í Straumsvík þar sem hann lauk starfsferlinum rétt fyrir sjötugt. Útför Baldurs fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, í dag, 15. júlí 2021, kl. 11. barnabörnin sextán og barna- barnabörnin átján. 1. Jónas Bald- ursson, f. 6.7. 1958, eiginkona Regina Kasinskiene, f. 12.5. 1958. Börn Jónasar eru Helena Björk, Margrét Lára, Gylfi Þór og Birna Dögg. 2. Lilja Bald- ursdóttir, f. 27.5. 1961, eig- inmaður Sigurjón Már Guð- mannsson, f. 12.12. 1948. Börn þeirra eru Sigríður Bylgja og Berglind. Barn Lilju úr fyrra sambandi er Baldur. 3. Linda Baldursdóttir, f. 12.8. 1963. Börn Lindu eru Ívar, Davíð og Aldís Ósk. 4. Sigríður Baldursdóttir, f. 25.8. 1969, sambýlismaður Guð- mundur Jón Valgeirsson, f. 20.9. 1966. Börn Sigríðar eru Haukur Örn, Hákon Þór og Hlynur Freyr. 5. Ingvar Baldursson, f. 5.5. 1975, eiginkona Vigdís Louise Jónsdóttir, f. 24.3. 1977. Börn Elsku pabbi, mig langaði að kveðja þig á sama hátt og þú myndir gera ef þú værir í mínum sporum og það er að krota á blað nokkur fátækleg orð, veit að þér hefði þótt vænt um það. Minning- arnar eru margar og af nógu að taka og ætla ég að stikla á stóru. Þú varst ekki bara pabbi minn, þú varst og ert fyrirmynd mín og sá sem ég hef alltaf litið upp til. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá tækifæri til að vinna við hlið þér í Álverinu í Straumsvík, bæði á vélaverkstæðinu í steypuskál- anum sem og á bakvöktum. Það var einstaklega gott að vinna með þér og ekki leiðinlegt fyrir ungan mann að fá að læra af föður sín- um, góðir og dýrmætir tímar sem ég hugsa oft til. Fjölskyldan var þér eitt og allt og mamma stóra ástin í lífi þínu. Hver man ekki eftir sögustund þar sem þú oftar en ekki fórst frjálslega með sögu- þráðinn sem gerði söguna bara enn skemmtilegri fyrir þá sem á þig hlýddu. Ég man þegar ég fór að segja stelpunum mínum sögur þá gerði ég alveg eins og þú, sag- an var aldrei alveg eins og síðast og bætti ég við og breytti alveg eins og þú gerðir þegar ég var lít- ill. Einhvern tímann fékk ég að heyra frá stelpunum mínum að sagan af Rauðhettu væri sko ekki alveg eins og sú sem afi sagði og að sagan hans afa væri betri. Ég held að röddin í úlfinum í þinni útgáfu hafi verið skemmtilegri en mín, eitthvað sem ég get bætt fyrir mín barnabörn. Söngur var eitt sem fylgdi þér alla tíð og man ég þegar þú söngst í sturtu heima og mér fannst það fyndið. Man líka þegar þú söngst í sturtu þeg- ar við fórum saman í Sundhöll Hafnarfjarðar og syntum 750 metrana, mér fannst það líka fyndið. Man líka þegar við unnum saman í Álverinu í Straumsvík og þú söngst í sturtu og já, mér fannst það líka fyndið. Ég er ekk- ert rosalega mikið fyrir að syngja og heldur ekki í sturtu, er eitt- hvað feiminn við þetta en það var eitthvað sem truflaði þig ekki, þú gerðir þetta bara og af innlifun. Ég og mín fjölskylda bjuggum lengi erlendis og ég er ofboðslega þakklátur fyrir að hafa náð tæp- um fimm árum nálægt þér og mömmu eftir að við fluttum til Ís- lands. Er mjög þakklátur fyrir Englandsferðina á heimsmeist- aramótið í snóker í febrúar á síð- asta ári, þrátt fyrir að farið væri að halla undan fæti hjá þér. Vest- firsk hörkutól gefa ekki tommu eftir, en krabbamein er illviðráð- anlegt og síðustu dagarnir voru þér erfiðir. Erfitt að geta ekkert gert en á sama tíma notalegt að sitja við hlið þér, halda í höndina á þér og finna þéttingsfasta handtakið þitt og skaust maður tugi ára aftur í tímann og varð litli strákurinn þinn aftur. Ég er og verð alltaf ljúfurinn þinn og mun ég geyma minn- inguna um þig í hjarta mínu um ókomna tíð og langar mig að enda þessi fátæklegu orð á frasanum sem við svo oft sögðum hvor við annan: „Við látum okkur aldrei … allavega seint“. Elska þig, elsku pabbi, hvíldu í friði og vonandi sjáumst við í ann- arri vídd, þinn sonur Ingvar P.S. það var alltaf P.S. í bréf- unum þínum og mitt P.S. er mér dýrmætara en allt í þessu lífi og eru það stelpurnar mínar Vigdís Louise, Silja Rós, Júlía Dís og Elva Lind. Ingvar Baldursson. Meira á: https://mbl.is/andlat Afi. Ó hve fallegur og friðsæll þú varst, elsku afi minn, þegar ég kvaddi þig, ég þakka fyrir allar stundirnar okkar saman, þær eru mér svo dýrmætar. Minningarn- ar í minningabankanum eru svo margar og allar fallegar. Þú varst einstakur maður, hjartgóður, hlýr, ástríkur, yndislegur og svo mætti lengi telja. Ég er þakklát fyrir að hafa hitt þig laugardeginum áður en þú kvaddir og að hafa spjallað við þig, haldið í höndina þína og finna ástina frá þér, eins og ég fann alltaf. Það var svo gott að sitja hjá þér í þögninni, þú varst ekki maður margra orða, en allt sem þú sagðir var svo nærandi og gott, nærveran þín var svo góð. Ég er þakklát fyrir að Klara Sól, dóttir mín, hafi fengið að finna hlýjuna í fanginu þínu sem var svo einstök, hlýjuna hjá langa-afa eins og þú varst stund- um kallaður. Morguninn sem þú kvaddir var þoka yfir öllu, en fallegt verð- ur, hiti í lofti og dúnalogn, kveðjustundin var falleg og ég er þakklát fyrir hana. Ég söng lagið okkar fyrir þig í síðasta skipti á meðan ég hélt í hönd þína. Kyssti þig á vangann og strauk þér um ennið. Um kvöldið kvaddirðu svo með látum þegar það sprakk víga- hnöttur yfir Íslandi úr heiðskíru lofti. Sem var alveg einstakt, al- veg eins og þú. Söknuðurinn er sár en minn- ing þín mun lifa með mér alltaf og ég hlakka til að segja börnunum mínum sögur af þér og syngja lagið sem þú söngst svo ótal sinn- um fyrir mig: „ Hver liggur þarn’ í litlu rúmi, ljóshærð, bústin, rjóð á kinn. Hver liggur þarn’ í kvöldsins húmi, og heldur svona fast í litla bangsann sinn. það er ekki þörf Það er erfitt að hugsa til þess að fá ekki aftur frá þér þétt faðm- lag með taktföstu klappi á bakið, að geta ekki skroppið í heimsókn og spjallað um lífið á léttum nót- um og tekið flugið hærra þegar við á, eða sungið saman lögin okkar. Ég mun alltaf minnast þín með svo ótrúlega mikilli hlýju, afi, því það var þín mikla hlýja og tak- markalausi kærleikur sem snart okkur öll svo djúpt. Kannski varstu hingað sendur til að kenna okkur einmitt þetta: hlýju, kær- leika og að elska skilyrðislaust. Þú lifir áfram í okkur öllum og við munum ábyggilega öll gera okkar besta til að heiðra minn- ingu þína. Þú undirbjóst mig vel undir lífið – því þetta er í raun ekkert svo flókið. Afi, þetta er ekki hinsta kveðja mín til þín, því við sjáumst aftur og þú munt svo sannarlega lifa áfram í okkur og alltaf vera ná- lægur í hjörtum okkar. Með bros á vör og hlýju í hjarta hugsa ég til þín. Eins og þú sagðir svo oft, syngjandi í lok samverustunda, hvort sem það var eftir útilegu, útlandaferð, kaffispjall eða kvöldstund, þá segi ég: „Takk fyrir samveruna!“ Þangað til næst, Þín Sigríður (Sigga) Bylgja. Kær vinur og mágur Baldur Sigurðsson, maðurinn hennar Siggu systur er látinn eftir snarpa en stutta baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Fyrstu kynni mín af honum voru er þau voru að byrja saman og hann var í mat á jólunum og mamma vildi gera vel við verðandi tengdason. Hann sagðist vera vanur að fá grjóna- graut með möndlu á aðfangadag. En við vorum ekki vön þessu og grjónagrautur var ekki í uppá- haldi hjá okkur yngri bræðrum. Baldur fékk möndluna í fyrstu skeið en lét ekki vita fyrr en allir voru búnir og við bræður vorum ekki tilbúnir að sættast þótt svo hann gæfi okkur möndlugjöfina. En hann náði okkur og vann hjarta Siggu og þar með hófst sönn vinátta sem varði alla tíð. Baldur var mjög glöggur eins og sást best er Sigga fæddi fyrsta barn þeirra fyrir réttum 63 árum á Sólvangi, hann Jónas. Í þá daga voru feður ekki viðstaddir og í fyrstu heimsókn fór hann fyrst að skoða nýfæddan soninn og þegar ljósmóðirin sýndi honum barnið sagði Baldur að hann ætti ekki þetta barn og að sjálfsögðu brá konunni við og athugaði barnið og viti menn þetta var rétt hjá honum. Hún hafið farið vöggu- villt og sýndi honum síðan rétt barn, sem hann samþykkti. Þetta þótti tíðindum sæta því feður hefðu samþykkt hvaða barn sem þeim hefði verið sýnt, en ekki Baldur. Baldur var ekki eingöngu mágur heldur einnig vinnufélagi. Hann átti sinn þátt í því að ég fór að læra vélvirkjun í Vélsmiðju Hafnarfjarðar þar sem hann vann, síðar urðum við vinnufélag- ar á vélaverkstæði ISAL, síðast en ekki síst var hann mikill vinur minn. Það er ljúft að minnast allra samverustunda heima og að heiman en við fórum m.a. saman tvisvar til Spánar. Baldur og Sigga voru sam- heldin og talaði hann alltaf um Siggu sína af mikilli ástúð og börnin og fjölskyldur þeirra voru ávallt í fyrirrúmi hjá honum. Það er sárt að sakna en einnig ljúft að minnast en söknuðurinn er sár- astur hjá Siggu, Jónasi, Lilju, Lindu, Siggu og Ingvari og fjöl- skyldum. Ég og fjölskylda mín sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Baldri þökkum við samfylgdina. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Gylfi Ingvarsson. Baldur Sigurðsson að spyrja, þetta er hún frænka mín. Sporin þú brátt munt byrja, þrautir lífsins bíða þín … o.s.frv.“ Við hittumst aftur síðar, þegar að lykla-Pétur opnar fyrir mér. Ég mun alltaf elska þig, afi Baldur. Aldís Ósk Mir Snorradóttir, Gunnar Róbert Walsh og Klara Sól Mir Walsh. Baldur var blíðastur, fegurst- ur og ljúfastur allra goða í Ás- heimum. Afi Baldur var blíðastur, feg- urstur og ljúfastur allra hér í mannheimum. Það eru þvílík forréttindi að hafa fengið að ganga lífsins leið með þér afi. Það er svo skrýtið að vera að skrifa um þig minning- arorð að ég ætla að skrifa þessi orð til þín – ekki um þig. Afi, þú kenndir mér svo ótrú- lega margt, hinar dýrmætustu lexíur og það eru ófáir frasarnir sem eiga eftir að fylgja okkur áfram og halda í heiðri minningu þinni. Ástin þín til hennar ömmu var svo takmarkalaus. Þú kenndir okkur hvernig á að elska skilyrð- islaust. Afi, þú elskaðir okkur, afleggj- arana þína, börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin svo óum- ræðanlega og varst svo stoltur og áhugasamur um hvert og eitt okkar. Það verður alltaf hluti af þér, varðveittur í okkur öllum. Ef að- eins brotabrot af því hvernig þú ert gerður, gæti speglast í mér, þá yrði ég betri manneskja fyrir vikið. Allar sögurnar sem þú sagðir okkur afi! Bæði sígild ævintýri eins og Rauðhetta og Búkolla, jafnvel með sex barnabörn sitj- andi á lærunum á þér, stóreyg af áhuga, eða sögur að vestan, æv- intýri og hversdagssögur úr þínu eigin lífi, þá var alltaf svo dásam- legt að hlusta, enda ertu snilldar framsögumaður. Afi, þú ert líka svo góður penni! Ég sagði þér það á spít- alanum í einu af hinstu skiptun- um okkar saman, þar sem ég las í gegnum bréfin sem þú sendir mér. Ég sagði þér líka hvað mér þætti þú einstakur og þú sagðir: „Ha, er það?“. Einlægnin og hóg- værðin uppmáluð, alltaf svo eðli- legur. Ein vinkona mömmu kall- ar þig Salómon konung, enda ertu réttlátur og sanngjarn, svona eins og allir konungar ættu að vera. Það er svo margt við þig sem snart fólk djúpt, afi. Það er svo margt sem við áttum saman sem skilur eftir svo mikinn kærleik og þakklæti. Ástkær sonur minn, bróðir, mágur og frændi, BJARKI ÞÓRHALLSSON, Berjahlíð 2, Hafnarfirði, lést á heimili sínu mánudaginn 12. júlí. Útför verður auglýst síðar. Þórhallur Ægir Þorgilsson Baldur Þórhallsson Felix Bergsson Ólöf Þórhallsdóttir Ármann Ingi Sigurðsson og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG BECK frá Reyðarfirði, Lækjasmára 6, Kópavogi, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 28. júní, verður jarðsungin frá Reyðarfjarðarkirkju miðvikudaginn 21. júlí klukkan 14. Minningarathöfn verður í Fossvogskapellu mánudaginn 19. júlí klukkan 11. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á líknarfélög. Bjarni Steingrímsson Ellen Rósa Jones Páll Grétar Steingrímsson Kristjana Erlen Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkæra og yndislega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG FILIPPUSDÓTTIR, Hlíðarvegi 32, Reykjanesbæ, áður Austurvegi 2, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 28. júní. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ástvinir þakka starfsfólki HSS umhyggju og hlýhug. Rannveig Þorvarðardóttir Þórarinn Arnórsson Nína Brá, Styrmir Snær og Íris Hrund Gunnar Þorvarðarson Hrafnhildur Hilmarsdóttir Ægir Örn, Logi og Harpa makar og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR BERNHARÐ GUÐMUNDSSON, Túngötu 15, Ólafsfirði, sem lést sunnudaginn 11. júlí á Sjúkrahúsinu á Akureyri, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju fimmtudaginn 22. júlí klukkan 14. Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir Arna Björk Þórðardóttir Guðmundur F. Þórðarson Lilja Rós Aradóttir Elís Hólm Þórðarson Hulda Teitsdóttir og barnabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN ÁRNADÓTTIR þýðandi, sem lést 9. júlí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 20. júlí kl. 15. Árni Óskarsson Jóna Dóra Óskarsdóttir Völundur Óskarsson Aagot Vigdís Óskarsdóttir Svanhildur Óskarsdóttir Hrafnkell Óskarsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.