Morgunblaðið - 15.07.2021, Qupperneq 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021
✝
Ásthildur Lilja
Magnúsdóttir
fæddist í Hafnar-
firði 8. janúar árið
1924. Hún lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 6. júlí 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Ragnheið-
ur Þorkelsdóttir
kaupkona, f. 15.4.
1890, d. 25.3. 1961,
og Magnús Magn-
ússon, skipstjóri frá Skuld í
Hafnarfirði, f. 25.7. 1890, d. 5.6.
1973.
Systkini Ásthildar voru Þor-
björg Ragna, f. 14.1. 1920, d.
7.11. 2017; Magnús Aldan, f.
10.10. 1921, d. 11.4. 2002; Guð-
laugur Hafsteinn, f. 4.4. 1930, d.
4.3. 1950; og Ragnheiður
Hadda, f. 28.9. 1934, d. 4.5. 2001.
Eiginmaður Ásthildar var
Gunnar Magnússon húsgagna-
smiður, f. 6.9. 1921, d. 1.4. 1994.
Foreldrar hans voru Sigríður
Árný Eyjólfsdóttir húsmóðir, f.
21.3. 1897, d. 4.7. 1983 og Magn-
Snær og Anna Rut. b) Gunnar, f.
22.11. 1973, í sambúð með Haf-
dísi Viðarsdóttur. Sonur Gunn-
ars er Róbert Nökkvi. c) Þröst-
ur, f. 10.2. 1979, maki Kristín
Garðarsdóttir, börn þeirra
Berglind, Kristófer og Aníta. 3)
Sigurður, f. 2.9. 1953. 4) Elín
Marta, f. 1.1. 1955, d. 5.5. 1955.
Að lokinni skólagöngu starf-
aði Ásta Magg, eins og hún var
jafnan nefnd, lengst af við versl-
unarstörf. Hún sá m.a. um rekst-
ur vefnaðarvöruverslunar
Ragnheiðar Þorkelsdóttur að
móður sinni látinni. Hún var
virkur þátttakandi í félags-
starfi, var um árabil í stjórn
Vorboða, félags sjálfstæðis-
kvenna, formaður kvenfélagsins
Hringsins, í sóknarnefnd og kór
Hafnarfjarðarkirkju, tók virkan
þátt í skátastarfi í St.
Georgsgildinu og var félagi í
Sinawik, félagi kvenna í Kiw-
anis. Ásta lék handbolta með
Knattspyrnufélaginu Haukum
og tók þátt í starfi eldri Hauka-
félaga, þá var hún í mörg sumur
kaupakona á Spóastöðum í
Biskupstungum á sínum yngri
árum.
Útför fer fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju í dag, 15. júlí 2021,
klukkan 15.
ús Böðvarsson bak-
arameistari, f. 13.7.
1887, d. 3.7. 1944.
Ásthildur og
Gunnar gengu í
hjónaband hinn 9.
júní árið 1945.
Heimili þeirra var
alla tíð í Hafnar-
firði. Börn Ásthild-
ar og Gunnars eru:
1) Ragnheiður, f.
10.10. 1945. Maki
Ásgeir Bjarnason. Börn þeirra
eru: a) Ásta Lilja, f. 21.2. 1975,
maki Engilbert Hauksson, dóttir
þeirra Ragnheiður Rán. b) Elín
Marta, f. 18.1. 1979, í sambúð
með Heiðari Jónssyni, dætur
þeirra eru Ásta Svanhild og
Þórunn Edda. c) Bjarni Gunnar,
f. 8.8. 1982, maki Véldís Ragn-
heiðardóttir. 2) Magnús, f.
29.10. 1950. Maki Elísabet
Karlsdóttir, f. 10.8. 1952. Börn
þeirra eru: a) Hrund, f. 15.9.
1970, maki Ingi Rafn Jónsson,
börn þeirra Daníel Þór, unnusta
Sandra Erlingsdóttir, Daði
Elsku mamma.
Hver skal hljóta, heiðurs stærsta óð,
hverjum á að færa bezta ljóð.
Svarið verður, bezta móðir blíð,
bið ég Guð, hún verndist alla tíð.
Það var hún, sem í heiminn fæddi mig.
Það var hún, sem lagði allt á sig.
Til að gera göfgan, hvern minn dag.
Til að gæfan færðist mér í hag.
Hún studdi mig, er stálpaður ei var,
hún styrkti mig, og hlúði allstaðar.
Nú skal gjalda, er gömul verður hún,
græða sár, og slétta hverja rún.
Elsku mamma, eigðu þakkar brag,
undu hjá mér, fram á síðasta dag.
Ég ætla að borga, bernskuárin mín,
borga allt, og greiða sporin þín.
Ég gef þér allt, er get af hendi misst,
og gleðst með þér, af innstu
hjartans list.
Gefist þér, svo gleði fram á kvöld,
Guð skal biðja, að lifir heila öld.
(Eggert Snorri Ketilbjarnarson)
Hjartans þakkir fyrir allt.
Þín dóttir,
Ragnheiður (Ransý).
Nú sit ég hér og hugsa til
elsku mömmu sem nú er farin frá
okkur eftir langa og gæfuríka
ævi. Hún ólst upp á Vesturbraut
13 í Hafnarfirði á myndarlegu
heimili afa og ömmu þar sem
reglusemi, hlýja og væntum-
þykja foreldranna varð gott
veganesti til farsællar framtíðar.
Glæsileg, létt í spori, hláturmild
og dugleg, með einstaklega
þægilegt viðmót eru líklega orð
sem hæfa best lýsingu á elsku
mömmu. Hún elskaði lífið, fór
ung í sveit, var kaupakona á
Spóastöðum í Biskupstungum í
mörg sumur og hélt alla tíð góðu
sambandi við fólkið á Spóastöð-
um. Ung giftist hún æskuástinni
og samstíga voru þau í öllu því
sem þau tóku sér fyrir hendur á
lífsleiðinni. Hún kraftmikil,
bjartsýn og áræðin, hann rólegur
og yfirvegaður, alveg forskriftin
að góðu hjónabandi sem enda
varð langt og hamingjuríkt. En
þótt lífið hafi fært þeim gæfu
urðu þau einnig að takast á við
erfiðleika sem fylgdu þeim alla
tíð. Fjórða barn þeirra, Elín
Marta, sem fæddist í ársbyrjun
1955 lést aðeins fjögurra mánaða
gömul og Siggi bróðir veiktist á
fimmta ári sem hafði varanlegar
afleiðingar á heilsu hans.
Mamma, pabbi og Siggi bróðir
héldu heimili saman alla tíð og
samband þeirra var einstaklega
einlægt og fallegt. Þau byggðu
fallegt hús á Álfaskeiðinu og
mamma naut þess að rækta
garðinn sinn, sem m.a. var valinn
fegurstur garða í Hafnarfirði.
Hún var mikil félagsvera og ófá
voru þau félögin sem hún tengd-
ist í gegnum lífið, skátarnir,
kirkjan, Sjálfstæðisflokkurinn,
Haukarnir, Kiwanis, kórarnir,
saumaklúbbarnir og þannig gæti
ég sjálfsagt haldið áfram að telja.
Söngurinn var henni alla tíð afar
hjartfólginn og hún naut sín vel
þar sem söngur og gleði ríkti.
Mamma hafði sterka réttlætis-
kennd, var ákveðin, gat verið
nokkuð stíf en afar sáttfús. Hún
var alla tíð einlægur stuðnings-
maður Sjálfstæðisflokksins.
Samband okkar mömmu var ein-
stakt, einhver þráður sem tengdi
okkur saman. Ég tók oft utan um
hana, kitlaði hana gjarnan um
mitti og hafði óskaplega gaman
af hvernig viðbrögðin voru. „Æ,
Maggi minn, láttu ekki svona,“
sagði hún gjarnan og hló síðan
dátt. Pabbi lést árið 1994 og frá
þeim tíma héldu mamma og
Siggi saman heimili þar til þau
fóru á Hrafnistu í Hafnarfirði ár-
ið 2017. Mamma reyndi þar sem
fyrr eftir mætti að huga að Sigga
sínum. Mamma var á nítugasta
og áttunda aldursári þegar hún
lést. Hún naut alla tíð góðrar
heilsu en síðustu árin var ald-
urinn farinn að taka sinn toll.
Það er gæfa hvers einstaklings
að eiga góða foreldra sem ekkert
er kærara en velferð barna
sinna. Ég er einn þeirra sem
geta þakkað forsjóninni fyrir að
færa mig í hendur góðra for-
eldra, foreldra sem elskuðu
börnin sín, unnu landinu sínu,
tóku virkan þátt í samfélaginu og
voru góðir og gegnir einstakling-
ar. Nú þegar kemur að leiðarlok-
um kveð ég mömmu sem nú svíf-
ur um í sumarlandinu, létt á fæti
með söng á vörum, áhyggjulaus.
Takk mamma mín fyrir allt sem
þú veittir mér og fjölskyldunni
allri.
Magnús Gunnarsson.
Elsku amma, nú er víst komið
að kveðjustund.
Amma var miklum persónu-
töfrum gædd. Hún var glaðvær,
brosmild og jákvæð og einstak-
lega félagslynd og vinamörg.
Hún hafði svo fallegt bros sem
hún var ekkert að spara og hlát-
ur sem gat hrifið alla með sér.
Amma var stórglæsileg og falleg
kona og vildi alltaf vera vel til
fara. Ekki mátti vanta varalitinn
eða naglalakkið og skartið og föt-
in skyldu passa enda var hún
svolítið pjöttuð. Þó var hún alltaf
tilbúin að bretta upp ermar og
fara í drullugallann og taka til
hendinni ef á þurfti að halda.
Amma var með eindæmum kraft-
mikil, dugleg og drífandi og okk-
ur fannst eins og hún gæti bók-
staflega allt. Hún saumaði,
prjónaði, bakaði dýrindisbak-
kelsi og eldaði bestu fiskibollur í
heimi. Amma var sterk, ákveðin
og hugrökk, gat verið svolítið
þrjósk og lá ekkert á skoðunum
sínum, en einnig svo ljúf og góð-
hjörtuð og sannkölluð fyrirmynd
fyrir okkur krakkana.
Amma var þekkt fyrir að vera
mikill fagurkeri og hélt hún fal-
legt og hlýlegt heimili ásamt afa
Gunna á Álfaskeiðinu. Amma var
með græna fingur og ræktaði
hún garðinn sinn af einstakri
natni, var með fallegar rósir í
gróðurhúsinu og gulrætur í garð-
inum ásamt ótal blómum og
trjám. Það var alltaf gott að
koma á Álfaskeiðið og þaðan eig-
um við ótal minningar sem hlýja
okkur nú.
Amma var alltaf glöð að fá
ættingja og vini í heimsókn af
hvaða tilefni sem er og vorum við
alltaf velkomin í kökubita og
spjall. Á jóladag var hefð hjá
ömmu og afa að bjóða okkur ætt-
ingjunum í jólaboð þar sem boðið
var upp á heitt súkkulaði með
rjóma ásamt veitingum, tíu sortir
af jólasmákökum, nýbakaðar
brauðbollur með reyktum laxi og
alls kyns kræsingar. Þetta var
heilög stund sem var fastur
punktur í tilverunni.
Við söknum þín elsku amma.
Þín barnabörn,
Ásta Lilja, Elín Marta
og Bjarni Gunnar.
Elsku amma Ásta er látin,
rúmlega 97 ára.
Á kveðjustundu hellast minn-
ingarnar yfir, sem gott er að ylja
sér við.
Ég man ekki eftir ömmu öðru-
vísi en brosmildri og með mikið
jafnaðargeð. Hún var kát að eðl-
isfari, hafði mjög gaman af því að
syngja og var mjög félagslynd.
Ég man eftir afa Gunna, á meðan
hann var á lífi, að skutla ömmu
hingað og þangað til að sinna fé-
lagsstörfum og öðrum erindum
meðan hann, þessi rólyndismað-
ur, beið þolinmóður eftir henni
nú eða horfði á fótboltann í sjón-
varpinu ef það var í boði.
Amma var kirkjurækin og
passaði upp á að ég færi alltaf
með bænirnar og fór með okkur
krakkana í sunnudagaskólann.
Amma var í skátunum og ég var
þess aðnjótandi, langt fram eftir
aldri, að fá að fara í skátaskálann
við Hvaleyrarvatn með ömmu og
afa þar sem skátalögin ómuðu,
jólasveinar komu fyrir jólin og
við nutum samverustundanna.
Minningar um sunnudagskaffi
með nýbakaðri jólaköku, 17. júní-
kaffi með pönnukökum og rjóma
og íslenska fánanum, jólasúkkul-
aðinu sem maður lærði fljótt að
kalla ekki kakó og svo mætti
lengi telja. Amma hafði tröllatrú
á lýsi alla tíð og maður veltir því
fyrir sér hvort það hafi kannski
átt sinn þátt í langlífi og heilsu-
hreysti hennar. Þegar maður
veiktist var alltaf það fyrsta sem
hún spurði hvort maður tæki nú
ekki örugglega lýsi.
Amma hafði unun af garð-
yrkju og ég man vel eftir henni í
garðinum á Álfaskeiðinu að
dunda sér í garðinum, rækta
blóm eða gróðursetja. Þegar
minnst er á dalíur kemur amma
upp í hugann en þær voru oft
ansi fallegar hjá henni.
Á Álfaskeiðinu var gjarnan
farið í tískó þar sem við börnin
fengum að fara í alls konar föt og
halda svo tískusýningu fyrir full-
orðna fólkið. Þetta þótti okkur
einstaklega skemmtilegt.
Amma var mikil sjálfstæðis-
kona, sinnti starfi innan flokksins
og skartaði stolt barmmerki
hans. Ég man þegar við Ingi
voru að byrja að slá okkur upp
þá var hún nú fljótlega búin að
spyrja hvort hann væri ekki
örugglega sjálfstæðismaður!
Amma lagði alltaf mikið upp
úr því að líta vel út og ég efast
um að hún hafi nokkurn tímann
farið úr húsi ótilhöfð, án þess að
setja að minnsta kosti upp varalit
eða annað tilheyrandi. Varalit
notaði hún enn 97 ára.
Það eru forréttindi að hafa náð
samfylgd við ömmu í yfir 50 ár og
börnin mín átt og kynnst lang-
ömmu sinni. Fyrir það er ég ein-
staklega þakklát. Hennar stund
var komin, farið að halla undan
fæti þótt hún væri ótrúlega hress
langt fram eftir aldri og stutt í
brosið.
Ég vil trúa því að hún sé nú
sameinuð afa og njóti sumar-
landsins með honum og öðrum
ástvinum.
Minningin um elsku ömmu
með fallega brosið lifir áfram í
hjörtum okkar.
Hvíl í friði.
Hrund Magnúsdóttir.
Við andlát Ásthildar Magnús-
dóttur er gengin ein af þeim
hafnfirsku konum sem að eigin
frumkvæði, samstarfi og ánægju
lagði tíma sinn af mörkum til að
halda úti félagslegu starfi í bæn-
um. Ásta Magg, eins og hún var
ávallt kölluð, var Hafnfirðingur í
húð og hár, var dóttir Ragnheið-
ar Þorkelsdóttur kaupkonu og
Magnúsar Magnússonar skip-
stjóra sem kenndur var við Skuld
en Magnús var einn af stofnend-
um skipstjóra- og stýrimanna-
félagsins Kára í Hafnarfirði.
Félagslyndið var henni í blóð
borið og naut meðal annars
Hringurinn og Sjálfstæðiskvenn-
afélagið Vorboði krafta hennar
um árabil. Þegar ég ung kom að
félagsstarfi innan Vorboða á átt-
unda áratug síðustu aldar hitti
ég fyrir konur eins og Ástu sem
urðu fyrirmyndir mínar í því að
finna gleðina í sjálfboðastarfi og
gera mér samhliða grein fyrir því
hvað stæði að baki góðu fé-
lagsstarfi. Á þessum árum rifj-
uðu börn Vorboðakvenna oft upp
þá tíma þegar verið var að baka á
heimilunum og með vatn í munni
var rokið heim til að fá sér góð-
gæti. En þegar heim var komið
var sagt „þú færð köku seinna,
þessar eru fyrir Vorboðann“ og
kökurnar bornar út í bíl. Ásta tók
þátt í öllu því er kom að und-
irbúningi funda, hvort heldur
þeir voru um landsmál, bæjar-
mál, jólafundir eða til móttöku
gesta frá framkvæmdastjórn
Sjálfstæðisflokksins eða annarra.
Flest alla happdrættisvinninga á
jólafundi gáfu félagskonur sjálf-
ar til styrktar félaginu. Basarar
voru hluti fjáröflunar og sala
happdrættismiða fyrir flokkinn.
Ómetanleg vinna var lögð fram
til eflingar öllu starfi innan Sjálf-
stæðisflokksins í Hafnarfirði.
Ástu voru falin trúnaðarstörf
meðal annars með setu í stjórn
Vorboða, fulltrúaráði og var
margoft kosin fulltrúi á Lands-
fund. Skoðunarmaður reikninga
Vorboða var hún á meðan heilsan
leyfði. Þegar ég hugsa til Ástu sé
ég hana með sitt blíða bros leggj-
andi eitthvað gott til málanna.
Hún sagði mér eitt sinn í spjalli
um lífið og tilveruna og börn
hennar og maka, hversu heppin
hún hefði verið með hann Gunna
sinn, hann hefði verið góður mað-
ur og svo hafi hann verið svo
sætur. Við þá minningu kom blik
í auga og andlit hennar ljómaði
af þakklæti fyrir fyrri tíma.
Elsku Rannsý, Maggi, Siggi
og fjölskyldur, við Böddi vottum
ykkur okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Ásthildar
Magnúsdóttur.
Valgerður Sigurðardóttir.
Ásthildur Lilja
Magnúsdóttir
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar
RANNVEIGAR G. KRISTJÁNSDÓTTUR
frá Bolungarvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
Hjúkrunarheimilisins Eirar 3n.
Rannveig K. Stefánsdóttir Ögmundur Gunnarsson
Tryggvi Stefánsson
Sirrý Halla Stefánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og útför eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
VILHJÁLMS ÓSKARSSONAR.
Elínborg Proppé
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé Magnús Orri M. Schram
Gunnar Þór Vilhjálmsson
Villi, Mía og Ragnheiður
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og útför elsku bestu
mömmu okkar, tengdamömmu, dóttur og
systur,
SVEINBJARGAR RÓSALINDAR
ÓLAFSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknarþjónustu Heru
ásamt starfsfólki Landspítalans.
Jóhann Ó. Sveinbjargarson
Lovísa M. Kristjánsdóttir Lovísa Margrét Kristjánsd.
Viktor Freyr Arnarson
Ólafur Haraldsson Jóna Margrét R. Jóhannsd.
Árni Brynjar Ólafsson Gunnþórunn Sara Brynjarsd.
Haraldur Óli Ólafsson Sigrún Sigurhjartardóttir
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma, dóttir og systir,
ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR,
Djúpavogi,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum
laugardaginn 10. júlí. Hún verður jarðsungin
frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 19. júlí klukkan 13.
Athöfninni verður einnig streymt í Djúpavogskirkju.
Emil Karlsson
Guðmunda Bára Emilsdóttir Svavar Þrastarson
Fanný Dröfn Emilsdóttir
Elísabet Svavarsdóttir
Katrín Svavarsdóttir
Sigurbjörg Kristinsdóttir
og systkini
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
vegna andláts og útfarar okkar ástkæra
GUÐJÓNS GUÐMUNDSSONAR,
Stekkjargötu 21, Reykjanesbæ,
sem lést 18. júní og var jarðsunginn 30. júní.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á
krabbameinsdeild 11E á Hringbraut, Brynjar Viðarsson læknir
og sr. Erla Guðmundsdóttir prestur í Keflavíkurkirkju.
Kristín Hannesdóttir
Kristín Guðjónsdóttir Gísli Stefán Sveinsson
Hildur Guðjónsdóttir Arnar Snæberg Jónsson
Geir Rúnar Birgisson Laufey Ólafsdóttir
Hrafnhildur Birgisdóttir Þórarinn Kristjánsson
barnabörn og barnabarnabarn