Morgunblaðið - 15.07.2021, Síða 53
DÆGRADVÖL 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021
www.gilbert.is
J S
W
AT
CH CO .REYK JAV
K
„HVAÐ KOSTAR KASSINN?“
„JEMINN EINI! HÉR SÉ ÉG AÐ EFTIR
MÁNUÐ RUKKA ÉG TVÖ ÞÚSUND KRÓNUM
MEIRA FYRIR LESTURINN.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að passa upp á hvort
annað.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
GRETTIROG ÉG
BÖKUÐUM PIPARKÖKUR
VILTU
SMAKKA?
JÁ, JÁ! VIÐ NOTUÐUM PIPAR-
KÖKUFORMIN MÍN
LÆKNIR! ER EITTHVAÐ AÐ MÉR?!
JÁ!
KJAFTURINN
Á ÞÉR!
ÉG GET EKKI EINBEITT MÉR
ÞEGAR ÞÚ HRÓPAR!
HLAUPASKÓR
ar England tapar leik. Þetta fannst
tæplega 13 ára syni mínum mjög
merkilegt.“
Þegar Hildur er ekki að berjast
fyrir málstaðnum hefur hún mikla
ánægju af hinu þjóðlega spili Skrafli
og hún er í stjórn Skraflfélags Ís-
lands. „Skrafl er stórkostleg skemmt-
un og hefur notið aðeins meiri vin-
sælda undanfarin ár með tilkomu
netskraflsins.“ Við höldum Íslands-
mót árlega í raunheimum, mér hefur
aldrei tekist að vinna enn þá en hef
lent í öðru og þriðja sæti.“
Fjölskylda
Maki Hildar er Páll Hilmarsson, f.
8.5. 1976, gagnasérfræðingur hjá
Reykjavíkurborg, og þau búa í Þing-
holtunum í Reykjavík. Foreldrar Páls
eru hjónin Hilmar Hilmarsson, f.
25.1. 1955, og Helga Björnsdóttir, f.
26.3. 1956, og þau búa í Breiðholtinu.
Áður var Hildur í sambúð með
Ólafi Ingibergssyni, f. 31.10. 1979,
sérfræðingi á umhverfis- og skipu-
lagssviði Reykjavíkurborgar. Synir
Hildar eru 1) Sævar Ólafsson, f. 3.8.
2000, vinnur hjá Garra og er í sambúð
með Önnu Sigríði Sigurðardóttur, 2)
Hrappur Birkir Pálsson, f. 14.7. 2008,
stefnir á atvinnumennsku í körfu-
bolta.
Systkini Hildar eru 1) Karl Lillien-
dahl Viggósson, f. 3.7. 1984, lag-
erstjóri í Kópavogi; Vala Hrönn
Viggósdóttir, f. 30.8. 1971, lögfræð-
ingur í Reykjavík, og Orri Viggósson,
f. 12.7. 1969, býr í Breiðholti.
Foreldrar Hildar eru hjónin Viggó
Bragason, f. 4.11. 1942, fv. loftskeyta-
maður í Gufunesradíói, og Hulda
Lilliendahl, f. 3.4. 1958, fv. sérfræð-
ingur í atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytinu. Þau búa í Laugarásnum
í Reykjavík.
Hildur Lilliendahl
Viggósdóttir
Guðný Hulda Káradóttir Lilliendahl
símamær og húsfreyja, Akureyri og
Reykjavík
Theódór Lilliendahl
símritari, Akureyri og Reykjavík
Karl Th. Lilliendahl
hljóðfæraleikari, Reykjavík
Hermína Jónasdóttir Lilliendahl
sjúkraliði, Reykjavík
Hulda Lilliendahl
sérfræðingur, Reykjavík
Kristín Steingrímsdóttir
húsfreyja, Siglufirði
Jónas Halldórsson
rakarameistari, Siglufirði
Guðrún Sigurðardóttir
húsfreyja,A-Húnavatnssýsla
Agnar Bragi Guðmundsson
bóndi, A-Húnavatnssýsla
Bragi Agnarsson
skipstjóri og rannsóknar-
stofumaður, Reykjavík
Steinunn Jónsdóttir
húsfreyja, Reykjavík
Hildur Sigurðardóttir
húsfreyja á Hellissandi,
Ingjaldshólssókn, Snæf.
Jón Valdimar Jóhannesson
formaður á Hellissandi,
Ingjaldshólssókn, Snæf.
Úr frændgarði Hildar Lilliendahl Viggósdóttur
Viggó Bragason
loftskeytamaður,Reykjavík
Sem ég skrifa þetta Vísnahorn á
þriðjudagsmorgni er ég á för-
um norður í Brekku í Skagafirði og
þótti skemmtilegt að sjá þennan póst
frá Ingólfi Ómari Ármannssyni á
Boðnarmiði gærdagsins: „Skrapp í
Skagafjörð um helgina, þar var 20
stiga hiti, annað en hér syðra. Þegar
ég var að aka niður af Vatns-
skarðinu rifjaðist upp fyrir mér vísa
sem ég gerði einu sinni að vori til.
Hlýnar tíðin brosa ból
blómin skrýða völlinn.
Geislum blíðum baðar sól
Blönduhlíðarfjöllin.
Halldór Halldórsson skrifar:
„Þegar ég kom fyrst að Syðra-Seli
voru enn svokallaðir „vagnhestar“;
klárar sem höfðu kynnst öllu sem
var að kunna í búfræði!
Þeir tóku þó vel á móti snáðum,
sem fannst þeir vera Roj og Trigger;
þegar valhoppað var eftir beljunum!
Var á Syðra-Seli best
og sælast meðal barna,
er fékk í fangið eðalhest
og fór’á bak á Stjarna!
Þessi póstur Halldórs rifjar upp
fyrir mér æskuár mín í Litlu-
Sandvík í Flóa. Þar var líka hest-
urinn Stjarni og Jarpur, sem ég fór
á þegar ég færði fólkinu matinn nið-
ur á Mýri, austan við þjóðveginn
nokkru fyrir neðan Stekka. Sem ég
sat á klyfberanum á baki Jarps
horfði ég á kjóann elta kríu og ná af
henni sílunum, sem hún ætlaði að
færa ungum sínum. Þá orti ég,
kannski mína fyrstu vísu:
Sækir hún í hreiðrið björg
í hafið er langt að fara.
Fer í kjaftinn kjóans mörg
kræsing fuglsins snara.
Magnús Halldórsson dregur upp
nýtt sjónarhorn og óvænt:
Förgun á sorpi er feiknalegt mál,
fjölmörg það dæmi hér sanna.
Svo einnota pakkningar utan um sál
ætti því drottni að banna.
Jón Atli Játvarðarson svarar og
segir: „Þessi datt inn sem svar-
færsla. Læt hana standa sem full-
burða þráð“:
Friðlýsir auðnirnar klókur og kænn,
keppist við málum að loka.
Umhverfisráðherrann einnota, grænn
okkur nú treður í poka.
Halldór Guðlaugsson orti 9. júlí
kl. 08.20:
Ekki sést í gígnum glóð
gufur upp þó stígi
undir skorpu er víst flóð
eins og köttur mígi.
En síðar um daginn sagði hann:
Allt er breytt sem áður var
eldar gígsins brenna
hraunstraumar til háðungar
höfundi nú renna.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Sólin baðar Blönduhlíðarfjöllin