Morgunblaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.07.2021, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021 Þrjú íslensk karlalið eiga leik í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu í dag og í kvöld. Eftir slakan árangur síðustu ár í Evr- ópukeppnum er það nauðsynlegt að góður árangur náist hjá lið- unum í kvöld og þau tryggi sér sæti í 2. umferð keppninnar. Sem kunnugt er missti Ís- land eitt af Evrópusætum sínum fyrir yfirstandandi tímabil eftir mögur úrslit íslenskra liða. Ár- angurinn hefur raunar verið svo slæmur að íslenska úrvalsdeildin er í fjórða neðsta sæti á styrk- leikalista knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, yfir sterkustu deildir Evrópu. Aðeins Eistland, Andorra og San Marínó hafa yfir lakari efstu deildum að skipa í Evrópu og eru lönd eins og Gíbraltar, Færeyjar og Moldóva með sterkari deildir samkvæmt styrkleikalistanum. Það verður að teljast nokkuð neyðarlegt en þeim þjóðum sem ekki hefur tekist að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fer stöðugt fækkandi. Lið frá Lúxemborg, Moldóvu, Armeníu, Írlandi, Albaníu og Norður- Makedóníu hafa á undanförnum árum komist í riðlakeppnina. Vissulega kemur þar til mikið fjármagn í einhverjum þessara tilfella en fyrir nokkrum árum stefndi FH ótrautt þangað þegar alvöru, dýrir atvinnumenn á við Eddi Gomes og Brand Olsen voru fengnir til félagsins. Sú áætlun gekk ekki upp en ég viðurkenni það fúslega að ég hefði viljað sjá FH eða eitthvert annað íslenskt lið þokast nær. Það var síðast árið 2014 sem Stjarnan komst alla leið í 4. og síðustu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar en ekkert ís- lenskt karlalið hefur leikið það eftir síðan. Í kvöld þætti mér því vænt um að sjá íslensku liðin leggja grunn að betri árangri í Evrópukeppnum í náinni framtíð. BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.isGuðbjörg Gunnarsdóttir, fyrrver- andi landsliðsmarkvörður í knatt- spyrnu, og sambýliskona hennar, Mia Jalkerud, eru á förum frá norska úrvalsdeildarfélaginu Arna- Björnar eftir að hafa leikið með því í hálft ár. Samningur þeirra, sem þær gerðu í janúar, var til tveggja ára en þær hafa nú fengið honum rift og yfirgefa félagið eftir næsta leik þess, sem er um næstu helgi. Guðbjörg skýrði frá ákvörðuninni á Twitter og greindi frá að tvíbura- börn þeirra hafi ekki fengið pláss á leikskóla sem hafi gert erfitt fyrir. Guðbjörg rifti samningnum Morgunblaðið/Eggert Noregur Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur rift samningi sínum. Sleggjukastarinn Elísabet Rut Rún- arsdóttir og hástökkvarinn Krist- ján Viggó Sigfinnsson gætu bland- að sér í baráttu um verðlaunasæti á Evrópumeistaramóti U20 ára í frjálsíþróttum sem hefst í Tallinn í Eistlandi í dag. Árangur þeirra skipar þeim fremstu röð meðal keppenda á mótinu. Undankeppnin hjá Kristjáni fer fram í dag en á morgun er undankeppni hjá El- ísabetu, sem og hjá Evu Maríu Baldursdóttur sem keppir í há- stökki. Keppt er til úrslita í grein- unum um helgina. Berjast þau um verðlaun á EM? Ljósmynd/Þórir Tryggvason Tallinn Elísabet Rut Rúnarsdóttir er Íslandsmethafi í sleggjukasti. M-GJÖFIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þrír leikmenn eru efstir og jafnir í einkunnagjöf Morgunblaðsins, M- gjöfinni, í úrvalsdeild karla í fótbolta þegar keppni er um það bil hálfnuð. Nikolaj Hansen, sóknarmaður úr Víkingi, Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður KR-inga, og Orri Hrafn Kjartansson miðjumaður Fylkis- manna hafa allir fengið samtals 10 M fyrir frammistöðu sína í leikjum sinna liða. Orri Hrafn hefur leikið ellefu af tólf leikjum Fylkis, tíu þeirra í byrj- unarliði, en þeir Hansen og Kristinn hafa báðir leikið alla tólf leiki sinna liða í byrjunarliði. Orri hefur einu sinni fengið tvö M, þrisvar verið valinn í lið umferð- arinnar og átta sinnum fengið eitt M. Hansen hefur tíu sinnum fengið eitt M og fékk þau í tíu leikjum Vík- ings í röð, frá annarri til elleftu um- ferðar. Hann hefur tvisvar verið val- inn í lið umferðarinnar. Kristinn hefur einu sinni fengið tvö M og átta sinnum eitt M en hann hefur einu sinni verið í liði umferð- arinnar. Chopart á hælum þeirra Kennie Chopart, hægri bakvörður KR-inga, er á hælum þremenning- anna en hann hefur spilað tíu af tólf leikjum Vesturbæjarliðsins og feng- ið samtals 9 M í einkunnagjöfinni. Eftirtaldir leikmenn úr liðunum tólf hafa fengið fimm M eða fleiri í deildinni á þessu keppnistímabili. Fjögur lið hafa leikið ellefu leiki en hin átta liðin tólf leiki. Í svigum má sjá hve mörg M samtals hvert lið hefur fengið og leikjafjöldann fyrir aftan skástrikið: Valur (65/12) 8 Rasmus Christiansen 7 Kristinn Freyr Sigurðsson 7 Sebastian Hedlund 6 Patrick Pedersen 6 Sigurður Egill Lárusson 5 Birkir Heimisson 5 Hannes Þór Halldórsson Víkingur R. (58/12) 10 Nikolaj Hansen 6 Kári Árnason 5 Þórður Ingason 5 Pablo Punyed Breiðablik (59/11) 8 Höskuldur Gunnlaugsson 8 Kristinn Steindórsson 7 Viktor Karl Einarsson 6 Árni Vilhjálmsson 5 Gísli Eyjólfsson 5 Thomas Mikkelsen KR (62/12) 10 Kristinn Jónsson 9 Kennie Chopart 6 Atli Sigurjónsson 5 Kjartan Henry Finnbogason 5 Beitir Ólafsson KA (52/11) 7 Brynjar Ingi Bjarnason 7 Steinþór Már Auðunsson 7 Hallgrímur Mar Steingrímsson 6 Þorri Mar Þórisson 5 Rodrigo Gómez Fylkir (48/12) 10 Orri Hrafn Kjartansson 6 Djair Parfitt-Williams 5 Helgi Valur Daníelsson 5 Orri Sveinn Stefánsson Leiknir R. (51/12) 8 Brynjar Hlöðversson 7 Sævar Atli Magnússon 7 Bjarki Aðalsteinsson 6 Daníel Finns Matthíasson 5 Guy Smit Keflavík (53/11) 8 Joey Gibbs 7 Sindri Kristinn Ólafsson 6 Ástbjörn Þórðarson 5 Magnús Þór Magnússon 5 Frans Elvarsson Stjarnan (49/12) 6 Haraldur Björnsson 5 Tristan Freyr Ingólfsson 5 Brynjar Gauti Guðjónsson 5 Eyjólfur Héðinsson FH (45/11) 8 Ágúst Eðvald Hlynsson 6 Þórir Jóhann Helgason 5 Guðmundur Kristjánsson 5 Matthías Vilhjálmsson 5 Jónatan Ingi Jónsson HK (48/12) 6 Guðmundur Þór Júlíusson 6 Birnir Snær Ingason 5 Birkir Valur Jónsson 5 Martin Rauschenberg ÍA (35/12) 6 Alexander Davey M-gjöfin Íþróttafréttamenn Morgunblaðs- ins eru á öllum leikjum í úrvalsdeild karla, lýsa þeim beint á mbl.is og fjalla um þá þar. Í Morgunblaðinu eru birtar yf- irlitsgreinar ásamt M-gjöfinni sem er á þessa leið: _ 3 M fær leikmaður fyrir frábær- an leik, betur verður vart gert hér á landi. _ 2 M fær leikmaður fyrir að eiga mjög góðan leik. _ 1 M fær leikmaður fyrir að eiga góðan leik. Þarf að vera yfir með- allagi til að fá M. Orri, Kristinn og Hansen eru efstir í M-gjöfinni - Allir með samtals 10 M þegar keppni í úrvalsdeild karla er um það bil hálfnuð Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason 10 M Nikolaj Hansen er 28 ára danskur sókn- armaður sem hefur leikið alla 12 leiki Víkinga. Morgunblaðið/Eggert 9 M Kennie Chopart er 31 árs danskur hægri bakvörður KR-inga. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason 10 M Orri Hrafn Kjartansson er 19 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið 11 leiki Fylkis. Morgunblaðið/Eggert 10 M Kristinn Jónsson er þrítugur vinstri bak- vörður sem hefur leikið alla 12 leiki KR. Lengjudeild kvenna HK – Víkingur R ...................................... 2:2 Grindavík – Afturelding .......................... 1:0 ÍA – Grótta ................................................ 0:2 Staðan: KR 9 7 1 1 25:11 22 FH 10 6 2 2 20:9 20 Afturelding 10 5 4 1 23:11 19 Víkingur R. 10 3 4 3 18:18 13 Grótta 10 4 1 5 15:18 13 Haukar 10 3 3 4 14:15 12 ÍA 10 3 1 6 9:22 10 HK 9 2 3 4 13:20 9 Grindavík 10 1 5 4 12:18 8 Augnablik 8 1 2 5 10:17 5 Meistaradeild karla 1. umferð, seinni leikir: Legia Varsjá – Bodö/Glimt ........... 2:0 (5:2) - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. Kairat Almaty – Maccabi Haifa...... 2:0 (3:1) Alashkert – Connah’s Quay ............ 1:0 (3:2) Neftchi Bakú – Dinami Tbilisi ........ 2:1 (4:2) _ Samanlögð úrslit í svigum. Sigurlið fara í 2. umferð Meistaradeildar en taplið í 2. um- ferð Sambandsdeildar. Noregur Lilleström – Vålerenga........................... 1:1 - Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga. Amanda Andradóttir kom inn á sem varamaður á 71. mínútu. _ Staðan: Rosenborg 24, Sandviken 22, Vålerenga 19, Lilleström 19, Arna-Björnar 7, Lyn 7, Avaldsnes 6, Kolbotn 6, Klepp 6, Stabæk 4. 4.$--3795.$ Vináttulandsleikir karla Bandaríkin – Argentína ..................... 108:80 Ástralía – Nígería............................... 108:69 4"5'*2)0-#
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.