Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 56
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021
arfsmannafatnaður
rir hótel og veitingahús
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is
Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Hótelstjórnandann
Hótelrúmföt
Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði
og öðru líni fyrir hótel
Ferðumst
innanlands
í sumar
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Hjálmar var alveg sér á parti sem
hagyrðingur, hann var öðruvísi en
allir aðrir. Hann hafði ótrúlega mikið
vald bæði á tungumálinu og brag-
forminu,“ segir Ragnar Ingi Aðal-
steinsson, annar ritstjóri bókarinnar
Ekki var það illa meint. Sú bók
geymir ljóð og lausavísur eftir
Hjálmar Freysteinsson, en hann lést
á síðasta ári. Hjálmar var læknir á
Akureyri og landskunnur hagyrð-
ingur. Hann hafði orð á sér fyrir að
vera skáld hláturs og gleði, enda sér-
lega lunkinn við að koma fólki í gott
skap með vísum sínum. Hann fór á
kostum á hagyrð-
ingamótum og
kastaði þá oft
fram galgopaleg-
um kersknivísum.
Hann var þó aldr-
ei rætinn eða
klúr, heldur bara
skemmtilegur.
„Hjálmar gat
alltaf séð ein-
hverja nýja hlið á
því sem hann orti um. Einhvern tíma
var rætt um rjúpnaveiði og veiðileyfi
eða veiðitímabil í því sambandi og
rjúpnaveiðimenn voru eitthvað
ósáttir. Þá orti Hjálmar:
Heimsins böl og hörku þekki,
hér er nóg af fólunum.
Eitt er víst, ég vildi ekki
vera rjúpa á jólunum.
Þannig gat hann alltaf látið sér
detta í hug nýja og skondna hlið á
málunum. Þetta geta ekki nema ein-
staka menn. Við vorum held ég öll
sammála um það í hagyrðinga-
samfélaginu að Hjálmar væri best-
ur.“
Ortu hver um annan þveran
Ragnar Ingi segir að Hjálmar hafi
alist upp í mikilli vísnahefð og að for-
feður hans hafi verið hagyrðingar.
„Hjálmar var fæddur í Vagn-
brekku í Mývatnssveit og ólst þar
upp. Freysteinn faðir hans var einn
af þeim sem voru stöðugt með vísur
á vörum og móðir hans gat vel sett
saman vísu þó að hún veifaði því ekki
mikið. Hjálmar móðurafi hans var
líka ágætur hagyrðingur og þekktur
sem slíkur. Hjálmar sá var bóndi þar
og um hann orti Guðmundur Frí-
mann þekkt kvæði sem heitir Fiðl-
arinn í Vagnbrekku. Svo ortu þeir
hver um annan þveran Þingeying-
arnir, Hjálmar óx upp inn í þessa
hefð. Hann byrjaði mjög snemma
sem krakki að setja saman vísur og
vann til verðlauna fyrir hagmælsku
öll fjögur árin sín í Menntaskólanum
á Akureyri, þar sem við vorum sam-
nemendur. Hann var alltaf svo
skemmtilegur og fyndinn og fljótur
að smella hugsun sinni saman í vísur.
Fyrir vikið fóru þær margar á flug
og lifa,“ segir Ragnar Ingi og bætir
við að Hjálmar hafi svipaða stöðu og
Káinn, vísur hans eru þannig að þær
verða hluti af þjóðararfinum.
„Þetta liggur í því að braghefðin
er samofin vitund okkar, við erum
búin að læra alls konar kveðskap og
þekkjum hann úr öllum hornum. Það
er búið að yrkja alla Íslandssöguna í
gegn. Snillingarnir, sem kunna
svona vel að fara með braghefðina og
geta svo sett þar inn alls konar útúr-
snúninga eða fyndin sjónarhorn, inn-
an þessa meitlaða forms, þeir hafa
alltaf þótt svo ótrúlega skemmti-
legir. Ég hef oft nefnt sem dæmi vísu
eftir Hjálmar sem hann orti þegar
hann var í Menntaskólanum á Akur-
eyri:
Ef þú vilt bera þitt barr
best þér reynast mun
að spara og nota Sparr
í sperrur og einangrun.
Þessi vísa er auðvitað endileysa
endanna á milli en hún smellur al-
gjörlega bragfræðilega. Þeir sem
hafa sans fyrir hefðbundnum brag
grípa strax hvað þetta er vel ort og
hljómar fallega, en svo kemur í ljós
að efnið er bara tóm vitleysa frá
grunni. Þetta finnst okkur fyndið.“
Ragnar Ingi segir að Hjálmar hafi
líka ort alvarlegri kvæði.
„Þegar Hákon bróðir minn féll frá
fyrir aldur fram, en hann var þekkt-
ur hagyrðingur og skáld, þá orti hag-
yrðingasamfélagið um hann heilu
kvæðin, hvert öðru fallegra. Hjálmar
gerði hins vegar eina vísu sem kjarn-
aði það sem skipti máli:
Megi ljóð þau lifa og vaka
er las hann sinni þjóð,
um hann verður engin staka
alveg nógu góð.
Þetta er auðvitað algjör snilld.
Hann gat vel verið tilfinningaríkur í
kveðskap sínum, þótt hann hafi gert
minna af því. Hann festist í grallara-
skapnum. Hann var svo fyndinn og
fólki fannst þetta svo skemmtilegt.
Hann lá undir stöðugum þrýstingi að
gera meira, það var beðið eftir vísum
frá honum. Og sem betur fer þá hélt
hann sig við grínið. Nú eigum við
tvöhundruð og sextíu blaðsíðna bók
af þessu óborganlega efni frá Hjálm-
ari. Við megum ekki líta svo á að
slíkt efni sé lítils virði, enda sagði
hann sjálfur að ráðlagður dag-
skammtur gegn ólund væri ein limra
tvisvar á dag. Skemmtilegar og
gleðjandi vísur eru geðbætandi og
það er mikils virði. Maður er ekkert
að gera lítið úr annars konar kveð-
skap með því að halda þessu til
haga.“
Sprenging í vísnagerðinni
Ragnar Ingi hefur engar áhyggjur
af því að fólk hætti að setja saman
vísur.
„Ég held úti tímariti sem heitir
Stuðlaberg og þar reyni ég að skrifa
um nýjar bækur með hefðbundnum
ljóðum. Þetta eru stuttar umfjallanir
fyrir lesendur mína og á hverju ári
undanfarið hef ég fjallað um tíu til
fimmtán slíkar bækur, svo ég hef
engar áhyggjur af framtíðinni. Það
hefur orðið sprenging í vísnagerð-
inni, þetta er orðið svo vinsælt aftur.
Ég er að kenna bragfræði út um allt
og alltaf að fá beiðnir um að lesa yfir
kveðskap. Hefðbundna ljóðið er á
mikilli siglingu, það er á fullri ferð
upp á við,“ segir Ragnar Ingi og
bætir við að Kvæðamannafélagið Ið-
unn hafi haldið úti á netinu litlu hag-
yrðingmóti einu sinni í hverjum
mánuði meðan heimsfaraldur kom í
veg fyrir mannfagnaði.
„Og nú fara hagyrðingamótin að
byrja aftur. Þar er alltaf húsfyllir því
fólk hefur svo gaman að þessu.
Bókaútgáfan Sæmundur ætlar að
gefa út kvæði Kristjáns Runólfs-
sonar og við stefnum á mikið hagyrð-
ingamót og útgáfuhóf í haust í tilefni
af því.“
Hann var skáld hláturs og gleði
- „Hjálmar gat alltaf séð einhverja nýja hlið á því sem hann orti um,“ segir Ragnar Ingi Aðalsteins-
son, annar ritstjóri nýrrar bókar sem geymir ljóð og lausavísur eftir Hjálmar Freysteinsson
Morgunblaðið/Hari
Ragnar Ingi „Hjálmar hafði ótrúlega mikið vald bæði á tungumálinu og bragforminu. Hann var alveg sér á parti.“
Hjálmar
Freysteinsson
Eintak af tölvuleiknum Super Mario
64, enn í plasti og óupptekið, var selt
fyrir eina og hálfa milljón dollara,
jafnvirði 188 milljóna króna, á upp-
boði í uppboðshúsinu Heritage Auct-
ions í Dallas á dögunum. Er leikurinn
þar með orðinn sá dýrasti í sögunni,
að því er fram kemur í frétt The
Guardian.
Eintakið er frá árinu 1996 og eitt af
fimm í heiminum sem enn eru í svo
góðu ástandi. Leikurinn er einn sá
vinsælasti í sögu tölvuleikja og hann-
aður fyrir Nintendo 64-leikjatölvuna
á sínum tíma. Var hann sá fyrsti í
leikjaþrívídd sem gerir hann afar
merkilegan. Má að miklu leyti þakka
leiknum gríðarmikla sölu á leikjatölv-
unni á sínum tíma. Valarie McLeckie,
sérfræðingur í tölvuleikjum hjá upp-
boðshúsinu, segir leikinn skipa mik-
ilvægan sess í tölvuleikjasögunni.
Fyrra met hvað kaupverð varðar átti
tölvuleikurinn The Legend of Zelda
frá árinu 1988 en eintak af honum var
selt tveimur dögum fyrr á 870 þúsund
dollara. Var það sama uppboð og
Mario-leikurinn var seldur á og segir
McLeckie það hafa komið skipuleggj-
endum uppboðsins verulega á óvart.
Átti enginn von á því að Mario-
leikurinn yrði keyptur fyrir meira en
milljón dollara og hvað þá eina og
hálfa.
AFP
Fokdýr Super Mario 64-leikurinn var seldur á 1,5 milljónir dollara.
Super Mario 64 dýrasti
tölvuleikur sögunnar