Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 60

Morgunblaðið - 15.07.2021, Side 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2021 www.danco.is Heildsöludreifing Vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is Glervasi Matt Brown 25 cm Stóll Teakwood 80x60x70 cm Viðarborð Suar 30x120x80 cm Blómapottur Fílar 2 teg. 27 cm Hengiplöntur 10x43 cm - 2 teg. Spegill Willow gylltur 112 cm Plume Strá í búnti 2 teg. 80 cm Körfusett 3 stk. 40/34/29 cm Planta Agave 25x32 cm Blómapottur Munkur 3 teg. Brown Pottasett Wave Dökkt 30/24 cm Járnhilla 30x120x86 cm Glerbox Antique 10x6x17 cm LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Raftónlistarmaðurinn Árni Grétar Jóhannesson, sem innan raftónlist- argeirans er helst þekktur undir nöfnunum Futuregrapher og Árni², og breski raftónlistarmaðurinn Lee Norris hafa tekið höndum saman undir nafninu World Circuit og sent frá sér plötuna Desolate Snow Roads. Árni segir að tónlistina á plötunni megi einfaldlega kalla raftónlist á íslensku en á ensku segir hann að hægt væri að kalla þetta allt frá „electronic“ yfir í „ambient“, sem stundum hefur verið þýtt sem sveim- tónlist, og jafnvel „acid“ eða sýru, þar sem notaður er bassaheili sem framkallar þetta svokallaða sýru- hljóð. Hægt er að dansa við tónlistina á plötunni ef viljinn er fyrir hendi en Árni segir þó að tónlist þeirra megi frekar kalla hlustunarraftónlist. „Maður á bara að setja þetta á fón- inn, hlusta og njóta þess að vera til. Kannski lesa góða bók eða bara slappa af. Þetta er svona svipað og djasstónlistin er fyrir djassunn- endur.“ Þykja goðsagnakenndar Lee Norris er að sögn Árna mjög þekktur í raftónlistarheiminum, sér- staklega innan þeirra tegunda raf- tónlistar sem þeir tveir vinna mest að. Norris hafi verið að gera tónlist í um þrjátíu ár og útgáfur hans þyki goðsagnakenndar. Hann er meðal annars þekktur undir nafninu Meta- matics sem og Norken sem er mjög þekkt nafn í „deep house“-geiranum. „Við erum búnir að vera vinir í nokk- ur ár og höfum svo sem unnið eitt- hvað saman áður, en þetta er fyrsta stóra verkefnið. Ég er persónulega mjög ánægður með að hafa gert eitt- hvað með honum. Ég hef alltaf litið upp til hans þannig að fyrir mér er þetta mjög stórt skref. Þó svo hans nafn sé kannski ekkert frægt fyrir hinn almenna tónlistarneytanda þá er þetta nafn mjög stórt í okkar geira.“ Desolate Snow Roads er gefin út af plötuútgáfunni Fantasy Enhanc- ing, bæði á geisladiski og stafrænt. „Það er nefnilega málið að þó svo að geisladiskurinn sé í rauninni dautt format hjá flestum eru margir sem eru að hlusta á þessa tegund af tón- list enn að safna geisladiskum og eru að setja þá á fóninn. Geisladiskurinn lifir góðu lífi hjá sumum,“ segir Árni. Platan er til sölu á vefnum Band- camp.com og gengur salan afar vel. „Í dag er gefið út gríðarlegt magn af tónlist, það kemur eitthvað nýtt út á hverjum degi á svona síðu eins og Bandcamp. En við vorum á toppnum þar undir „ambient“ tegundinni fimm daga í röð sem telst nokkuð gott og ég er mjög ánægður með það. Við erum stoltir af þessari plötu og ætlum að halda áfram að gera eitt- hvað saman. Þetta tókst vel til. Þótt maður sé vinur margra þá nær mað- ur kannski ekki að semja tónlist með öllum. Þetta þarf að smella dálítið saman og okkar árur ná vel saman.“ Frá Patreksfirði til Devon Tónlistarmennirnir tveir unnu að plötunni hvor í sínu lagi, annar á Íslandi en hinn á Englandi. „Það sem ég gerði var mestmegnis tekið upp á Patreksfirði. Ég var fyrir vestan fyrr á árinu og tók alveg gríðarlega mikið efni upp þá en vann það líka hérna í Reykjavík. Norris var að taka upp í sínu heimastúdíói sem er í Devon- sýslu, sunnarlega á Englandi,“ segir Árni og bætir við að þeir vinni til skiptis, annar byrji að semja, sendi svo tónlistina með tölvupósti og hinn haldi síðan áfram að vinna með tón- listina. „Í dag er það svo auðvelt af því við erum að nota sömu forritin. Norris gerði grunnana að lögunum og þegar ég var fyrir vestan vann ég áfram með þá og sendi svo á hann. Hann kemur svo með athugasemdir um hvað mætti fara betur og svo fer ég yfir það hér í Reykjavík og útkom- an er bara platan.“ Allt á kafi í snjó Titillinn Desolate Snow Roads er til kominn vegna innblástursins sem umhverfið á Vestfjörðum veitti þeim Árna og Norris við gerð plötunnar. „Þegar ég er þarna fyrir vestan þá er rosalega mikill snjór og ég var að senda honum myndir af umhverfinu sem var mótað af því hvað það var mikill snjór. Honum fannst það rosa magnað. Andrúmsloftið á plötunni skapaðist eiginlega í kringum það að hann var að dásama íslensku veðrátt- una,“ segir Árni og bætir við að þótt Norris sé Breti þá hafi hann ekki mikla reynslu af því að allt sé svona á kafi í snjó. „Við unnum titlana út frá þessu. Sum lög minna mann á vetur frekar en sumar og þetta er frekar vetrarplata. Ola Grunholz, sem hann- aði umslagið og sá um grafíkina, negldi alveg stemmninguna.“ „Setja þetta á fóninn og njóta þess að vera til“ - Raftónlistarmennirnir Árni Grétar Jóhannesson og Lee Norris gefa út plötu Raftónlist „Ég hef alltaf litið upp til hans þannig að fyrir mér er þetta mjög stórt skref,“ segir Árni Grétar um tónlistarmanninn og vininn Lee Norris. Tónlistarmaður Bretinn Lee Norris var heillaður af íslenskri veðráttu. Hvolpur Jeffs Koons, sem stendur fyrir utan Guggenheim-safnið í Bilbao, er illa á sig kominn og hafa stjórnendur safnsins hafið hópfjár- mögnun upp á hundrað þúsund evr- ur til að lagfæra hann, jafnvirði um 15 milljóna króna. Hvolpurinn er 12,4 metrar á hæð og þakinn um 38.000 blómum af ýmsum gerðum. Fyrirmyndin er hundur af tegundinni highland terrier og er blómunum í skúlpt- úrnum skipt út tvisvar á ári. Hann hefur nú staðið fyrir utan safnið í 24 ár og er vökvunarkerfið farið að gefa sig og þarf einnig að skipta um hluta af stálgrindinni sem held- ur verkinu uppi. Hópfjármögnunin er sú fyrsta í sögu safnsins og segir kynningar- stjóri þess að skúlptúrinn sé dáður og vinsælt myndefni og ein af tákn- myndum borgarinnar. Því sé fólki nú gefið tækifæri á því að varðveita hann með frjálsum fjárframlögum. „Hvolpurinn“ var fyrst sýndur í Þýskalandi árið 1992 og endur- reistur við höfnina í Sydney í Ástr- alíu þremur árum síðar. Guggen- heim-stofnunin keypti hann árið 1997 fyrir safnið í Bilbao sem þá var nýtt og hannað af Frank Gehry, eins og frægt er. Um tíu þúsund evrur hafa nú safnast af þeim hundrað þúsund sem stefnan er sett á með hópfjármögnuninni, samkvæmt frétt dagblaðsins The Guardian. Þekktur Skúlptúr Koons stendur fyrir framan Guggenheim í Bilbao. 100.000 evrum safnað fyrir Hvolp Ljósmynd/Wikimedia Commons/Lanoel Jazzklúbburinn Múlinn stendur fyrir tónleikum í kvöld kl. 20 í Flóa í Hörpu. Á þeim kemur fram píanóleikarinn Agnar Már Magnússon með tríói sínu og fagnar auk þess 20 ára afmæli fyrstu plötu sinnar með útgáfu á nótna- bók. Agnar Már hefur gefið út margar plötur á ferli sín- um og eru þeim öllum gerð skil í bókinni. Á tónleikunum verður einkum leikin tónlist af fyrstu plötu Agnars Más, 01, frá árinu 2001. Ásamt Agnari koma fram bassaleik- arinn Nicolas Moreaux og Matthías MD Hemstock sem leikur á trommur. Tríó Agnars Más leikur á Múlanum Agnar Már Magnússon

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.