Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Sími 4 80 80 80
25 ára reynsla
INNFLUTNINGUR AF NÝJUM
OG NOTUÐUM BÍLUM
VERKSTÆÐI
VARAHLUTIR
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Færri vinnuslys hafa verið tilkynnt
á árinu 2020 en árin þar á undan.
Nú þegar hafa borist 1.743 tilkynn-
ingar um vinnuslys árið 2020 sam-
kvæmt svari Vinnueftirlits ríkisins
við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Flestar tilkynningar um vinnuslys á
árinu 2020 bárust frá opinberri
þjónustu o.fl. (244), opinberri
stjórnsýslu (237), matvælaiðnaði
(133), flutningastarfsemi (103) og
mannvirkjagerð (103).
Vinnueftirlitinu hafa borist 2.100-
2.200 tilkynningar um vinnuslys ár-
lega undanfarin ár og hefur fjöldi
þeirra haldist nokkuð stöðugur.
Samkvæmt reynslu síðustu ára hafa
um 92% vinnuslysa verið tilkynnt
um mitt næsta ár eftir að þau urðu.
Vinnueftirlitið segir að því megi
áætla gróflega að 15–20% færri
vinnuslys hafi orðið árið 2020 sam-
anborið við árin þar á undan.
Óvenjulegar aðstæður 2020
Að sögn Vinnueftirlitsins er erfitt
að fullyrða án frekari skoðunar hvað
olli fækkun á tilkynningum um
vinnuslys árið 2020. Óvenjulegar að-
stæður á innlendum vinnumarkaði í
kjölfar Covid-19 faraldursins geti
vissulega skýrt hluta fækkunarinnar.
Einnig verður að gera ráð fyrir
því að bætt vinnuvernd á vinnu-
stöðum kunni að hafa haft sín
áhrif, að mati Vinnueftirlitsins. Þá
geti verið að dregist hafi að senda
Vinnueftirlitinu tilkynningar um
vinnuslys vegna óvenjulegra að-
stæðna á vinnustöðum vegna Co-
vid-19 faraldursins. Tilkynningar
eigi þá eftir að skila sér síðar en
fyrri ár.
Tilkynningum um fækkun vinnu-
slysa á milli áranna 2019 og 2020
fækkaði mest í opinberri stjórn-
sýslu. Þar fór fjöldi tilkynntra
vinnuslysa úr 360 í 237 tilkynn-
ingar. Nokkur fækkun tilkynninga
um vinnuslys var einnig í bygging-
ariðnaði og fækkaði þeim úr 208 í
130 á milli ára. Í flutningastarf-
semi fór fjöldi tilkynninga úr 210 í
103. Einnig fækkaði tilkynningum
um vinnuslys í smásöluverslun á
milli ára. Tilkynntum vinnuslysum
í smásöluverslun virtist hafa fjölg-
að 2018 (72) og 2019 (77) en svip-
aður fjöldi vinnuslysa var tilkynnt-
ur á árinu 2020 (47) og var árið
2016 (48).
Fjöldi starfsmanna skiptir máli
Tilkynntum vinnuslysum fækk-
aði nokkuð í matvælaiðnaði, að
undanskilinni vinnslu landbúnaðar-
afurða, þar sem fjöldi tilkynninga
fór úr 62 í 33 tilkynningar á milli
ára. Á sama tíma fjölgaði hins veg-
ar tilkynningum í matvælaiðnaði
við vinnslu úr rúmlega 70 í 100 til-
kynningar. Fiskiðnaður stóð í stað
á milli ára en þar eru um 135-150
vinnuslys tilkynnt árlega. Sama á
við um efnaiðnað þar sem tæplega
20 vinnuslys eru tilkynnt árlega.
Vinnueftirlitið bendir á að ávallt
þurfi að hafa í huga fjölda starfs-
manna í hverri atvinnugrein á
hverjum tíma þegar rætt er um
fjölda vinnuslysa. Margar tilkynn-
ingar um vinnuslys í fjölmennri at-
vinnugrein geti verið hlutfallslega
svipað margar og í atvinnugrein
sem færri starfa við og tilkynnir
færri vinnuslys.
Skipulögð vinnuvernd
„Vinnueftirlitið leggur áherslu
á að hvetja vinnustaði til að koma
á skipulögðu vinnuverndarstarfi
sem verður hluti af daglegum
rekstri þeirra með það að mark-
miði að viðhalda og bæta öryggi
og aðbúnað á vinnustöðum. Til-
gangurinn er að koma auga á
hættur í vinnuumhverfinu og
bregðast við þeim þannig að unnt
sé að koma í veg fyrir vinnuslys,
óhöpp og vanlíðan starfsfólks,“
sagði í svari Vinnueftirlitsins.
Það segir mikilvægt að atvinnu-
rekendur hafi skýra sýn um
hvernig vinnustaði þeir vilja bjóða
starfsfólki sínu upp á. Setja þurfi
skýr markmið og mælikvarða til
að raungera þá sýn. Þátttaka
starfsmanna sé mikilvæg og allir
þurfa að axla sameiginlega
ábyrgð á að vinnustaðurinn sé
öruggur og heilbrigður. Þannig
nái vinnustaðir árangri við að
vernda starfsfólk sitt og fækka
vinnuslysum en ekki eingöngu að
bregðast við eftir eftirlitsheim-
sóknir Vinnueftirlitsins.
Um 15-20% fækkun vinnuslysa 2020
- Líklegt þykir að kórónuveirufaraldurinn hafi haft áhrif á fækkun vinnuslysa - Flestar tilkynningar
komu frá opinberri þjónustu og stjórnsýslu - Vinnueftirlitið hvetur til skipulegs vinnuverndarstarfs
2.117 2.137 2.204 2.234
1.743
Fjöldi tilkynntra vinnuslysa 2016 til 2020
Atvinnugreinar með flest tilkynnt vinnuslys árið 2020
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2016 2017 2018 2019 2020
Heimild:
Vinnueftirlitið
Atvinnugrein
Fjöldi tilkynn-
inga árið 2020
Breyting
frá 2019
Opinber þjónusta 244 -29%
Opinber stjórnsýsla 237 -34%
Fiskiðnaður og -vinnsla 130 +2%
Mannvirkjagerð 130 -38%
Flutningastarfsemi 103 -51%
Aðrar atvinnugreinar 899 -9%
Alls
1.743
tilkynningar
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Tveir Palestínumenn voru hand-
teknir á skrifstofu Útlendingastofn-
unar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði í
fyrradag. Mennirnir höfðu verið
boðaðir þangað til að sækja sér bólu-
setningarvottorð en voru þá hand-
teknir og sendir úr landi til Grikk-
lands. Lögreglan hefur verið sökuð
um óhóflega valdbeitingu, harðræði
og beitingu rafvopna, en hvorki al-
menn lögregla né sérsveitin hefur
heimild til að nota slík vopn.
Farið hefur fram frumskoðun á
myndefni af atvikinu, að því er fram
kom í tilkynningu frá embætti rík-
islögreglustjóra sem send var fjöl-
miðlum í gærkvöldi. Bendir sú skoð-
un til að ekki hafi verið um óþarfa
eða óhóflega valdbeitingu að ræða,
miðað við þær aðstæður sem sköp-
uðust á vettvangi. Þá segir að
ákvörðun um valdbeitingu sé ávallt
tekin samkvæmt mati stjórnanda á
vettvangi, m.a. með það að markmiði
að tryggja öryggi hins handtekna
eða annarra. Þá staðfestir embættið
að einstaklingarnir sem um ræðir
séu farnir af landi brott í samræmi
við ákvörðun viðeigandi yfirvalda um
frávísun þeirra.
Sjónarvottum að handtökunni var
verulega brugðið við það hvernig
lögreglan bar sig að. Skömmu eftir
að mennirnir stigu inn í afgreiðslu
Útlendingastofnunar voru fjórir lög-
reglubílar, sjúkrabíll, slökkviliðsbíll
og ómerktir sérveitarbílar mættir á
vettvang.
Sema Erla Serdar, formaður Sol-
aris, hjálparsamtaka fyrir flóttafólk
og hælisleitendur, ræddi við sjónar-
votta á svæðinu sem lýstu miklu
harðræði og ofbeldi af hálfu lög-
reglu. Hún ræddi einnig við mennina
sem handteknir voru. Annar þeirra
lýsti því hvernig hann fann fyrir raf-
losti og hafi verið sprautaður niður
ítrekað.
Í kjölfarið var lögreglan sökuð um
að hafa beitt rafbyssum og sprautað
mennina niður. Í yfirlýsingu ríkis-
lögreglustjóra sem send var síðdegis
í gær var bent á að lögregla hefði
hvorki heimild til að nota rafbyssur
né að sprauta menn niður og því
gætu þessar ásakanir ekki staðist.
Jón Bjartmarz, yfirmaður sérsveit-
arinnar, hefur staðfest við Morgun-
blaðið að sérsveitin hafi ekki heimild
til að beita rafbyssum frekar en lög-
reglan.
Heilbrigðisstarfsmenn voru á
svæðinu og þeir hafa heimild til að
sprauta fólk niður ef þeir meta það
nauðsynlegt. Ljóst er að annar
mannanna var sprautaður niður og
var hann með áverka á líkamanum
eftir handtökuna.
Sema segir að samtökin Solaris
muni tilkynna handtökuna til Nefnd-
ar um eftirlit með lögreglu og til um-
boðsmanns Alþingis. „Það mun skýr-
ast hvað gekk þarna á af upptökum
úr öryggismyndavélum en það leikur
enginn vafi á því að mennirnir voru
beittir mikilli hörku,“ segir hún.
Lögreglan er sjálf með málið til
skoðunar.
Morgunblaðið/Hari
Viðbúnaður Fjórir lögreglubílar, sjúkrabíll, slökkviliðsbíll og ómerktir sérsveitarbílar mættu á vettvang.
Valdbeiting hafi
ekki verið óhófleg
- Ásakanir um beitingu rafvopna virðast ekki geta staðist