Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.07.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021 ✝ Rannveig Sig- urbergsdóttir fæddist á Stapa í Hornafirði þann 20. október 1929. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suðurlands Hornafirði 1. júlí 2021. Foreldrar hennar voru Björg Ein- arsdóttir, f. 26.8. 1900, d. 11.12. 1977, og Sig- urbergur Sigurðsson, f. 4.4. 1896, d. 29.12. 1985, bændur á Stapa. Bræður Rannveigar voru Sigurður Sigurbergsson, f. 6.4. 1928, d. 17.6. 2013, bóndi á Stapa, og Einar Sig- urbergsson, f. 28.7. 1935, Rut Hafliðadóttir, barn hennar er Klara Björt, 2) Rannver, f. 1997. 3) Stefanía Björg, f. 2001. Rannveig lauk skyldunámi í kirkjukjallaranum við Laxá og var hjá Wesstman klæðskera einn vetur. Hún vann ýmis störf, t.d. ráðskona í sjóbúðinni í Mikla- garði og síðar í mötuneyti á Stokksnesi, þar sem hún kynn- ist Jens bónda sínum. Rannveig ólst upp á Stapa hjá foreldrum sínum ásamt bræðrum og gekk í öll verk ásamt öðru heimilisfólki. Hún bjó á Stapa þar til 1956 þegar þau hjónin hófu búskap á Dynjanda, þar ólu þau syni sína upp. Fluttu þau á Silf- urbraut 10 á Höfn árið 1999 og bjó Rannveig þar til 2019 er hún flytur á hjúkrunarheimilið Skjólgarð. Útför Rannveigar fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 9. júlí 2021, kl. 11. bóndi í Þinganesi, nú til heimilis að Miðtúni 14 Höfn. Rannveig giftist 31.12. 1956 Jens Olsen frá Reyð- arfirði, f. 19.11. 1932. Synir Rann- veigar og Jens eru 1) Sigurbergur Ol- sen, f. 25.11. 1955, sambýliskona hans er Jóhanna Guðný Einarsdóttir, f. 1967, hennar dóttir er Ástdís Maren Guðna- dóttir og á hún Alexander Helga. 2) Þorleifur Olsen, f. 1960, kona hans er Katrín Steindórsdóttir, f. 1967, börn þeirra eru 1) Jens, f. 1995, sambýliskona hans er Jóhanna Elsku amma Ranna, takk fyrir að vera amma mín. Henni hef ég svo margt að þakka og minnast. Það var enginn eins og hún amma mín, svo hlý og góð kona sem vildi öllum allt það besta. Gladdist ávallt við að fá fólkið sitt í heimsókn og kom enda- laus hlýja í hjartað að sjá ömmu ljóma við að fá mann í heimsókn. Fyrir mér var ekkert sem amma gat ekki gert, hún prjón- aði liggur við blindandi og á súper hraða, saumaði í sæng- urföt, eldaði og bakaði bara eft- ir minninu og kunni svo marga sálma utanbókar. Þakklát fyrir allt sem hún bjó til fyrir mig og bræður mína, allar lopapeys- urnar, sokkana og vettlingana og útsaumaða harðangur og klaustur. Allt þetta mun ég um eilífðartíma passa vel upp á og varðveita. Amma var svo ótrú- lega flink og dugleg í handa- vinnu miðað við aldur og heilsu. Ekki var alltaf gaman að fara í pössun þegar maður var yngri, en eftir pössun hjá ömmu og afa kom maður vel saddur og sæll til baka, þar sem amma passaði að ég hefði alltaf eitthvað að gera og væri aldrei svöng. Ekki bara þegar maður var í pössun og ekki bara við barnabörnin heldur allir sem komu í heimsókn til ömmu og afa fóru ekki svangir út þar sem amma passaði að enginn færi svangur heim. Amma var afskaplega gjaf- mild og var sífellt að gefa af sér, hvort sem það var eitthvað úr handavinnusafninu hennar, matur eða „smá“ nestispening- ar (sem voru oftar en ekki nokkrum þúsundköllum of margir miðað við til að kaupa nesti). Enda voru algengustu setningarnar hennar þegar við fjölskyldan komum í heimsókn: „Mætti ekki bjóða ykkur kaffi?“, „vantar ykkur ekki lopasokka og vettlinga?“, „hérna er smá nestispeningur“. Minnist ég þess helst að fara í næturpössun hjá ömmu og afa, amma svæfði mig alltaf. Þótt hún þyrfti ekki beint að svæfa mig, lagðist hún alltaf hjá mér og beið eftir því að ég væri sofnuð, þá fór hún fram í sófann og svaf þar meðan ég svaf eins og Þyrnirós í hjóna- rúminu með afa. Alltaf hugsaði hún um vellíðan annarra á und- an sjálfri sér. Í hvert skipti sem amma svæfði mig fórum við með ýmsa sálma og enduðum við alltaf á faðirvorinu. Mér fannst alltaf magnað hvernig hún kunni alla þessa sálma ut- anbókar, og bað hana oft um að fara með suma sálmana aftur og aftur. Margt var það sem hún amma kenndi mér sem ég er ævinlega þakklát fyrir, öll fyrstu spilin lærði ég af ömmu; veiðimann, þjóf og auðvitað báðar tegundir af ólsen-ólsen. Ég átti mína eigin prjóna í prjónakassanum hennar og þó svo ég prjónaði ekkert flókið, bara trefil, þá vorum við alla- vega að prjóna saman. Margir voru þeir sálmarnir sem amma fór með en einn var alltaf í miklu uppáhaldi. Langar að leyfa honum að enda minn- ingargreinina um ömmu Rönnu. Takk fyrir allt, elsku amma, hvíldu í friði. Við fjölskyldan skulum hugsa vel um afa. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Þitt eina litla ömmustelpu- skott, Stefanía Björg Olsen. Segja má að fáir hafi verið nánari fjölskyldu okkar en þau Ranna, Jens og strákarnir þeirra Sigurbergur og Leifi á Dynjanda. Líf þeirra var sam- ofið okkar frá fyrstu tíð og sýndu þau okkur Stapafólkinu einstaka umhyggju. Ef þörf var á hjálp voru þau komin og hættu ekki fyrr en verkinu var lokið, rétt skruppu heim til að mjólka og komu svo aftur. Þau voru ákaflega samhent og bættu hvort annað upp, hann flinkur í vélaviðgerðum og véla- vinnu, hún dugnaðarforkur við hvaðeina sem snerti matartil- búning og saumaskap, auk þess var hún einkar lagin við að nota þær vélar sem þurfti við hey- skapinn. Við minnumst hjálpar þeirra við kartöfluupptöku og heyskap þegar aðkallandi var að koma þurrheyi í hlöðu. Einn- ig hjálpar við undirbúning fyrir fermingarveislur, saumaskap á fermingarfötum, jólafötum og leiðbeiningar við hvers kyns handavinnu. Hún Ranna hafði ýmis verk með höndum sem nú eru unnin í verksmiðjum eða af sérmennt- uðu fólki. Hún hafði unnið hjá Elof Wessman klæðskera á Höfn um hríð sem ung kona og var meira en liðtæk við alls kyns saumaskap og var afar hjálpsöm og því leituðu margir til hennar þegar á þurfti að halda. Hún átti prjónavél og taldi ekki eftir sér að prjóna peysur, sokkabuxur og alls kyns fatnað á börn og fullorðna í sveitinni, einnig eru ótaldir sokkar og vettlingar sem hún gaf okkur og sjálfsagt mörgum fleirum. Hún átti líka hárklipp- ur og klippti okkur krakkana og pabba eftir kúnstarinnar reglum. Þá er líklegt að margir aðrir hafi átt leið að Dynjanda sömu erinda og farið þaðan ný- klipptir og kátir heim eftir góð- an kaffisopa, kruðerí og spjall um daginn og veginn. Það var gott að koma að Dynjanda og sóttumst við krakkarnir eftir því að fara þangað með foreldrum okkar, leika við strákana og þiggja góðgerðir hjá Rönnu. Þegar við eltumst og fluttum að heiman hélt Ranna alltaf sambandi. Sendi jóla- og af- mælisgjafir og jólagæsin kom alltaf frá þeim á meðan þau ræktuðu gæsir. Hún var hamhleypa til verka en kunni samt að gleðjast yfir hinu smáa. Hún var einstakur dýravinur og munum við þá helst eftir andarungum og álft- arungum sem hún annaðist af natni og kom þeim á legg og reyndar megnið af bústofni þeirra hændi hún að sér. Handavinna af öllum toga varð eitt aðaláhugamál hennar. Eftir hana liggja nokkrir tugir af útsaumuðum sængur- og koddaverum með harðangurs- og klausturssaumi sem hún gaf öllum nánum skyldmennum þeirra beggja. Hún hafði yndi af að prófa eitthvað nýtt í handavinnu og fór eftir mynst- urbókum á ýmsum tungumál- um. Synirnir, tengdadætur og barnabörnin voru henni allt og samvistir við þau glöddu hana mikið. Nú er langri ævi lokið. Síð- ustu árin voru henni erfið en alltaf þegar við hittumst brosti hún og strauk á okkur hend- urnar eins og henni þætti gott að sjá okkur. Uppskriftin af Rönnusalatinu góða minnir okkur á hana, gest- risni hennar og góðvild sem krakkarnir okkar gleyma seint. Við kveðjum góða mágkonu og föðursystur og þökkum henni samfylgdina, tryggð, vináttu, örlæti og umhyggjusemi alla tíð. Valgerður Gunnarsdóttir og börn. Rannveig afasystir mín, sem nær alltaf var kölluð Ranna, er látin á 92. aldursári. Ef maður myndi taka sig til og fletta upp orðinu „ósérhlífni“ í orðabók, þá væri þar líklega að finna mynd af Rönnu. Ranna vildi aldrei láta hafa neitt fyrir sér og oft var hún ekki búin að stoppa lengi á Stapa þegar hún fór að segja: „Jens minn, eigum við ekki að fara að koma“. Heim til þeirra á Dynjanda var alltaf gaman að koma og vel tekið á móti manni. Á Dynjanda var líka ýmislegt að sjá sem maður var ekki vanur að heim- an, t.d. mjög lítil uppþvottavél uppi á bekk og útungunarvél, þar sem oft voru einhvers kon- ar egg í klaki. Eftir að Ranna og Jens hættu búskap og fluttu á Höfn í kringum aldamótin, breyttist ýmislegt, en þó alls ekki gest- risnin. Alveg var sama hvað maður var búinn að troða í sig af alls kyns góðgerðum, alltaf var manni boðið meira. Oft var t.d. boðið upp á smurt brauð með reyktum silungi, sem æv- inlega var skorinn niður með skaftlausum hníf. Oft var þessi sami hnífur líka notaður til að skera niður túmat (já, með ú-i) ofan á brauð. Litla íbúðin þeirra á Silfurbrautinni var alltaf öruggt skjól, t.d. ef það þurfti að bíða eftir að geta gert eitthvað á Höfn. Einhvern tíma kom það fyrir að veður var það slæmt að það þýddi ekkert fyrir mig að reyna að komast heim eftir skólann. Þá var ekkert mál að fá að gista hjá Rönnu og Jens. Eitt sinn sem þetta vildi til, það var reyndar ekki mjög oft, þá kenndi Ranna mér kapal nokkurn, sem sjaldan gengur upp. Ekki fylgdi sögunni hvað þessi kapall heitir, eða a.m.k. gleymdist það fljótt ef það var þá nefnt, en síðan þá er hann einfaldlega kallaður Rönnukap- allinn. Hann gengur meira að segja stundum upp. Eins og áður segir hættu Ranna og Jens að búa um alda- mótin og fluttu á Höfn. Mjaðm- irnar í Rönnu, sem þá var um sjötugt, voru þá þegar orðnar frekar slitnar eftir margra ára- tuga vinnu. Einhverjir komu þá að máli við hana hvort hún vildi nú ekki fara í aðgerð og fá nýja mjaðmaliði, til að geta haft það gott í ellinni. Hún hélt nú ekki, nú væri hún hætt að vinna og hefði ekkert með nýjar mjaðmir að gera, svo ekkert varð úr þessu. Ranna var nefnilega ekki bara ósérhlífin, heldur líka dá- lítið þrjósk. Hún varð fljótlega ekki góð til gangs, og raunar varð ástandið svo slæmt á tíma- bili að þegar afi dó 2013, hafði hún ekki farið út úr húsi í nokkur ár. Þegar Ranna mætti svo í kistulagninguna hans afa, öllum að óvörum, breyttist mik- ið af sorgartárunum í gleðitár yfir því að Ranna skyldi sjá sér fært að koma. Hún kom svo reyndar oft í heimsókn eftir þetta. Það er við hæfi að enda þetta fábrotna yfirlit á sama hátt og við Ranna kvöddumst mörg undanfarin ár. Sjáumst næst! Sigurður Óskar Jónsson. Rannveig Sigurbergsdóttir Elsku, elsku Sveinbjörg mín, ekki óraði mig fyrir því að ég myndi sitja hér og nú, skrifa minningargrein um þig, nýorðin 50 ára. Lífið er hverfult, stundum ósanngjarnt, og oft erfitt að hugga sig við setningar eins og: Þeir deyja ungir sem Guðirnir elska eða „Only the good die yo- ung“. Leið mín lá til Ísafjarðar 1985, að spila fótbolta með ÍBÍ, þá var Sveinbjörg á öllum leikjum og spurði mig einmitt hvort hún mætti vera kona mín – svarið var Sveinbjörg Rósa- lind Ólafsdóttir ✝ Sveinbjörg Rósalind Ólafs- dóttir fæddist 14. apríl 1971. Hún lést 18. júní 2021. Útför hennar fór fram 29. júní 2021. að þú ert bara 14 ára og ég 23 það gengur ekki – 30 árum síðar er bankað á dyrnar hjá mér; þar stendur gullfalleg kona, með hrafnsvart hár sem flæddi niður bak og spurði á meðan ég horfði í augun henn- ar fallegu: En – heldurðu að það geti gengið núna Raggi? Okkar leiðir lágu saman 2015 á Akureyri, við hófum búskap og vorum meira og minna saman til ársins 2020 þá skildi leiðir, en allt- af góðir vinir. Minn draumur var alltaf að geta fylgt þér gegnum þín veik- indi til enda, það fór reyndar þannig að örlögin kölluðu mig aft- ur til þín og fékk ég að standa við hlið þér síðustu vikurnar, teng- ingin svo sterk og óendanlega dýrmæt, þú byrjaðir að vinna með mér og við áttum góðan tíma í kaffihúsinu í þrjár vikur og allt til enda, Það var gaman að fylgjast með þér, þú geislaðir og að sjá þig njóta þín vel innan um kaffihúsa- gesti (eitthvað fyrir þig). Það var líka viðeigandi að við borðuðum síðustu kvöldmáltíðina uppi á spítala saman, þar sem ég kom með KFC (þitt uppáhald) yndis- leg stund eftir á að hyggja. Þú varst alveg hreint einstök mann- eskja og dýpri sálufélaga hef ég ekki kynnst. Þú elskaðir húmor og alltaf stutt í þinn eftirminni- lega hlátur, þú varst hlý og mjög hjartagóð tilfinningavera, þú varst mikil húsmóðir og móðir al- veg einstök, góður kokkur og sós- urnar þínar guðdómlegar og öll þín heimili geisluðu af góðum og fallegum smekk svo eftir var tek- ið, fagurkeri af guðs náð og snyrtimennskan í fyrirrúmi. Nafnið þitt er líka stórt og tign- arlegt, sem lýsir þér vel, rós í fal- legri lind og blómstrar sem aldrei fyrr! Við kölluðum okkur „Hina heil- ögu þrenningu“, 14.6 – 14.4 – 14.2 – RR/SÓ/VFA. Elsku Sveinbjörg mín, ég kveð þig með sorgmætt hjarta, tár á kinn og veit að þínar þjáningar eru á bak og burt og þú komin á betri stað og þér líður betur. Þú átt sérstakt hólf í hjarta mínu og ég geymi góðu og fallegu minn- ingarnar, elska þig og ef það er líf eftir þetta líf, mun ég elska þig líka þar. Fjölskyldu og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ragnar Rögnvaldsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBRANDUR KRISTMUNDSSON, Austurvegi 41b, Selfossi, fyrrum bóndi á Bjargi í Hrunamannahreppi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi fimmtudaginn 1. júlí. Útförin fer fram frá Hrunakirkju mánudaginn 12. júlí klukkan 13. Sérstakar þakkir eru sendar starfsfólki á Ljósheimum fyrir einstaka alúð og umhyggju. Sigrún Guðmundsdóttir Kristmundur Guðbrandsson Guðmundur Guðbrandsson Helga Björk Birgisdóttir Elín Kristbjörg Guðbrandsd. Jóhann Ingvi Stefánsson barnabörn og langafabörn Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SNÆFELLS ARNÞÓRSDÓTTIR, Efstasundi 27, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 3. júlí. Jóhanna Steinsdóttir Þorkell Guðmundsson Ásdís Bjarnadóttir Sigfús Ómar Höskuldsson Guðbjörg Elísa Hafsteinsd. Silja Ívarsdóttir Katrín Ívarsdóttir Eva Karen Ívarsdóttir Arnór Steinn Ívarsson Kristey Dís Traustadóttir Elía Rós Arnarsdóttir Baldvin Haukur Sigfússon Styrmir Goði Sigfússon Nökkvi Freyr Sigfússon Jóhanna Gerður Hrannarsdóttir Ívar Hrannarsson Auður Arney Gunnarsdóttir Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GERÐUR JÓNA BENEDIKTSDÓTTIR, Lönguhlíð 3, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 2. júlí. Útför fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 13. júlí klukkan 13. Hlíf Elfa Magnúsdóttir Hrefna Gerður Magnúsdóttir Þorsteinn V. Sigurðsson Benedikt Páll Magnússon Auður Eiðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.